Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. nóvember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavik),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Raunasaga
á Alþingi
Þjóðin kann ekki fótum sínum forráð þegar vel árar
í þjóðarbúskapnum. Sú virðist niðurstaðan, ef
marka má reynslu undanfarinna ára. Þetta var
rækilega rifjað upp á Alþingi í fyrrakvöld, í stefnu-
ræðu forsætisráðherra og umræðum um hana.
Þróunin í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinn-
ar frá því ríkisstjórn Steingríms Hermannsson lét
af völdum vorið 1987 er vægast sagt hrikaleg.
Þeirri stjórn hafði tekist að ná verðbólgunni niður í
12% í árslok 1986 og viðskiptajöfnuðurinn við
útlönd var hagstæður. Samkvæmt þjóðhagsáætlun
þessa árs stefnir hins vegar í rúmlega 25% verð-
bólgu og viðskiptahalla sem nemur hvorki meira
né minna en 4,6 af hundraði, eða 12 milljörðum
króna.
„Hvað fór úrskeiðis?", spyrja menn. Við því er
ekkert einhlítt svar en söguna þekkja flestir. í árs-
byrjun 1987 hófst nýtt þenslutímabil, sem nú fyrst
er að renna sitt skeið á enda. Mikil umframeftir-
spurn var eftir vinnuafli og launaskrið fór vaxandi.
Við þær aðstæður gekk þjóðin til kosninga og við
tók margra vikna stjórnleysi. Stjórnarmynduninni
lauk í júlí og útkoman var þriggja flokka stjórn
undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Hún náði ekki
samstöðu um nægilega róttækar aðgerðir. Þensla
fór því enn vaxandi. Viðskiptahalli myndaðist á ný
og varð ríflega 7 milljarðar króna. Ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar felldi gengið þrívegis en tókst
ekki að koma í veg fyrir víxlverkun verðlags,
gengis, launa og fjármagnskostnaðar. Þar með
sótti staða atvinnuveganna í sama horf á ný.
Fjármagnskostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi en
fjársvelt útflutningsfyrirtæki neyddust til að nýta
sér hið dýra fjármagn engu að síður. Erlendar
skuldir urðu fjórum milljörðum meiri en gert var
ráð fyrir og drjúgur hluti þess fór „bakdyramegin"
inn í efnahagslífið, þ.e. í gegnum kaupleigufyrir-
tækin, sem blómstruðu eins og önnur peningafyrir-
tæki í hinum stjórnlausa geira fjármagnsmarkaðar-
ins.
Sú frjálshyggjustefna sem höfð var að leiðarljósi
við stjórn efnahagsmálanna leiddi af sér stórfelld-
ari eignatilfærslu en dæmi eru um áður í íslands-
sögunni. Eiginfjárstaða fjölmargra, ef ekki allra,
fyrirtækja rýrnaði við stöðugan taprekstur. Það er
t.d. talið að eigið fé frystingarinnar einnar hafi
rýrnað um hátt á annan milljarð króna á þessu ári.
Fjármagnsfyrirtækin soguðu þetta fjármagn til sín.
Þessa raunasögu rakti Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, í upphafi stefnuræðu sinnar
á Alþingi í fyrrakvöld. Þessi upprifjun er verðugt
umhugsunarefni fyrir alla landsmenn nú, þegar
alvarlega kreppir að í atvinnulífinu. Við ætlum víst
seint að læra af reynslunni. BB.
Göturnar í Hrísey eru hellulagðar. Þótt sú ráðstöfun
hafi ekki gefist vel á Laugaveginum í Reykjavík þá gegn-
ir öðru máli um eyjuna í Eyjafirði. Mynd: ss
Veggjakrot? Nei, það er leikskólinn Smábær sem er
skreyttur á þennan hátt. Á bak við vegginn leynast hin
ýmsu leiktæki fyrir börnin. Mynd: gb
Hríseyjarkirkja. Myndin er tekin þegar Hríseyingar og
aðrír Eyfirðingar fögnuðu komu nýja Snæfellsins. Þess-
ara tímamóta var m.a. minnst í kirkjunni. Mynd: ss
í Hrísey eru gömul og ný hús hlið við hlið og er gaman
að virða þessar andstæður fyrir sér. Hér er verið að
byggja nýtt hús og verður það eflaust hið myndarleg-
asta. Mynd: SS