Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 3
25. nóvember 1988 - DAGUR - 3
Mikil og stöðug eftir-
spurn eftir lánsfé
- en bankarnir draga úr lánveitingum
og einbeita sér að „björgunaraðgerðum“
Bankarnir hafa reynt að
sporna við útlánum undanfarið
í kjölfar þrengri stöðu á pen-
ingamarkaðinum. Forráðamenn
útibúa Landsbankans og Bún-
aðarbankans á Akureyri sögðu
að reynt væri að halda útlánum
í lágmarki en starfsemi bank-
anna einkennist allmikið af
skuldbreytingum eða „björg-
unaraðgerðum“ til að forða
viðskiptaaðilum frá vanskilum
um þessar mundir.
Alltaf er stöðug eftirspurn eftir
nýjum lánum, víxlum og
skuldabréfum, í bönkunum og
biðstofur útibússtjóranna fullar á
degi hverjum. „Pað virðist alltaf
vera sama traffíkin hérna en það
er þrengra með útlán um þessar
mundir, við höfum einfaldlega
ekki peninga í það. Að vísu reyn-
um við að hjálpa okkar viðskipta-
mönnum nema þeir séu þeim
mun verr staddir. Mér virðist því
miður vera meira en áður um
vandamál hjá fólki og töluvert er
um skuldbreytingar. Við höfum
reynt skuldbreytingar frekar en
að láta fólk vera í bullandi van-
skilum," sagði Helgi Jónsson,
útibússtjóri Landsbanka Islands.
Að sögn Helga hefur ástandið
verið frekar þröngt undanfarið ár
en Landsbankinn er með viðskipti
við mörg stór atvinnufyrirtæki
við Eyjafjörð.
„Við erum að draga úr pers-
ónulegum lánveitingum eins og
aðrir en ýmsar björgunaraðgerðir
eru efst á blaði núna, bæði hjá
fyrirtækjum og einstaklingum.
Tími uppgjörs fer nú í hönd, að
mínu mati," sagði Gunnar Hjart-
arson, útibússtjóri Búnaðar-
banka fslands á Akureyri. Gunn-
ar sagði varðandi vaxtamálin að
bankamönnum litist illa á blikuna
ef vextir ættu að fara mjög neðar-
lega og þeir mætti ekki verða nei-
kvæðir. „Það er alltaf jafn mikil
eftirspurn eftir lánsfé því eyðslan
í þjóðfélaginu er orðin ofboðs-
leg. Því miður koma vandamálin
of oft í ljós eftir á og margir ein-
staklingar og fyrirtæki hafa
skuldbundið sig um of og vantar
eigið fé,“ sagði Gunnar Hjartar-
son. EHB
Samstaða hefur ekki náðst um drög að stofnsamningi
um héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu:
Málinu vísað til umsagnar
félagsmálaráðuneytisins
Samkvæmt lögum á að ieggja
sýslunefndir niður um næstu
áramót og er héraðsncfndum
ætlað að taka við hlutverki
sýslunefndanna. Búið er að
vinna drög að stofnsamningi
fyrir héraðsnefnd í Austur-
Húnavatnssýslu en ekki hefur
náðst samkomulag um samn-
ingsdrögin og hefur þeim nú
verið vísað til félagsmálaráðu-
neytisins til umsagnar varðandi
ágreiningsatriðin.
Nú þegar hafa átta hrepps-
nefndir samþykkt samningsdrög-
in með undirskrift en hrepps-
nefnd Bólstaðarhlíðar- og
Svínavatnshrepps geta ekki fellt
sig við þau samningsdrög sem
fyrir liggja.
Ágreiningsatriðin eru aðallega
tvfþætt. í fyrsta lagi er ágreining-
ur um fjölda fulltrúa hvers sveit-
arfélags í héraðsnefndinni. í
samningsdrögunum er gert ráð
fyrir einum fulltrúa fyrir hverja
250 íbúa eða brot af þeirri tölu.
Það þýðir í reynd að Blöndós-
ingar koma til með að eiga fimm
fulltrúa í nefndinni, Skagstrend-
ingar þrjá og önnur sveitarfélög
einn fulltrúa hvert.
Hins vegar greinir á um leiðir
til tekjuöflunar fyrir héraðsnefnd-
ina en í samningsdrögunum er
gert ráð fyrir að hún fái framlag
frá sveitarfélögunum. Helmingur
teknanna reiknist sem hlutfall af
fjárhagsáætlun þeirra og verði
það helmingur framlagsins sem
verði byggður á þeim grunni.
Hinn helminginn er fyrirhugað
að reikna út frá tekjustofnum
viðkomandi sveitarféiaga, útsvari
fasteignaskatti og aðstöðugjaldi
en um þessi atriði hefur ekki orð-
ið samstaða.
Gert er ráð fyrir að héraðs-
nefndin taki við þeim verkefnum
sem fram til þessa hafa fallið und-
ir verksvið sýslunefndar. Þá er í
samningsdrögunum gert ráð fyrir
því að gerður verði sérstakur
samningur um ýmis samstarfs-
verkefni sveitarfélaganna.
í þeim lögum sem kveða á um
að sýslunefndir skuli lagðar niður
og héraðsnefndir taka við þeirra
verksviði er ekki kveðið skýrt á
um með hvaða hætti skuli leysa
ágreining sem þennan og var því
sá kostur valinn að vísa málinu til
umsagnar félagsmálaráðuneytis-
ins. fh
Skátafélagið Klakkur í kjallara Glerárskóla
Skátafélagið Klakkur á Akureyri undirritaði fyrir skömntu leigusamning vegna 173 fermetra húsnæðis í kjallara
Glerárkirkju. Á myndinni eru, f.v.: Bára Stefánsdóttir, Tryggvi Marinóssun, Þorbjörg Ingvadóttir, Marinó
Jónsson, Ingólfur Armannsson og Gunnhildur Ásgeirsdóttir. Mynd: ehb
Njóttu ferðarinnar!
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki
Góðaferð! ||^™