Dagur


Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 19

Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 19
25. nóvember 1988 - DAGUR - 19 íþrótfir Valur Ingimundarson var stigahæstur Tindastólsmanna en hittnin var afleit hjá honum eins og reyndar öllu liðinu í seinni hálfleik. Hrun í síðarí hálfleik - IBK lagði Tindastóll hcimsótti Keflvík- inga í gærkvöld og laut í lægra haldið 99:64. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 49:44 fyrir heimamenn. Scinni hálfleikur var hins vegar afspyrnu lélegur hjá Tindastól og unnu Keflvík- ingar því auðveldan sigur á gestunum. Fyrri hálfleikur var fjörugur og vel leikinn af báðum liðum og var [rví hin hesta skemmtun fyrir áhorfendur. Keflvíkingar náðu fljótlega forystunni en 1’indastóll náði jafnharðan að jafna leikinn. Um miðjan hálfleikinn tókst heimamönnum að komast yfir 26:16 en ungmennafélagsdreng- irnir frá Sauðárkróki gáfust ekki upp og söxuðu á það forskot og þegar leikmenn gengu til bún- ingsherbergja höfðu Keflvíkingar 5 stiga forskot 49:44. I síðari hálfleik stóð ekki steinn yfir steini hjá Tindastóls- mönnum. Það var einungis fyrstu fjórar mínúturnar sem eitthvað vit var í sóknarleiknum hjá þeim en eftir það var leikurinn ein- stcfna. Akureyrarmót í bekkpressu: Ágætur árangur hjá lyftmgamönnum - tvö Islandsmet sett á mótinu UMFT 99:64 Það verður hins vegar að viðurkennast að ekkert gekk upp hjá þeim í sókninni á tímabili og þá fylltust menn vonleysi. Eink- um var þeim Eyjólfi og Val fyrir- munað að koma tuðrunni ofan í körfuna. Flest þeirra skot döns- uðu á körfuhringnum, Keflvík- ingar hirtu frákastið, brunuðu upp og skoruðu. Afleiðingin varð sú að á smá tíma juku þeir for- skot sitt upp í 20 stig 66:46 og þá gáfust Sauðkrækingarnir eigin- lega upp. Hjá Keflavík bar mikið á þeim Guðjóni Skúlasyni, Jóni Kr. Gíslasyni og Sigurði Ingimundar- syni. Einkum var Sigurður örugg- ur í vítaskotunum og gerði hann nokkrar fallegar þriggja stiga körfur. Valur og Eyjólfur áttu mjög góðan lcik í fyrri hálfleik en, eins og áður sagði, virtust lukkudís- irnar algjörlega hafa yfirgefið þá félagana í þeim síðari. En það þýðir ekkert að láta deigan síga, KR-ingar mæta á Krókinn á sunnudaginn og nú verða Tindastólsmenn að standa sig á heimavelli. Einn annar leikur var í Flug- leiðadeildinni í gærkvöld, ÍR vann óvæntan sigur á KR 59:58 í hörkuspennandi leik. I 1. deildinni í handboltanum sigruðu hins vegar KR-ingar Vík- inga í leik hinna glötuðu varna með 31 marki gegn 26. Flugleiðadeildin í körfu: Akureyrarmót drengja og ungl- inga í bekkpressu fór fram sl. laugardag. Keppendur voru 13 talsins. Margir efnilegir piltar tóku vel á því að sett voru tvö íslandsmet drengja í keppn- inni. Helgi Jónsson, 17 ára, bætti metið í 52 kg flokknum er hann lyfti 60 kg og hinn atorkumikli Jónmundur Gunnarsson, 15 ára, setti met í 82,5 kg flokki með því að lyfta 85 kg. Aðrir sem vöktu athygli manna voru þeir Guð- mundur Marteinsson þrælskafinn fótboltahetja úr Þór, Rúnar Friðriksson „sveitavargur“ Bændaskólanum Hólum og Sverrir Gestsson „sperró", bróðir Sigurðar Gestssonar vaxtarrækt- arfrömuðar. „Loðfíllinn" Torfi Ólafsson náði einnig ágætum árangri en hann puðar nú af kappi fyrir Evrópumót unglinga sem fram fer í Luxemborg í des- ember. Dómarár voru Jóhannes Hjálmarsson „fíragott“, Sigurður Gestsson og Flosi Jónsson. Var haft á orði að þeir hefðu af skör- ungsskap dæmt. Stangarmenn voru hinir reffilegu Hjörtur „Arnold" Guðmundsson og Kjartan „Gatti“ Helgason og þóttu handtök þeirra hin snör- ustu. Stjórnandi mótsins var Kári Elíson. Næsta bekkpressukeppni verð- ur 3. desember, en þá mætast úrvalssveitir kraftlyftingamanna og vaxtarræktarmanna og verða þá eflaust hrikaleg átök. Knattspyrna: KAmeð aðalfund Aðalfundur knattspyrnu- deildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 28. nóvember n.k. kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru KA- félagar hvattir til að mæta. Torfi Ólafsson æfir nú stíft fyrir Evrópumeistaramót unglinga í des- ember. Akureyrarmót drengja og ung- linga í Bekkpressu........ Drengir 14-17 ára: Flokkur kg 52 kg 1. HelgiJónsson 60,0 60 kg 1. Jóhann Guðmannsson 52,5 75 kg 1. Sverrir Gestsson 105 75 kg 2. Hlynur Konráðsson 90 82,5 kg I. JónmundurGunnarss. 85 82,5 kg 2. Sigmar Ásgrímsson 72,5 Unglingar 18-23 ára: 75 kg 1. Rúnar Friöriksson 102,5 82,5 kg 1., JónNorðfjörð 110 90 kg í. Pétúr Broddason 130 90 kg 2. Guðm. Marteinsson 130 100 kg I. Björn Broddason 130 100 kg 2. Jón G. Þorsteinsson 120 +125 kgl. Torfi Ólafsson 190 Dómarar voru þeir Jón Otti Jónsson og Jón Bendcr og dæmdu þeir ágætlcga. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 25, Jón Kr. Gísla- son 21, Sigurður Ingimundarson 17, Magnús Guðfinsson K, Albcrt Óskarsson 7, Axel Niku- lásson 6, Nökkvi Jónsson 6, Falur Harðarson 5, Einar Einarsson 2 og Gcstur Gylfason 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 20, Eyjólfur Sverrisson 17, Svcrrir Svcrrisson 13, Björn Sigtryggsson 10, Ágúst Kárason 2 og Guðbrandur Stefánsson 2. JÓH/AP Önnur úrslit í gærkvöld: ÍR - KR í körfubolta 59:58 KR - Víkingur í handbolta 31:26 Knattspyrna: Vaskur með félagsftmd - allir knattspyrnuáhugamenn velkomnir Knattspyrnufélagið Vaskur boðar til almenns félagsfundar að Bjargi á sunnudaginn kl. 16.00. Allir knattspyrnuáhuga- menn eru hvattir til að mæta á fundinn, en þar verður rætt um framtíð félagsins. Bikarkeppni: KA keppir við F - Þór fær Ármann og ÍBV Dregið hefur verið í 32 liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ og 16 liða úrslitum í kvenna- flokki. í meistaraflokki karla þarf KA að heimsækja 3. deildarlið Fylkis og Þór fær Ármenninga í heimsókn. Þórs- stelpurnar fá Vestmannaeyj- armeyjarnar í heimsókn. Annars lítur drátturinn þannig út: í»ór Ak - Ármann Fylkir - KA Grótta b - ÍR ÍBV b - ÍH Selfoss - KR a KR b - UBK Leiftri - Ármann Fram - Víkingur Valur b - Valur a UMFN - FH ÍBK - UMFA HK - ÍBV b Haukar - Grótta a Hjá stúlkunum: Þór Ak. - ÍBV KR - Grótta Stjarnan - Haukar UMFA - Fram UBK - ÍBK ÍR - Víkingur Þróttur - FH Selfoss - Valur. Þrjú lið sátu hjá í karlaflokki: Stjarnan, Þróttur og Haukar. Félagið hefur verið í nokkurri lægð en nýir menn hafa nú komið inn í félagið og fullur vilji er fyrir því að rífa félagið upp og skapa þannig verkefni fyrir hina mörgu knattspyrnuáhugamenn á Akur- eyri og í nágrenni. Hlutavelta hjá Þórsurum Körfuknattleiksdeild Þórs heldur stórhlutaveltu til styrktar starfsemi sinni á sunnudaginn kl. 14 í Húsi aldraðra. Vinningarnir eru margir stórglæsilegir, m.a. ferðavinn- ingar frá Ferðaskrifstofu Akureyrar og Samvinnuferð- um/Landsýn. Allir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta og sýna þannig stuðning sinn í verki við starfsemi deildarinnar. Svona í lokin er vert að geta þess að engin núll eru á hluta- veltunni. íþróttir um helgína Að vanda er ýmislegt um að vera á íþróttasviðinu um heigina. Þar ber hæst leik KA og ÍS í 1. deildinni í blaki á laugardaginn í Gler- árskóla og leik Tindastóls og KR í Flugleiðadeildinni í körfu á sunnudagskvöldið. í íþróttahöllinni á Akureyri sjá Þórsarar um einn riðil í 4. flokki karla, svokallaða l. dcild. Þar mætast bestu lið landsins í 4. flokki og er vel þess virði að fylgjast meö þessum ungu handknattieiks- inönnum. Á Laugum fer hið árlega Laugainót í innan- hússknattspyrnu fram. KA og IS mætast í bæði karla- og kvennaflokki á laug- ardaginn. KA-drengirnir eru á fljúgandi ferð í blakinu og sigruðu Próttara glæsilega um síðustu helgi. ÍS er núverandi íslandsmeistari þannig að það má búast við hörkuleik á laug- ardaginn. Stúlkunum í KA-liðinu hef- ur ekki gengiö eins vel, en þær eru staðráðnar að gera sitt besta gegn Stúdínum. Leikur- inn hjá stúlkunum hefst k. 14.30 og strákarnir spila strax á eftir. Tindastóll mætir KR í Flug- leiöadeildinni í körfu á Sauð- árkróki á sunnudagskvöldið. KR rétt marði þá á heimavelli sínum og eru Sauökrækingar staðráðnir í því að hefna harma sinna. Áhorfendur eru því hvattir til að mæta og styðja við bakið á sínum mönnum. Þórsstrákarnir t' 4. flokki, sem komu mjög á óvart á sein- asta fjölliðamóti með því að ná 3. sæti í 1. deild, reyna að cndurtaka afrek sitt í Höllinni um helgina. Mótiö hefst á föstudagskvöldið kl. 20.15, og verður framhaldið á laugardag kl. 13.15 og sunnudag kl. 9 um morguninn. Ef fólk vill einungis sjá Þórsleikina þá spila strákarnir viö FH á föstudagskvöld kl. 21.05, á laugardag leika þeir við Hauka kl. 14.05, Stjörn- una 17.25, og Víking kl. 20.45. Á sunnudag leika þeir viö Fram kl. 10.40 og KR kl. 13.10. 20 lið á Laugum Á Laugum verður haldið hið árlega innanhússknattspyrnu- mót fyrir meistarallokk karla. Þar mæta sterkustu lið Norðurlands allt frá Kormáki á Hvammstanga til 1. deildar- liðs HSÞb úr Þingeyjarsýsl- unni. Einnig taka KÁ, KS, Tindastóll, IMA, Hvöt og 13 önnur lið þátt í mötinu. Laugamótið hefst á laugar- dagsmorgun og úrslitaleikirnir verða st'ðan spilaðir á sunnu- dag. Yngri flokkar Þórs, KA og Völsungs verða á fullu um helgina. 4. flokkur Þórs leikur á Akureyri, eins og áður sagði. í KR-húsinu spilar 2. flokkur Þórs í l. deild og 4. flokkur kvenna Þórs og Völs- ungs leika í Njarðvík. KA sendir 4. flokk karla til keppni á Seltjarnarnesi og í þeim riðli leika einnig Völsungar frá Húsavík. Síðan er það 4. flokkur kvenna hjá KA sern leikur í Réttarholtsskóla. Islandsmótið í karate fer fram á laugardag í Laueardals- höll og er þetta fjórða Islands- mótið í þessari grein. Kepp- endur verða 25 frá sex félög- um og hefst keppnin kl. 14 á laugardag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.