Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 5
27. október 1988 - DAGUR - 5 Sigrún Eðvaldsdóttir. Selma Guðmundsdóttir. Tónlistarfélag Akureyrar: Tónleikar á sal MA í kvöld Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðlu- ieikari og Selma Guðmunds- dóttir, píanóleikari, halda tón- leika á sal Menntaskólans á Akureyri í kvöld, ilmmtudag- inn 27. október ki. 20.30. Tón- leikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. A efnisskrá eru fjögur verk: Sónata í G-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Poem, eftir Sigurð Garðarsson, Sónata í g- moll, eftir Claude Debussy og loks Carmen-Fantasía op. 25, eftir Pablo de Sarasate. Sigrún Eðvaldsdóttir er aðeins tæplega tvítug að aldri. Hún hóf nám í fiðluleik fimm ára gömul og lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík ellefu árum síðar. Hún lauk burtfarar- prófi frá Curtis Institute of Music í Philadelphia í Bandaríkjunum síðast liðið vor. Hún kennir nú við New World School of Arts í Miami á Flórida. Sigrún hefir margoft komið fram á tónleikum bæði hér og er- lendis, einnig á sérstökum tón- listahátíðum. Má þar nefna Marlboro-festival í Vermont í Bandaríkjunum, Biennal ungra norrænna einleikara og Tónlistar- hátíð Norðurlanda. í nóvember 1987 hlaut Sigrún 2. verðlaun í Leopold Mozart fiðlukeppninni fyrir unga fiðluleikara, sem hald- in var í Augsburg í Þýskalandi, og í júní 1988 hlaut hún 1. verð- laun í Carl Nielsen fiðlukeppn- inni, sem haldin var í þriðja sinn í Óðinsvéum í Danmörku. Sigrún hefir nýlokið við hljóð- ritun á Poemi eftir Hafliða Hall- grímsson, sem kemur út á hljómdiski innan skamms á veg- um íslenzkrar tónverkamiðstöðv- ar. Selma Guðmundsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík, þar sem aðalkennari hennar var Árni Kristjánsson. Hún stundaði framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg, síðan við Staatliche Hochschule fur Musik und Theater í Hanno- ver. Selma hefir sótt námskeið í píanóleik, rneðal annars hjá Frantisek Rauch í Prag og Pierre Sancan í Nice. Fyrstu opinberu tónleikar Selmu voru hjá Tónlist- arfélaginu í Reykjavík 1977. Síð- an hefir hún margsinnis komið fram sem einleikari og í samleik, bæði á íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. S.l. vetur lék hún píanókonsert eftir Khatsaturian á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Þránd- heimi. Fyrir stuttu hélt hún ein- leikstónleika í París, skömmu eftir að hún lék á þrennum tón- leikum með Sigrúnu Eðvalds- dóttur í Þýskalandi. Glæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsi á Syðri-Brekkunni á Akureyri Erum tilbúnir til að aðstoða þá sem ætla að skila inn umsókn til Húsnæðisstofnunar, þeim að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga. Ath. biötíminn er 2-3 ár. íbúðir til sölu Eigum eftir nokkrar 2/a, 3/a og 4ra herb. íbúÖir í lokaáfanga v/ð Hjallalund. íbúðirnar verða afhentar fullbúnar í september 1989. Upplýsingar á skrifstofu. VSðjulundi 2 — 600 Akureyri Símar: 96-26270, 96-26277 og 96-26172

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.