Dagur - 03.01.1989, Side 11

Dagur - 03.01.1989, Side 11
3. janúar 1989 - DAGUR - 11 Jazzdans - Ballet Námskeið hefjast 9. janúar. Jazzdans. Fyrir 7 ára og eldri. Byrjendur o framhald. Ballet. Yngst 7 ára. Byrjendur og framhald. Jazzieikskóli fyrir börn 4-6 ára. Leikir, söngur, dans, leikræn tjáning. Skírteinaafhending sunnudaginn 8. janúar frá kl. 14-16. Innritun í síma 24979 frá kl. 18-20. Tryggvabraut 22 Akureyri á Sími 24979 |wsstuáíó, cúkc Nýja brúin yfir Hafralónsá er 60 metra löng og að henni cr mikil samgöngu- arinnar verða vandræði öll úr sögunni. Nýja brúin er 60 metrar á lengd og helnringi breiðari en sú gamla, eða tvær akreinar. Byrjað var á smíði brúarinnar í fyrra- haust og hefur brúardeild Vega- gerðarinnar séð um smíðina. Einar Sigurðsson sá um uppsetn- ingu sökkla hennar, en í sumar var yfirsmiður Jónas Gíslason. Nú er unnið að vegagerð að brúnni og verður henni lokið um næstu mánaðamót. Leiðinda veðurfar á haustdögum hefur taf- ið vegagerðina nokkuð. Slitlag hefur verið lagt á veginn frá Pórs- höfn og fyrirhugað er að það nái alla leið að Hafralónsbrúnni nýju. Endanlegur kostnaður vegna brúarsmíðarinnar liggur ekki fyrir, en Sigurður sagði að hann væri um 12 milljónir króna, sem er töluvert undir áætlun. „Það er óskapleg samgöngubót að nýju brúnni,“ sagði Sigurður. mþþ dóttur, Ólaf Antonsson, Sverri Valgarðsson, Guðrúnu Odds- dóttur og Þórólf Pétursson. Uppreisnin á ísafirði byggist að mestu á sannsögulegum atburðum, svokölluðu Skúla- máli. Rétt fyrir síðustu aldamót var meðferð Skúla Thoroddsen sýslumanns á Isafirði á einu saka- máli rannsökuð af Magnúsi Stephensen landshöfðingja og var Skúli dæmdur til að fara frá embætti og greiða fjársektir. Skúli áfrýjaði dómnum til hæsta- réttar í Kaupmannahöfn, sem sýknaði hann af öllum ákærum. Ragnar Arnalds ritaði leikritið á árunum 1983 og ’84 og þær heim- ildir sem hann studdist við voru einna helst sendibréf. Að sögn Ragnars er megin söguþráðurinn sannsögulegur, um helnringur persónanna eru sannsögulegar en allt annað varð Ragnar að spinna inn í. Ragnar var spurður hvernig honum fyndist til hafa tekist með uppfærslu Leikfélags Skagafjarð- ar. „Ég er nrjög ánægður með það lið sem hér hefur tekið sam- an höndum. Það er einmitt mjög ánægjulegt að við höfum fengið marga ágæta leikara frá Leikfé- lagi Sauðárkróks til að aðstoða okkur. Það er skoðun mín og margra annarra að þessi leikfélög eiga að vinna meira saman og styðja hvort annað í sínum upp- færslum." Hinn leikstjóra verksins, Eddu Guðmundsdóttur, þarf vart að kynna. Hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands 1977 og hefur síðan tekið þátt í mörgum leiksýningum, mest með Alþýðu- leikhúsinu og einnig með Leik- félagi Reykjavíkur. Þá hefur Edda leikið í mörgum útvarps- og sjónvarpsleikritum. Hún hef- ur einnig nokkra reynslu af leik- stjórn og er þetta í áttunda sinn sem hún leikstýrir hjá áhuga- mannaleikfélagi. „Æfingar byrj- uðu hjá okkur í byrjun nóvember og hafa gengið ótrúlega vel, þrátt fyrir mikinn mannfjölda. Merki- iegt nokk, þá hafa ekki komið upp nein óyfirstíganleg vandamál hjá okkur. Það gekk ótrúlega vel að ráða leikara, þeir komu sem voru til kallaðir," sagði Edda í sanrtali við Dag. Sem fyrr segir verður frumsýn- ing annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 4. janúar, og hefst kl. 21.00 í Félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð. Önnur sýning verð- ur föstudaginn 6. janúar kl. 21 og þriðja sýning sunnudaginn 8. janúar nk. kl. 15.00. Næstu sýn- ingar verða síðan helgina eftir. -bjb Sigurður skurður (Knútur H. Ólafsson) í sjómanni við hótelhaldarann (Kar el Sigurjónsson). Kafteinn Jensen (Björn Magnússon) tekur í hönd skáldsins, Gríms Thomsen (Haukur Þorsteinsson). Álengdar stendur Magnús landshöfðingi Stephen- sen (Jón Ormar Ormsson). Guðmundur útvegsbóndi (Hafsteinn Hannesson) og Bogga kona hans (Ingibjörg Markúsdóttir). Fjölskylda Skúla Thoroddsen sýslu- manns (Sigurður Sigfússon) við bað- karið, Theodóra (Hallveig Thorla- cíus) kona hans þvær honum og börnin busla í karinu, leikin af Guð- mundi Sigurðssyni og Sigríði Sigurð- ardóttur. Frá Menntamálaráðuneytinu. Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vantar stunda- kennara í ensku á vorönn 1989. Umsóknarfrestur er til 5. janúar næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Menntamálaráðuneytið. Óskum eftir að ráða verkafólk ffl starfa strax. Upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri í síma 21900. (222). IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS SKINNAIÐNAÐUR Hundaþjálfunin auglýsir! Get enn bætt við nokkrum hundum á hlýðninám- skeiðin sem hefjast í janúar og febrúar. Innritun í síma 96-33168. Súsanna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.