Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. október 1988 BOa- og vélaeigendur Tökum að okkur viðgerðir á alltanitorum og störturum. DIESEL-VERK VÉLASTILUNGAR OG WÐGERÐfR DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700 Fundur verður föstudaginn 28. október kl. 18.00 í Svartfugli. Dagskrá: 1. Kynntar verða tillögur um nýskipan framhalds- og endurmenntunar hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra. Á fundinn mæta María Finnsdóttir, fræðslustjóri H.F.f. og Sigríður Jóhannsdóttir fyrrverandi skólastjóri H.S.Í. sem var formaður nefndarinnar sem vann að tillögun- um. 2. Sagt verður frá ráðstefnunni „Við byggjum brú“. 3. Umræður. Hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður Húsavík og nágrenni athugið. Fundur um sama efni verður sama dag í Sjúkra- húsinu á Húsavík kl. 12.30. Stjórnin. cavalér Nú errétti tíminn til að prjóna! Við seljum og garn í mörgum fallegum litum uppskriftir með. Aðalfundur F.U.F.A.N. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni verður haldinn að Hafnarstræti 90 fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Iionsmenn gefa góðar gjafir Nýlega bárust Krabbameins- félaginu á Akureyri og vist- heimilinu Sólborg góðar gjafir frá félögum í Lionsklúbbnum Hugin á Akureyri. Sem kunnugt er, láta Lions- menn ágóða starfsemi sinnar renna til líknarmála og var hér um að ræða tekjur af hinu árlega kútmagakvöldi, ljósaperu- og jóladagatalasölu. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk 200 þúsund krónur upp í kaup á brjóst- myndatökutæki. Alls hafa því safnast 2 milljónir króna til kaupa á tækinu, en það kostar 2,6 milljónir króna. Sólborg fékk sömuleiðis 200 þúsund krónur frá Hugins-mönn- um til styrktar sundlaugarbygg- ingu, en hún er nú á lokastigi. Þann 19. nóvember nk., ætla Lionsmenn í Hugin að selja jóla- dagatöl og mega Akureyringar þá eiga von á þeim í heimsókn. VG Rakel Bragadóttir tekur við ávísun úr hendi Jóhanns Karls Sigurðs- sonar fyrir hönd Sólborgar. Við hlið hennar standa Þorvaldur Niku- lásson, Þröstur Emilsson, Þorvaldur Jónsson og Ólafur Stefánsson, allir Lionsmenn. Halldóra Bjarnadóttir starfsmaður Krabbamcinsfclags Akureyrar og nágrennis tekur við gjöfinni, en auk hennar og Lionsmannanna er Jónas Franklín formaður félagsins með á myndinni. Myndir: gb Dalvík-Grenivík: Sjónvarpsáhorfendur óhressir með slæm myndgæði hjá Stöð 2 - „Eram að vinna að lausn málsins,“ segir Bjarni Hafþór hjá Eyfirska sjónvarpsfélaginu Sjónvarpsáhorfendur á Dalvík og Grenivík eru frekar óhress- ir með að fá ekki nógu skarpa mynd á skjáinn hjá sér frá sendi Stöðvar 2 í Hrísey. Send- irinn þar tekur við merki frá sendinum í Vaðlaheiði og endurvarpar því til Dalvíkur og Grenivíkur. Dagur hafði samband við Bjarna Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Eyfirska sjónvarpsfélagsins og Samvers og spurði hann hverju þetta sætti. „Við settum upp mjög vandað- an sendibúnað í Hrísey á sínum tíma, sem keyptur var frá þýsku fyrirtæki. Það hefur síðan komið í ljós að styrkur sendisins er veru- lega undir því sem hann á að vera og við fengum uppgefið. Við höf- um staðið í viðræðum við þetta þýska fyrirtæki og reynt að fá ein- hverja skýringu á þessu og hvern- ig hægt sé að auka styrkinn en það hefur lítið komið út úr því,“ sagði Bjarni Hafþór. Eyfirska sjónvarpsfélagið hef- ur sett þýska fyrirtækinu úrslita- kosti og vill fá svar í þessari viku um lausn málsins. „Verði það svar okkur ekki að skapi, tökum við sendinn í Hrís- ey niður og fjárfestum í sendi frá öðru fyrirtæki. Við höfum þegar sýnt mikið langlundargerð gagn- vart þessu fyrirtæki en nú er þol- inmæði okkar á þrotum,“ sagði Bjarni Hafþór ennfremur. -KK Skák: Ólafur sigraði í Minningarmótmu XII. Minningarmótið um Júlíus Bogason var haldið um síðustu helgi í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Ólafur Kristjánsson sigraði, fékk 6V2 vinning af 7 mögulegum. Ólaf- ur gerði jafntefli við Rúnar Sigurpálsson en vann aðrar skákir sínar. Þetta er í annað skipti sem Ólafur sigrar í Vetrarfundir hjá raf- og hitaveitum í dag hefjast á Hótel Sögu í Reykjavík fundir Sambands íslenskra rafveitna og Sam- bands íslenskra hitaveitna. í dag verður sameiginlegur fundur sambandanna en á morgun verða fundir í hvoru sambandi fyrir sig. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri heldur erindi á fundin- um í dag þar sem hann mun ræða um áhrif yfirvalda á orkuverð. Önnur mál sem rædd eru á fund- inum eru samrekstur hita- og raf- veitna og þjónusta orkuveitn- anna. Á fundi Sambands íslenskra hitaveitna mun Franz Árnason, hitaveitustjóri á Akureyri, halda erindi um heitavatnsmæla á NorðurlÖndum og á fundi Sam- bands íslenskra rafveitna gerir Svanbjörn Sigurðsson grein fyrir því sem efst er á baugi hjá Raf- veitu Akureyrar. JÓH Minningarmótinu. í öðru sæti varð Gylfi Þórhalls- son með 6 vinninga. Gylfi veitti Ólafi harða keppni um efsta sæt- ið og skák þeirra innbyrðis var æsispennandi. Úrslit réðust eftir mikið tímahrak beggja og var Gylfi talinn hafa betri stöðu er hann féll á tíma. Rúnar Sigurpálsson varð í 3. sæti með 5 vinninga, Friðgeir Kristjánsson hlaut 4x/i vinning í 4. sæti og í 5.-7. sæti urðu þeir Þór Valtýsson, Reimar Pétursson og Haukur Jónsson með 4 vinn- inga. Tefldar voru sjö umferðir eftir norræna Monrad kerfinu og skákstjórar voru þeir Albert Sig- urðsson og Páll Hlöðvesson. Mikið verður um að vera hjá Skákfélagi Akureyrar um helg- ina. Á fimmtudagskvöld kl. 20 verður hraðskákmót, þar sem hver keppandi hefur sjö mínútur á skákina. Slík mót verða fram- vegis annan hvern fimmtudag. Á föstudag verður 15 mínútna mót kl. 20 og á sunnudag 10 mín- útna mót og hefst það kl. 13.30. Skáknámskeið fyrir börn og ungl- inga 6-15 ára verður á laugardag- inn og hefst kl. 13.30. Teflt verð- ur í félagsheimili SA við Þingvalla- stræti. " SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.