Dagur - 06.12.1988, Síða 4

Dagur - 06.12.1988, Síða 4
c -■ flUí/i4Ö — í 19C«fffS29b ,3 4 - DAGUR - 6. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÚMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Niðurskurður kostnaðarliða Neyðarástand er að skapast í undirstöðu- atvinnugreinunum. Fyrir helgi var kynnt skýrsla um afkomu 30 fyrirtækja í sjávarútvegi fyrstu níu mánuði þessa árs og hún sýnir að ^taðan er miklu verri en almennt var talið. Mikill fjöldi þessara fyrirtækja er með svo afleita rekstrarstöðu að gjaldþrot eða nauða- samningar virðast eina lausnin. Ef fram heldur sem horfir stefnir atvinnugreinin í heild hraðbyri í nei- kvæða eiginfjárstöðu og gjaldþrot. Á sama tíma berast fréttir af því að þau fyrirtæki sem rekin eru með hagnaði um þessar mundir - og það umtalsverðum - séu peningastofnanir, svo sem bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og fjárfesting- arlánasjóðir. Þá er afkoma tryggingafélaganna með miklum ágætum. Það er umhugsunarvert fyrir ráða- menn þjóðarinnar og reyndar landsmenn alla hvílík öfugþróun hefur átt sér stað í atvinnu- og efnahagslíf- inu síðustu misserin. Þjónustustarfsemi af ýmsum toga, sem aldrei getur orðið annað en aukabúgrein í þjóðarbúskapnum, blómstrar á kostnað grundvallar- atvinnuveganna. Augu manna eru nú smám saman að opnast fyrir því að spilaborgin hrynur til grunna ef undirstöðurnar bresta. Þær hafa sjaldan verið nær því en nú. Frekari efnahagsráðstafanir þola enga bið. Þær mega þó ekki felast í því að gengið verði fellt einn ganginn enn. Gengisfelling leysir ekki þann vanda sem við er að etja nú. Gengið hefur þegar verið fellt um 20% á árinu án þess að bæta stöðu útflutnings- greinanna svo nokkru nemi. Öllum er þó ljóst að raun- gengi krónunnar er allt of hátt, en það má lækka með öðrum ráðum en gengisfellingu. Raungengi er ekkert annað en samheiti yfir alla kostnaðarliði útflutnings fyrirtækjanna. Þegar raungengið er of hátt þarf annað hvort að auka tekjurnar eða lækka kostnaðinn. Tekj- urnar verða' ekki auknar um sinn með öðrum ráðum en gengisfellingu. Gengisfelling hefur verðbólguhvetj- andi áhrif og hefur ekki komið að tilætluðum notum á undanförnum árum. Síðari leiðin, þ.e. að lækka kostn- aðinn, er því mun betri í stöðinni og reyndar sú eina sem er fær. Fjármagnskostnaður er sá þáttur í rekstri fyrirtækja sem verst hefur leikið þau að undanförnu. Hann þarf að lækka með öllum tiltækum ráðum. Einnig er ljóst að launakostnaður er allt of hár. í skýrslu frá Þjóðhags- stofnun kemur fram að hlutfall launa af þjóðartekjum er áætlað 72,3% á íslandi í ár, en á Norðurlöndum og í Bretlandi er þetta hlutfall 61-67%. Þennan kostnað þarf að lækka. Þá er ekki átt við að lækka þurfi lægstu laun ellegar þau laun sem greidd eru samkvæmt kjara- samningum. Hins vegar þarf að skera niður yfirborg- anirnar, sem víða eru ótrúlega miklar. Undirstöðu- atvinnuvegirnir standa einfaldlega ekki undir þeim. Kjaraskerðing er því óumflýjanleg. Rétt er að undirstrika það að þær aðgerðir, sem grípa þarf til hjá fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækjum, eru ekki síður nauðsynlegar í öðrum atvinnurekstri. Þær eru einungis brýnni hjá útflutningsfyrirtækjum, þar sem þau hafa ekki getað velt kostnaðinum út í verðlagið. Sérhvert fyrirtæki í landinu þarf að skera niður rekstrarkostnaðinn. Sá niðurskurður er víða hafinn. BB. i viðtal dagsins Sem kunnugt er eignaðist Ungmennafélagið Tindastóll lið í úrvalsdeild.körfuboltans í fyrsta skipti nú í vetur í sögu félagsins. Árangur liðs- ins það sem af er, 3 sigrar af 16 leikjum, verður að teljast ágætur, svo ekki sé minnst á þá leiki sem tapast hafa naumlega. Valur Ingimund- arson, hinn leikreyndi og þekkti körfuboltamaður úr Njarðvíkunum, þjálfar Tindastól og leikur jafnframt með liðinu. Blaðamaður Dags fór á stúfana fyrir helgi og leitaði Val uppi til að fá hann í smá spjall. Valur Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður Tindastóls í körfubolta við máln- ingarvinnu sína. „Á alveg eins von á því að vera héma áfram, en.. 44 - rætt við málarann, landsliðsmanninn í körfubolta, þjálfara og leikmann Tindastóls, Val Ingimundarson fannst, eftir ekki mikla leit, þar sem hann var við vinnu sína hjá málarameisturunum Þórarni Thorlacius og Alberti Þórðarsyni Sauðár- króki. Valur var truflaður við málningarvinnu sína og fékkst hann til að svara nokkrum spurningum. Fyrst var hann spurður um árang- ur liðsins það sem af er vetri. »Ég er ekkert óskaplega svekktur yfir honum, miðað við hvernig sumir leikir hafa farið. Við höfum verið mjög nálægt sigri í sex leikjum, tapað með 3-4 stiga mun. Gæfan hefur ekki ver- ið okkur hliðholl það sem af er. Ég er náttúrlega ekkert ánægður með þetta, heldur ekki óánægð- ur, svona mitt á milli.“ - Hvað er það sem þér hefur helst fundist vanta upp á hjá lið- inu? „Það sem oft hefur gert útslag- ið er lokakaflarnir í leikjunum. Við höfum mikið keyrt leikina bara á sjö mönnum, þannig að það hefur verið komin þreyta í menn undir lokin og við misst dampinn." - Hver finnst þér hafa verið besti leikurinn hjá ykkur? „Tvímælalaust leikurinn gegn Keflavík hérna heima, þegar við unnum þá með níu stigum. Ég átti ekki von á að við myndum sigra í þeim leik. Við erum búnir að eiga mjög góða leiki, þó að við höfum ekki náð að vinna. Það sem okkur vantar svo mikið er meiri hæð í liðið, við erum með langminnsta liðið í deildinni og það munar rosalega mikið um það.“ - Með hvaða leiki hefur þú orðið fyrir mestum vonbrigðum? „Allir leikirnir þrír fyrir sunn- an á Suðurnesjunum hafa verið mjög lélegir hjá okkur. Við náð- um okkur aldrei á strik í þeim leikjum, einnig í leikjunum hérna heima á móti IR og Grindavík. Það voru leikir sem við áttum alveg eins að geta unnið, en okkur vantaði allan vilja í bæði skiptin.“ - Þú sagðir að lítil hæð liðsins væri helsti veikleikinn. Hvað með styrkleika liðsins? „Það sem er jákvæðast við lið- ið er að í því er mjög góður andi, góður mórall. Það er mjög vel staðið á bak við liðið, bæði hjá stjórn deildarinnar og áhorfend- um. Það er svolítið erfitt að segja um körfuboltastyrk liðsins, það er auðvitað mjög mikil barátta í leikmönnum." - Nú ert þú búinn að spila lengi í úrvalsdeild körfuboltans. Hvernig finnst þér sá körfubolti sem hefur verið sýndur í deild- inni í vetur? „Breiddin í flestum liðum er orðin mun meiri heldur en var, einnig eru komnir stærri leik- menn. Körfuboltinn hefur verið svipaður og mörg undanfarin ár, hvorki betri né verri. Tindastóll er ekkert að koma inn í deildina þegar hún hefur verið eitthvað slakari en áður, alls ekki.“ - Hvernig finnst þér dómgæsl- an hafa verið í vetur? „Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi verið slök. Það eru auðvitað komnir margir nýir inn í þetta og það er svo mikið misræmi í dómgæsl- unni. Það eru hlutir í þessum leik sem þú mátt gera, en ekki í þeim næsta. Misræmið er alveg rosa- legt og það bara bitnar á liðun- um, þú getur ekkert stílað upp á gera einhvern hlut því að þú get- ur fengið dæmt á þig í einum leik og síðan ekki í þeim næsta. Það stendur nú til að fá útlending eftir áramót til að dæma leiki og halda námskeið og segja mönnum til. Það verður vonandi til bóta.“ - Nú er það stigalægsta liðið sem fellur beint í 1. deild og það næst stigalægsta leikur við næst- efsta lið 1. deildar um sæti í úrvalsdeild. Er einhver von á að Tindastóll verði þarna á meðal? „Nei, það er engin von á því. Við vonum að við vinnum fleiri leiki eftir áramót, upp á síðkastið hefur verið mikil þreyta í liðinu, leikjaprógrammið er stíft og það eru mikið til sömu mennirnir sem spila. En mér líst mjög vel á það keppnisfyrirkomulag sem komið var á í vetur í deildinni." - Nú hefur þú æft af kappi með landsliðinu. Hver verða verkefni þess í þessum mánuði? „Við förum út núna 9. desem- ber nk. til London og spilum þar tvo leiki. Svo förum við til Möltu og spilum þar á 8 liða móti, frá 12. til 21. desember. Ég hef mætt á allar æfingar landsliðsins í vetur, einu sinni í viku, og hef því oft þurft að fljúga suður. Þetta hefur verið svolítið þreyt- andi, æfingarnar hafa verið á föstudagskvöldum, svo flogið eld- snemma á laugardagsmorgnum úr Reykjavík norður á Akureyri, keyrt síðan hingað á Krókinn og verið mættur á æfingu með Tinda- stól kl. 2 um daginn.“ - Nú er Tindastóll með 6 stig í deildinni. Hvað verður liðið með mörg stig þegar upp er staðið? „Alla vega önnur sex stig. Við stefnum á sigur gegn ÍS og Þór og síðan er ekkert hægt að segja til um aðra leiki. Best væri auðvitað að ná 20 stigum úr þeim 10 leikj- um sem eftir eru, það þýðir ekk- ert annað en að stefna á það.“ - Svona að lokum Valur, ertu ánægður á Króknum? „Já, já, það er ágætt að vera hérna, alla vega upp á körfubolta að gera, enda er ég eingöngu hérna út af honum. Það er mikill áhugi hérna fyrir körfunni, búin að vera mjög góð aðsókn á leiki en það hefði verið skemmtilegra að geta unnið fleiri leiki á heima- vellinum, en það kemur allt. Lið eins og Tindastóll, þar sem ekki eru margir leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeildinni, festir sig ekki í sessi á einu ári, það þarf að öðlast meiri reynslu og bara kynnast deildinni. Ef leikmenn æfa af krafti, og ekki síður yfir. sumarið, þá verður gjörbreytt lið næsta ár. Ég á alveg eins von á því að vera hérna áfram, en ekki sem þjálfari.“ -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.