Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 5
3. janúar 1989 - DAGUR - 5 Yfirlýsing frá Hvalavinafélaginu: í tílefní stórhvalaMögumála í fréttum undanfarnar vikur hef- ur mátt sjá mikinn bægslagang hjá sjómönnum vegna mikils „ágangs“ stórhvala á fiskislóðinni okkar, sem og stjórnmálamönn- um í vinsældaleit ekki síður. Ekki færri en skipstjórar 39 loðnuskipa sendu frá sér sameig- inlega fréttatilkynningu sem birt- ist m.a. í Morgunblaðinu þ. 10. desember sl. þar sem þeir voru að „vekja athygli á því ógnvæn- lega ástandi“ sem verið hafi á loðnumiðunum sínum nú í haust og vetur vegna „vaxandi“ ágangs stórhvala á miðunum, og sem fylgja loðnugöngunum frá Vest- fjörðum og austur fyrir land. Fylgdu þessum fréttum oft dramatískar frásagnir og lýsingar hvernig hvalirnir rifu sig eðlilega út úr 20 milljón króna loðnunót- unum þegar loðnuskipin voru að fanga þá blásaklausa í Atlants- hafinu. Vegna þessa vill Hvalavina- félag íslands taka fram eftirfar- andi: 1. Það er óumdeilt meðal fiskifræðinga að skíðishvalir éta almennt ekki fiska. Það eru tann- hvalirnir sem það gera, með góðri lyst vonandi. Enda eru hvalirnir margfalt betur að þess- um mat komnir en við mennirnir sem höfum um aðra fæðukosti aö velja og eru langtum meiri skemmdarvargar í náttúrunni heldur en allir tann- og skíðis- hvalirnir til samans. Auk þess eru allar veiðar á tannhvölum löngu niðurlagðar og ekki verið deilt um hvort hefja ætti að nýju eða ekki. 2. Skíðishvalir lifa nánast ein- göngu á svifi, nánar tiitekið á Ijósátu, - sem ekki er fæða neinna nytjafiska okkar íslend- inga og getur því ekki skaðað hinar „arðbæru" veiðar okkar í dag úr Atlantshafinu á neinn hátt. Á ljósátu lifa aðallega fyrir utan hvalina smokkfiskar og marglyttur, en alls ekki þorskur eins og sjómenn og stjórnmála- menn hrópa á torgum úti og í fjölmiðlum iðulega. Viss grunur leikur þó á að hrefnan og hnúfubakur éti eitt- hvað takmarkað magn loðnu stundum. Allar fullnægjandi rannsóknir á því vantar þó enn til að geta fullyrt nokkuð um það fyrir víst, þrátt fyrir allar þessar maraþon„vísinda“hvalveiðar okkar íslendinga undanfarin þrjú ár. 3. Til skíðishvala teljast allar tegundir hvala sem íslendingar hafa veitt undanfarin ár og deil- urnar um áframhaldandi slátrun á standa um s.s. langreyður, sandreyður, hrefna, hnúfubakur, steypireyður og fleiri enn meira útrýmdar tegundir s.s. sléttbaks- tegundirnar þrjár sem búið er að útrýma hér við land; Sandlægj- unni, Grænlandssléttbaknum og íslandssléttbakn um. 4. Það eru augljós ósannindi hverjum hugsandi manni að hvöl- um hafi fjölgað einhver ósköp undanfarin ár eins og skilja má af „fréttum" úr þessum iðnaði að undanförnu. Állra mesta mögu- lega fjölgun stórhvala við allra hagstæðustu skilyrði þeirra eru um 3-4% fjölgun einstaklinga í hverjum stofni á ári. Hraðvirk- asta mögulega tvöföldun á stofn- inum tekur því í minnsta lagi rneira en 20 ár. Þær fullyrðingar og frásagnir að fjöldi hvala hér við land hafi „margfaldast á undanförnum árum“ eiga því aðeins heima í skáldsögum en ekki almennum fréttum. 5. Líkleg skýring á þessari „nýlegu“ gífurfjölgun hvalanna í hafinu er umræðan og deilurnar hér heima hvort við íslendingar eigum að hlýta margítrekuðum loforðum okkar á alþjóðavett- vangi um að hætta hvaladrápinu eða ekki. 6. Rétt er einnig að benda á þá staðreynd að skipstjórar hafa oft stundað þá iðju að kasta nót- um sínum eins nálægt stórhvölum og hægt væri, án þess þó helst að fá þá í næturnar, í fullvissu þess að þar frekar en annars staðar væri vonandi einhvern fisk að fá í hinum deyjandi höfum hnattarins okkar, vegna sífellt afkastameiri veiðitækja okkar mannanna. 7. Það er heldur engin nýlunda að hvalir hafi lent í nót- um fiskibáta hér við land né ann- ars staðar. Minna má á að einmitt á þennan sama frekjulega hátt fara hvalveiðar Bandaríkjamanna og annarra Mið- og Suður-Ameríku- ríkja fram. Með þessu móti drepa Bandaríkjamenn a.m.k. 20.500 höfrunga á ári og önnur Ameríkuríki a.m.k. 75.000 til 100.000 dýr til viðbótar á ári, ein- mitt við túnfiskveiðarnar þegar kastað er alveg við eða beinlínis á hvalatorfurnar þar sem þar er helst túnfiskinn að fá. 8. Möguleg skýring á fleiri sjáanlegum hvölum hér við land getur hæglega verið vegna minnkandi fæðu hans vegna hinnar takmarkalitlu rányrkju okkar mannanna úr fiskistofnum hafsins. Þegar fiskitorfunuin fækkar stöðugt eins og fiski- fræðingar eru sífellt að reyna að segja okkur verður auðvitað fjöl- mennara af hval þar sem eitthvað er eftir af fisk eða annari fæðu þeirra, einmitt vegna ofveiði okkar en ekki þeirra. Þetta er maturinn þeirra en ekki okkar. 9. Við mennirnir lítum líka orðið á þessa fiskistofna sem okkar prívateign sem er að sjálf- sögðu byggt á algerum misskiln- ingi. Einmitt vegna rányrkjunnar okkar er sífellt minna og minna fyrir þessar gáfuðu skepnur í úthöfunum að éta því miður. Þessir einstaklingar hafa alveg jafnan rétt til matar síns eins og við skipstjórarnir hér uppi á þurru landi, - sem vorum ekki einu sinni hannaðir af skapara okkar til að vera að þvælast í haf- inu ofaná allt ráðríki okkar hér uppi á þurrlendinu. 10. Réttast væri auðvitað af okkur mönnunum að við værum ekkert að ráfa í sjónum með gervidjúpsjávarklær okkar þar sem skapari okkar ætlaði okkur ekki svona hegðun, því þetta er eins og fyrr hefur verið bent á maturinn þeirra sem í sjónum búa en ekki okkar. Vonandi verður þessum misskilningi eytt hér með. preíaldtir næsta la«3arda® Vinningstölur 30. desember 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.016.941.- Þar sem enginn var með 5 tölur réttar á föstudaginn var, færist 1. vinningur sem var 5.740.695,- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + 4 tölur réttar kr. 595.194.- Skiptist á milli 6 vinningshafa kr. 99.199.- á mann. 4 tölur réttar kr. 1.020.571.- Skiptist á milli 203 vinningshafa kr. 5.057.- 3 tölur réttar kr. 2.395.176.- Skiptist á milli 6456 vinningshafa kr. 371,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 f > Skrifstofutækni Markmið með náminu er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofum. Megin áhersla lögð á viðskipta- greinar og notkun tölvu. Námið tekur 256 klst. Að námi loknu eru nemendur færir um að vinna við tölv- ur smærri fyrirtækja og deilda innan stærri fyrirtækja. ★ Almenn tölvufræði. ★ Stýrikerfi. ★ Ritvinnsla. ★ Töflureiknar og áætlana gerð. ★ Gagnasafnsfræði. ★ Tölvufjarskipti. ★ Almenn skrifstofutækni. ★ Bókfærsla. ★ Tölvubókhald. ★ Verslunarreikningur. ★ Toll-og verðútreikningar- innflutningur. ★ Stjórnun og mannleg sam- skipti. ★ Islenska. ★ Viðskiptaenska. Námskeiðið hefst 9. janúar. V Innritun og nánari upplýsingar í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.