Dagur - 25.11.1988, Page 2
2 - DAGUR - 25. nóvember 1988
Fyrirhugaðar breyt-
ingar á Neistanum
Þórsarar fagna fok-
heldu félagsheimili
Hvað á barnið að heita?
Þórsarar halda laugardaginn
hátíðlegan, en þá fagna þeir
þeim merka áfanga að félags-
heimili þeirra er fokhelt orðið.
Félagsheimilið er á félagssvæði
Þórs í Glerárhverfi á Akureyri
og verður því formlega gefið
nafn næstkomandi laugardag.
Fagnaðurinn hefst klukkan
15.00 og vona forráðamenn
Miðstjórnarkjör á ASÍ þingi:
Aðeins sex
konur kjömar
- sjö af níu varamönnum
í miðstjórn eru konur
Sex konur voru kosnar í mið-
stjórn ASÍ en sjö konur voru
kosnar sem varamenn í
miðstjórn. Fyrir þingið hafði
verið búist við að íleiri konur
yrðu kosnar í miðstjórn en
raunin varð á. í kjöri til mið-
stjórnar hlutu kosningu allir
þeir fulltrúar er kjörnefnd hafí
tilncfnt en í kjöri varamanna í
miðstjórn kom tillaga um
Birnu Þórðardóttur VR og
komst hún inn í varamanna-
hópinn. Þar með eru sex af níu
varamönnum í miðstjórn
konur.
Þeir sem hlutu kjör í miðstjórn
voru eftir atkvæðatölu; Grétar
Þorsteinsson form. Trésmíðafél.
Rvík. (56600), Kristín Hjálmars-
dóttir form. Iðju Ak. (55775),
Óskar Vigfússon form. Sjómanna-
sambandsins (55300), Þórunn
Sveinbjörnsdóttir Sókn (55100),
Hansína Á. Stefánsdóttir Versl.
Árn. (54675), Magnús Geirsson
form. Rafiðnasamb. (54575),
Guðmundur Þ. Guðmundsson
forrn. Iðju Rvík. (54425), Jón A.
Eggertsson Vlf. Borgarness
(54400), Sævar Frímannsson
form. Einingar Ak. (54175), Þóra
Hjaltadóttir form. Alþýðus.
Norðurlands (53925), Guðmund-
ur Hallvarðsson Sjómannafél.
Reykjavíkur (53425), Halldór
Björnsson varaform. Dagsbrúnar
(52250), G.uðríður Elíasdóttir
form. Framtíðarinnár (51400),
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir VR
(51300), Hrafnkell Jónsson form.
Arvakurs Eskifirði (49925), Kar-
vel Pálmason Vlf. Bol. (43275),
Þórður Ólafsson Vlf. Boðinn
(43125) og Sigurður Óskarsson
Vlf. Rangæingi. JÓH
Egilsstaðir:
Víðáttubijálæði
fyrstu dagana
- leikskólinn í nýtt húsnæði
í byrjun nóvember var tekin í
notkun ný bygging fyrir leik-
skólann Tjarnarland á Egils-
stöðum. Þar með var hægt að
bæta við 10 nýjum börnum í
vistun svo biðlistinn eftir plássi
styttist aðeins.
Valborg Vilhjálmsdóttir fóstra
er forstöðumaður Tjarnarlands
og sagði hún í samtali við Dag,
að þetta væri 70 barna leikskóli
en öll börn eru þar í hálfs dags
vistun. „Það er alveg fullskipað
hjá okkur, en gamla húsið verður
seinna tekið undir dagheimili'svo
börn af leikskólanum koma til
með að fara þangað þegar þar að
kemur. Þá reiknum við með að
biðlistar verði úr sögunni,“ sagði
hún.
Börnin á Tjarnarlandi eru á
aldrinum 2ja til 5 ára gömul á
tveimur deildum. Alls starfa 9
manns á leikskólanum, þar af
tvær fóstrur. Valborg sagði það
hafa verið mikil viðbrigði að
komast í nýja húsið. „Það er svo
miklu stærra en það gamla að
fyrstu dagarnir fóru í hálfgert
„víðáttubrjálæði", en við erum
að læra inn á þetta.“ VG
félagsins að sem flestir velunnar-
ar Þórs láti sjá sig í hinu fokhelda
félagsheimili. Farið verður yfir
byggingarsögu hússins, en nú eru
liðnir fjórtán mánuðir frá' því
fyrsta skóflustungan var tekin að
húsinu. Enn er mikið eftir svo
starfsemi geti farið fram í húsinu
og verður gerð grein fyrir fram-
tíðaráætlunum í byggingarmálum
hússins.
Húsinu verður og gefið nafn á
laugardag, en Þórsarar vildu ekki
gefa upp hvað barnið verður látið
heita fyrr en á hátíðarstundinni.
Aflijúpað verður listaverk, sem
Hjálmar Pétursson hefur gefið
félaginu til minningar um tvo
félagsmenn þess, en þeir fórust í
keppnisferð fyrir allmörgum
árum.
Byggingarnefndin kynnir jóla-
kort sem hún hefur látið gera til
fjáröflunar og að þessu öllu
loknu verða á boðstólum veiting-
ar í boði kvennadeildar Þórs.
mþþ
Félagsheimili Þórs er fokhelt, en hvað á barnið að heita?
Mynd: GB
Þóra Hjaltadóttir um miðstjórnarkjörið á ASÍ þinginu:
„Kvennabyltingin rann
hreinlega út í sandinn“
- segist hafa haft lítinn áhuga á varaforsetaembættinu
„Við vonuðum að fleiri konur
kæmust í miðstjórn en raunin
varð á þannig að kvennabylt-
ingin okkar rann út í sandinn,“
sagði Þóra Hjaltadóttir, for-
maður Alþýðusambands
Norðurlands, á ASI þinginu í
gær þegar Ijóst varð að hlutur
kvenna í kosningum á þinginu
var mun minni en margir
höfðu búist við.
Nokkur kurr var meðal
kvenna á Alþýðusambandsþing-
inu í gær þegar kjörnefnd kunn-
gerði tillögur um aðalmenn í 18
manna sambandsstjórn. Aðeins
voru nöfn fimm kvenna á listan-
um þrátt fyrir að þingið hafi gert
samþykkt um að leitast skyldi við
að ná sem jöfnustum hlut
kynja í stjórnum og ráðum ASÍ.
„Það er ljóst að flokksböndin
héldu í miðstjórnarkjörinu og
ekkert varð af kvennabyltingum
eða pólitískum byltingum. Þetta
sést á því hve uppstillingar kjör-
stjórnar breyttust lítið. Kjör-
stjórnin virtist því ekki vera hlið-
holl konum fyrr en komið var út í
varamannakjör til miðstjórnar,"
sagði Þóra um miðstjórnarkjörið.
Þóra sagðist vera hissa á hve
lítið hafi verið tekist á um skipu-
lagsmál á þessu þingi ASÍ. Þetta
stórmál hafi runnið í gegnum
þingið fyrirstöðulítið. Um önnur
mál á þinginu sagðist Þóra vonast
til að breið samstaða náist um
kjara- og efnahagsmál og atvinnu-
mál sem ályktað verður um í dag.
„Mér finnst vera vilji hjá nefnd-
armönnum um að ná vel saman
um þessi mál.“
Miklar umræður og vangavelt-
ur voru á þessu þingi ASÍ um
hvort Þóra ætlaði að gefa kost á
sér til varaforseta ASI. Það gerði
hún hins vegar ekki, þrátt fyrir
mikinn stuðning og ítrekaðar
áskoranir. Þingfulltrúar úr stuðn-
ingsmannahópi Þóru sögðu við
Dag í gær að veruleg óánægja
væri þeirra á meðal með fram-
komu Ásmundar Stefánssonar í
þessu máli en hann vildi ekki fá
Þóru sem varaforseta sér við hlið.
„Ég var búin að lýsa því yfir
fyrir hálfum mánuði að ég gæfi
ekki kost á mér. Satt best að
segja hafði ég ósköp litla löngun
til að fara í þetta embætti en auð-
vitað var mjög erfitt að standa á
móti þegar svona miklar áskoran-
ir eru á mann að fara fram. Engu
að síður gerði ég það.“ JÓH
ASÍ þing:
Fækkunar-
tillagan felld
Þing ASÍ felldi tillögu Alþýðu-
sambands Norðurlands þess
efnis að fulltrúum á ASÍ þingi
verði fækkað úr 512 í 322.
Miðstjórn ASÍ hafði mælt með
að tillagan yrði samþykkt.
Öll nótt er samt ekki úti enn
því þingið samþykkti að senda
tillöguna til milliþinganefndar
sem fjalla mun um hana. Því er
ljóst að fækkunartillagan verður
aftur tekin upp á næsta þingi.
JÓH
Hvammstangi:
Fyrir tveimur árum var
Útgerðarfélag Vestur-Hún-
vetninga stofnað. Eina skip
félagsins er Neisti, 100 tonna
bátur sem gerður hefur verið
út á úthafsrækju.
Utgerð skipsins hefur gengið
illa og hefur það legið langtím-
um saman í höfninni á Hvamms-
tanga. Nú er fyrirhugað að gera
ýmsar breytingar á skipinu og
meðal annars á að lengja það um
Lóðin við Tjarnarland er hin vistlegasta og börnin virðast hafa það gott, eins og sjá má á innfelldu myndinni. 2 m og byggja yfir það að aftan.
Myndir: gb Vinna við breytingu á skipinu
var boðin út og lægsta tilboð sem
barst var frá Skipavík í Stykkis-
hólmi, liðlega 10 millj. króna.
Ekki er þó allt sem fyrirhugað er
að gera fyrir skipið innifalið í til-
boðinu og er reiknað með að
heildarkostnaður við breytingu á
því geti orðið allt að 15 milljónir.
Báturinn er of stór til að fá
leyfi til að vera á innfjarðarrækj-
unni og þar sem ekki eru frysti-
tæki um borð hafa veiðar á
úthafsrækjunni ekki gengið vel.
fh