Dagur - 30.11.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 30. nóvember 1988
Ingunn St. Svavarsdóttir oddviti í Prcsthólahrcppi: „Það verður leitað allra leiða til að koma
atvinnumálunum í rétt horf,“ segir oddvitinn, en fclagslífið er öflugt í héraðinu og segir Ingunn í
rauninni ótrúlegt hversu virkt fólkið sé varðandi þátttöku í margs konar félagslífi. Myndir: tlv
Einn af Ijósu punktunum í atvinnumálum á Kópaskeri er fiskeldið. Á þessari mynd eru bæki-
stöðvar Arlax á staðnum, en þeir Árlaxmenn hafa í hyggju að stórauka matfiskeldi á Kópa-
skeri á næstu árum.
Við höfum ekki hugsað okkur ai
- segir Ingunn St. Svavarsdc
Á síðasta ári lögðu 565 íbúar
við Öxarfjörð 270 milljónir
króna tii þjóðarbúsins. Þar af
voru hreinar gjaldeyristekjur
um 150 milljónir króna. Ef
deilt er í íbúafjöldann kemur í
ljós að hver einstaklingur hef-
ur lagt til tæplega hálfa milljón
króna í þjóðarbúið. „Þetta er
ekki svo lítið ef miðað er við
fólk í þéttbýli. Það er taliö að
ein fjölskylda í sveit útvegi
fimm fjölskyldum í þéttbýli
atvinnu,“ sagði Ingunn St.
Svavarsdóttir oddviti á Kópa-
skeri. Blaðamenn Dags komu
við á skrifstofu Presthóla-
hrepps á ferð um héraðið fyrir
skömmu og spjölluðu við hana
um mannlífið á staðnum.
Presthólahreppur hefur tals-
vert verið til umfjöllunar í fjöl-
miðlum undanfarið vegna bág-
borinnar stöðu rækjuvinnslunnar
Sæbliks, sem nú hefur verið Iýst
gjaldþrota. Sæblik er um sextán
ára gamalt fyrirtæki og sagði Ing-
unn málefni þess mjög alvarleg
nú. Hún benti hins vegar á að
margvíslegir möguleikar væru
fyrir hendi í héraðinu og nefndi
einkum fiskeldið í því sambandi.
ísno hf. í Kelduhverfi hefur verið
starfandi um nokkurra ára skeið
og hefur gengið vel, markviss
uppbygging hefur verið hjá fyrir-
tækinu. Þá má einnig nefna Silf-
urstjörnuna og Árlax, sem eru
ört vaxandi fyrirtæki á sviði
fiskeldis og Árlax hefur til að
mynda hug á að stórauka mat-
fiskeldi á Kópaskeri á næstu
árum.
150 milljónir í hreinar
gjaldeyristekjur
„Við höfum ekki hugsað okkur
að leggja árar í bát þótt móti
blási. Við ætlum að vinna okkur
út úr þessu erfiðleikatímabili; til
þess eru vandamálin að leysa
þau,“ sagði Ingunn.
Eins og áður sagði var heildar-
framleiðsluverðmæti héraðsins á
síðasta ári 270 milljónir, þar af
voru hreinar gjaldeyristekjur til
þjóðarbúsins frá íbúum við
Öxarfjörð um 150 milljónir
króna. Tekjur af laxeldi voru
tæplega 70 milljónir króna, af
rækjuvinnslu rúmlega 44 milljón-
ir og tekjur af fiski tæplega 21
milljón króna. Grásleppuhrogn
voru framleidd í héraðinu fyrir 13
milljónir króna og refaskinn fyrir
rúmlega 3 milljónir króna. Land-
búnaðarafurðir, kjötsöluverð-
mæti, gærur og ull voru framleidd
í héraðinu fyrir um 120 milljónir
króna. Af þessari upptalningu
má ljóst vera að héraðið hefur
lagt fram sinn skerf til þjóðarbús-
ins.
Dagvist fyrir aldraða
Á Kópaskeri er heilsugæslustöð
og þar hefur verið starfandi lækn-
ir í fjögur ár, en síðustu fimmtán
árin þar á undan var héraðinu
þjónað frá Húsavík. Læknirinn á
staðnum þjónar tveimur læknis-
héröðum, Raufarhafnarlæknis-
héraði og Kópaskerslæknishér-
aði. Apótek er á staðnum, en
það er útibú frá apótekinu á
Húsavík. Ingunn sagði að heilsu-
gæsluþátturinn væri í góðu lagi á
Kópaskeri.
Fyrir einu ári gaf aldraður
maður á Kópaskeri hreppnum
hús sitt með þeim skilyrðum að
þar risi dvalarheimili fyrir aldr-
aða. Er nú unnið af kappi við að
gera húsið tilbúið til þeirrar
starfsemi og eru lagfæringar að
komast á lokastig. Ingunn sagði
að fyrirhugað væri að í húsinu
yrði fyrst og fremst dagvist fyrir
aldraða og ef til vill svokölluð
hvíldardvöl sem er hugsuð til
skemmri tíma. Kvenfélagið á
staðnum, hreppurinn og Fram-
kvæmdasjóður aldraðra hafa um
það samvinnu að koma húsinu í
gagnið og hefur kvenfélagið lagt
fram eina milljón króna til verk-
efnisins og framkvæmdasjóður
aldraðra 650 þúsund krónur á
þessu ári. Ingunn sagði að kostn-
aður vegna viðgerða og breytinga
væri kominn í tvær og hálfa
milljón. „Það þurfti ýmislegt að \
gera til að færa húsið í það horf
sem æskilegt er undir starfsemi
af þessu tagi. En við erum ákaf-
lega stolt yfir þessu framtaki. Það
er brýn þörf fyrir starfsemi sem
þessa í héraðinu. Hlutfall aldr-
aðra er hér mjög hátt, ef ekki það
hæsta sem þekkist hjá sveitarfé-
lögum, yfir 16% íbúanna í
hreppnum eru eldri en 67 ára,“
sagði Ingunn og bætti við að von-
ir stæðu til að starfsemin kæmist
í gang fljótlega eftir áramótin.
Enn hefur ekki að fullu verið
gengið frá hvernig rekstrarfyrir-
komulaginu verður háttað, en
Ingunn sagði að það yrði gert í
Mikill tónlistaráhugi á Kópaskeri:
Flestir að læra á píanó og orgel
- spjallað við Elísabetu Hauge skólastjóra og Lydiu Huld Grímsdóttur nemanda
Á Kópaskeri er mikill áhugi
fyrir tónlist og þar hefur verið
starfandi tónlistarskóli frá
árinu 1979. Nú stunda tæplega
40 manns nám við tónlistar-
skólann og eru nemendur á
aldrinum frá 6 ára upp í 60 ára.
Tónlistarskólinn er starfræktur
í hinum skemmtilega skóla stað-
arins og þangað lögðu blaða-
menn Dags leið sína er þeir heim-
sóttu Kópasker um daginn.
Skólastjóri tónlistarskólans er
Elísabet Hauge og sagði hún að
tónlistaráhugi Kópaskersbúa
væri mikill og hefði farið vaxandi
á undanförnum árum. Alls
stunda 37 nemendur nám við
skólann í vetur og sagði Elísabet
það háa prósentu miðað við íbúa-
fjölda í hreppnum.
„Flestir eru að læra á píanó
eða orgel,“ sagði Elísabet, auk
þess sem nokkuð vinsælt er einn-
ig að læra á blokkflautu og gítar.
Elísabet hefur kennt við skólann
í þrjú ár, á undan henni hafa
Elísabet skólastjóri leiðbeinir Lydiu Huld við orgelið. Lydia er ákveðin í að halda áfram að læra að spila.
nokkrir komið við sögu, þar á
meðal tveir Bretar, en Elísabet er
frá Noregi. Tónlistarskólinn á
Kópaskeri starfar í náinni sam-
vinnu við Tónlistarskóla Húsa-
' víkur og hefur ætíð gert.
Nemendur í tónlistarskólanum
halda að jafnaði tvenna tónleika
á starfsárinu, aðra fyrir jólin og
hina að vori. Að auki hafa nem-
endur spilað á tilfallandi tón-
leikum, til dæmis í tengslum við
uppákomur í skólanum og í
sambandi við leikrit sem þar eru
sýnd.
Elísabet var að leiðbeina
Lydiu Huld Grímsdóttur þegar
blaðamenn heimsóttu skólann.
Lydia er á þriðja ári og er að læra
á orgel. „Það er gaman að kunna
að spila,“ sagði hún. Hún sagðist
spila sitt lítið af hverju, en þó lítið
af popplögum, sem kæmi samt
fyrir við tækifæri. „Ég er ákveðin
í að halda áfram að læra að
spila,“ sagði Lydia sem er 12 ára
gömul. mþþ