Dagur - 06.12.1988, Side 14

Dagur - 06.12.1988, Side 14
14 - DAGUR - 6. desember 1988 Vinningstölur 3. desember 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 5.604.166.- 5 tölur réttar kr. 2.580.206.- Skiptist á milli 2ja vinningshafa kr. 1.290.103.- á mann. Bónustala + 4 tölur réttar kr. 448.162.- Skiptist á milli 13 vinningshafa kr. 34.474.- á mann. 4 tölur réttar kr. 772.920.- Skiptist á milli 180 vinningshafa kr. 4.294,- á mann. 3 tölur réttar kr. 1.802.878.- Skiptist á milli 5.599 vinningshafa kr. 322,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. * Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Skrifstofutækni Markmið með náminu er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofum. Megináhersla lögð á viðskipta- greinar og notkun tölvu. ★ Almenn tölvufræði ★ Stýrikerfi ★ Töflureiknar og áætlanagerð ★ Gagnasafnsfræði ★ Tölvufjarskipti ★ íslenska ★ Bókfærsla Ath. Nú er nær fullbókað á janúarnám- skeið. Innritun lýkur 9. desember. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 • Sími 27899. ★ Tölvubókhald ★ Verslunarreikningur ★ Toll- og verðútreikningar ★ Innflutningur ★ Stjórnun og mannleg samskipti ★ Viðskiptaenska ★ Almenn skrifstofutækni Siglingasaga Sjómannadagsráðs - 50 ára afmælissaga Sjómannadagsráðs komin út Ut er komin bókin Siglingasaga Sjómannadagsráðs, eftir Ásgeir Jakobsson. í bókinni er rakin 50 ára saga Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði í máli og myndum. Bókin er mikil að vöxtum, um 500 bls. og prýdd á annað hundrað mynda. Bókinni er skipt í fimm hluta: I. hluti fjallar um aðdragandann og fyrsta Sjómannadaginn, II. hluti segir frá árunum 1939 til 1961, þegar 23 ára formannstíma Henrys Hálfdanssonar lýkur. Þá tekur við formannstími Péturs Sigurðssonar, sem enn stendur, að undanskildu einu ári, 1961-2, og þar hefst III. hlutinn. IV. hlut- inn hefst þegar Hrafnista í Hafn- arfirði er vígð 1977 og þar er yfir- lit um öll fyrirtæki Sjómanna- dagsráðs sem nú eru í gangi: Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði, orlofshúsahverfi í Hraunkoti í Grímsnesi, Laugar- ásbíó, Happdrætti DAS og Sjó- mannadagshaldið sjálft. í V. hluta eru síðan skrár um vinn- ingshafa á Sjómannadaginn, alla þá sem heiðraðir hafa verið, þá sem hlotið hafa afreksverðlaun dagsins og loks fulltrúatal Sjó- mannadagsráðs í 50 ár. Inn í þessa frásögn alla er blandað sjávarútvegssögu tíma- bilsins, einkum að því leyti, sem breytingar í sókn og úthaldi skipa hafa haft áhrif á sögu Sjómanna- dagsins og sjómannslífið. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Siglingasaga Sjómanna- dagsráðs er loftsiglingarsaga. Þeir tóku stefnuna á loftsýn. í stað þess að eyðast eins og loft- sýnir hafa náttúru til, þegar farið er að eltast við þær, þéttist þessi og varð æ skýrari eftir því sem þeir reru lengur með stefnuna á hana. 'Loftsýnir eiga það líka til að verða jarðlægar, ef menn trúa nógu sterkt á þær og þessi varð jarðlæg, kastalabygging, sem veitir 600 gamalmennum skjól í ellinni. En það gekk mikið á áður en það varð, mikill veltingurinn og ágjöfin og stundum vildi einn rifa seglin, þegar annar vildi hækka. Menn halda að þessi loftsigling nokkurra sjómanna sé séríslenskt fyrirbæri. Slík sigling sé ekki þekkt með sjómönnum annarra þjóða.“ Það er Fulltrúaráð Sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnar- firði sem gefur bókina út en öll- um ágóða af sölu hennar verður varið til greiðslu kostnaðar við nýendurreistan minnisvarða „Óþekkta sjómannsins." Þetta er tvímælalaust jólagjöf sjómanns- ins í ár. Allur ágóði af sölu bókarinnar „Siglingasaga Sjómannadagsráðs“ rennur til minnisvarðar „Óþekkta sjómannsins.“ Nafiiabrengl Ranglega var farið með nafn eins af eigendum líkamsræktarstöðv- arinnar „Flott form“ í blaðinu nýverið. Hann var sagður heita Hermann Sigtryggsson en rétt nafn hans er hins vegar Gunnar Sigtryggsson. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.