Dagur


Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 5

Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 5
6. desember 1988 - DAGUR - 5 jf bœndur & búfé J Byggingastofiiun landbúnaðar- ins er í stöðugrí þróun - Eðli verkbeiðna hefur breyst mikið Byggingayfirvöld hafa víðs veg- ar aukið mjög kröfur sínar til teikninga húsa og láta sér ekki duga sá frágangur sem leyfðist fyrir nokkrum árum. Kröfur byggjenda sjálfra hafa einnig aukist svo mun meira verk liggur að baki hverri teikningu nú en áður. Byggingastofnun landbúnaðar- ins sem þjónar bændum á þessu sviði á upphaf sitt í Teiknistofu Byggingar- og landnámssjóðs. Fyrstu teikningarnar voru sendar út í mars 1929 og urðu þær um tuttugu talsins það ár. Nokkrar nafnabreytingar urðu á stofnun- inni, en það er ekki fyrr en 1971 sem hún fær nafnið Bygginga- stofnun landbúnaðarins. Áður hafði hún borið nafnið Teikni- stofa Búnaðarbankans og síðar Teiknistofa landbúnaðarins. Frá ársbyrjun 1972 hefur Gunnar M. Jónasson gegnt starfi forstöðu- manns. Tölvuvætt upplýsingakerfi í allmörg ár hefur verið búist við að drægi úr getu bænda til fram- kvæmda, en það hefur ekki orðið hvað varðar fjölda verkbeiðna því hann hefur ekki minnkað sem neinu nemur. Þróunin er sú að meira er nú um breytingar, hag- ræðingar, stækkanir og þess hátt- ar en minna um heilar, nýjar ein- ingar. Tímafrekara er að vinna að teikningum fyrir breytingar en nýbyggingar og miðað við fjölda verka og umfang er stofnunin mjög undirmönnuð. Frá 1980 hefur verið mjög mik- il vinna lögð í þróun á íoðdýra- húsum og það svo að margt ann- að hefur orðið að sitja á hakan- um. Það sést á því að 1987 var byggt yfir 31.650 minkalæður í landinu en aðeins 1.640 kindur. Árið 1978 var hins vegar byggt yfir 23.860 kindur en enga minkalæðu. Byggingastofnunin átti aðild að svokölluðum húsa- hópi sem var rannsóknarhópur unt húsvist loðdýra ásamt Búnað- arfélagi íslands, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og Sambandi ísl. loðdýraræktenda. Kröfur um alls kyns upplýsing- ar frá BL fara hraðvaxandi og stöðugt koma fyrirspurnir allt frá stjórnvöldum til einstakra manna. Svo virðist sem tilfinnan- legur skortur sé á áreiðanlegri vitneskju í þjóðféiaginu um fjár- festingu og byggingar í sveitum. Stofnunin hefur þó hafið undir- búning að því að hefjast handa við skipulagningu upplýsinga- kerfis í tölvu og skráningar inn í það og getur það komið til með að leysa þennan vanda sé hægt að koma þessu við. íslenskur byggingarstíll Segja má að útihús hér á landi séu vandaðri en víða í nágranna- löndunum vegna þess að þau verða að þola mun verra veðurfar og standast venjulega jarð- skjálfta. Þau endast vel, en aldursmörk fjárhúsa hér á landi er talið 35 ár og fjósa 30 ár. Síðan geta þau enst miklu lengur séu þau gerð upp, en það getur kost- að allt að 70-80% af nývirði og spyrja þá margir hvort ekki borgi sig að byggja nýtt. Vegna þess hve okkar útihús eru vönduð kosta þau mun meira en í löndum sem hafa mildara loftslag. Þetta á ekki síst við um loðdýrahús sem eru mun dýrari hér en á Norður- löndunum þar sem þau eru raun- Umsjón: Atli Vigfússon ar bara þak. Timbur hér á landi er líka dýrara, en í timburfram- leiðslulöndunum er sá efniviður mun meira notaður því hann er ódýr. Stíll íslenskra útihúsa er sér- stæður að því leyti að hann á sér enga sérstaka erlenda fyrirmynd þó svo að nokkurt samband sé haft við erlenda aðila. Þetta má kalla „íslenskan arkitektúr," sem hefur verið að þróast smátt og smátt síðustu áratugina. Samskipti við aðrar stofn- anir, innanlands og utan Forstöðumaður BL hefur verið félagi í CIGR (Commission Int- ernationale du Genie Rural), í um áratug og á sæti í stjórnar- nefnd þeirra sem fulltrúi Islands. Þetta eru alþjóðleg samtök vís- indamanna í hinum ýmsu grein- um landbúnaðar og hafa aðsetur í París. Ekki hefur verið talið fært að fara á nema einn stjórn- arfund á öllum þessum tíma. Þarna hittast og starfa færustu menn í hverri grein og því mikill akkur í að eiga við þá persónuleg samskipti. í samtökum norrænna land- búnaðarvísindamanna NJF (Nor- disk Jordbruksteknisk Forening) eiga sæti Gunnar Jónasson og Sigurður Sigvaldason. Nokkurt starf hefur BL innt af hendi á umliðnum árum, m.a. hefur Sigurður starfað að nýjum álags- reglum fyrir landbúnaðarbygg- ingar og Gunnar hefur átt sæti í samnorrænum vinnuhópi á veg- um samtakanna. Forstöðumaður BL var boðað- ur á fund á vegum NEJS (Nor- disk Embedsmanskomite for Jord- og Skovsspörsmal) sem heyrir undir Norðurlandaráð. Fundurinn var í Danmörku og var haldinn til undirbúnings að hugsanlegri stofnun norræns rannsóknarráðs í landbúnaðar- fræðum. Enn er verið að ræða þessa hugmynd, en í framhaldi af fundinum var forstöðumaður skipaður í vinnuhóp ásamt einum aðila frá hverju hinna Norður- landanna, til að útbúa samnor- rænar reglur fyrir landbúnaðar- byggingar. Sú vinna hófst fyrir alvöru í byrjun þessa árs. Samvinna hefur verið um langt skeið við Rala (Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins) og BL á fulltrúa í Ráðgjafanefnd Rann- sóknarstofnunar byggingariðnað- arins. Það er meginvandamál BL hversu litlu er varið til rannsókna á landbúnaðarbyggingum sér- staklega og tóm til skipulegra rannsókna gefst lítið. Það er skoðun Gunnars M. Jónassonar forstöðumanns BL að rannsóknir á húsakosti og sambandi dýra og húsa þyrftu að vera miklu meiri. Tafla I Fjöldi fjósa sem Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur lánað út á að einhverju eða öllu leyti árin 1975-1987. Ár Fjöldi Básafjöldi Meðalstærð 1975 46 1.384 30,1 1976 47 1.422 30,3 1977 39 1.320 33,9 1978 36 890 24,7 1979 17 455 26,8 1980 16 350 21,9 1981 20 508 25,4 1982 21 505 24,0 1983 26 579 22,3 1984 23 774 33,6 1985 31 741 23,9 1986 22 504 22,9 1987 17 416 24,5 Tafla II Fjöldi fjárhúsa sem Stofnlána- deild landbúnaðarins hefur lánað út á að einhverj u eða öllu leyti 1975-1988. Ár Fjöldi Fjárfjöldi Meðalstærð 1975 75 19.885 265 1976 69 19.995 290 1977 69 20.245 293 1978 72 23.860 331 1979 46 14.240 310 1980 36 11.740 326 1981 34 9.185 270 1982 27 8.910 330 1983 31 10.190 329 1984 18 6.400 355 1985 18 6.440 358 1986 10 2.765 276 1987 6 1.640 273 1988 3 672 224 Bflar tíl sölu Spacewagon 2000 4WD, árgerð 1987, ekinn 27 þ. km. Skoda 130 GL, árgerð 1988, ekinn 4.000 km. Draupnisgötu. Sími 22255. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Símaskráin 1989 Tilkynning til símnotenda Breytingar í símaskrá 1989 þurfa að berast fyrir 15. desember n.k. Nota má eyðublaðið á bls. 817 í núgildandi símaskrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár. SkáiafeU, Auglýsing um lausar íbúðarhúsalóðir Búðarfjara: 5 einbýlishúsalóðir. Einnar hæðar hús með nýtanlegu risi. Hafnarstræti: 1 lóð fyrir tveggja hæða einbýlis- hús. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar 15. júní 1989. Bogasíða: 2 lóðir fyrir einnar hæðar raðhús, 4 íbúðir og 3 íbúðir. Þessar lóðir eru byggingarhæfar. Upplýsingar um þessar lóðir og aðrar lausar lóðir eru veittar á skrifstofu byggingafulltrúa Akureyr’- ar, Geislagötu 9, á viðtalstíma kl. 10.30-12.00. Umsóknarfrestur er til 16. 12. 1988. Akureyri 02. 12. 1988, Byggingafulltrúi Akureyrar. Laufabrauð * Laufabrauð Erum farin að taka niður pantanir í okkar vinsæla iaufabrauð. Athugid að panta tímanlega, það er allra hagur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.