Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 13
5. nóvember 1988 - DAGUR - 13
sögubrot
Umgjörð íslenskra
skáldsagna
- saga formsins 1850-1970
Steinar Sigurjónsson er gott dæmi um rótleysi áranna Thor Vilhjálmsson átti hvað mestan þátt í því, ásamt
1950-1965. Sannarlega óvenjulegur höfundur. Guðhergi Bcrgssyni, að bylta skáldsagnaforminu.
Sögubrotið er að þessu sinni
dálítið óvenjulegt. Það er helg-
að umgjörð íslenskra skáld-
sagna, þeim breytinguni sem
hafa orðið á formi þeirra frá
upphafi skáldsagnagerðar á
íslandi. Menn höfðu og hafa
eflaust enn ákveðnar skoðanir
á því hvernig skáldsaga á að
vera uppbyggð og þeir höfund-
ar sem viku frá hefðinni þóttu
undarlegir og illskiljanlegir, til
að byrja með. En skáldsaga
þarf ekki endilega að vera
órofin frásögn af tilteknum
atburðum og verða hér nefnd
dæmi um ýmis frávik.
Upphaf íslenskrar skáldsagna-
gerðar miðast gjarnan við árið
1850, en þá kom út sagan „Piltur
og stúlka“ eftir Jón Thoroddsen.
Um aldamótin 1900 var komin
nokkur gróska í skáldsagnagerð-
ina og má t.d. nefna Pingeying-
ana Þorgils gjallanda (Jón Stef-
ánsson) og Jón Trausta (Guð-
mund Magnússon). Við köllum
þetta allt hefðbundnar skáldsög-
ur með tilliti til formsins. Frá-
sögnin er epísk, gjarnan kafla-
skipt, með afmarkaðri föflu og
skipulegri fléttu, eða atburðarás,
og nokkuð ljósri skiptingu í
kynningu, flækju og lausn. Með
öðrum orðum upphaf. miðju og
endi.
Hefðbundið form
í heila öld
Nú fóru okkar helstu rithöfundar
að koma fram á sjónarsviðið.
Gunnar Gunnarsson, Pórbergur
Þórðarson og Halldór Laxness,
og enn má segja að hefðbundið
form sé ríkjandi. Þessir höfundar
og þá sérstaklega Halldór Lax-
ness hafa þó víkkað formið og
betrumbætt. Skáldsagan fellur
ekki í fjötra vanans, hún er ekki
einhæf lesning því formið er
mjög teygjanlegt og fjölbreytilegt
þótt það sá innan þess ramma sem
ég kalla hér hefðbundið. Auk
þess var alltaf mikið um hræring-
ar í bókmenntastefnum sem
sveigðu formið í austur og vestur
um leið og innihaldið.
Með áðurnefndum höfundum
og þegar lengra var liðið á þessa
öld, fór að gæta meiri fjölbreytni
í málfari, stíl, tíma og umhverfi í
skáldsögum. Einnig voru meiri
sviptingar í vali sjónarhorns hjá
höfundum og jafnvel eru dæmi
um mismunandi sjónarhorn inn-
an sömu sögunnar. Það er, að
sagan er stundum í 1. persónu,
stundum í 3. persónu og jafnvel
líka í 2. persónu.
En í grófum dráttum má segja
að rammi hins hefðundna forms
skáldsögunnar stóðst flest áhlaup
allt fram til ársins 1950. Þá jiefur
skáldsagnagerð verið iðkuð a ís-
landi í heila öld án mikilla breyt-
inga á formi, en nú fór að draga
til tíðinda.
Rótleysi í formi
Stríðið og síðan aðild að Nato og
samþykki fyrir búsetu „verndar-
englanna“; allt þetta hafði f för
með sér mestu umbrot í íslensku
þjóðlífi sem um getur á þessari
öld. Bókmenntir og boðskapur
þeirra á þessum árum eru náttúr-
lcga kapítuli út af fyrir sig, sem
ekki verður farið út í hér, en
höldum okkur við formbreyting-
arnar.
Elías Mar sendi árið 1950 frá
sér Reykjavíkursöguna „Vöggu-
vísu“. í henni voru a.m.k. tvær
nýjungar í formi, nánar tiltekið í
máli og stíl. Bókin er öll skrifuð á
slang-máli þeirra tíma unglinga
og var það nýjung í íslenskri
skáldsagnagerð þó svo að slangi
hafi brugðið fyrir áður, t.a.m. í
„Atómstöðinni“. Önnur nýjung
var svokallað hugsanastreymi
sem nær yfir þrjár og hálfa blað-
síðu án nokkurra greinarmerkja.
Hugsana- og vitundarstreymi,
sem gjarnan er rakið til „Ulyss-
es“ eftir James Joyce, læddist inn
hjá íslenskum höfundum eftir
þetta. Annars fékk „Vögguvísa“
ákúrur fyrir það að vera stæling á
„Atómstöðinni“ og vissulega er
líkingin töluverð.
Árið 1955 komu út þrjár bækur
sem að einhverju leyti ólguðu f
sjó formbreytinga. Þetta eru
„Strandið“ eftir Hannes Sigfús-
son, „Hinn formdæmdi“ eftir
Kristján Bender og einnig má
nefna „79 af stöðinni“ eftir Indr-
iða G. Þorsteinsson. Indriði not-
ar breytilegt sjónarhorn, Kristján
notar vísanir í ríkum mæli og
texti Hannesar býður upp á
myndhverfa túlkun og í „Strand-
inu“ er einnig breytilegt sjónar-
horn.
Næst má nefna bókina „Orm-
ar“ eftir Jökul Jakobsson, en hún
kom út árið 1956. Jökull hafði að
vísu áður skrifað „Tæmdur
bikar“ 1951, þá aðeins 18 ára og
var göllum þeirrar sögu tekið
með föðurlegu umburðarlyndi
sakir æsku höfundar. „Ormar“ er
ekkert meistaraverk heldur, enda
var Jökull fyrst og fremst leikrita-
höfundur, en bókin er ágætt
dæmi um það rótleysi í formi sem
ríkti á þessum árurn, það er tæt-
ingslegt og stefnulaust.
Atómljóð og atómsögur
Maður er nefndur Steinar Sigur-
jónsson, stundum talinn fyrsti
módernistinn í íslenskri skáld-
sagnagerö. Flestir minnast þess
hvernig módernisminn fæddi af
sér atómskáldin og atómljóðin.
Bönd hins hefðbundna Ijóðforms
leystust endanlega og svipuð
vakning varð í skáldsagnaform-
inu.
Fyrsta skáldsaga Steinars,
„Ástarsaga", kom út árið 1958.
Það er engin venjuleg saga. Fyrst
rekur maður augun í afkáralega
stafsetningu: „veiiistu ða ekki? é
tek þá bar ann didda.“ (Ástar-
saga bls. 109).
Önnur formleg einkenni eru
þau að hér skiptir söguþráður
litlu máli. Þetta er órofin sam-
suða af samtölum, eintali, geð-
hrifum og andblæ. Kaflaskipti
eru þá náttúrlega engin og form-
leg uppbygging komin óralangt
frá „Pilti og stúlku“. Þarna var
alda formbyltingarinnar risin
injög hátt.
Ég vil endilega benda fólki á
að kynna sér bækur frá þessunt
tímum til að sjá breytingarnar
með eigin augum. Auk þess eru
íslenskar skáldsögur ætíð áhuga-
verð lesning.
Þetta umbrotaskeið nær yfir
árin 1950-1965, en ég vil þó
minna á það að ekki ber að taka
þessi ártöl bókstaflega. Þau eru
frekar til viðmiðunar og þær sög-
ur sem ég bendi á standa sem
fulltrúar fyrir margar aðrar sögur
og höfunda.
Guðbergur Bergsson
kemur til sögunnar
Formbyltingin var orðin að veru-
leika. Við getum talað um endan-
lega formbyltingu á árunum
1965-1970. Eftir það ber kannski
meira á höfundareinkennunt en
ákveðinni stefnu í skáldsagna-
formi.
Eftir nokkkurn undirbúning og
aðlögunartíma sendi Guðbergur
Bergsson frá sér skáldsöguna
„Tómas Jónsson metsölubók"
árið 1966. Lengra hefur vart ver-
ið komist frá „Pilti og stúlku“ í
formlegum frávikum.
Ekki er „Tómas Jónsson“ auð-
veld bók aflestrar. Tímaskynið er
afskaplega óljóst og brenglað.
Persónur og athafnir þeirra eru
yfirleitt hugarórar fremur en
jarðbundinn veruleiki. Flétta
bókarinnar er furðulegur samtín-
ingur. Auk þess getur Guðbergur
brugðið sér í allra kvikinda líki
hvað stílbrögð varðar, þannig að
heildarsvipurinn er mjög óræður.
Guðbergur samdi tvær næstu
bækur sínar í svipuðum dúr og
sarnan mynda þessar þrjár sögur
nokkurs konar trílógíu, einstæða
í íslenskri skáldsagnagerð. „Ástir
samlyndra hjóna" (1967) er
samansafn 12 tengdra atriða en
þó hliðstæð „Tóntasi“ að upp-
byggingu. „Anna“ kom síðan út
1969.
Þaö má skjóta því hér inn að
áhugi Guðbergs á starfsemi melt-
ingarfæranna átti eftir að hafa
áhrif á íslenskar bókmenntir. í
því sambandi má minnast Einars
Más Guðmundssonar, t.d.
„Riddarar hringstigans", þar sem
skopskyn hans einskorðast aö
mestu við endaþarmsopið.
Steinar Sigurjónsson var enn
að skrifa „Ástarsögu" í ýmsum
myndum á þessunt árum og ntá
nefna „Blandaö í svartan dauð-
ann" sem kom út árið 1967.
Stafsetningin hafði að vísu tekið
nokkrum breytingum en formið
var sama upphafs- og endaleysan
og áður.
Röð af óstaðbundnum
mannlífsmyndum
Thor Vilhjáimsson markar djúp
spor í þetta skeið, ekki síst eftir
að „Fljótt, fljótt sagði fuglinn"
kom út árið 1968. Sú skáldsaga,
ásamt áðurnefndum „Tóntasi
Jónssyni“, var mesta frávik frá
hefðbundu skáldsagnaformi sem
út hafði komiö á Islandi og þó
voru Thor og Guðbergur afskap-
lega ólíkir höfundar.
„Fuglinn" er ekki nein venju-
leg epísk frásögn, heldur röð af
óstaðbundnum, þverskornum
mannlífsmyndum. Thor leikur
sér að tímaskyninu svo og öðrum
formgerðum. Persónur eru ýmist
andlitslausar eða þá að í andlit-
urn þeirra speglast allar stéttir og
þjóðir. Dæmi um hið íyrrnefnda:
„Allir mennirnir voru sköllótt-
ir. Höfuðið virtist vera eins á
þeirn öllum, kannski voru þeir
fjórburar. Búningur þeirra var þó
mjög ólíkur. Var það til að mætti
þekkja þá í sundur?“ (Fuglinn
bls. 26-27).
Enn eitt einkenni á formi
„Fuglsins" eru tengsl við
myndlist. Myndvísi Thors er við
brugðið og hann er stílisti góður.
En hann er ekki auðveldur
viðfangs, hvorki fyrir almenning
né fræðimenn, eins og ljóst má
vera á orðum Peters Hallberg:
„Því oftar sent ég les Fljótt, fljótt
sagði fuglinn (Reykjavík 1968),
því minna þykist ég geta sagt
með vissu um þá bók." (Tímarit
Máls og menningar 1972, bls.
119).
Með þessum orðum lýkur
Sögubroti um formbreytingar
skáldsögunnar og vonandi hefur
þetta grófa yfirlit kveikt áhuga
hjá einhverjum því enn má finna
ágætar skáldsögur ólesnar eða lítt
lesnar í hillurn bókasafna og jafn-
vel heimila. Því mætti breyta. SS
Á bókamörkuðum niá oft finna ágætar en sjaldscöar íslenskar skáldsögur.