Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 05.11.1988, Blaðsíða 11
5. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Texti: Lára Hreinsdóttir Myndir: Ýmsir kemur að ég get farið frá klúbbn- um hvenær sem er. Annars ganga leikmenn hér kaupum og sölum á hverju hausti, þetta er einfald- lega öðruvísi fyrirkomulag en heima á íslandi. Heima er best Nú ertu á förum frá Moss til Hek- en í Svíþjóð. Ætlar þú að ljúka ferlinum þar? „Nei, ég hef áhuga á að spila með KA síðar meir. Það væri gaman að geta átt 2-3 ár á heimavelli áður en ég verð búinn sem leikmaður." Af hverju KA? „Ég er alinn upp í KA, þekki mig best þar og veit að ég er alltaf velkominn þangað aftur. Ég hef engan áhuga á að setjast að í Reykjavík. Heima er best, á því er enginn vafi. Aðstaðan fyrir norðan til íþróttaiðkana er líka glæsileg. Þarna er allt til alls, Fjalliö, golfvöllurinn, íþróttahöll- in, íþróttavöllurinn og ekki síst félagssvæði Þórs og KA sem hafa tekið gífurlegum breytingum á stuttum tíma. Aðstaðan hér úti gerist ekki betri, þú þarft að leita lengi til að finna svo góðan al- hliða íþróttabæ sem Akureyri." Nagandi neglur Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan íþróttirnar? „Sonur minn, Ingólfur Bragi, hefur verið mitt helsta áhugamál síöustu tvö árin. Hann er byrjað- ur að sparka bolta nú þegar, en þú mátt taka það fram að það var mamma hans sem byrjaði að sparka með honum en ekki ég. Ég ætla ekki að ýta honum út á íþróttabrautina heldur leyfa hon- um að ráða sjálfum, hann verður fullfær um það. Mig grunar þó að íþróttirnar veröi eitt af hans áhugamálum, og ég sé mig í anda horfa á hann Ieika knattspyrnu, standandi á hliðarlínu, nagandi neglur og stressaður upp fyrir haus. Hvað sem því líður veit ég þó að metnaöurinn verður ódrep- andi fyrir hanr hönd.“ Á foreldrunum mikið að þakka Viðtal þetta hefur að mestu snú- ist um íþróttir enda ekki við öðru að búast þar sem þú hefur nánast helgað líf þitt íþróttum. Sérðu eftir því? „Nei ég held ekki. Að vísu þekki ég eiginlega ekkert annað. í fyrrahaust tók ég mér í fyrsta skipti almennilegt frí og kunni því ágætlega. Þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því að það getur verið fínt að hvíla sig alveg á íþróttunum. Það eina sem ég raunverulega sé eftir er að ég týndi unglingsárunum gjörsam- lega. Ég byrjaði að spila með meistaraflokki 15-16 ára gamall og það þýddi æfingar öll kvöld og leiki um helgar. Ég komst því í hóp fullorðinna löngu áður en ég á*ti heima þar. Þegar ég lít til baka þá sé ég betur hvað ég á foreldrunt mínum mik- ið að þakka. Þau unnu ávallt mikið og allir peningarnar fóru í okkur systkinin. Það þurfti að fæða okkur og klæða, þvo af okk- ur íþróttagallana, borga keppnis- ferðir og margt fleira. En aldrei var möglað. Þetta sýnir vel kar- akterinn í Islendingum. Svona hlutir eru hlutir sent mað- ur fær aldrei þakkað, ekki nema kannski að reyna að ala sín eigin börn upp í sama hugsunarhætti." Efri röð frá vinstri: Finnbogi Baidvinsson (Bimbó), Viðar Gunnarsson Skjóldal (Viddi), Sveinar Þórsson, Björn Björnsson (Bubbi), Gunnar Gunnarsson (Gassi), Jakob Bjarnason (Kobbi), Friðjón Jónsson (Fiddi), Alfreð Tul- iníus (Alii) og Einar Eyland. Neðri röð frá vinstri: Reynir Viðarsson, Hákon Gunnarsson (Konni), Gunnar Berg, Sigurgeir Gissurarson, Haukur Ásgeirsson, Garðar Gunnarsson Skjóldal (Gæi), Gunnar Gíslason og Kristján Krist- jánsson. Myndin er tekin í bílskúrnuin hjá Stefáni Gunnlaugssyni í Espilundinuni 1972. Guttarnir vorii þá Akureyr- armeistarar í 5. flokki í knattspyrnu. Þeir fengu af því tilefni krembrauð og jolly. „Keppnistímabilið í fyrra var eitt það skemmtilegasta sent ég hef upplifað. Við spiluðunt skemmti- legan fótbolta, sóknarleik og skoruðum mikið af mörkum. Að vfsu fengum við líka á okkur ntörg mörk en rnálið er að skora fleiri mörk og þá gengur dæmið upp. Það gerði það a.m.k. hjá okkur í fyrra en þá urðum við norskir meistarar. Það var gaman, enda var þetta fyrsti meistaratitillinn sem ég vinn. Þó okkur hafi ekki gengið jafnvel nú í sumar þá hefur mér gengið mun betur núna. Ég var meiddur í fyrra þó að ég hafi spilað með, en þetta tímabil nú er eitt það besta sem ég hef átt. Ég kann vel við svona hálfatvinnumennsku eins og tíðkast hér í Noregi. Þú vinnur þína vinnu, ferð svo á æfingu um miðjan dag og átt þar af leiðandi kvöldin fyrir þig. Stærsti munurinn á að leika hér og á íslandi er að hér eru ntun meiri peningar í gangi og félögin geta því keypt menn úr vinnu. Þetta skilar sér í betri æfingu á því er enginn vafi. Leikmenn fá fasta greiðslu frá félaginu og svo bónus ef vel gengur. Þetta þýðir ekki að ég hafi orðið ríkur hcr í Moss, ég hef það ágætt en ekkert meira en það. Stærri félög hér í Noregi borga til dæmis hclmingi meira. Annars er athyglisvert hvað Islendingar leggja rnun meira á sig til að ná árangri í íþróttum en Norðmenn, og það án þess að fá nokkurn skapaðan hlut fyrir. Þessu er ekki svo farið hjá Norð- ntönnum þeir ætlast frekar til að fá hlutina upp í hendurnar. Raunar held ég að engin þjóð sé samkeppnishæf við Islendinga hvað þetta varðar." Ég var ódýr Ef marka má umfjöllun um þig í norskunt fjölmiðlum þá er enginn vafi á því að þú hefur verið að gera góða hluti hér í Noregi. Ekki alls fyrir löngu birtist grein um þig í einu dagblaðanna hér sem ber yfirskriftina „Góö kaup“. Hvernig finnst þér að ganga svona kaupum og sölum eins og hver annar hlutur? „Það er nú bara svona eins og gengur. Þetta fer ekki illa í mig og persónulega held ég að Moss hafi gert góð kaup a.m.k. var ég ódýr! KR fékk á sínum tíma smáupphæð fyrir mig en á móti enginn tími fyrir aðra vini. Raunar var erfiðara að skipta yfir í KR því að KR-ingar höfðu ekki verið bestu vinir KA-manna fram að því. Ég held að þetta sé breytt núna enda hafi margir gamlir KA-menn farið í KR, svo sem Ásbjörn Björns, Halli Haralds og svo líka ég og Alli bróðir. Á þess- um tíma bauð KR upp á bestu aðstöðuna, Jóhann Ingi var þjálf- ari og Alli bróðir spilaði með þeim. Það kom því ekkert annað til greina hjá mér og ég sá ekki eftir þessu því KR er mjög gott félag. Það að flytja til Reykjavík- ur opnaði líka nýjar leiðir. Ég fór beint inn í landsliðin í fótbolta og handbolta og það sýnir að það er ekki sama hvar þú býrð á land- inu. Það er ekkert jafnvægi í vali á fólki í landsliðin, þeir eru ekk- ert síðri sem búa úti á landi.“ Betri í handbolta Það er einmitt á þessum tíma sem þú velur á milli þess að leika handknattleik og knattspyrnu, var nauðsynlegt að velja á milli? „Já, það var það. Ég spilaði með landsliðunum í báðum greinum og það þýddi að ég fékk aldrei helgarfrí allt árið um kring. Þó var þetta verst á haustin þegar keppnistímabilinu var að ljúka í fótboltanum og það var að byrja í handboltanum. Þá var lífið bara æfingar og leikir. Stundum fór ég á 14 æfingar á viku, af einni æfingu á aðra. Þetta var algjör geðveiki. Á þess- um tíma var líka farið að leggja svo mikla áherslu á hvora grein fyrir sig að ég komst ekki hjá því að velja á milli. Ég valdi fótbolt- ann því ég hafði meira garnan af honum en ég held að ég hafi nú verið betri í handboltanum." Engin eftirsjá? „Ég get ekki annað sagt en að ég öfundi landsliðið að hafa komist á Ólympíuleikana. En því má ekki gleyma að á bak við þennan árangur liggur ótrúlega mikil vinna. Hef fullorðnast mikið! Svo tekur atvinnumennskan við og þú heldur til Þýskalands, Gunnar kom heim um áramótin 1986-7 og lék þá með KA. f sínum fyrsta leik gegn Fram skoraði hann átta mörk. hvernig kom það til? „Ég komst til Þýskalands í gegn- um þáverandi þjálfara KA, Fritz Kissing og spilaði með Oxna- brúck sem lék í 2. deild. Þarna var ég í 5 mánuði og þetta var ein vitleysa frá upphafi til enda. Ég fót út eftir að tímabilinu lauk heima og kom þar af leiðandi inn í mitt tímabil þarna úti. Liðinu hafði gengið illa, var í næst neðsta sæti þegar ég kom og átti svo líka í peningavandræðum. Það var því kjörið fyrir þá að fá leikmann frítt frá íslandi. Ég komst strax í liðið þó að ég væri vita mállaus og þá komst ég að því hvað það skiptir miklu máli að geta tjáð sig almennilega inn á vellinum, tekið á móti ábending- um o.þ.h. og hjálpað öðrum á sama hátt. Þetta var vonlaust fyr- ir mig. Þrátt fyrir allt held ég að ég hafi haft mjög gott af þessu. Mig hafði alltaf dreymt um atvinnu- mennsku og þarna fékk ég að kynnast því hvernig atvinnumenn æfa og það var ómetanleg reynsla. Þetta var ekki eins og ég hafði hugsað mér, þú hefur eng- an tíma fyrir þig sjálfan, klúbbur- inn skipuleggur allt fyrir þig. Þessi reynsla frá Þýskalandi kom mér til góða seinna því þegar mér bauðst að koma til Moss stóð mér einnig til boða að fara til Schalke í Þýskalandi. Þar var það sama uppi á teningnum og hjá Osna- brúck. Þeir voru í peningavand- ræðum og leikmannavandræðum og vantaði því ódýra leikmenn. Ég var heppinn að koma mér ekki inn í það dæmi. Það má því segja að ég hafi fullorðnast ansi mikið!“ Aldrei betri Nú er þínu öðru keppnistímabili hjá Moss senn lokið, hefur þetta verið góður tími? Asamt syninum Ingólfí Braga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.