Dagur


Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 15

Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 15
Umræður á Alþingi um sjávarútvegsskóla: Skólakerfinu ekki treystandi fyrir sjávarútvegsfræðslunni? - burðarás í Háskólanum á Akureyri eða enn einn framhaldsskólinn í skólaborginni Reykjavík? „Ég sé fyrir mér að til verði samfellt fræðslukerfi í sjávar- útvegi á Islandi þar sem tekin eru inn námskeiðin, vinnu- staðirnir, grunnskólarnir, fram- haldsskólarnir, endurmennt- unarkerfi og háskóli. Að mínu mati er það eitt brýnasta verk- efni menntamála í þessu landi að endurvekja hina gömlu hugsjón sem lá að baki alþýðu- fræðslunni á íslandi því ég hef verulegar áhyggjur af þróun menntamála í landinu. Ég hef áhyggjur af því unga fólki sem dettur út úr skólakerfinu og á ekki leið inn í það aftur. Því spyr ég hvar sé betra að opna skólakerfið með skipulegum og sveigjanlegum hætti en ein- mitt í sjávarútveginum,“ sagði Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, í umræðum um sjávar- útvegsskóla á Alþingi á dögun- um. Á fímmta þúsund manns á starfsfræðslunámskeiðum fískvinnslunnar Þingmennirnir Finnur Ingólfsson og Jón Kristjánsson lögðu fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra um hvort hann hyggist beita sér fyrir stofnun sjávar- útvegsskóla á framhaldsskólastigi eins og starfshópur, skipaður af menntamála- og sjávarútvegsráð- herra, lagði til í skýrslu til menntamálaráðherra haustið 1986. Finnur Ingólfsson sagði í ræðu sinni á Alþingi að nú hafi 4600 manns sótt starfsfræðslunám- skeið fiskvinnslunnar og sagði það mál erlendra manna sem til þekkja að íslendingar hafi nú náð lengst í að kenna verkafólki sem „starfandi er á gólfinu“. „Hinar Norðurlandaþjóðirnar líta mjög til þess verks sem hér hefur verið unnið. Ég er sannfærður um að þessi fræðsla sem farið hefur fram á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins og aðila vinnumarkað- arins mun ekki til lengdar verða í höndum þessara aðila heldur þarf hún að flytjast inn í skólakerfið. En ég held líka að flestir séu sam- mála um að skólakerfinu, eins og það er í dag, sé ekki treystandi til að sjá um þessa fræðslu," sagði Finnur Ingólfsson. Niðurstöður þeirrar nefndar sem skilaði af sér haustið 1986 voru þær að stofnaður verði sjávarútvegsskóli í Reykjavík er taki við hlutverki Stýrimanna- skóla íslands, Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði og Vélskóla íslands. Skólinn verði sérskóli á fram- haldsskólastigi og heyri undir menntamálaráðuneytið. Aðfara- nám að skólanum og nám á ein- stökum brautum geti einnig farið fram í öðrum framhaldsskólum landsins. Þessu til viðbótar verði stofnað fræðsluráð sjávarútvegs skipað fulltrúum hagsmunasam- taka, rannsóknastofnana og ráðuneyta sem verði stefnumark- andi í fræðslumálum sjávarút- vegsins. Margar hugmyndir uppi um sjávarútvegsfræðsluna Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði að frá því fyrr- greind nefnd skilaði áliti ' hafi Alþingi samþykkt lög um fram- haldsskóla þar sem kveðið er á um að menntamálaráðherra skipi fræðsluráð sjávarútvegs til fjög- urra ára í senn. Ráðherra sagði að þrjár hug- myndir standi nú hæst í umræð- unni um sjávarútvegsfræðslu hér á landi. í fyrsta lagi að sjávar- útvegsnám verði burðarás í Háskólanum á Akureyri. í öðru lagi eru uppi hugmyndir um sér- skóla á framhaldsskólastigi í sjáv- arútvegsfræðum, einnig brautir innan hins almenna framhalds- skólakerfis. í þriðja lagi er ljóst að ýmsir staðir óska eftir að þar verði stofnaðir sjávarútvegsskól- ar á framhaldsskólastigi t.d. Dal- vík og Vestmannaeyjar. „í ljósi þessa tel ég nauð- synlegt að taka á þessum málum í heild. Ég er sammála Finni Ingólfssyni um að nauðsynlegt er að taka sérstaklega á þeim mál- um sem hafa verið í gangi og snerta starfsnámskeiðin. Ég treysti mér ekki til að slá því föstu að þessi skóli verði nákvæmlega eins og nefndin gerði tillögu um m.a. vegna seinni ákvarðana Alþingis. Auð- vitað á að koma í veg fyrir marg- verknað og stórfelldan auka- kostnað sem hlýst af því að menn eru að gera sama hlutinn svo að segja á sama svæðinu. Hér er hreyft mjög mikilvægu máli sem ég mun vinna að og ræða við sjávarútvegsráðherra sem og aðra hlutaðeigandi aðila,“ sagði Svavar Gestsson við umræður á Alþingi. JÓH „Græðum ísland“ - Nýtt grimdvallarrit um landgræðslumál, í tilefni af 80 ára afmæli Landgræðslu ríkisins Út er komið á vegum Land- græðslu ríkisins veglegt rit í tilefni af 80 ára afmæli Land- græðslunnar árið 1987. Forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, fylgir ritinu úr hlaði og segir þar m.a.: „Of sjaldan og of stutta stund í senn höfum við þrek til að skoða gróður- eyðingu og önnur náttúruspjöll og játa: Sekur er ég, ættjörð mín góð.“ Þjóðin á landinu skuld að gjalda, það hefur henni orðið æ betur ljóst, og nú hefur orðið eins konar þjóðarvakning í þessum efnum. Én til þess að takast á við vandann þarf að kunna á honum skil. í bókinni „Græðum ísland“ er að finna mjög aðgengilegan fróðleik um gróðursögu landsins og baráttu við uppblástur og eyð- ingu. Brautryðjendum á sviði landgræðslu, sem lengi töluðu fyrir daufum eyrum, eru gerð skil svo og starfi Landgræðslu ríkis- ins. Einnig eru kynnt framtíð- armarkmið í landgræðslu- og gróðurverndarmálum. í höfuðdráttum er efni bókar- innar þetta: „Landgæði á íslandi fyrr og nú“, „Saga gróðurverndar frá öndverðu“, „Starf Land- græðslu ríkisins", „Helstu þættir nútíma gróðurverndar" og „Landgræðsla framtíðarinnar.“ Margar myndanna í bókinni vekja lcsandann til alvarlegrar umhugsun- ar um stöðu landgræðsiumála hér á landi. Mikið verk er greinilega óunnið. Bókin er besta yfirlitsrit um gróð- urfar landsins, sem komið hefur út á íslensku. Alls eru 25 greinar í bókinni. Ekki er getið höfunda við nokkrar þeirra, t.d. „Land- græðslan í 80 ár“ og „Land- græðsluframkvæmdir í Rangár- vallasýslu“, og eru þær unnar sameiginlega af Sveini Runólfs- syni, Stefáni H. Sigfússyni og Andrési Arnalds, sem er ritstjóri útgáfunnar. Af öðrum höfundum má nefná- Árna G. Eylands, Gunnlaug Kristmundsson, Jóhannes G. Helgason, Jón Helgason, Jón R. Hjálmarsson, Jónas Jónsson, Pál Sveinsson, Runólf Sveinsson, Sveinbjörn Dagfinnsson og Valtý Stefáns- son. Um 140 ljósmyndir, flestar í lit, prýða bókina og tengjast þær allar landgræðslustarfinu, braut- ryðjendum og landvinningum. Einnig er að finna í bókinni ýmis gagnleg kort og töflur, sem varpa frekara ljósi á stöðu íslenskrar landgræðslu. í fréttatilkynningu frá út- gefanda segir m.a.: „Við höfum fengið ísland til varðveislu. Því miður er ekki sjálfgefið að okkur auðnist fremur en forfeðrunum að skila því óspilltu til komandi kynslóða. Pekking á gróðursög- unni er mikilvæg. í vitneskju okkar um horfinn gróður og jarð- veg felst ákveðin viðmiðun, markmið sem ber að keppa að í landgræðslu og gróðurvernd og jafnframt fyrirheit um árangur.“ Bókin „Græðum ísland" er 236 bls. að stærð. Dreifingu annast Landgræðsla ríkisins, Gunnars- holti, Rangárvallasýslu og Laugavegi 120, Reykjavík. Ástæða er til að hvetja alla, sem láta málefni gróðurverndar og landgræðslu til sín taka, að tryggja sér eintak af þessu veg- lega afmælisriti Landgræðslu ríkisins. BB. 6. desember 1988 - DAGUR - 15 Rafvirki óskar eftir atvinnu frá áramótum á Akureyri. Upplýsingar í síma 91-74901 eftir kl. 19.00. Framkvæmdastjóri Hér með er auglýst laust til umsóknar starf fram- kvæmdastjóra við frystihús Kaldbaks h/f Grenivík. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1988. Umsóknum skal skilað til Jakobs Þórðarsonar, Stórasvæði 3, 610 Grenivík, og veitir hann nánari upplýsingar. Vinnusími 96-33216 - heimasími 96-33113. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Við á F.S.A. leitum að starfsfólki, sem er tii- búið til að takast á við nýtt verkefni á Lyf- lækningadeild F.S.A. Hvað bjóöum við? - sveigjanlegan vinnutíma. - skipulagða fræðslu. - skipulagða aðlögun. - áhugavert og uppbyggjandi starf. Hvert er verkefnið? Ætlunin er að skipta Lyflækningadeildinni, sem er sú eina sinnar tegundar á sjúkrahúsinu, í 2 minni ein- ingar. Á annari verða m.a. sjúklingar með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, en aðallega sjúklingar með meltingarfærasjúkdóma á hinni. Um er að ræða tilraunaverkefni. Hvaða starfsfólk vantar okkur? Deildarstjóra, sem hefur áhuga á stjórnun og skipu- lagningu. Hjúkrunarfræðing í K1 stöðu. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem hafa áhuga á lyflækningahjúkrun. Þeir sem hafa áhuga, geta fengið nánari upplýsingar hjá hjúkrunarframkvæmdastjóra, Sonju Sveinsdóttur í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Móöir okkar, GUÐNÝ INGVARSDÓTTIR, Lundargötu 13b, lést aö Dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 3. desember. Kolbrún Sigurlaugsdóttir, Ágúst Sigurlaugsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jarðarför, BRYNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Köldukinn II. Guö blessi ykkur öll. Kristófer Kristjánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Allar auglýsingai sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.