Dagur - 25.11.1988, Síða 9

Dagur - 25.11.1988, Síða 9
25. nóvember i988 - DAGUR - 9 Páll Gíslason: „Heyrði ég tvö og segir Arnar og reynir að hífa upp verðið á karl- mannsnærbuxuin. ÓIi fer fimum höndum um brjósta- haldarana og greinilegt á öllu að þar er vanur maður að verki. Það var nóg að gera hjá starfsfólki bæjarfógetacmbættisins, þeim Einari Björnssyni og Unu Sveinsdóttur, að skrá niður og reikna öll boðin sem fram komu. Enn um snjótroðara - svargrein vegna troðarakaupa Akureyrarbæjar Kæru Akureyringar. Nú er líklega hæfilega langt um liðið síðan snjótroðarakaup Akureyrarbæjar voru í hámæl- um. í hita og þunga leiksins sjá menn oft ekki skóginn fyrir trjánum. Við, umboðsmenn Leitner höfum alltaf gert okkur fulla grein fyrir því að Akureyri er okkur lokað markaðssvæði, mið- að við núverandi aðstæður. Við höfum fundið okkur til undrunar að margir Akureyringar hafa ekki áttað sig á þessu eða horft framhjá þessari staðreynd. Það er oft gott að taka dæmi, sem allir skilja. Þætti það ekki óeðlilegt ef forstöðumaður Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar væri jafn- framt forstjóri Scania umboðsins og keypti eintómar Scania bif- reiðar án útboðs? Hver er mark- aðsstaða keppinautanna við slík- ar aðstæður? Að sjálfsögðu fjall- aði íþróttaráð Akureyrar um kaupin á troðaranum. Umboðs- maðurinn, sem að sjálfsögðu er tryggur sínum umbjóðendum hafði unnið sitt verk það vel að íþróttaráði þótti engin ástæða til að kanna ofan í kjölinn aðra möguleika. Undirritaður hafði samband við íþróttafulltrúa og fullyrti hann að aðrir möguleikar hefðu verið kannaðir. Það skal skýrt tekið fram að okkur barst aldrei nein fyrirspurn, hvorki um verð né annað. íþróttafulltrúa var alla vega ekki kunnugt um að troðarar sömu gerðar og Dalvík- ingar eiga, hafa ekki verið fram- leiddir síðastliðin tvö ár, en í allri umræðu manna á Akureyri var sá bíll hafður sem viðmiðun. Leitn- er troðarar dagsins í dag eru mik- ið breyttir. Iþróttaráð festi því kaup á Kass- bohrer troðara án þess að kanna annað á markaðinum. íþróttafull- trúi taldi sér það þó til málsbóta í samtali við undirritaðan að hann gerði einhverja könnun á mál- inu fyrir einu eða tveimur árum. Þessar málsbætur má hver meta fyrir sig. Hér er um alvarlegan brest að ræða gagnvart almenn- ingi, sem á féð sern verið er að ráðstafa. Grundvallaratriði sem menn ættu að hafa manndóm til að viðurkenna, hafa verið þver- brotin. Frá mínum bæjardyrum séð, ættu nefndarmenn að skoða áframhaldandi setu sína í nefnd- inni eða bjóða þessi kaup út nú þegar. Eg hef hér að ofan aðeins tekið til umfjöllunar siðferðilegan þátt þessa máls en ekki tæknilegan. Ég á þó von á svari, þar sem kaupin eru réttlætt frá tæknilegu sjónarmiði. Þá spyr ég, hvernig geta nefndarmenn réttlætt kaup- in frá tæknilegu sjónarmiði þegar þeir miða við Leitner troðara, sem ekki er lengur í framleiðslu? Ég á von á að menn telji þetta einnig réttlætanlegt vegna þess að annar troðari sömu gerðar er til staðar. Þetta er að einhverju leyti rétt en nýi troðarinn er ekki eins og sá gamli. Hér má líka taka dæmi, sem allir skilja. Ef Akureyrarbær á einn gamlan Volvo vörubíl á bærinn þá fram- vegis að kaupa Volvo án þess að kanna verö á öðrum gerðum vörubíla? Mig langar í lokin að koma nieð smá sölumannsáróður þó það sé alls ekki aðalatriði þessa máls. Að sjálfsögðu teljum við okkar troðara þá bestu. Okkar troðarar eru á stálspyrnum, sem henta okkar grýtta landi. Erlend- is eru skíðabrekkur oftast á grasi og álspyrnurnar því ekki í hættu. Mér er kunnugt um að beltavið- hald í Hlíðarfjalli sé mikið. Frá 1981 hafa Dalvíkingar keypt eina beltaspyrnu. Krafa dagsins í dag er að ökumannshúsið sé hljóðlátt og þægilegt. í Kassbohrer er öku- mannshúsið ofan á vélinni en í Leitner er vélin fyrir aftan húsið fyrir miðjum bíl. Þessi gerð „Kassbohrer PB 39.170D“ er því orðin gamaldags. A síðasta vetri seldum við fimm nýja Leitner troðara en Kassbohrer engan. Við erum atvinnumenn í sölu og þjónustu vinnuvéla og Þórshainar hf. er þjónustuaðili okkar á Akureyri. Páll Gíslason, véltæknifræðingur. Sölumaður Leitner á íslandi. Arnar Sigfússon uppboðsstjóri lyftir hér einum brjóstahaldara og hvetur menn til að bjóða í þessa gersemi. í kassanum bíða 114 önnur stykki þolin- móð eftir því að skipta um eiganda. Þess má geta að í kassaröðinni fyrir aft- an hann eru 4000 þúsund einnota gúmmívettlingar. „Hvað í ósköpunum ætlar ÓIi að sýna núna?“ gæti Arnar Sigfússon verið að hugsa á þessari mynd. Eins og sést á myndinni var fullt út úr dyrum í kjallara lögreglustöðvarinnar þegar uppboðið var haldið. Ólafur Ásgeirsson hinn fílefldi yfirlögregluþjónn lyftir hér öflugu „spíttgíra" reiðhjóli til að allir uppboðsgestir geti séð dýrðina. Það var fólk á öllum aldri á þessu uppboði. Það vakti þó athygli blaðamanns (þetta er að vísu hans fyrsta uppboð N.B.) að mjög fáar konur voru á staðnum. UEPbO Ð! - einnota gúmmíhanskar, brjóstahöld, nærbuxur o.fi. Nýlega var haldið uppboð á veguin bæjarfógetans á Akur- eyri í kjallara lögreglustöðv- arinnar. Þar kenndi ýmissa grasa og fjölmenntu bæjarbúar til að virða fyrir dýrðina. Það sem mesta kátínu vakti hjá uppboðsgestum var þegar Arnar Sigfússon fulltrúi bauð upp 115 brjóstahöld í ýmsum stærðum allt frá 34 A til 44 DD. Einn gestanna bauð fjögur hundruð krónur í gersemarnar og kvaðst ætla að stórgræða á því. Þegar hann var spurður hvernig hann ætlaði að gera það kvaðst hann ætla að klippa brjóstahöldin í tvennt, lita þau svört og selja þau gyðingum sem kollhúfur! Þegar honum var bent á að mjög fáir gyðingar byggju á Is- landi og fæstir strangtrúaðir hætti hann að bjóða í brjóstahöldin. Að lokum fóru síðan 115 stykkin (eða 230 skálarnar) á 600 krónur. Einnig vakti hrifningu uppboðs- gesta þegar boðnir voru upp 4000 gerilsneyddir einnota gúmmí- hanskar. Sá galli var á ’ gjöf Njarðar að seinasti öruggi notk- unardagur er 29. nóvember. Hanskarnir fóru nú samt á 2500 krónur og varð mönnum á orði að kaupandinn þyrfti að hafa snarar hendur til að nýta sér eign sína fyrir úreldingu. En margt annað forvitnilegt var boðið upp, m.a. fleiri kassar af karlmannsnærbuxum með klofbót og fóru þeir á rúmlega þrjú þúsund krónur. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands dugar hver kassi, um 80 nærbuxur, meðalkarlmanni í um 20 ár. En nú er tími til kominn að þessu málæði linni og látum myndirnar frá uppboðinu tala sínu máli. Myndir og texti: AP

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.