Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 14
 y barnasíðan ji Umsjón: Stefán Sæmundsson. Spurningaleikur Hér koma nokkrar spurningar úr ýmsum áttum, flestar þó tengdar barnaefni. Athugiö hvaö þið getiö svaraö mörgum áöur en þið lítið á svörin. Fjölskyldan getur öll tekiö þátt í þessum leik, enda eru sumar spurningarnar frekar viö hæfi yngri barna og ekki víst aö foreldrarnir viti svörin. 1. „Ég heiti. . . og api ég er.“ Hvaö heitir apinn sem syngur þetta? 2. Hvaö kallast kvenmaðurinn sem stjórnar Töfraglugganum? 3. Hver ætlaöi aö éta ömmu mús í Dýrunum í Hálsaskógi? 4. Hver er landbúnaðar- og sam- gönguráöherra? 5. Hvaö heitir bæjarstjórinn á Dalvík? 6. Hvað var þaö besta sem Ijónið í Kardimommubænum fékk aö borða? 7. „Viö viljum . . .“ Hvaö var þaö sem Karíus og Baktus vildu fá? 8. Hver kynnir teiknimyndir á Stöö 2 klukkan níu aö morgni laugar- dags? 9. Hvaö í ósköpunum festist á höföi Emils í Kattholti? 10. Mega börn senda Barnasíöunni teikningar, gátur, brandara, ósk- ir um pennavini og fleira sem þeim dettur í hug? Svör: •iunj|B[s tununujoq bjj |ujo bj E6a|!pu8 LunfijA qia nQ6qsj|Bfs qb ‘Bp |B>|sndns '!fV •qnBjq>|SUBJj •|qB|n>)>|nsjn>||ofuj jsqfq uossnjinp joq uBfisu>j •uossnj6js 'P JniujjÓuiais •jni|o6ppojq ippBd 'Bliaa 'llin '6 '9 L '9 'S 'Sr e z 'i. Geitin og eplasafinn Þetta fallega skip teiknaði Heimir Björnsson, fjögurra ára hnokki. Spilagaldur: Hvort viltu rautt eða svart? Geitin var falleg þar sem hún lá undir eplatrénu. Og hvíta gæsin var eins og konungsdóttir í álögum. Hvítu fjaörirnar hennar skinu eins og silki í sólskininu. En það kemur fyrir aö geitin og gæsin veröa leiðar á því að vera svona fínar og merkilegar. Þá taka þær upp á alls kyns prakkara- skap. Gæsin sækir sokkana sem konan í næsta húsi á og tyggur þá svolítið. Geitin fer stundum í langar göngu- ferðir, svo aö maðurinn sem á hana þarf aö leita aö henni tímum saman. Ung geit þarf margt aö rannsaka. Eitt sinn fann hún stóra krús af epla- safa. Hún skildi ekki í fyrstu hvað þetta var. Hún velti krúsinni og beit í tappann. Hann losnaöi ekki. En geit- in hélt áfram að bíta og að lokum losnaöi tappinn. Nú streymdi þessi gómsæti safi út. Geitin drakk og drakk þar til hún stóö á blístri. Þá var hún svo södd að hún komst vart til baka til gæsar- innar. Eigandi hennar leitaði og leitaði. Hann fór á engiö og inn í skóginn. Hann leitaði hátt og lágt. Milli runna og bak viö tré. Hann saknaði geitar- innar fjarska mikið. Hann gafst ekki upp. Aö lokum fann hann geitina. En hún var enn svo södd að hann varö aö bera hana alla leið heim í garðinn. Margir hafa mikla ánægju af spila- göldrum og hér kemur einn. Stjórn- andinn tekur spilastokk og sýnir viö- stöddum aö hann stokkar spilin vandlega. Síöan raðar hann þeim öllum á borö og snýr bakhlið þeirra upp. Þá segir hann viö viðstadda, aö hann geti tekið upp af boröinu rautt eöa svart spil, alveg eftir því sem þeir óski. Lætur hann síðan einn óska sér hvort hann vilji rautt eöa svart spil. Hinn velur t.d. rautt spil. Stjórnandinn lokar augunum andartak og þykist vera aö einbeita sér. Svo beygir hann sig niður að spilunum og dregur, snýr spilinu við og viti menn, hann kemur meö rautt spil. Næsti ætlar sér aö leika á hann og biður um svartan lit. En stjórn- andanum verður ekki skotaskuld úr því aö draga svart spil. En hvernig fer maöurinn eiginlega aö þessu? Skýringin felst í því, aö áöur en stjórnandinn byrjar hefur hann tekið spilin og skipt þeim í tvo bunka; rauð spil í öörum og svört í hinum. Síðan sveigir hann annan bunkann þannig að spilin í þeim bunka veröa svolítið bogin. Segjum aö þau meö rauða litnum veröi sveigð. Þá þekkjast þau frá hinum án þess aö óviðbúnir áhorfendur taki eftir því eöa geti áttaö sig á skyggni- gáfu og snilli stjórnandans. Stjórnandinn veröur að gæta þess aö láta ekki langan tíma líða frá því aö hann sveigir annan bunkann og þangaö til hann sýnir galdurinn. Spil- in gætu nefnilega rétt úr sér á meö- an og þá er stjórnandinn kominn í vanda. Brandarar - Þú kemur enn einu sinni of seint í skólann í dag, Jóhannes, sagöi kennarinn og var strangur á svipinn. - Áttu virkilega ekki vekjaraklukku? - Jú, en hún hringdi áöur en ég vaknaði í morgun, svaraði Jóhannes auðmjúkur. - Þjónn! Það er súpa á flugunni minni. Þá er þaö sagan um piltinn sem langaði mikiö til aö bjóða bekkjarsystur sinni í bíó, en kom sér ekki beint aö efninu. Þegar hann hitti hana kreppti hann höndina um hlut í lófa sínum og sagði: - Linda, ef þú getur giskaö á hvað ég er með í lófanum skal ég bjóöa þér í bíó í kvöld. - Þú ert meö fíl í lófanum, sagði Linda og haföi greinilega lítinn áhuga á bíóferð. - Nei, ekki er það fíll, sagöi pilt- urinn. - En þú komst ótrúlega nærri því. Ég sæki þig klukkan hálf níu í kvöld. - Þjónn! Þaö er fluga í súpunni minni. - Fyrirgefðu. Hún átti aö vera í súpunni á næsta borði. Kona nokkur kom í heimsókn til móður Stínu litlu. Þegar konan hringdi dyrabjöllunni kom Stína til dyra. - Eru pabbi þinn og mamma heima? spuröi konan. - Já, þau eru bæði heima, svar- aöi Stína litla. - Eru þau nokkuð bundin? spuröi konan þá. - Ha, bundin? Jú, þau eru í hjónabandi, svaraöi Stína um hæl. Týndur bolti Aumingja Óli prik er búinn aö týna nýja, stóra boltanum sínum. Getið þiö hjálpaö honum aö finna hann? Þiö þurfið aðeins aö fylgja örinni, draga línu frá henni og aö boltanum, eftir ýmsum krókaleiöum þó. Þaö má nefnilega aldrei fara yfir strik, heldur rakleiöis eftir órofinni braut.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.