Dagur - 25.11.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 25. nóvember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRfMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Verkalýðshreyfingin
36. þingi Alþýðusambands íslands lýkur í dag.
Segja má að ASÍ-þingið hafi að þessu sinni verið
haldið undir allsérkennilegum kringumstæðum.
Launahækkanir hafa nefnilega verið bannaðar
með lögum og verða það áfram enn um sinn. Sam-
tök launamanna hafa því tímabundið verið dæmd
til að láta*af því meginhlutverki sínu að semja um
kaup og kjör sinna umbjóðenda. Þing Alþýðusam-
bandsins hefur eðhlega borið nokkurn keim af
þessum neyðarlegu aðstæðum. Þær eru þó fyrst og
fremst merki þess að verkalýðshreyfingin hefur
ekki staðið sig sem skyldi.
Ár eftir ár hefur verkalýðsforystan talað um að
laun þeirra, sem minnst bera úr býtum, séu allt of
lág. Árum saman hefur sama forysta talið það eitt
af sínum helstu baráttumálum að hækka þessi
laun verulega, án þess að hækkunin gangi upp eft-
ir öllum launastiganum. Jafnlengi hefur verkalýðs
forystunni mistekist þetta ætlunarverk sitt. Enn
eru lágmarkslaun í landinu allt of lág - reyndar til
háborinnar skammar - og ennþá hækka laun sem
hlutfall af hundraði. Þegar 40 þúsund króna mán-
aðarlaun hækka um 2 þúsund krónur, hækka 100
þúsund króna laun um 5 þúsund krónur. Það er 5%
launahækkun í báðum tilfellum. Vart getur þetta
talist réttlátt, enda er launamunur í landinu allt að
14-faldur. Gífurlegur launamunur talar sínu máli
um árangurinn af starfi verkalýðsforystunnar síð-
ustu árin.
Verkalýðsforystan viðurkennir, eins og aðrir, að
krónufjöldinn í launaumslaginu segir ekki alla
söguna. Það er kaupmátturinn sem skiptir öllu
máli. Hlutverk verkalýðsforystunnar ætti því fyrst
og fremst að vera fógið í því að standa vörð um
kaupmáttinn en ekki krónutölu eða prósentuhækk-
anir. Hún á fyrst og fremst að tryggja það að
umsaminn kaupmáttur launa haldist. En það er
jafnframt á ábyrgð verkalýðsforystunnar að kröfu-
gerð launþegasamtaka sé innan raunhæfra marka.
Ef kröfugerðin er óraunhæf og hærri en undir-
stöðuatvinnuvegirnir þola, þarf að grípa til gam-
alkunnra aðferða, svö sem gengisfellingar. Því
miður hefur verkalýðsforystan að þessu leyti ekki
staðið sig sem skyldi.
Á þingi Alþýðusambandsins nú var Ásmundur
Stefánsson endurkjörinn forseti þess. Það þarf ekki
endilega að hafa í för með sér óbreytta stefnu ASÍ.
Reynsla síðustu mánaða hefur vonandi kennt
verkalýðsforystunni sitt af hverju, eins og öðrum.
Verkalýðsforystan þarf nauðsynlega að breyta um
áherslur í meginatriðum, ef hún ætlar að valda því
hlutverki sem umbjóðendurnir hafa falið henni.
Það gerir hún best með því að ganga að samninga-
borðinu með festu en umfram allt ábyrgð að leið-
arljósi. Raunhæf samningagerð er það sem koma
skal. BB.
Áskell Einarsson:
Þjóðfélagslegt hlutskipti
byggðastefnu á íslandi
Sérstaða íslenskrar
landsbyggðarstefnu
Það sem skilur að íslenska lands-
byggðarstefnu og svonefnda
byggðastefnu nágrannalandanna
eru tvö megin atriði.
1. íslensk byggðastefna byggist á
því að hinir dreifðu landkostir,
sem eru undirstaða gjaldeyr-
isbúskapar þjóðarinnar, séu
virkjaðir jöfnum höndum í
landinu og að hin dreifða bú-
seta, sem þess vegna er nauð-
synleg hagsmunum þjóðfé-
lagsins, njóti sem mest af-
raksturs og margfeldisáhrifa
þessara landkosta.
2. Hin félagslegi þáttur íslenskr-
ar byggðastefnu byggist ekki á
því að útrýma atvinnuleysi og
koma í veg fyrir fátækt, eins
og tíðkast í mörgum ná-
grannalöndum, heldur er
hann sá að íbúar landsins,
hvar sem þeir búa, njóti jafn-
ræðis um uppbyggingu grunn-
gerðar þjóðfélagsins og um
aðra samfélagslega aðstöðu,
þrátt fyrir dreifða búsetu, sem
er óhjákvæmileg vegna þjóð-
arhagsmuna.
Ahríf félagslegrar
fjármögnunar á
þróun landsbyggðar
Á íslandi er tvennt sem sker sig
úr varðandi fjárhagslega upp-
byggingu á byggðaþróunarsvæð-
um, miðað við það sem tíðkast í
nágrannalöndunum. Bæði í
Skotlandi, á Norðurlöndum og í
Evrópu hefur megin styrkur op-
inberra byggðaaðgerða beinst
að því að fá fyrirtæki, til að flytja
rekstur sinn frá þéttbýlissvæðum
til vanþróaðra byggða. Þessu
stjórntæki er einnig beitt gagn-
vart erlendum fyrirtækjum, sem
hyggjast koma upp starfsaðstöðu
í viðkomandi löndum. Um þetta
eru tæplega marktæk dæmi hér á
íslandi.
Það sem einkennir íslenska
uppbyggingu félagslegrar fjár-
mögnunar er:
1. Samfélagsleg uppbygging
atvinnufyrirtækja m.a. fyrir
samstarf samvinnufélaga,
sveitarfélaga og einstaklinga,
með söfnun stofnframlaga, án
krafna um fjárhagslega arð-
semi eigenda.
2. Sérstakt framtak einstaklinga
og hópa þeirra um að leggja
fram fjármagn til atvinnustarf-
semi í heimabyggð, sem eins
konar byggðaaðgerð, án
krafna um ákveðna arðsemi.
Af þessum ástæðum eru betri
samfélagsleg skilyrði á íslandi en
víða erlendis um raunhæfar
byggðaaðgerðir, en þar er hvorki
fyrir hendi félagslegur hvati til
atvinnuuppbygginga, né framtak
framsækinna heimamanna. í
mörgum löndum tíðkast ekki að
sveitarfélag standi í atvinnu-
rekstri eða að samvinnufélag láti
sig atvinnumál varða. Þetta er
íslensk sérstaða í byggðamálum,
sem verður að vernda efnahags-
lega. Sama er að segja um fram-
tak einstaklinga, sem ávaxta fé
sitt í heimabyggð, þrátt fyrir enga
hagnaðarvon.
Efnahagslegt umhverfi
á íslandi
andstætt byggöastefnu
Menn hljóta að velta fyrir sér
hvers vegna sama efnahagssveifl-
an endurtekur sig á íslandi aftur
og aftur. Skýringin er í raun ein-
föld. Yfirbygging þjóðfélagsins
og þjónustubáknið verður æ frek-
ara á fóðrum. Þegar harðnar á
dalnum hjá útflutningsatvinnu-
vegunum kemur ætíð í ljós að
þjónustubáknið sættir sig ekki
við þau hlutaskipti, sem fram-
leiðsluatvinnuvegirnir hafa fram
að færa í þjóðarbúið. Atkvæða-
þungi þessara hópa er slíkur að
stjórnmálaflokkarnir verða að
taka tillit til þeirra, þar sem æ
grisjast það lið, sem er á hinum
vængnum, þ.e. landsbyggðin,
þrátt fyrir nokkra skekkju í vægi
atkvæða landsbyggðinni í hag.
Stendur landsbyggðin
á elleftu stundu?
Miðað við hlutverkaskipti í
íslensku samfélagi, eins öflugs
þéttbýliskjarna annars vegar og
landsbyggðar hins vegar, sem
fulltrúa framleiðsluhagsmuna,
þarf ekki skarpan mann til þess
að sjá, að það er í síðasta sinn,
sem nást í gegn millifærsluað-
gerðir og leiðréttingar framleiðsl-
unni í hag, eftir pólitískum leið-
um. Viðbrögðin við niðurfærslu-
leiðinni voru þannig í raun að
stórir hópar, eins og launþega-
samtökin og milliliðirnir í þjóð-
félaginu, voru ekki tilbúnar að
skilja hættuástandið. Með öðrum
orðum, þessir hópar töldu sig
ekki varða um hag landsbyggðar
og um leið framleiðsluhagsmuni
þjóðfélagsins. Þetta er alvarleg
staðreynd, sem kallar á ný
viðhorf.
Ný efnahagsleg vidhorf
í byggðamálum
Báðir höfuðatvinnuvegir lands-
byggðar búa við framleiðslutak-
markanir, sem hljóta að hafa
byggðaleg áhrif á margvíslegan
hátt.
Landbúnaðurinn á undir högg
að sækja vegna offramleiðslu
miðað við heimamarkað. Verð-
lagning landbúnaðarafurða er við
það miðuð að atvinnugreinin
standi í stað. Sjávarútvegurinn
hefur búið við strangar aflatak-
markanir, sem hefur hamlað getu
atvinnuvegarins.
í íslensku þjóðfélagi hefur við-
gengist sú meginstefna að miða
gengisskráningu við geðþótta
stjórnvalda um að beita gengis-
skráningunni, sem hemil á verð-
lagsþróun í landinu.
Á sama tíma og verðlagsmynd-
un í landinu er frjáls og laun
þorra launþega fylgja verðlagi,
eru útflutningsatvinnuvegirnir
með bundna verðskráningu á
aflafé sínu í erlendum gjaldeyri.
Hér er verðlagsmótuninni snúið
Hættur að hafa gaman
af því að keyra
- spjallað við Guðna Oddgeirsson héraðsstjóra
hjá Vegagerðinni á Þórshöfn
„Ég er búinn að vera í vega-
gerðinni svo lengi sem elstu
menn muna,“ sagði Guðni
Oddgeirsson héraðsstjóri
Vegagerðarinnar með aðsetur
á Þórshöfn. Hann býr þó á
Raufarhöfn, þar sem hann er
fæddur og uppalinn, en þar
dvelur hann yfirleitt ekki nema
um hclgar. Guðni hefur verið
fastur starfsmaður hjá Vega-
gerðinni frá því á árinu 1970,
en áður hafði hann unnið sem
sumarmaður eða við afleysing-
ar við ýmis störf. Héraðsstjóri
hefur hann verið frá því haust-
ið 1986.
Umdæmi Guðna er stórt, nær
frá Auðbjargarstöðum í Keldu-
hverfi, suður um til Grímsstaða á
Fjöllum, austur að Brekknaheiði
og allt Langanesið. Kílómetra-
fjöldinn er þó nokkur, frá Auð-
bjargarstöðum að Þórshöfn eru
178 kílómetrar svo dæmi sé tekið
og auk vega á fyrrgreindum stöð-
um eru sýsluvegir í Norður-Þing-
eyjarsýslu 125 kílómetrar í það
heila. Starf Guðna felst m.a. í
umsjón með þessum vegum. Auk
hans eru þrír fastir starfsmenn
hjá Vegagerðinni í sýslunni, þar
af einn á Kópaskeri.
Eins og gefur að skilja er tals-
verður akstur fólginn í starfinu.
„Ég er löngu hættur að hafa gam-
an af því að keyra,“ sagði Guðni.
„En mér þótti það býsna
skemmtilegt í kringum 17 ára
aldurinn.“
Yfir vetrarmánuðina eru smíð-
aðar snjóstikur á verkstæðinu og
sagði Guðni það orðið nokkuð
umfangsmikið starf. Félagasam-
tök hafa tekið að sér að ganga frá
stikunum við vegina og sagði
Guðni það heppilega fjáröflunar-
leið fyrir þau. „Þetta fyrirkomu-
lag er vonandi beggja hagur,“
sagði hann, en þeir hjá Vega-
gerðinni á Þórshöfn reyndu það í