Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 20
fl TBiodroga u CHICOGO i* B1 cosmetics Snyrtivörudeild Snvrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Samkvæmt ijárlagafrumvarpinu eru vaxtagreiðslur Hitaveitu Akureyrar um 190 milljónir króna á næsta ári: Vaxtagreiðslumar nema 7 5 prósentum af rekstri Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1989, sem nú er til mcðferðar á hinu háa Alþingi, eru vaxtagreiðslur Hitaveitu Akureyrar á næsta ári áætlað- ar um 190 milljónir króna. Franz Árnason, hitaveitu- stjóri, áætlar að vaxtagreiðslur Hitaveitunnar kunni að verða eitthvað meiri þegar upp verð- ur staðið. Hann segir það m.a. ráðast af þróun gengis og vaxta erlendis. Franz segir að það seni af er þessu ári liafi vaxtagreiðslur Hitaveitunnar numið um 163 milljónum króna og liann áætlar að uppgör þessa árs sýni vaxta- greiðslur upp á tæpar 190 millj- ónir króna. Greiðslur vaxta af erlendum lánum Hitaveitu Akureyrar liafa löngum verið stór liður í rekstri hennar. Áætlað er að á yfirstand- andi ári vcrði hlutfall þeirra í rekstrinum allt að 75 prósentu- stigum. Á næsta ári mun Hitaveitan taka erlent lán að fjárhæð 3 millj- ónir Bandaríkjadala, eða 144 milljónir króna. Miðað er við að lánið endurgreiðist á 4-5 árum. Franz Árnason segir að ekki sé um að ræða aukningu erlendra lána, heldur verði þessu láni var- ið til endurfjármögnunar á skammtímalánum. „Á síðustu tveimur árum höfum við verið að borga upp gamalt langtímalán. Það hefur verið gert með skamrn- tímalánum sem öll koma til grciðslu í janúar á næsta ári. Nýja erlenda lánið verður því tekið í janúar til að fjármagna þessi skammtímalán." Ekki er á þessari stundu Ijóst í hvaða gjald- niiðli umrætt lán verður tekið eða á hvaða vaxtakjörum. Lands- banki íslands er nú, f.h. Hitaveit- | unnar, að leita hagstæðustu kjara Bókaútgefendur: Titlum fækkar á jólamarkaðinum - en bókin heldur velli á erlendum lánamarkaði. Hitaveitustjóri áætlar að heild- arskuldir Hitaveitunnar vegna erlendra lána séu nálægt 2,5 milljörðum króna. Skuldir henn- ar á innlendum lánamarkaði eru hverfandi litlar. Hitaveita Akur- eyrar hefur nú á bakinu fjögur stór erlend lán. Þau eru í fjórum gjaldmiðlum, Bandaríkjadollur- um, v.-þýskum mörkum, sviss- neskum frönkum og japönskum yenum. Vextir af þessum lánum eru á bilinu 5,2-9,75%, lægstir eru vextir á láni í svissneskum frönk- um en lánin í þýskum mörkum og japönskum yenum bera hæsta vexti. óþh Sjómannslífíð er ekki eintómar ástir og ævintýr. Sipp og hoj! Mynd: TLV Atvinnutryggingasj ó ður útflutningsgreina: Lánsumsóknir streyma inn Bókatitlar á jólamarkaóinum í ár verða um 320-350 og er það 10% fækkun titla frá því fyrir síðustu jól, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefcnda. Þessi samdráttur er skipulagður af Frystihús við Skagafjörð: Áfram næg vinna Það verður áfram næg vinna í frystihúsunum við Skagafjörð, en sl. fimmtudag kom Drangey SK-1 til Sauðárkrókshafnar með 160 tonn af þorski og ufsa. Skipið var tæpa viku að veiðum fyrir Norður- og Vest- urlandi og aflaverðmætið að þessu sinni er talið tæpar 4 milljónir króna. Skipstjóri á Drangeynni er Björn Jónas- son. Drangey á eftir um 220 tonn af þorskkvótanum, en eins og flest- um ætti að vera kunnugt eru allar líkur á að skipið verði selt til Hraðfrystihúss Keflavíkur og fari þangað um næstu áramót. Hinir togarar Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hegranes SK-2 og Skafti SK-3, eru á veiðum. Skafti er að veiða þorsk og Hegranesið karfa, en skipið á að selja í Þýskalandi 14. nóvember nk., að öllum líkindum afganginn af karfakvótanum. -bjb bókaútgefendum. Verð á bók- um hækkar um 20% þannig að þýddar, erlendar skáldsögur kosta 1.780 kr. en íslenskar skáldsögur fara hátt í 2.500 kr. og sagði Eyjólfur samkeppnis- aðstöðu bókarinnar góða hvað verðlag snertir. Eyjólfur sagði að bókaútgáfan væri á síðustu árum farin að dreifast meira yfir árið og einnig liefði starfsemi bókaklúbba auk- ist, þannig að bækur halda áfram að streyma inn á heimilin þótt samdráttur sé í útgáfunni fyrir jólin. „Það er greinilegt að bókin heldur velli. Sem dæmi má nefna að í fyrravetur, þegar menn fóru að tala um minnkandi sölu, þá héldum við stærsta bókamarkað sem haldinn hefur verið og seld- um 110 þúsund eintök, þannig að menn eru ekki hættir að lesa bækur,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að bókaútgefendur væru ekki svartsýnir, enda hefði það sýnt sig að í kreppuástandi stendur bókin sig best. Hins veg- ar væri hljóðið misjafnt í útgef- endum og Ijóst að það er alltaf óvissuástand í kringum þessa atvinnugrein. „Við eigum svo mikið undir desembermánuði og það er alltaf skrekkur í mönnum á þessum tíma, jafnvel ívið meiri nú en áður. Það er skiljanlegt þegar á það er litið að 60-70% af allri bóksölu ársins fer fram á þremur vikum í desember," sagði Eyjólf- ur. SS Umsóknir um lán úr Atvinnu- tryggingasjóöi útflutnings- grcina streyma inn til stjórnar sjóðsins. Samstarfsnefnd sjóöa og banka vinnur meö stjórn sjóðsins við að yfirfara umsóknir og eru stöðugir vinnufundir þessa dagana. Stjórnarmenn sjóðsins vilja þó ekki gefa yfirlýsingu um hve- Undirbúningsnefnd um sam- eiginlegt byggðasamlag um sorphirðingu þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra hefur hald- ið sinn fyrsta fund og var þá gengiö frá stjórnarkjöri og var Ofegur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi kjörinn formaður byggðasamlagsins. í samtali við Dag sagði Ófeigur að aðilar að byggðasamlaginu væru Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd og Sauðárkrókur. Hann sagði að sorpið yrði urðað en ekki brennt og fyrir lægi sam- þykki heilbrigðisfulltrúa og land- eiganda í Skarði í Skarðshreppi fyrir því að sorpið verði urðað í nær fyrstu lán verða veitt. Að sögn Jóhanns Antonsson- ar, stjórnarmanns í Atvinnu- tryggingasjóðnum, vekur það athygli hve umsóknir skiptast jafnt niður á landshluta. Mikil umræða hefur verið um slæma stöðu margra fyrirtækja í útflutn- ingsgreinum og segir Jóhann að við fyrstu yfirferð umsókna þurfi ekki að efast um stöðuna. landi Skarðs. Hann sagði að nú væri verið að kanna hvernig þetta yrði unnið á sem hagkvæmastan hátt og tæknifræðingar þessara þéttbýl- isstaða ynnu nú að gerð áætlunar um þá hluti. Fyrirhugað er að koma fyrir gámum þar sem fólk geti losað sig við annað sorp en þetta venjulega heimilissorp. Pressubíll verður keyptur til að flytja sorpið á urðunarstað. Ófeigur sagði að innan skamms myndi stjórn byggðasamlagsins koma saman til fundar og að hon- um loknum ættu hlutirnir að fara að skýrast og þá yrðu teknar nán- ari ákvarðanir um hvernig að framkvæmdum verður staðið. fh „Það er cngin tilviljun hve hljóðið er dökkt í mönnum. Þær upplýsingar sem við höfum benda ekki til annars en lýsingin á stöðu fyrirtækjanna, eins og við höfum heyrt að undanförnu, sé nokkuð rétt. Þetta er sú ályktun sem draga má af fyrstu umsókn- um," segir Jóhann Antonsson. JÓH Sparisjóður Árskógsstrandar: Nýr spari- sjoðsstjon Nýr sparissjóðsstjóri hefur verið ráðinn að Sparisjóði Árskógsstrandar og inun hann hefja störf n.k. inánu- dag. Vilhjálmur Pálsson, viðskiptafræðingur, var ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Árskógsstrandar fyrir nokkru. Hann er Austfirðingur að upp- runa og hefur starfað sem yfir- bókari við Alþýðubankann í fjögur ár, eða frá árinu 1984. Sparisjóður Árskógsstrandar var stofnaður árið 1930 en hann er til húsa í Árskógar- skóla. EHB Norðurland vestra: Sameiginleg sorpeyðing

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.