Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 7
25. nóvember 1988 - DAGUR - 7
„Stelpur í stuttum pilsum fari í efstu rim,“ var góðfúsleg ábending nokkurra pilta, þegar stillt var upp fyrir þessa
myndatöku. Þær voru hins vegar ekkert á því að fara eftir skipunum kárlpeningsins; ákveðnar stúlkurnar á Kópa-
skeri. Myndir: TLV
Með krökkum á Kópaskeri:
Kossinn er út af!
- líf og pr á diskóteki í skólanum
Miðlungar og öldungar í skólanum á Kópaskeri stilla sér upp til myndatöku:
Bjarki, Hnikar, Óskar, Arinbjörn, Rebekka, Lísa, Hróar, Árni, Lydía,
Brynja, Kristveig, Sigga og Herdís.
Það var heldur dimmt yfír
skólanum á Kópaskeri. Svona
ef tekið var mið af áreiðanleg-
um upplýsingum um að þar
ætti að standa yfír diskótek.
Engin tónlist barst að eyrum
blaðamanna Dags, sem ætluðu
að kíkja snöggvast á krakkana
dansa. Var búið að fresta
dansæfíngunni? Við afréðum
að freista inngöngu; kanna
málið ofan í kjölinn. Því var
svifíð í salinn.
Mikið rétt. Það heyrðust hljóð,
pískur, hlátur, þegar inn í
anddyrið var komið. Og blaða-
menn vissu ekki fyrr til en einn
guttinn var kominn upp í fang
þeirra. Sá hafði verið á miklum
harðahlaupum, ekki átt gesta von
og því farið á fullri ferð fyrir
hornið. Enginn datt.
Kópaskers synir og dætur tóku
óvæntum gestum prýðisvel og
buðu að ganga til salar, hvar
stunduð er leikfimi sem og dans-
menntir. Þó svo blaðamenn séu
nokkuð við aldur þóttust þeir
óljóst muna að diskótekum fylgdi
hávaði allmikill og allt upp í að
vera ærandi - þ.e.a.s. að mati
þeirra sem komnir voru ögn yfir
tvítugt, og láta nýjustu danslögin
pirra sig, stilli snúður græjurnar í
botn.
- Er kannski ekkert diskótek
í kvöld?
Ójú, það var diskótek, svör-
urðu krakkarnir hver í kapp við
annan - afar sannfærandi reynd-
ar. Þegar nánar var leitað eftir
svörum og skýringum á ljósleys-
inu, komu nokkrar vöflur á
suma, aðrir hlupu brott, en einn
pilturinn hvergi banginn svaraði
að bragði: Við vorum í dálitlum
leik. Og stuttu síðar: Hann heitir
Kossinn er út af.
Krakkarnir voru allir sammála
um að skólinn þeirra væri
skemmtilegur, og þeir sem höfðu
samanburð við aðra skóla kváðu
að skólinn á Kópaskeri væri skóla
skemmtilegastur. Félagsstarfið er
mikið í skólanum og utan hans.
Opið hús er að jafnaði haldið
einu sinni í viku og stelpurnar
sögðust halda saumaklúbba
reglulega. „Það er rosalega
spennandi að fara í heimsókn í
saumaklúbbana," sögðu piltarnir
og lýstu því hvernig þeir hefðu
laumað sér inn um svaladyrnar
nokkrir saman þegar stúlkurnar
söfnuðust síðast saman til hann-
yrða.
Nýlega kom upp sú hugmynd
að stofna ríkisstjórn við skólann
og voru þá stofnaðir tveir
flokkar, Framfaraflokkurinn og
Baráttuflokkurinn - sem einkum
er skipaður stúlkum. Á fundi sem
haldinn var til að ræða hin ýmsu
málefni líðandi stundar var með-
al annars rætt um hvað gera ætti
við peninga þá sem til eru í þjóð-
félaginu. „Stelpurnar vildu láta
byggja leikskóla," sögðu strák-
arnir, sem sjálfir vildu verja fénu
til skipakaupa. Á málfundum
sem haldnir hafa verið hefur
einnig verið rætt um bílprófið og
hvort núgildandi reglur eigi að
halda sér, ellegar að hækka
aldursmörkin upp í 21 ár. Ekki
var búið að leiða það mál til lykta
þegar blaðamenn voru á
staðnum.
í skólanum er krökkunum
skipt upp í nokkra hópa. Það eru
puttar, þumlungar, miðlungar og
öldungar og skiptast eins og nöfn-
in gefa til kynna eftir aldri. Eink-
um voru það miðlungar og öld-
ungar sem mættir voru til leiks í
skólanum þetta kvöldið, enda
áttu puttar og þumlungar að vera
komnir í rúmið. Áður en við
kvöddum stilltu þessir frísklegu
krakkar sér upp til myndatöku og
árangurinn sjáum við hér á síð-
unni. mþþ
JjfL Jólabasar
verður laugardaginn 26. nóvember kl.
14.00 að Hvannavöllum 10.
Laufabrauð. Mikið af kökum og munum.
Komið og gerið góð kaup.
Hjálpræðisherinn.
Félagsfundur í LAUF
Norðurlandsdeild Landssambands áhuga-
fólks um flogaveiki heldur félagsfund að
Hótel KEA laugardaginn 26. nóvember nk.
kl. 14.00.
Einar Valdimarsson, sérfræðingur í heila- og tauga-
sjúkdómum, flytur erindi og svarar fyrirspurnum.
Félagsmálin rædd. Kaffiveitingar.
Nýir félagsmenn velkomnir.
Stjórnin.
‘Dcývttitiman
Aldrei þessu vanf
hljómsveit í kvöld
Hljómsveitin Rokkabilly-band Reykjavíkur
leikur fyrir dansi.
Mætum snemma.
Uuw&eimcvi
RÍKISSJÓDUR ISLANDS
Spariskírteini
ríkissjóðs
★ Bera allt að 8% vexti umfram verðbólgu
★ Þau fást í 10,50 og 100 þúsund króna einingum
Verðtryggð spariskírteini rikissjóðs til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
2. fl. D 3 ár 8,0% 1. sept. '91
2. fl. D 5 ár 7,5% 1. sept. '93
2. fl. D 8 ár 7,0% 1. apr. '96
Spariskírteini ríkissjóðs seljast á
2-3 dögum í endursölu á Verðbréfaþingi íslands.
Gengi Einingabréfa 25. nóvember 1988
Einingabréf 1 3.375.-
Einingabréf 2 1.920.-
Einingabréf 3 2.192,-
Lífeyrisbréf 1.697,-
Skammtímabréf 1,179
é'é f KAUPÞING
NÖRÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri • Sími 96-24700