Dagur


Dagur - 21.10.1988, Qupperneq 6

Dagur - 21.10.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 21. ökíóber 1988 Skrifstofuhúsnæði Til leigu skrifstofuhúsnæöi á góöum staö á miöbæj- arsvæðinu. Upplýsingar í síma 21967. Fasteignatorgið Geisiagötu 12, Sími: 21967 W Sötustjórí Bjðm Kristjánsson, heimasími: 21776 ££&» Parkinsonfélagið á Akureyri og nágrenni Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn laug- ardaginn 29. október 1988 kl. 14.00 í Glerár- kirkju. Vonumst til að sjá sem flesta. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. 30% afsláttur á fatnaði heldur áfram Peysur, úlpur, skyrtur og glansgallar. Höfum í umboðssölu í stuttan tíma nýjan kven- fatnað, svo sem frakka, -wVersIunin dress, pils og fleira. M r unog Opið á laugardögum m wonn frá kl. 10-16. Sunnuhlíð 12, sími 22484. Fækkum sfysum Berið endurskinsmerki Þau fást í Kjörbúðum KEA ^ Kjörbúðir Stjóm umhverfismála í sveitarfélögum - Erindi ílutt á umhverfismálaráðstefnu á Akureyri 23. og 24. september sl. Góðir ráðstefnugestir. Við höfum hlustað á áhrifamik- inn fyrirlestur próf. Andersons um margt það besta á sviði umhverfismála og hvernig smekkleg hönnun getur skapað upplífgandi umhverfi, þar sem áður var „auðn og tóm“ og glundroði. Mér dettur þá í hug saga af þremur mönnum, lækni, verkfræðingi og stjórnmála- manni, sem voru að deila um ald- ur starfa sinna. Læknirinn hélt því fram að ekkert starf væri eldra en sitt, þar sem sköpun Evu hefði verið kraftaverk á sviði læknisfræðinnar. Verkfræðingur- inn benti á, að miklu fyrr hefði alheimurinn verið skapaður úr allsherjar glundroða og það hefði verið snilldarverk á vettvangi verkfræðinnar. Stjórnmálamað- urinn varð nokkuð upplitsdjarfur af þessari fávisku vina sinna og sagði sigri hrósandi: „Hverjir haldið þið að hafi svo sem skapað þennan glundroða?“ Gagnlegar ráðstefnur Nú stend ég hér, húskarl stjórn- málamannanna, eftir þennan upplífgandi fyrirlestur um góða skipan mála. Ráðstefna um umhverfismál er að sjálfsögðu engin undantekn- ing frá öðrum ráðstefnum, þar heyrum við hástemmdar yfirlýs- ingar um mikilvægi málsins, ef grannt er skoðað og til lengri tíma litið. Pó er það samdóma álit flestra á ráðstefnum, að sorg- lega lítið miði í viðkomandi málaflokki og átaks sé þörf. Ráðstefnur eru á hinn bóginn gagnlegar, - sérstaklega ef vel er til þeirra vandað. Þar fær ákveðið málefni óskipta athygli eitt stund- arkorn og ýktar stuðningsyfirlýs- ingar stjórnmálamanna. Það er mér gleðiefni að vera boðið að sitja þessa ráðstefnu og fá tæki- færi til að glæða með ykkur þann vonarneista, að við getum lifað í umhverfi okkar án þess að stór- lega á því sjáist. Ég ætla að víkja hér nokkrum orðum að stjórnun umhverfis- mála hjá sveitarfélögum og freista þess að tengja það umræðu um skipulagða stefnu- mótun og stjórnsýslu almennt. Ekki verður hjá því komist að fara örfáum orðum um starfs- skipulag ríkisins og þá sérstak- lega héraðsskipunina en þar ætti sveitarstjórnarkerfið að vera megin uppistaða. Skýringa krafist! Þótt ég telji mig fyrst og fremst húskarl stjórnmálamanna leyfi ég mér að taka undir hátíðaryfirlýs- ingar þeirra hvað snertir mikil- vægi umhverfismála. Ég er ekki þeirrar skoðunar að frá vettvangi stjórnmála komist enginn nema kalinn á hjarta og með óhreina samvisku, þar sem bróðernið sé flátt og gamanið grátt. Ég er þeirrar skoðunar, að yfirlýsingar um mikilvægi mála séu yfirleitt gefnar af heilum hug, og árang- ursleysið sé ekki fláræðinu einu um að kenna. Þetta segi ég vegna þess, að strax eftir að stjórnmála- maður sleppur við illan leik af ráðstefnu sem þessari vegna van- efndra loforða, þá hringir hann í húskarl eins og mig, og krefst tafarlaust skýringa á athafnaleys- inu. Ég hef það viðhorf til manna og málefna á opinberum vett- vangi, að þar liggi fæstir á liði sínu. Ég er sannfærður um, að okkur skortir ekki jákvætt hugarfar til einstakra mála og málefna. Allt viljum við sjá breytast til betri vegar. Öll vitum við hvað verður um einstakling, sem vinnur undir miklu álagi í langan tíma og hefur ekki undan. Oftar en ekki bætir hann við sig nýjum verkefnum, því að hann kann ekki við að segja nei, enda væri það yfirlýsing um að hann réði ekki við meira. Stjórnmála- fræðingurinn David Easton hefur yfirfært þessa líkingu á stjórn- kerfi, - þau stressast þegar keyra á í gegnum þau kröfur, sem þau ráða ekki við. Petta skiljum við möppudýrin enda er okkur gert að afkasta meiru um leið og okk- ur er gert að skera niður „yfir- bygginguna", sem eru vinsælar fórnir, sem ýmsir stjórnmála- menn færa kjósendum sínum. * Ur einu í annað Ég held að stjórnsýsla sveitarfé- laga sé öðru fremur fórnardýr þessarar streitu, sem kemur veru- lega niður á árangri, sem gæti náðst á sviði umhverfismála hjá sveitarfélögum. Umhverfismál eru einungis eitt af fjölmörgum málefnum sveitarfélaga. Fyrir nokkrum dögum talaði ég fjálg- lega um stórátak á sviði tann- verndar. Um næstu helgi mun ég eflaust, ásamt einhverjum hér, hvetja til aukinna framkvæmda á sviði hafnarmála í landinu. Dag- inn eftir gæti það verið dagvistun og uppeldismál, skólamál eða heilbrigðis- og félagsmál. Næstu helgi þar á eftir gætum við svo öll verið saman komin á ráðstefnu í Rúgbrauðsgerðinni afskaplega áhyggjufull yfir þenslunni í þjóð- félaginu. Ég hygg að ég sé einn á báti, þegar ég segi, að sveitarfélög og sveitarstjórnarkerfið almennt - reyndar ríkiskerfið almennt - eigi við stórfelld innri stjórnsýslu- vandamál að glíma. Eigi sveitar- félög að ná betri árangri með sem minnstum tilkostnaði í þeim fjöl- mörgu málaflokkum, sem þau bera ábyrgð á, þá þarf ekki aðeins að kúvenda í starfsháttum sveit- arfélaganna sjálfra, heldur einnig og reyndar miklu frekar í stjórn- skipun ríkisins, sérstaklega hér- aðsstjórnskipuninni. „Lóðrétt“ verkaskipting Stjórnardeildum ríkisins og ríkis- stofnunum er verkaskipt eftir málefnalegri sérhæfingu, þar sem embættismenn vita meira og meira um minna og minna. Verkaskiptingin er sögð lóðrétt, þar sem valdmörk og málefnaleg yfirráð ganga niður eftir kerfinu. Verksvið hvers sveitarfélags er hins vegar lárétt, þar sem það gengur þvert á þessa lóðréttu verkaskiptingu ríkisins. Starfs- skyldur sveitarfélaga eru því að vinna að framgangi afar fjöl- breytta málaflokka og í þeim til- gangi þurfa sveitarfélög að hafa samskipti við aragrúa ríkisstofn- ana, sem eru illa samhæfðar, svo að ekki sé meira sagt. Þetta innra skipulagsleysi ríkiskerfisins, margbreytilegar innri starfsreglur ríkisstofnana svo og persónu- bundið vinnulag starfsmanna þeirra, dregur svo úr afköstum stjórnsýslu sveitarfélaganna, að afgreiðsla mála, sem tengist fleiri en einni stofnun getur dregist von úr viti. Einungis tími og reynsla kennir manni, að tveir starfs- menn sömu stofnunar hafi svo ólíkt vinnulag að annar vilji það sem hinn vill alls ekki. Fámenn stjórnsýsla Ég er ekki þeirrar skoðunar að ríkisstofnanir séu skipaðar illa innrættum embættismönnum, sem eru undirrót að vanda sveit- arstjórna. Vandi þeirra er af allt öðrum toga. Ég er heldur ekki þeirrar skoðunar, að innri stjórn- sýsla sveitarfélaga sé til fyrir- myndar, - því fer fjarri. Stjórn- sýsla sveitarfélaga er yfirleitt fámenn og fáliðuð og hefur að mjög takmörkuðu leyti sérhæfðu starfsfólki á að skipa. Ef frá eru talin 4-6 stærstu sveitarfélögin í landinu, þá er starfsskipulagið þannig að einn og sami starfs- maðurinn gæti verið í erfiðu félagslegu vandamáli fyrir hádegi, í byggingaeftirliti eftir hádegi, losa um klóakstíflu um kaffileytið og á rekstrarstjórnar- fundi heilsugæslustöðvar eftir kvöldmat. Fólk tveggja heima í landinu eru 4 sveitarfélög, sem gnæfa yfir önnur að íbúafjölda og þar býr meira en helmingur landsmanna. Þessi sveitarfélög eru öðrum ólík hvað snertir innri stjórnsýslu, - þau hafa sérhæfðu starfsfólki á að skipa og þaðan koma yfirleitt fyrirlesararnir á sérhæfða ráðstefnu sem þessa og greina frá sérhæfðum vandamál- um sínum. Að þessu leyti erum við fólk tveggja heima. Vönduð áætlanagerð sveitar- félaga til lengri tíma, - þá á ég við fyrirfram ákveðna kerfis- bundna atburðarás, sem miðast að því að slá sem flestar flugur í sem fæstum höggum og nýta þannig gögn og gæði sveitarfé- lagsins til hlítar við úrlausn marg- breytilegra verkefna, er nær óhugsandi. Þarna er allt of oft unnið af fingrum fram. Ég veit, að margur tæknimenntaður mað- urinn í einkageiranum, sem á þessi orð hlýðir, tekur undir þetta og fjargviðrast um gæði opinbers rekstrar og þar sé ekki hægt að taka ákvarðanir, fyrr en í fyrsta lagi of seint. Rekstrarglundroðinn er þjóðfélagsvandamál Ef vel á að vera, á að afgreiða forgangsröð verka fyrir næsta starfsár sveitarfélaga að hausti og fjárhagsáætlunina sjálfa um ára- mót. Til að lýðræðislegur starfs- vettvangur, sem sveitarfélögin eiga að vera, geti tekið slíkar ákvarðanir um forgangsröð, þarf hönnun verka og kostnaðaráætl- un að liggja fyrir í október/ nóvember. Því miður er það allt of algengt að sveitarfélög hafi þá ekki hafið tæknilegan undir- búning. En það breytir oft litlu, þótt þú hafir haft vaðið fyrir neð- an þig og leitað til tæknimanns með árs fyrirvara, þau eru oft ekki tilbúin, þegar taka á ákvarð- anir um forgangsröð, því að tæknimaðurinn telur sig hafa frest miklu lengur. Hins vegar geta önnur verk verið tekin þar upp á borð með stuttum fyrirvara vegna þess að allt var komið í strand hjá nýjum kúnna og sá forsjáli gamli viðskiptavinur hafði ekki látið í sér heyra í lang-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.