Dagur - 06.01.1989, Page 3
6. janúar 1989 - DAGUR - 3
Sparisjóður Ólafsflarðar 75 ára:
Áramótainnistæður námu
313 milljónum króna
Sparisjóður Ólafsfjarðar hélt
upp á 75 ára afmæli sitt sl.
þriðjudag. í tilefni dagsins var
gestum og gangandi boðið upp
á rjúkandi afmæliskaffi í húsa-
kynnum sparisjóðsins, Aðal-
götu 14 í Olafsfirði.
Sparisjóður Ólafsfjarðar getur
státað af glæstri sögu og vel-
gengni frá fyrstu tíð. Frá form-
legum stofndegi, 1. janúar 1914,
hefur hann eflst og dafnað og á
75 ára afmælinu er hann 9. eða
10. stærsti sparisjóður landsins.
Þorstcinn Þorvaldsson sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar.
Mynd: KK
Um síðustu áramót námu inni-
stæður í Sparisjóðnum 313 millj-
ónum króna sem er nokkru hærra
en árið áður. Þorsteinn Þorvalds-
son, sparisjóðsstjóri, segist vera
bjartsýnn á gengi þessarar einu
peningastofnunar í Ólafsfirði í
framtíðinni. Hann segir að starf-
semi sjóðsins sé komin í það horf
sem nútíma bankastofnun sæmir.
Um 1980 voru tölvur teknar í
notkun og nú eru þær beinlínu-
tengdar.
Sparisjóðurinn er nú í eignar-
húsnæði við Aðalgötu 14 í Ólafs-
firði. Þangað flutti hann starf-
semi sína 28. janúar árið 1983.
Fyrstu árin var sjóðurinn til húsa
að Strandgötu 3, á heimili séra
Helga Árnasonar, fyrsta spari-
sjóðsstjórans. í samfelld 55 ár var
aðsetur Sparisjóðsins í 40 fer-
metra húsnæði í húsi nr. 9 við
Brekkugötu.
Séra Helgi Árnason var spari-
sjóðsstjóri frá 1914 til 1925. Þá
tók séra Ingólfur Þorvaldsson við
og hélt um stýrið til ársins 1928 er
Þorvaldur Sigurðsson tók við.
Hann var sparisjóðsstjóri til
1970. Allt til ársins 1982 var Þor-
valdur Þorsteinsson sparisjóðs-
stjóri en þá tók sonur hans, Þor-
steinn Þorvaldsson, við. óþh
Flugleiðir:
Flug gekk vel um
jól og áramót
Innanlandsflug Flugleiða gekk
vel í kringum jól og áramót,
miðað við árstíma, enda
veðurfar fremur hagstætt.
Ekki þurfti að fella niður ferðir
til eða frá Akureyri en vélun-
um seinkaði stundum nokkuð.
Hins vegar þurfti að fella niður
flug til Vestmannaeyja og
ísafjarðar.
Á Akureyrarflugvelli var
stöðugur straumur farþega og
sagðist Gunnar Oddur Sigurðs-
son umdæmisstjóri reikna með
að fjöldi þeirra hefði verið svip-
aður og unr jólin 1987. Ekki hafði
hann neinar tölur á takteinum í
þessu sambandi, né um fjölda
farþega á árinu 1988, en þær eru
væntanlegar á næstunni. SS
Sambýli byggt fyrir
Ijölfatlaða á Akureyri
- áætlaður kostnaður er 20 milliónir króna
Farið hefur verið fram á fram-
lag úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra til byggingar sambýlis fyr-
ir fjölfatlað fólk á Akureyri.
Áætlað er að sambýlið verði
fyrir sex einstaklinga sem búa í
heimahúsum og hafa notið
dagvistunarþjónustu.
Bjarni Kristjánsson, fráfarandi
framkvæmdastjóri Svæðisstjórn-
ar um málefní fatlaðra á Norður-
landin eystra, sagði að umræddir
einstaklingar væru á fullorðins-
aldri og þyrftu á sérhæfðu hús-
næði og þjónustu að halda. Áætl-
aður kostnaður við byggingu
sambýlisins er um 20 milljónir
króna, með öllum tilheyrandi
búnaði.
Að sögn Bjarna eru menn
frekar vongóðir um að framlag
fáist úr framkvæmdasjóði til
byggingar sambýlisins þegar á
þessu ári. í fyrra dróst fram á vor
að úthluta úr sjóðnum en að
þessu sinni ætti úthlutun að geta
farið fram í febrúar, og líta þá
ákvarðanir Stjórnarnefndar
málefna fatlaðra vonandi dagsins
ljós í framkvæmd. Stjórnar-
nefndin tekur ákvarðanir um
framkvæmdir í samræmi við til-
lögur svæðisstjórna í viðkomandi
landshlutum um forgangsverk-
efni.
Hvað aðrar úthlutanir úr
sjóðnum snertir eru líkur á að
sundlaugin við Sólborg verði full-
gerð á nýbyrjuðu ári, ef fé fæst og
kostnaðaráætlanir standast, en
sótt var um eina milljón króna til
laugarinnar. Þá er sótt um fram-
lög til að ljúka ýmsum öðrum
verkum á sviði málefna fatlaðra,
t.d. til sambýlis á Húsavík, til
Iðjulundar og vegna Plastiðjunn-
ar Bjargs, en sérstök nefnd hefur
verið skipuð af svæðisstjórn til að
fara ofan í saumana á rekstri
vernduðu vinnustaðanna tveggja
á Akureyri og gera tillögur um
framtíðarstarfsemi þeirra. EHB
Önnumst öll verðbréfaviðskipti og veitum
hvers konar ráðgjöf á sviði fjármála
Vextir umfram
Tegund bréfs verðtryggingu
Einingabréf 1,2 og 3 ............ 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja .......... 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða ........ 8,5- 9,0%
Spariskírteini ríkissjóðs ....... 7,0- 8,0%
Skammtímabréf ................... 7,0- 8,0%
Hlutabréf ........................... ?
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
Gengi Einingabréfa
6. janúar 1989.
Einingabréf 1 3.428
Einingabréf 2 ....... 1.932
Einingabréf 3 ....... 2.226
Lífeyrisbréf ........ 1.724
Skammtímabréf ... 1,193
Verdbréf er eign
sem ber arð
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur á laugardag!
Láttu ekki
þrefalt happ úr hendi
sleppa!
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
G t ileymið ekki að geta smáfuglunum.