Dagur - 21.10.1988, Page 14

Dagur - 21.10.1988, Page 14
14 - DAGUR - 21. október 1988 mmm Opið til kl. 7 í kvöld og til kl. 4 á morgun laugardag Velkomin Hrísalund Hvað er að gerast Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar: Vetrarstarfið hafið messur og aðrar kirkjulegar athafnir í Glerárkirkju en að auki hefur kórinn haldið sjálfstæða tónleika ýmist með eða án hljóm- sveitar. í vetur verður starfsemin svip- uð og síðastliðin ár en í apríl í vor eru ráðgerðir tónleikar þar sem flutt verða verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Á sunnudaginn kemur 23. október breyta kórfélagar út af venju og í stað þess að syngja messu í Glerárkirkju verður haldið til Sauðárkróks. Þar mun kórinn ásamt sóknarpresti sínum sr. Pálma Matthíassyni syngja messu kl. 14.00 í Sauðárkróks- kirkju. Að lokinni messu heldur kór- inn tónleika í Sauðárkrókskirkju þar sem flutt verður kirkjuleg tónlist íslensk og erlend m.a. eft- ir Áskel Jónsson, sem var stjórn- andi kórsins í 42 ár, Björgvin Guðmundsson, Árna Björnsson, Sigfús Einarsson, Bruckner o.fl. Einnig flytur kórinn negrasálma. Stjórnandi kórsins er Jóhann Baldvinsson. Sjallinn: Tónleikar með Bubba Morthens Bubbi Morthens kemur til Akur- eyrar um næstu helgi og heldur tónleika í Sjallanum sunnudag- inn 23. október kl. 21.00. Petta verða trúbadúr-tónleikar í líkingu við þá sem Bubbi hélt á Hótel Islandi ádögunum. Dómur áhorfenda og gagnrýnenda eftir þá tónleika var í einu orði sagt frábær. Bubbi verður með gömul og ný lög, blúsuð og rokkuð, sum þekkt og önnur meðal þess nýjasta sem Bubbi er að gera um þessar mundir. Kirkjukór Lögmannshlíðarsókn- ar hefur nú hafið vetrarstarf sitt. Kórinn sér um söng við Glerár- kirkju á Akureyri og eru félagar nú milli 35 og 40. Aðalstarf kórsins er söngur við Skemmtikvöld með Svavari Gests í SjaJlanum Eftir margra ára hlé hefur Svavar Gests stigið fram á sviðið á ný og í hópi góðra gesta endurvekur hann útvarpsstemmninguna frægu frá fyrri árum. Undanfarið hefur hann komið fram á sunnu- dagskvöldum á Hótel íslandi og hefur sett allt húsið í frábæra, fjöruga sveiflu. Föstudaginn 21. okt. og laug- ardaginn 22. okt. og sömu kvöld helgina þar á eftlr (28. og 29. okt.) heimsækir Svavar Sjallann á Akureyri með þessa vönduðu skemmtidagskrá. Svavar dregur gesti í lauflétta spurningaleiki og bregður á glens, grín og gaman eins og hon- um einum er lagið. Auk hans koma fjölmargir aðrir skemmti- kraftar fram og loks er dansað fram á nótt við tónlist frá hljóm- sveit Örvars Kristjánssonar. Skemmtikvöld með Svavari Gests í Sjallanum verður gott kvöld með góðri skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. ..-.„..,og.það er rétt!.‘.\... ■- Borðapantanir í síma 2277Q.. . Leikfélag Akureyrar: Skjaldbakan kemst þangað líka Tvær sýningar verða á leikritinu Skjaldbakan kemst þangað líka hjá Leikfélagi Akureyrar um helg- ina, eða á föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 20.30. Höfundurer Árni Ibsen og leikstjóri Viðar Eggertsson. Leikritið fjallar um þá Ezra Pound, sem Þráinn Karlsson leik- ur, og William Carlos Williams, sem Theodór Júlíusson túlkar. Það snýst um vináttu þeirra, skáldskap, þjóðfélagsástand og tilgang lífsins. Stórar spurningar sem áhorfendur fá vonandi eitt- hvert svar við. Guðrún Svava Svavarsdóttir hannaði leikmynd og búninga, Lárus H. Grímsson samdi tónlist- ina og Ingvar Björnsson stjórnar lýsingu. m LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í jarðstíflugerð, gröft veituskurða og bygg- ingu tilheyrandi veituvirkja. Verkinu er skipt í tvo sjálfstæða verkhluta og heimilt er að bjóða í annan hvorn verkhlutann eða báða. Útboð 9512: Verkið felur í sér byggingu Gilsár- stíflu ásamt veituvirkjum að meðtöld- um frárennslisskurði. Helstu magntölur eru: Gröftur og sprengingar 1.100.000 m3 Fyllingar 1.100.000 m3 Steypa 8.000 m3 Útboð 9515: Verkið felur í sér byggingu Blöndu- stíflu og Kolkustíflu ásamt veituvirkj- um. Helstu magntölur eru: Gröftur og sprengingar 1.000.000 m3 Fyllingar 1.400.000 m3 Steypa 4.000 m3 Verktakár sem hafa hug á að kynna sér aðstæður á virkjunarstað eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Landsvirkjunar sem fyrst. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með 3. nóvember 1988 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 3.000,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar af hvorum útboðsgögn- um fyrir sig. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. janúar 1989, en þar verða þau opnuð opinberlega sama dag kl. 15.00. Reykjavík, 20. október 1988. LANDSVIRKJUN. L Símar 24119 »g 24170. Subaru Justy J-10, 4ra dyra ,árg. '88. Ek. 15.000 km. Verð kr. 460.000 Subaru station 1800 GL, blár, árg. ’87. Ek. 6.000 km. Verð kr. 780.000. Lancer station 4x4, rauður, árg. '87. Ek. 21.000 km.Verðkr. 750.000. MMC Galant 1600 GL, drapp, árg. ’87. Ek. 14.000 km. Verð kr. 630.000. Blaser Sport, rauður, árg. '85. Ek. 56.000 km. Verð kr. 1.000.000. MMC Pajero stuttur, hvítur, árg. ’85. Ek. 47.000 km. Verð kr. 820.000. Atfiugið: Greiöslukjör við allra hæfi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.