Dagur - 03.01.1989, Síða 4

Dagur - 03.01.1989, Síða 4
4 - DAGUR - 3. janúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDOTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skin og skúrir Reynslan hefur sýnt að sveiflurnar í íslensku efna- hags- og atvinnulífi eru afar miklar. Undanfarna áratugi hafa skipst á skin og skúrir í þessum efnum, góðæristímabil koma og fara og samdráttartímabil fylgja jafnan í kjölfarið. Eini óvissuþátturinn er í raun sá hversu lengi hvert tímabil varir. Þessar sveiflur eru afar eðlilegar með tilliti til þess hversu einhæft atvinnulíf okkar er. Sjávarútvegur og fisk- vinnsla eru þær atvinnugreinar sem afla ríflega helmings gjaldeyristeknanna og það gefur auga leið að sveiflur í sjávarafla og fiskverði á erlendum mörkuðum segja fljótt til sín í efnahags- og atvinnu- lífinu. Þessar staðreyndir eru flestum kunnar, en engu að síður virðist okkur fyrirmunað að nýta þekkinguna til að draga úr hinum miklu sveiflum í efnahagslífinu. Þótt oft hafi verið rætt um nauðsyn þess að safna í sjóði í góðærinu til að nota á sam- dráttartímum, hefur slíkt ekki verið gert svo nokkru nemur. Á nýliðnu ári urðu slík þáttaskil eina ferðina enn. Framan af árinu snerist efnahagsumræðan fyrst og fremst um hina miklu þenslu í atvinnulífinu og þau áhrif sem sem hún hefði á efnahagsþróunina í land- inu. Menn óttuðust að þenslan, með tilheyrandi launaskriði og umframeftirspurn eftir vinnuafli, kynni að leiða til stigvaxandi verðbólgu. Þessi þensla hafði farið vaxandi allt frá árinu 1984 en þá hófst það góðæristímabil sem nú er á enda. Strax á fyrstu mánuðum síðasta árs varð vart ýmissa sam- dráttareinkenna, sem ágerðust eftir því sem á árið leið. Fiskverð féll á erlendum mörkuðum en rekstr- arkostnaður útflutningsfyrirtækja lækkaði ekki að sama skapi. Óheyrilegur fjármagnskostnaður lék atvinnurekstur í landinu afar grátt og staða útflutn- ingsgreinanna versnaði jafnt og þétt. í enga sjóði var að sækja til að milda áhrif samdráttarins. Slíkir sjóðir voru ekki til. Hjól atvinnulífsins hægðu smám saman á sér og veltan minnkaði. Síðustu mánuði ársins var þessi samdráttur orðinn mjög áþreifanlegur. Fjölmörg fyrirtæki áttu við alvarlega rekstrarörðugleika að etja og gripið var til margvíslegra aðgerða í hag- ræðingarskyni til að freista þess að koma rekstrin- um á réttan kjöl á ný. Fréttir af fjöldauppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja varð nánast daglegur við- burður. í desember var umframeftirspurn eftir vinnuafli úr sögunni og atvinnuleysis tekið að gæta víða. Við þessar aðstæður hefjum við nýtt ár. Þótt sam- dráttartímabilinu sé hvergi nærri lokið er engin ástæða til svartsýni. Með samstilltu átaki mun þjóð- inni vafalaust takast að sigrast á þeim erfiðleikum sem við blasa. Hins vegar er full ástæða til að hug- leiða hvernig við ætlum að haga okkur í næsta góðæri, sem kemur fyrr en varir. Ætlum við að læra af reynslunni, efla sparnað og safna til mögru áranna, eða ætlum við að halda uppteknum hætti: Eyða um efni fram og halda uppi falskri kaupgetu og ramba svo á barmi gjaldþrots þegar nýtt sam- dráttarskeið hefst? Þetta er vert umhugsunarefni fyrir hvern og einn í upphafi nýs árs. BB. viðtal dagsins Togaraskiptin margfrægu, á milli Hraðfrystihúss Keilavík- ur og Útgerðarfélags Skagfirð- inga, eru nú afstaðin eftir mas og þras, sem flestum ætti að vera orðið kunnugt. Drangeyj- an var seld á 300 milljónir og Útgerðarfélag Skagfirðinga keypti Aðalvík KE-95 á 187,5 milljónir og Fiskiðja Sauðár- króks keypti Bergvík KE-22 fyrir sama verð. ÚS mun reka báða togarana og verða því íjórir togarar í flotanum. Samningaviðræður um skipa- skiptin tóku langan tíma og fóru fram um hríð bak við tjöldin, þar til fjölmiðlar kom- ust í málið og skiptin voru á allra vörum. Meðal þeirra sem stóð i ströngum viðræðum var framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Skagfirðinga, Agúst Guðmundsson. Við höfum fengið Ágúst í fyrsta viðtal dagsins á þessu ári. Ágúst Guðmundsson á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum Útgerðarfélags Skag- firðinga við Sætún á Sauðárkróki. Mynd: -bjt „Með skipaskiptum lækka skuldir ÚS um 115 milijónir" - rætt við Ágúst Guðmundsson framkvæmdastjóra Utgerðarfélags Skagfirðinga Ágúst er 33 ára gamall, fæddúr og uppalinn á Sauðárkróki. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1975 og þaðan lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hann útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur um vorið ’81. Er námi lauk við HÍ vann Ágúst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þar til hann var ráðinn framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Skagfirð- inga í byrjun síðasta árs. Ágúst er sem sagt búinn að vera við stjórnvölinn hjá ÚS í tæpt ár og á því ári hefur margt á daga hans drifið í starfinu. - Hver voru tildrög þess að þú varst ráðinn framkvæmdastjóri ÚS? „Rétt fyrir áramótin 1987-88 var ég farinn að hugsa mér til hreyfings, jafnvel hugsaði ég um að flytjast til Reykjavíkur. Síðan kom það nokkuð skyndi- lega upp að mér var boðið starfið til reynslu." - Nú hefur ýmislegt gengið á þann stutta tíma sem þú hefur verið framkvæmdastjóri. Hvern- ig finnst þér starfið? „Það er gaman að fást við starfið, það er í mörgu að snúast og í mörg horn að líta í útgerð- inni. Þetta er yfir höfuð nokkuð skemmtilegt starf, náttúrulega hafa fjármáiin verið erfið en seinni hlutann af árinu hefur rekst- urinn gengið mun betur, aðal- lega vegna siglinga með karfann til Þýskalands." - Hver var aðdragandinn að skipaskiptunum? „Það var búið að vera ljóst nokk- uð lengi að Drangey SK-1 er allt of dýrt skip til að stunda ísfisk- veiðar. Þannig að snemma á árinu fórum við að leita leiða til þess að nýta skipið betur. Þar voru tveir valkostir, annað hvort að breyta skipinu í alfrystiskip og nýta það sem slíkt, eða selja það og kaupa ódýrari skip til þess að nota sem ísfisktogara. Á þessu máli eru margar hliðar. Ef að við hefðum breytt Drangeynni í alfrystiskip, þá hefðum við lík- lega þurft að landa öllum fiski af hinum togurunum tveim, Skafta og Hegranesinu, til þess að frysti- húsin myndu ganga. Það hefði þýtt það að við hefðum þurft að landa karfanum heima, í stað þess að selja hann í Þýskalandi. Bara þetta atriði hefði þýtt minni aflaverðmæti um a.m.k. 40 millj- ónir. Þannig að þetta dæmi var nokkuð tvíþætt. Síðan kom í ljós að það kostaði meira en við áætl- uðum í upphafi að breyta Drang- eynni og hitt að fjárfestingin í landi var fyrir hendi, þau þrjú frystihús sem fyrir eru og öll fjárfestingin sem þeim tilheyrir. Þannig að það var talinn æski- legri kostur, að reyna að selja Drangey og fá ódýrari ísfisk- togara í staðinn sem myndu standa undir ísfiskveiðum með aflaverðmæti svona í kringum 120-130 milljónir króna. Þegar ákveðið var að selja komu skipa- skiptin til sögunnar. Rökin í þessu máli eru þau að reksturinn á Skafta og Hegranesi hefur gengið mjög þokkalega. Þess vegna vaknar sú spurning: Hvers vegna getur ekki rekstur á þriðja ísfisktogaranum gegnið jafn vel? Ef að við rekum tvo togara með hagnaði, af hverju getum við ekki rekið þriðja togarann með hagnaði? Þetta eru rökin fyrir því að selja Drangey og kaupa annað skip í staðinn. - Hvenær var það sem viðræð- ur hófust við Hraðfrystihús Kefla- víkur? „Þær byrjuðu í haust og í nóventber var komin alvara í þessi mál. Það má segja að samn- ingaviðræðurnar hafi verið í þremur lotum, í fyrsta lagi var verið að semja um brúttóverð skipanna, í öðru lagi um yfirtöku á veðskuldum og fleira og í þriðja lagi um greiðslu á mismuninum á kaupverðinu og öðru slíku." - Hvaða þýðingu hafa þessi skipaskipti fyrir útgerðina og staðinn? „Eins og menn vita kaupir Fiskiðja Sauðárkróks annan togarann en Útgerðarfélag Skag- firðinga mun reka alla togarana fjóra. Aðal hagræðingin er sú að með fjórum togurum þá höfum við aukið svigrúm til þess að selja hluta af aflanum annað, þ.e.a.s. hæstbjóðanda. Með því móti hækkar meðal fiskverðið og þar með batnar afkoma útgerðarinn- ar. Ætlunin er að landa öllum þorskafla heima, þannig að það verði jöfn og góð vinnsla á þorski í frystihúsunum með hámarks framlegð. En allur annar afli verður seldur á mörkuðum innanlands eða erlendis. Sem sagt, við erum að tala um hærra meðalverð hjá skipunum. Vinnsla í landi verður öllu jafn- ari, það verður minna um dauðan tíma og vinnulaunakostnaður af verðmætum lækkar. Allt viðhald á skipunum verður jafnara og mun hagkvæmara, svo maður tali nú ekki um áhrifin á alla þjón- ustu og verslun hér í bænum. Það er ekki fráleitt að ætla að með fjórða togaranum bætast við alls 50-60 ný störf.“ - Eitthvað að lokum? „Með þessum skipaskiptum lækka skuldir ÚS um 115 milljón- ir, mest í gengistryggðum lánum, þannig að efnahagslega verður Útgerðarfélagið mun betur í stakk búið til þess að reka þessi skip, gengisbreytingar munu hafa minni áhrif en áður. Að vísu munu þessi skip þurfa meira við- hald en Hegranes og Skafti, en þau eru bæði í góðu ástandi. Með góðri samvinnu við frystihúsin má bæta reksturinn enn frekar, þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið." -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.