Dagur - 06.12.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. desember 1988_____________232. tölublað
Smóking
Kjólföt
HERRADEILD
V.
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sfmi 23599^
18
dagar til jóla
Veður og færð:
Jólasnjórinn
ekkikominn
til að vera
- hlýindi framundan
„Nei, þið eruð ekki búin að
fá jólasnjóinn,“ sagði Eyjólf-
ur Þorbjörnsson veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofunni þeg-
ar við töluðum við hann í
gær. Desembersnjórinn
staldrar stutt við að þessu
sinni og bjóst Eyjólfur við að
hann hyrfi að mestu í dag.
Samkvæmt veðurspánni verð-
ur sú breyting á, að sunnanáttin
verður ríkjandi í dag og hlýnar
þá töluvert í veðri. Hitinn verð-
ur á bilinu 4-7 stig næsta sólar-
hringinn, en úr því fer að kólna.
„Það verður samt ekki mikið,“
sagði Eyjólfur. Á miövikudag
birtir upp á ný, en Eyjólfur
sagði að búast inætti við ein-
hverri vætu. Suðvestan og vest-
an átt verður í aðalhlutverki
fram í vikuna.
Aliir vegir á Norðurlandi eru
færir, samkvæmt upplýsingum
sem fengust hjá vegaeftirlitinu.
Á stöku stað var verið að
hreinsa vegi, en engar sögur
fóru af umtalsverðum snjó.
Veður út með Eyjafirði var þó
slæmt, og í gær var ekki vitað
hvort fært var yfir Múlann, þar
sem eftirlitsmenn höfðu vegna
veðurs ekki athugað aðstæður
þar. mþþ
Þórshöfn:
Súlnafell
reyndist vel
með nýrri vél
- aíli hins vegar tregur
Súlnafell ÞH-361, annar
togara Útgerðarfélags Norð-
ur-Þingeyinga á Þórshöfn,
hélt til veiða 11. nóvember
eftir vélaskipti og reyndist
skipið mjög vel. Það kom að
landi sl. föstudag ineð 42
tonn, en afli hefur verið
tregur, bæði hjá Súlnafelli og
Stakfelli.
Kvóti skipanpa á að endast
fram að áramótum. Þorskkvót-
inn er að vísu á þroturn þannig
að útlit er fyrir skrap á næst-
unni. „Maður getur hins vegar
ekki gengið að ýsu og öðrum
tegundum. Þær cru teknar með
öðru. Sala á karfa er hreinlega
ekki fyrir hendi eins og er og
því greinilegt að það er þorsk-
urinn sem gildir,“ sagði Hrafn
Ingimundarson hjá ÚNÞ.
Hann sagði að aflabrögð
hefðu verið góð hjá línubátum
að undanförnu og væri það
kærkomin uppbót á sumarið,
sem hefði verið magurt hjá bát-
um og trillum. Að lokum gat
hann þess að jólalegt hefði ver-
ið um að litast á Þórshöfn sl.
þriöjudag. Nýfallinn snjór og
skínandi jólaljós um allan
bæinn. SS
Víðir Trausti frá Hauganesi fiskar grimmt fyrir Útnes á Kópaskeri:
Akureyri:
400 böm á
biðlista
- eftir dagheimilis- eða
leikskólaplássi
Um 400 börn eru nú á biðlista
eftir dagheimilis- eða leikskóla-
plássi á Akureyri, þar af er um
þriðjungur börn undir tveggja
ára aldri. Helmingur barn-
anna, þ.e. um 200 eru búsett
utan Glerár og hinn helming-
urinn sunnan ár. Flest eru
börnin sem bíða á aldrinum 2-3
ára gömul.
Sigríður M. Jóhannsdóttir dag-
vistarfulltrúi Akureyrarbæjar
segir að eins og staðan sé í dag
verði engin breyting á biðlistan-
um þar sem nýjar dagvistir séu
ekki á döfinni á næstunni.
Fyrirhugað er að hverfisfóstra
taki til starfa á svæðinu sunnan
Glerár og vantar fóstru í þá
stöðu. Sigríður segir að enn vanti
10 fóstrur til starfa í bænum, en
dagvistirnar séu þó ágætlega
mannaðar í það heila. Hins vegar
megi lítið út af bregða svo ekki
skapist vandræðaástand. mþþ
Ágæt
loðnuveiði
Ágæf veiði hefur verið undan-
farna daga á loðnumiðunum
og höfðu mörg skip fengið full-
fermi þrátt fyrir brælu í gær og
á sunnudag.
Súlan EA 300 landaði 780
tonnum í Krossanesi í gærkvöld.
Þórður Jónasson landaði 600
tonnum á sunnudag, einnig í
Krossanesi, og Björg Jónsdóttir
frá Húsavík landaði 540 tonnum
á Þórshöfn. Örn KE 13 hefur
ekki verið á veiðum undanfarna
daga.
Loðnuskipin hafa haldið sig
norðaustur af Vopnafjarðar-
grunni undanfarna sólarhringa.
Spáð er batnandi veðri á miðun-
um. EHB
Það er stíft staðin vaktin þessa
dagana hjá þeim Útnesmönn-
um á Kópaskeri. Víðir Trausti,
65 tonna bátur frá Hauganesi,
hefur séð fiskverkuninni
Útnesi fyrir hráefni frá miðjum
nóvember og gert það heldur
betur gott. I 14 róðrum hefur
báturinn fengið um 85 tonn
eða að jafnaði rúm 6 tonn í
róðri. Víðir Trausti er á línu og
sér starfsfólk Útness um að
beita og gera bátinn kláran fyr-
ir hvern róður.
Hjá Útnesi vinna nú yfir 20
manns. Frá því að Víðir Trausti
byrjaði að leggja upp hjá fyrir-
tækinu hefur verið unnið upp á
hvern einasta dag að einum sunnu-
degi undánskildum. Menn hafa
þurft að haga seglum eftir vindi
með vinnu og unnið þegar á hef-
ur þurft að halda. Næturvinna
hefur verið mikil því gert er að
aflanum strax og hann berst á
land. Víðir Trausti landar á
hverjum degi einhvern tímann
frá kl. 17-21.
Auðun Benediktsson hjá
Útnesi segir að til að byrja með
hafi verið vissir erfiðleikar með
beitinguna, hún hafi gengið seint
sökum ónógrar þjálfunar beiting-
arfólksins. Að jafnaði starfa 5-6
menn við beitinguna, þar af eru 2
konur. Vinna hefst klukkan fimm
á morgnana og oft er beitt fram
undir kvöldmat. Auðun segist
hafa sjálfur gripið í beitinguna
svona rétt til þess að rifja upp
gamlar góðar stundir en hann
vann við beitingu í Vestmanna-
eyjum 11 vertíðir samfleytt hér á
árum áður. „Þá komst ég niður í
29 mínútur með balann en nú má
ég þakka fyrir að hafa hann á
klukkutíma,“ segir Auðun.
Hilmir Sigurðsson hjá Trausta
hf., sem gerir út Víði Trausta,
segir að Útnesmönnum hafi verið
boðinn afli bátsins vegna þess að
á Hauganesi hafi ekki verið næg-
ur mannskapur til að vinna við
fiskverkun og beitingu. Hann
segir að vissulega hefðu eigendur
bátsins frekast viljað leggja upp á
Hauganesi og verka sjálfir aflann
en þess hefði einfaldlega ekki
verið kostur sökum manneklu.
Fastlega má gera ráð fyrir
áframhaldandi vinnutörn hjá
Útnesi til jóla. Hvað verður uppi
á teningnum á nýju ári er ekki
ljóst á þessari stundu en Auðun
Benediktsson kvaðst vongóður
um framhaldið. óþh
Jólasnjórinn sem kætti Norðlendinga í gærmorgun mun ekki endast lengi.
Mynd: TLV
Beitingarjaxlar rifja upp handtökin