Dagur - 03.01.1989, Síða 6

Dagur - 03.01.1989, Síða 6
6 - DAGUR - 3. janúar 1989 fþróftir í Skíði: - ásamt Örnólfi Valdimarssyni Ömar Arnason setti Islandsmet í Þýskalandsförinni. Sund: Góður árangur Óðins í Þýskalandsferðinni Hópur frá Sundfélaginu Óðni hélt til Þýskalands rétt fyrir jól og keppti þar á alþjóðlegu sundmóti í borginni Kiel. Sundfólk Óðins náði ágætis árangri á mótinu, hreppti 3 gullverðlaun, 2 silfur og 3 brons og setti tvö ný íslandsmet í unglingaflokki. Mótið var mjög stórt í sniðum og voru keppendur hátt á fimmta hundrað frá fjórum þjóðlöndum. Þarna tóku þátt sænskir, danskir og þýskir landsliðsmenn og voru skrán- ingar yfir 1500. Keppt var í öllum greinum frá 100- 1500 metrum í aldursflokkunum 69 og eldri, 70/71, 72/73, 74/75, 76 og yngri. Sundfólkinu var raðað í riðla eftir árangri og komust þeir með bestu tímana beint í úrslit. Með því fyrirkomulagi syntu flestir með keppendum í svipuðum styrkleika- flokki. Islenski hópurinn stóð sig vel og komu hann heim með átta verð- launapeninga. Ómar Árnason setti íslandsmet unglinga í 100 og 200 m flugsundi. Einnig féllu sex Akureyr- armet. Þau settu Birna Sigurjóns- dóttir í 800 m skriðsundi, Elsa Guðmundsdóttir í 100 og 200 m bringusundi, Svavar Guðmundsson í 100 m baksundi og svo Ómar í báð- um flugsundsgreinunum. Reyndar bættu allir Óðinskrakk- arnir sig en þeir tóku þátt í 2-3 grein- um hver. Það vár Pétur Pétursson sem bætti sig mest, synti 200 m bak- sund á 5,9 sekúndum betri tíma en áður og bætti sig einnig um 4,5 sekúndur í 100 m baksundi. Hópurinn frá Óðni samanstóð af átta keppendum, fararstjóranum Önnu Richardsdóttur, Ármanni Guðmundssyni dómara og Wolf- gangi Sahr þjálfara og voru þau öll mjög ánægð með móttökurnar hjá Sundfélaginu Víkingi í Kiel. Gist var í heimahúsum hjá forráðamönnum félagsins og var allt gért til að láta Islendingunum líða vei. 200 m skriösund mín. 1. Ómar Árnason (76 og yngri) 2.24,2 4. Gísli Pálsson (74/75) 2.15,9 4. Birna Sigurjónsdóttir (72/73) 2.23,9 7. Ottó Túliníus (72/73) 2.08,5 100 m bringusund mín. 3. Svavar Guðmundsson (70/71) 1.13,5 5. Elsa Guðmundsdóttir (72/73) 1.21,2 Akureyrarmet kvenna & stúlkna 200 m baksund mín. 5. Pétur Pétursson (72/73) 2.32,3 9. Hlynur Tuliníus (74/75) 2.48,5 100 m flugsund mín. 1. Omar Árnason (76 og yngri) 1.14,8 Akureyrar- og ísiandsmet sveina 200 m fjórsund mín. 1. Elsa Guðmundsdóttir (72/73) 2.38,2 2. Svavar Guðmundsson (70/71) 2.19,4 5. Gísli Pálsson (74/75) 2.46,7 800 m skriðsund mín. 6. Birna Sigurjónsd. (opinn fl.) 10.13,8 Akureyrarmet kvenna & stúlkna 200 m bringusund mt'n. 2. Elsa Guðmundsdótir (72/73) 2.52,2 Akureyrarmet kvenna & stúlkna 8. Ottó Tuliníus (72/73) 2.55,5 10. Birna Sigurjónsdóttir (72/73) 3.08,2 100 m baksund mín. 3. Svavar Guðmundsson (70/71) 1.04,6 Akureyrarmet karla & piita 4. Pétur Pétursson (72/73) 1.10,6 9. Hlynur Tuliníus (74/75) 1.18,8 12. Gísli Pálsson (74/75) 1.21,8 200 m flugsund mín. 1. Ómar Arnason (76 og yngri) 2.53,1 Akureyrar- og íslandsmet sveina 3. Elsa Guðmundsdóttir (72/73) 2.53,9 Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri og Örnólfur Valdimars- son frá Reykjavík verða fulltrúar Islands á Heimsmeistaramótinu í skíðaíþróttum sem haldið verður í byrjun febrúar í Veil í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðrún keppir á slíku móti og er Heims- meistaramótið eitt sterkasta skíða- mót sem haldið er í heiminum í dag. Hún mun halda til Bandaríkjanna 24. janúar og keppir síðan í svigi 6. febrúar og í stórsvigi 11. febrúar. Guðrún segir að hún renni blint í sjóinn í sambandi við þetta mót. „Ég hef ekkert komist á skíði vegna snjóleysis hér að undanförnu þannig að erfitt er að meta formið sem ég er í. Hins vegar vona ég að skíðasnjór- inn láti sjá sig fljótlega þannig að ég geti byrjað að renna mér aftur.“ Ekki segist Guðrún hafa sett sér neitt sérstakt takmark á þessu móti nema það að reyna að standa sig vel. „Þetta er mjög sterkt mót þannig að erfitt verður að bæta við punkta- fjöldann. En ég mun reyna að gera mitt besta og hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni," segir Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri. Enska knattspyrnan í gær: Arsenal áfram efst - sigraði Tottenham 2:0 - Sigurður rekinn út af Norwich skaust í efsta sæti 1. deildar í gær er liðið gerði jafntefli gegn Q.P.R. á útivelli. Alan Tayl- or gamla kempan sem lengi lék með West Ham skoraði fyrir Norwich í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik í 1. deild í átta ár.Mark Falco jafnaði fyrir Q.P.R. í lokin og var það sanngjarnt því Q.P.R. átti mun meira í Ieiknum. Stórtap Shefl'. Wed. gegn Coventry fór í skapiö á Sigurði Jónssyni og var hann rekinn út af. Leikur Arsenal og Tottenham hófst síðar, en honum var sjónvarp- að beint í Englandi. Arsenal hafði mark yfir í leikhléi, Paul Merson skoraði á 25. mín. eftir undirbúning Britan Marwood og Alan Smith. Merson kom boltanum framhjá Bobby Mimms úr þröngri stöðu. Leikmenn Tottenham töldu sig tví- vegis eiga rétt á vítaspyrnum í fyrri hálfleik, en fengu ekki. Coventry burstaði Sheffield Wed. 5:0, David Speedie skoraði þrjú af mörkum Coventry og þeir Steve Sedgley og Brian Kilcline sá um hin mörkin. Sigurður Jónsson var rekinn af leikvelli fyrir brot í leiknum. Luton kom á óvart og sigraði South- ampton 6:1, Mick Harford og Roy Wegerle skoruðu tvö mörk hvor, en þeir Kinsley Black og Ricky Hill sitt markið hvor. Eina mark Southamp- ton skoraði Rodney Wallace. Peter Davenport var nýlega seldur frá Man. Utd. til Middlesbrough og hann skoraði sigurmark liðs síns gegn sínum gömlu félögum. David Thompson skoraði sigur- mark Millwall á heimavelli gegn Guörún H. Kristjánsdóttir keppir á Hcimsmeistaramótinu í Veil í Colorado í Bandaríkjunum. Charlton. Newcastle tapaði heima gegn Derby þar sem Mark Wright skoraði eina mark leiksins. Notting- ham For. lék vel gegn Everton og sigraði með mörkum þeirra Gary Parker og Tommy Gaynor, en Ever- ton misnotaði vítaspyrnu í leiknum. í fallbaráttunni tapaði West Ham enn einum leiknum, nú heima gegn Wimbledon. Dennis Wise kom Wimbledon yfir, en Leroy Rosenior tókst að jafna fyrir heimaliðíð. Það var síðan Wise sem tryggði Wimble- don sigur með sínu öðrus marki í leiknum undir lokin og var sá sigur verðskuldaður. 1 2. deild sigruðu bæði Chelsea og W.B.A. og eru nú efst og jöfn með 44 stig, en Watford tapaði gegn Plymouth. Þá gerði Man. City marka- laust jafntefli gegn Leeds Utd. í hörkuleik þar sem yfir 33 þúsund áhorfendur voru viðstaddir. Þ.L.A. Vertíðarlok komm út hjá Þórsurum Knattspyrnudeild Þórs hefur gefið út „VertíðarIok“, rit um árangur deildarinnar á síðasta sumri. Blað- ið er hið læsilegasta og er góð Mikill skíðaáhugi er nú á Húsavík. Þar æfir hress hópur krakka undir stjórn þeirra Kristjáns Eymundssonar og Stefáns Þórs Jónssonar og bíður spenntur eftir því að skíðasnjórinn láti sjá sig Norðanlands. Dagur leit inn á æfingu fyrir áramót og þá var þessi mynd tekin af krökkunum. samantekt á starfsemi allra flokka á þessu ári. Því er drcift ókeypis í öll hús á Akureyri. Að vanda er margt forvitnilegt í biaðinu; viðtal við Júlíus Tryggvason sem valinn var Leikmaður meistara- flokks 1988, spjall við Gunnar Björnsson um yngri flokka starf, listi yfir markahæstu menn Þórs og að lokum viðtal við Halldór Áskelsson. Blaðið prýða rnargar myndir og eru þær langflestar teknar af ljós- myndurum Dags. Það voru þeir félag- arnir Kristján Kristjánsson, Skapti Hallgrímsson og Reynir Eiríksson sem sáu um skrif í blaðið að þessu sinni. Á forsíðu blaðsins er mynd Tóm- asar Lárusar Vilbergssonar ljós- myndara Dags úr „derby“ leik sumarsins milli Þórs og KA og sýnir bá Nóa Björnsson og Antony Carl Tregory í viðureign um boltann. Guðrún til Colorado

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.