Dagur - 08.10.1988, Qupperneq 9
8. október 1988 - DAGUR - 9
poppsíðon
Umsjón: Valur Sæmundsson.
Sitthvað um Europe:
Við erum vist
þungarokkarar
- segir Joey Tempest argur
Eins og flestum er kunnugt, sló
sænska hljómsveitin Europe í gegn
með plötunni The Final Countdown
fyrir um tveimur árum. Nýlega kom
svo út ný plata með sveitinni. En
spurningin er sú, hvort hljómsveit-
inni takist að fylgja vinsældum sín-
um eftir með nýju plötunni, Out of
this World. Það er sjálfsagt tíminn
einn sem getur leitt það í Ijós en það
sakar ekki að heyra örlítið hvernig
liggur á meðlimum sveitarinnar, nú
þegar nýja platan er nýkomin út.
Þegar Final Countdown kom út
voru skoðanir skiptar um hvort
Europe væri þungarokkshljómsveit
eða bara iðnaðarframleiðslupopp-
hljómsveit. Margir þungarokks-
aðdáendur vildu meina að þessir
Ijósabekkjabrúnu piltar með tann-
kremsbros og blásið hár hefðu ekk-
ert með þungarokk að gera. Aðrir
þungarokksaðdáendur tóku Europe
tveim höndum og sáu í hljómsveit-
inni möguleikann á að þungarokkið
kæmist á vinsældalistana.
„Fólk getur kallað okkur hvað
sem það vill,“ segir Joey Tempest
söngvari. „En við erum tvímæla-
laust þungarokkshljómsveit. Fólk
hefur orðið margt hvert mjög undr-
andi þegar það hefur komið á hljóm-
leika hjá okkur og heyrt að við erum
mun þyngri þar en á Final
Countdown." Jæja já. Það er best
að hætta þessum vangaveltum um
þyngsli eður ei. í næstu viku mun ég
sennilega glugga dálítið í viðtal við
John Norum fyrrverandi gítarleikara
Europe en hann yfirgaf einmitt
hljómsveitina á Final Countdown
timabilinu, vegna tónlistarlegs
ágreinings. Hann hefur vissar
skoðanir á því, hvort Júróp er heví
eður ei.
En sumsé, titillag Final Countdown
varð óhemju vinsælt og komst í
efsta sæti vinsældalista í 27 lönd-
um og breiðskífan hefur nú selst í
5.893.417 eintökum. Sirka.
Afleiðingin varð sú að strákarnir í
hljómsveitinni urðu ríkir. Græddu
glás af seðlum, skiljiði. Þarafleið-
andi urðu þeir að pakka seðlunum
og öðrum farangri niður í tösku og
yfirgefa heimalandið sökum
óhagstæðra kjara fyrir fjármagns-
eigendur á greiðslum til samneysl-
unnar í því landi. Og þeir eru það
séðir að þeir skipta alltaf um
búsetuland á fjögurra mánaða fresti
til að losna við að borga skatt. Samt
sem áður segja þeir að þeir líti alltaf
Þetta er hljómsveitin Europe. Horfið vel á strákana. Eru þeir þungarokkslegir eða ekki?
á Sviþjóð sem heimalandið og ætla
sér að snúa aftur þegar um hægist,
eftir 2,4 eða 10 ár. Það fer sjálfsagt
eftir þvi hvursu lengi þeir eru að
eyða peningunum.
En Europe þarf að glíma við fleira
en skattavandræði. T.d. við þær
raddir og rógtungur sem segja að
nýja platan sé endurtekning á Final
Countdown. Hr. Tempest er ekki
aaaalveg sammála þessu og hitnar
mjög í hamsi ef þessu er hreyft.
„Bull. Við höfum einmitt reynt að
vera eins langt frá Final Countdown
og hægt er. Það er ekkert lag á Out
of this world sem má líkja við Final
Countdown. Það eina sem þessar
plötur eiga sameiginlegt er að á
þeim báðum er mjög fjölbreytt úrval
laga, róleg lög og rokkuð í bland. En
að okkar mati er Out of this world
mun sterkari skífa. En það er hins
vegar almennings að dæma. Við
vorum ánægðir með Final
Countdown á sínum tíma en þegar
ég hlusta á hana í dag, finnst mér
hún úrelt, „out of date“. Líkist okkur
ekki almennilega," segir Joey
Tempest og er greinilega ekki rótt.
Við látum þetta gott heita
í bili en af þeim í Europe er það hins
vegar að frétta að hljómsveitin var
að Ijúka tónleikaferð um Bandaríkin
með Def Leppard. Síðan heldur hún
alein af stað í heimsreisu. Kannski
kemur hún til íslands?
Ný plata frá Bubba:
Skortir allan metnað
Ný plata frá Bubba Morthens vekur
alltaf athygli, þar eð maðurinn er
meðal virtustu og jafnframt
vinsælustu tónlistarmanna þjóðar-
innar. Það fer ekki alltaf saman en
Bubbi hefur sýnt það að hann er
afburðatónlistarmaður eins og plöt-
ur hans Fingraför og Kona sýna og
sanna. Vinsæll er hann, ekki skal
því neitað. Frelsi til sölu seldist
grimmt og Dögun bætti um betur,
mér hefur skilist að sú plata sé að
nálgast 20.000 seld eintök. Dágott.
Vegna alls þessa ber maður
ákveðnar væntingar í brjósti og
gerir ákveðnar kröfur þegar Bubbi
sendir frá sér plötu. Persónulega
finnst mér Kona vera yfirburðaplata
frá Bubba hendi nú á nýliðnum
árum. Ég er alls ekki sáttur við
Frelsi til sölu og ekki nógu sáttur við
Dögun. Nýja platan ber heitið 56 og
ætla ég að hafa nokkur orð um
hana hér.
Það frumlegasta við þessa plötu
er sennilega nafnið en þó dofnar
frumleikinn nokkuð ef raunin er sú
að nafnið sé dregið af fæðingarári
listamannsins en Bubbi er fæddur
1956. Annað óvenjulegt við þessa
plötu er hversu stutt hún er, aðeins
fimm lög eru á skífunni, og telst það
henni ekki til tekna. Margar illar
hugsanir komast á kreik. Átti Bubbi
ekki fleiri lög? Af hverju beið hann
þá ekki með að senda frá sér efni
þangað til hann átti nóg á
alvöruplötu? Þurfti að koma plötunni
út í hvelli út af titillaginu úr Foxtrot?
Eru hin lögin þá til uppfyllingar?
Svör við þessum spurningum hef ég
ekki á reiðum höndum.
Ef ég segi mína skoðun á
tónlistinni, þá finnst mér hún ...
andlaus. Það er eins og maður hafi
heyrt öll þessi lög áður. Ég hef þetta
raunar líka á tilfinningunni þegar ég
hlusta á Dögun.
Foxtrot sjálft er þó bærilega
þokkalegt lag. Ballaðan um
Kósakkastelpuna er ágæt en
gjörsamlega steingeld. Hljómar eins
og 10 aðrar ballöður Bubba gera,
auk þess sem lagið er allt of langt.
Klóakkrossfarar. Ekkert um það að
segja. Textinn þó býsna góður á
köflum. Sársauki er litlaust lag.
Freedom for sale er hallærislegt
diskólag. Umslag plötunnar er kvöl
og pína. Bubbi á Bláa lóninu eða
einhverju svoleiðis landslagi, (hafiði
nokkuð séð það áður?). Hljóðfæra-
leikur á plötunni er með ágætum.
Ha? Jú, þetta er ekki missýn. Eftir
allan þennan leiðindaupptalning er
tilvalið að luma hrósi að í lokin.
Ef ég reyni að draga þessar
sundurleitu hugsanir saman, þá er
álit mitt þetta: Platan 56 með Bubba
Morthens hefði aldrei átt að koma
út. Það er ekkert nýtt að finna á
þessari plötu. Vissulega er þetta
ekki slæm plata í þeim skilningi en
maður gerir meiri kröfur til Bubba
því maður veit hvað hann getur.
Besta lausnin að mínu mati
hefði verið sú að gefa út tveggja
laga tólftommu með lögunum úr
Foxtrot, titillaginu og Frozen
feelings. Sérstök plata með Bubba
þjónar engum tilgangi að svo
stöddu. En platan selst þó vel, þrátt
fyrir skort á tónlistarlegum metnaði.
Kannski var það tilgangurinn með
útgáfunni. Að koma út öruggri
söluvöru. Sá grunur læðist
óhjákvæmilega að manni.
Bubbi karlinn er farinn að endurtaka sig fullmikið á plötunni 56 og raunar
fyrr. Vonandi á þetta eftir að lagast.
Vinsældalistar
Hljóðbylgjan
- vikuna 1/10-8/10 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1.) (4) Frozen Feelings Jan Bang
2. (5.) (5) Foxtrot Bubbi Morthens
3. (2.) (5) Gerum okkar besta Handboltalandsliðið
4. (3.) (7) Wild world
5. (7.) (8) I know you're out there somewhere Moody Blues
6. (6.) (9) Kvöldsagan
7. (9.) (3) Locomotion
8. (N) (1) I need you B.V.S.M.P.
9. (N) (1) She wants to dance Ftick Astley
10. (10) (2) The only way is up ... Yass & the Plastic P.
Rás 2
- vikuna 30/9-7/10 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1) (9) Foxtrott Bubbi Morthens
2. (3.) (4) Frozen feelings Jan Bang
3. (4.) (4) Groovy kind of love Phil Collins
4. (2.) (6) Gerum okkar besta . Laddi og ísl. landsliðiö
5. (5.) (4) Cocomo Beach boys
6. (6.) (6) My love Stevie Wonder & Julio Iglesias
7. (7.) (7) Yeke Yeke Morey Kante
8. (30.) (2) One moment in time Whitney Houston
9. (22.) (2) De smukke unge mennesker Kim Larsen
10. (8.) (9) Im nin alu Ofra Haza
íslenski listinn
- vikuna 1/10-7/10 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1.) 6 Gerum okkar besta
2. (2.) 6 Foxtrott
3. (4.) 4 Frozen feelings
4. (3.) 3 Wildworld Maxi Priest
5. (8.) 3 Groovy kind of love Phil Collins
6. (7.) 3 One moment tin time Whitney Houston
7. (5.) 13 Nothing's gonna change my love for you ... Glenn Medeiros
8. (20.) 3 Don’t worry be happy Bobby McFerrin
9. (10.) 4 The only way is up Yazz & Plastic population
10. (22.) 2 Cocomo Beach Boys