Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 16
Efnilegir myndlistarmenn
í Barnaskóla Akureyrar:
Friðardúfur Helgu
Rakelar munu fljuga
til Amenku
- mynd ellefu ára stúlku tekur þátt í
alþjóðlegri samkeppni um
friðarveggspjald Lionshreyfingarinnar
„Þetta var auðvitað dálítið
gaman,“ sagði Helga Rakel
Kristjánsdóttir, ellefu ára gam-
all nemandi í Barnaskóli Akur-
eyrar, en í gær fékk Helga
Rakel að vita að mynd sem
hún gerði hefði verið valin til
að taka þátt í alþjóðasam-
keppni um friðarveggspjald
fyrir Lionshreyfinguna. Ein
mynd var valin til að taka þátt
í keppninni fyrir íslands hönd
og varð mynd Helgu Rakelar
fyrir valinu.
Helga Rakel gerði mynd af
tveimur dúfum, önnur var brún
að lit og hin hvít, „þær voru
flæktar saman og ein var með
gaddavír og hin var með blóm,“
sagði hún þegar hún lýsti mynd-
efninu fyrir okkur í teiknistofu
Barnaskólans í gær. Epli falla
sjaldnast langt frá eikinni og
sagði Aðalsteinn Vestmann
myndmenntakennari Helgu að
hæfileikarnir væru í blóðinu.
Faðir hennar, Kristján Jóhanns-
son, kennir í Myndlistaskólanum
og móðir hennar, Anna G.
Torfadóttir hefur unnið í grafík.
Aðalsteinn sagðist að sjálf-
sögðu vera ánægður með fram-
mistöðu nemenda sinna, en eins
og mönnum ætti að vera í fersku
minni náði Axel Árnason, átta
ára nemandi við skólann langt í
teiknisamkeppni barna í tengsl-
um við Ólympiuleikana í Seoul.
Aðalsteinn sagði að krakkarnir
hefðu margir valið sér dúfur að
viðfangsefni og greinilegt að þær
væru tákn friðarins. Einnig hefðu
margir valið handabandið sem
yrkisefni í myndum sínum.
„Ég átti alls ekki von á að
vinna, þetta kom mér á óvart,“
sagði Helga Rakel, en var afar
ánægð með að mynd hennar
skyldi verða fyrir valinu.
Landinu er skipt upp í tvö
Lionsumdæmi og til að byrja með
voru valdar þrjár myndir í hvoru
þeirra. Síðan var valin ein mynd
úr hvoru umdæmi og í gær var til-
kynnt að mynd Helgu af dúfun-
um tveimur hefði borið sigur úr
býtum og færi áfram í alþjóðlegu
keppnina. mþþ
Helga Rakel Krístjánsdóttir með myndmenntakennaranum sínum, Aðal-
steini Vestmann, í teiknistofu Barnaskólans. Helga sagðist vera ánægð
með að friðardúfur sínar næðu að komast alla leið til Bandaríkjanna og
Aðalsteinn var líka ánægður með frammistöðu nemenda sinna. Mynd: tlv
Verðlaunamynd Helgu Rakelar.
Mynd: TLV
Möl og sandur hf. á Akureyri:
Nægileg verkeftii fyrirliggjandi
- tíðarfar hefur verið húsbyggjendum hagstætt í vetur
„Þetta er mjög svipað hjá okk-
ur núna og var í fyrra en við
náum ekki alveg sama steypu-
magni og þá. Það er nánast
steypt á hverjum degi,“ sagði
Hólmsteinn Hólmsteinsson,
forstjóri hjá Möl og sandi hf. á
Akureyri, þegar hann var
spurður um steinsteypufram-
leiðsluna, en tíðarfar hefur
undanfarið verið húsbyggjend-
um hagstætt.
Hólmsteinn sagði að mikið
væri um verkefni framundan ef
veðrátta héldist áfram eins góð
og hún hefur undanfarið verið.
Af stærri verkefnum í bænum
mætti helst nefna fjölbýlishús
Híbýlis hf. við Helgamagrastræti
og síðara fjölbýlishús aldraðra
við Víðilund, en það byggja
Fjölnismenn. Þá eru nokkrar
byggingar hálfkláraðar í bænum.
Möl og sandur hf. hefur með
höndum víðtæka starfsemi því
auk steinsteypuframleiðslu og
almennrar verktakastarfsemi
framleiðir fyrirtækið gangstéttar-
hellur, steypt rör, brunna, keilur,
hleðslusteina, húseiningar og
þakeiningar, svonefndar rifjaplöt-
ur. „Það er mikið framundan hjá
okkur á þessu sviði því við eigum
litlar birgðir en ætlum okkur að
eiga miklar birgðir næsta vor,
bæði af rörum, hellum og
hleðslusteinum,“ sagði Hólm-
steinn, en tíðarfarið í fyrra gerði
það að verkum að unnt var að
sinna steypuútkeyrslu nálega all-
an veturinn og lítið um að starfs-
menn steypustöðvarinnar hefðu
tíma til að vinna að framleiðsl-
unni á rörum og steinum. „Við
bjuggumst alltaf við því að
mennirnir færu í salina um leið
og snjórinn og frostið byrjuðu en
það varð lítið um slíkt. Þess
vegna voru birgðirnar litlar. En
það liggur mikið fyrir bæði í loft-
einingum og veggeiningum og við
eigum 2-3 mánaða vinnu fram-
undan þar,“ sagði Hólmsteinn
Hólmsteinsson. EHB
Við
að
Hugsanlegt að dómstólar úrskurði um
mörk Aðaldæla- og Reykjahrepps:
erum ekki æstir
fara í málaferli
- segir Dagur
Aðaldælingingar íhuga að leita
til dómstóla til að fá skorið úr
um legu marka Aðaldælahrepps
og Reykjahrepps. Málinu var
skotið til félagsmálaráðuneyt-
isins en það taldi ekki vera í
þess valdi að skera úr um
málið. Dagur Jóhannesson,
oddviti Aðaldælahrepps, segir
að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvort málinu
verði vísað til dómstóla. „Við
erum ekkert að flýta okkur.
Við erum ekki æstir að fara í
málaferli því að við eigum mik-
ið samstarf við Reykjahrepp
og hugsanlega verða þessi tvö
Jóhannesson oddviti Aðaldælahrepps
sveitarfélög sameinuð síðar
meir.“
Forsaga málsins er sú að mörk-
um tveggja jarða, Laxamýrar og
Núpa, sem áður lágu á hreppa-
mörkum, var breytt fyrir hundr-
að árum síðan. Með þessum
breytingum var litið svo á að
hreppamörkum hafi líka verið
breytt en Dagur Jóhannesson
segir að í raun hafi aldrei verið
formlega gengið frá þeirri marka-
hliðrun og nú sé vilji fyrir því af
hálfu Aðaldælinga að fá gömlu
hreppamörkin, sem reyndar eru
merkt inn á hin svokölluðu her-
foringjaráðskort, staðfest. „Við
teljum að hluti af Laxamýrar-
landi sé ennþá í Aðaldælahreppi
og að sú jörð tilheyri enn tveimur
hreppum," segir Dagur.
Samkvæmt núverandi skipan
mála koma gjöld af flugstöðvar-
húsinu við flugvöllinn í Aðaldal í
hlut Reykjahrepps. Dagur segir
að þar sé um að ræða 50-60 þús-
und krónur á ári. Flugstöðin er
hins vegar innan marka Aðal-
dælahrepps ef mið er tekið af
hreppamörkum sem giltu fyrir
100 árum síðan. Þá koma einnig í
hlut Reykjahrepps fasteignagjöld
af sumarbústöðum sem sam-
kvæmt fornu hreppamörkunum
ættu að renna í kassa Aðaldæla-
hrepps. óþh
Súlan
landar í
FaTeyjum
Krossanesverksmiðjan hefur
ekki getað tekið á móti loðnu
frá því á sunnudag en þá fylltist
þróarrými hennar. Súlan EA,
Þórður Jónasson EA og Örn
KE hafa því þurft að landa hjá
öðrum loöubræðslum.
Á sunnudaginn landaði Súlan
EA 300 um 800 tonnum í Krossa-
nesi. Þórður Jónasson EA 350
landaði tæpum 700 tonnum sama
dag hjá verksmiðjunni og
Eyborgin frá Hrísey landaði
nokkru magni af síld til bræðslu.
Þetta þýddi að verksmiðjan lok-
aði fyrir móttöku í bili en afkasta-
geta hennar mun vera um 400
tonn á sólarhring.
Súlan EA sigldi í gær til Fær-
eyja með fullfermi af loðnu.
Þórður Jónasson EA landaði full-
fermi á Seyðisfirði í gær og Örn
KE 13 landaði í Bolungarvík á
mánudaginn. Loðnan hefur
undanfarna daga mokveiðst
norður af Langanesgrunni. EHB
Egilsstaðir:
Áhyggjur af
atvinnuástandi
kvenna
Yfirleitt er nokkuð gott atvinnu-
ástand á Egilsstöðum um þess-
ar mundir, fyrir utan það, að
nokkrar áhyggjur eru vegna
ástands í atvinnumálum ófag-
lærðra verkakvenna.
Sigurður Símonarson bæjar-
stjóri, sagði þá helst hafa verið í
vandræðum með þennan hóp.
„Það er lítið af atvinnutækifærum
fyrir hann, sérstaklega eftir að
við misstum prjónastofuna
Dyngju sem veitti um 20 konum
störf. Vinna við sláturhús er
tímabundin auk þess sem fé hér
hefur fækkað verulega og vinna í
sláturhúsum því dregist enn
meira saman. Þetta lendir allt á
sama hópnum; sömu konunum."
í byggíngariðnaði virðist enn
vera nóg að gera og yfir verktaka-
starfsemi þarf ekki að kvarta.
VG
Smábátar:
Þokkaleg
aflabrögð
Smábátasjómenn á Norður-
landi hafa víðast hvar veitt
þokkalega á línu að undan-
förnu, en þó kvarta þeir yfir
því hve fiskurinn er smár. Af
þeim sökum hefur þurft að
grípa til lokana á miðunum,
t.a.m. á Grímseyjarsundi.
Örn Pálsson hjá Landssam-
bandi smábátaeigenda sagðist
ekki hafa nýjar tölur um afla
smábáta en af fréttum frá sjó-
mönnum mætti ráða að aflinn
hefði verið allþokkalegur á Norð-
urlandi upp á síökastið, sérstak-
lega á línu. SS