Dagur


Dagur - 08.10.1988, Qupperneq 18

Dagur - 08.10.1988, Qupperneq 18
18 - DAGUR - 8. október 1988 Til sölu gömul Rafha eldavél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 24222 fyrir hádegi og 24197 eftir hádegi. Jóhanna N. 8 vetra leirljós klárhestur með tölti til sölu. Uppl. í síma 96-41291. Píanóstillingar og viðgerðir. Pantiö tímanlega fyrir veturinn. Sindri Már Heimisson, hljóðfærasmiður. Símar 61306 og 21014. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæöi og leðurlíki í úrvali. Látiö fagmann vinna verkiö. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sími 25322. Heimasimi 21508. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum aö okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, sími 25296. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppaland - Oúkaland, Tryggvabraut 22, sími 25055. Hreingerningar - Teppahreins- un - Gluggaþvottur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Sími 25650. Gengið Gengisskráning nr. 191 7. oktober 1988 Kaup Sala Bandar.dollar USD 47,9100 48,0300 Stert.pund GBP 81,1120 81,3150 Kan.dollar CAD 39,571 39,670 Dönskkr. DKK 6,6787 6,6955 Norskkr. N0K 6,9349 6,9523 Sænsk kr. SEK 7,4947 7,5135 Fi.mark FIM 10,8886 10,9159 Fra. franki FRF 7,5366 7,5575 Belg. franki BEC 1,2252 1,2282 Sviss. franki CHF 30,2653 30,3411 Holl. gyllini NLG 22,7855 22,8426 V.-þ. mark DEM 25,6869 25,7513 It. líra ITL 0,03445 0,03453 Aust. sch. ATS 3,6524 3,6615 Port. escudo PTE 0,3121 0,3129 Spá. peseti ESP 0,3886 0,3896 Jap. yen JPY 0,35674 0,35964 írsktpund IEP 68,692 69,065 SDR6.10. XDR 62,0930 62,2488 ECU-Evr.m. XEU 53,2977 53,4314 Belg.fr. fin BEL 1,2129 1,2160 Tilboð óskast í hluta af hesthúsi í Breiðholti. Uppl. í síma 25978. Lærið að syngja! Söngnámskeið á Akureyri. Kennt verður bæði í einkatimum og hóptímum. Dag- og kvöldtímar. Leiðbeinandi Páll Jóhannesson. Leitið nánari upplýsinga í síma 26609 milli kl. 20 og 22. Til sölu vél, gírkassi og ýmsir vara- hlutir í Toyota Cressida árg. '77, 4ra dyra. Uppl. I síma 22700. Þórshamar. Til leigu 80-100 fm húsnæði. Uppl. í síma 26152 milli kl. 17 og 20. Fullorðin hjón vantar íbúð á leigu í nokkra mánuði sem fyrst. Uppl. I síma 22279 eftir kl. 18.00 um helgar eða I síma 23621 á vinnutíma. Herbergi óskast. Óska eftir að taka á leigu herbergi með aðgangi að snyrtingu. Uppl. í símum 985-25349 og 96- 33220. 2ja-3ja herb. íbúð óskast. Ungt, reglusamt par óskar eftir að taka á leigu 2ja-3ja herb. ibúð frá og með 1. desember eða 1. janúar. Uppl. í síma 21660 eftir kl. 17.00. Kristín. Get tekið börn í pössun allan daginn. Hef leyfi. Er í Glerárhverfi. Uppl. í síma 27776. Stúlkur athugið! Heiðarlegur og reglusamur, vel full- orðinn karlmaður óskar að kynnast stúlku, með félagsskap ( huga. Stúlka með skerta starfsorku kæmi mjög vel til greina. Hugsanleg fjár- hagsaðstoð. Með þetta er farið sem algjört trún- aðarmál. Nafn, heimilisfang og símanúmer sendist á afgreiðslu Dags í lokuðu umslagi merkt 302, fyrir 1. nóv. nk. Til sölu Colt, árg. ’81. Mjög góð kjör. Uppl. í síma 24889 eftir kl. 18.00. Til sölu Lada Sport árg. '79. Einnig Nissan Sunny 4x4 árg. '87. Uppl. í síma 96-61778. Honda Civic til sölu. Til sölu Honda Civic árg. '86, ek. 27 þús. km. Hvítur að lit, með topp- lúgu. Uppl. í síma 27874 í hádeginu laug- ard. 8. okt. Videoupptökuvél. Sony V8 AF til sölu. Vélin er i mjög góðu ásigkomulagi og fæst á góðum kjörum. Er í síma 26817 á laugardag milli kl. 15 og 16. Húsmóðir óskar eftir vinnu hálf- an eða allan daginn. Uppl. í síma 22410 fyrir hádegi. Til sölu vegna flutninga. Tæplega 1/2 árs gamalt hjónarúm með springdýnu. Verð kr. 25.000 - Uppl. í síma 23705. Leikfglag AKUREYRAR sími 96-24073 SKJALDBAKAN KENST MNGAfi LÍKA Höfundur: Árni Ibsen Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikmynd: Guðrún Svava Svavars- dóttir. Tónlist: Lárus Grímsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikarar: Theodór Júlíusson og Þrá- inn Karlsson 2. sýning sunnud. 9. október kl. 20.30. Sala aðgangskorta er hafin. Miðasala í síma 24073 milli kl. 14 og 18. Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Ný kennslubifreið, Honda Accord EX 2000 árg. 1988. Kenni á kvöldin og um helgar. Útvega bækur og prófgögn. Egill H. Bragason, sími 22813. Parketslípun. Er parketið illa farið? Við slípum, lökkum og gerum við allar skemmdir á parketi og viðar- gólfum með fullkomnum tækjum. Önnumst einnig parketlagnir og ýmsar breytingar og nýsmíði. Getum útvegað massíft parket, ýmsar gerðir. Hafið samband og við komum, skoðum og gerum verðtilboð. Trésmiðjan SMK Sunnuhlíð 17, s. 22975. □ RÚN 598810107 = 2 Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður nk. sunnudag kl. 11 f.h. Öll börn og foreldrar þeirra eru velkomin. Sóknarprestar og starfslið. Messað verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 2 e.h. Organisti verður frú Sigríður Schiöth og kór aldraðra syngur í messunni undir stjórn hennar. Fjölmennum og tökum sem virkast- an þátt í messunni. B.S. Glerárkirkja. Barnamessa sunnud. kl. 11.00. Guðsþjónusta sunnud. kl. 14.00. Pálmi Matthíasson. Kaupangskirkja. Messa sunnud. 9. okt. kl. 11.00. Sunnudagaskóli verður í athöfninni. Sóknarprestur. Frá Sjónarhæð. Drengjafundir hvern laugardag kl. 13.00. Allir drengir sem verið hafa á Ástjörn sérstaklega velkomnir. Sunnudagaskóli í Lundaskóla kl. 13.30. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 17.00 á sunnudag. Guðvin Gunnlaugsson talar. Allir velkomnir. Ævin er stutt, en eilífðin löng. Vanrækjum ekki eilífðarmálin. Sunnud. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Föstud. kl. 20.30 æskulýðsfundir. kl. 11.00 helgunarsam- koma. Kl. 13.30 sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn samkoma. Mánud. kl. 16.00 heimilasambandið. Þriðjud. kl. 17.00 yngriliðsmanna- fundur. Allir hjartanlega velkomnir. HVÍTASUmmHJAfí u/SMKÐSHLÍÐ Sunnudagur 9. okt. kl. 11.00 sunnu- dagaskóli. Öll börn hjartanlega velkomin. Sama dag kl. 20.00 skírnarsamkoma. Frjálsir vitnis- burðir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. KFUMogKFUK, Sunnuhlíð. Sunnudaginn 9. október almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Ragnheiður Harpa Arnardóttir. Ailir velkomnir. „Úr launsátri“ - ísfólkið í 42. sinn Út er nú komin 42. bókin í bóka- flokknum vinsæla um ísfólkið. Hún heitir Úr launsátri. Prent- húsið hefur nú gefið bækurnar um ísfólkið út í sjö ár. Höfundur bókanna, Margit Sandemo, er þekkt og mikils metin af öllum þeim sem lesa vikublö’ð, enda hefur hún samið rúmlega 50 framhaldssögur. Sögurnar um ísfólkið skrifar hún hins vegar samkvæmt beiðni norska útgáfufyrirtækisins Blad- kompaniet a.s. Hún fór ekki að skrifa sögur fyrr en hún var orðin fertug, en síðan þá hefur ritvélin hennar varla stansað. Margir hafa talið fullvíst að bak við nafn- ið hljóti að felast margir höfund- ar, - svo mikil eru afköstin. En svo er ekki. Margit Sandemo er hennar rétta nafn, og hún hefur skrifað allar sögur sínar sjálf. Áætlaður fjöldi ísfólks-bókanna er 45, svo að nú er flokkurinn far- inn að nálgast lok sín Eins og aðrar bækur um ísfóik- ið fjallar Úr launsátri um afkom- endur Þengils hins illa, sem gerði samning við djöfulinn. Þegar ísfólkið hefur gert liðskönnun, leggja fimm úr ættinni af stað í átt til dals ísfólksins til að ráða bug á Þengli hinum illa. En ófreskjan hefur ekki setið aðgerðarlaus. Nú ráðast liðs- menn hans að fimmmenningun- um úr öllum áttum. Þeim tekst að verjast lengi vel, en svo fer að lokum að skarð rofnar í varnar- múrinn. Og þá er fjandinn laus... Hár og fegurð Nýverið kom út 2. tbl. 8. árg. 1988 af tímaritinu Hár & fegurð. Það er greinilega tekið eftir því sem tímaritið er að gera erlendis því að efni streymir látlaust inn. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni eru: Myndir úr módelkeppni tímaritsins, viðtal við Leo Pass- age forseta Pivot Point Internat- ional, viðtal við Pál Sigurðsson um fyrsta hárskerann á íslandi, úrslit í Avant Garde keppni tímaritsins, viðtal við landslið íslands í hárgreiðslu og hár- skurði, birt er mynd eftir Nicolay í París, viðtal við Ann Bray þjálf- ara landsliðsins í hárgreiðslu, viðtal við John Jay forseta Inter- coiffure, viðtal við Salvadore þjálfara landsliðsins í hárskurði, tískulínur frá Jan Even Wiken, Elsu Haralds, Sebastian, Jingles, Pivot Point, Sanrizz, Schwarz- kopf og fleira og fleira. Nú stendur yfir forsíðukeppni tímaritsins sem er næst stærsta keppni sem haldin er í hársnyrti- faginu á íslandi. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu en þau eru: Listaverk eftir listamanninn Nicolay í París, ferð til Ítalíu á hársnyrtisýningu, myndavél frá Ljósmyndabúðinni, vöruúttektir frá Gelli, Schwarzkopf, Nexxus og fleirum. Blindhaað framundan. Við vitum ekki hvad leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhœttu! ||unteroar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.