Dagur - 06.01.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR— 6. janúar 1989
DANS9KÓU#
SiMa f
Dansnámskeið
Nýr og ferskur dansskóli.
Kennsla hefst 14. janúar.
10 tíma námskeið í barnadönsum,
unglingadönsum, samkvæmisdönsum, gömludönsur
rokk og tjútt.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 26624 milli
kl. 13.00 og 17.00.
AKUREYRARB/tR
Innheimta
fasteignagjalda 1989
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að fast-
eignagjöld 1989 skuli greidd á 5 gjalddögum, í
fyrsta sinn þann 10. janúar og síðan 10. febrúar,
10. mars, 10. apríl og 10. maí.
Dráttarvextir verða reiknaðir á gjaldfallnar
ógreiddar greiðslur þann 10. dag næsta mánaðar
eftir gjalddaga.
Ný innheimtuaðferð:
Fyrir hvern gjalddaga fá gjaldendur nú sendan
áritaðan gíró-seðil, sem þeir geta greitt í banka,
sparisjóðí eða á pósthúsi. Auk þess er tekið á
móti greiðslum á bæjarskrifstofunni, Geislagötu
9, en þar er opið virka daga frá kl. 09.30-15.00.
Þess er vænst, að gjaldendur taki þessum nýja
greiðslumáta vel og að hann verði þeim til
þæginda.
Innheimtan þakkar ágæt skil á liðnum árum og er
jafnan reiðubúin að greiða götu þeirra sem leita
eftir upplýsingum varðandi hin álögðu gjöld.
Síminn er 21000.
Gleðilegt nýtt ár.
Bæjargjaldkerinn.
Útsala!
Útsalan hefst
föstudaginn 6. janúar
30%-50% afsláttur
Opið frá kl. 13.00 til 18.00
/ÉRVER/lUfl p
HfinnvRonvöRUR CtnmtUaUa
■ Ci.nn..Uli
Sunnuhlíð
Sunnuhlíð 12 • Sími 25752.
I Slys gera ekki^
■ $C r m r m okum eins og menni
boð a undan ser! u
Ungmennafélagið
Framtíðin 80 ára
- afmælishátíð í félagsheimilinu Laugaborg
laugardaginn 7. janúar kl. 21.00
Ungmennafélagið Framtíðin í
Hrafnagilshreppi verður 80 ára
á mánudaginn. Félagið var
stofnað 9. janúar 1909 upp úr
„Bindindisfélaginu framtíð,“
sem starfað hafði frá árinu
1904.
Ármann Ketilsson, núverandi
formaður Framtíðarinnar, sagði
að haldið yrði upp á afmæli
félagsins laugardaginn 7. janúar
og hefst afmælishátíðin kl. 21.00
í félagsheimilinu Laugaborg. Þar
verða skemmtiatriði á dagskrá,
kór syngur og stiginn dans. Einn-
ig mun fara fram spurninga-
keppni og saga félagsins verður
rakin. Gestum verður boðið upp
á kaffiveitingar. Afmælið er
hugsað sem fjölskylduskemmtun.
Ungmennafélagið Framtíðin
var upphaflega stofnað sem bind-
indisfélag, eins og áður sagði, en
breyttist í ungmennafélag fyrir 80
árum, einmitt á blómaskeiði ung-
mennafélaganna. Félagið hefur
alla tíð starfað í Hrafnagilshreppi
og er einn stofnfélagi enn á lífi,
Aldís Einarsdóttir frá Stokka-
hlöðum.
Framtíðin starfaði í upphafi að
skógrækt og bindindismálum en
síðar var mest áhersla lögð á
íþróttaiðkun. Leiklistin hefur
einnig átt sína aðdáendur í hópi
félaganna og var síðasta leikritið
sett á svið fyrir fáum árum.
Framtíðin á sérstakan skógarreit
sunnan við Laugaborg. Lítið hef-
ur þó verið unnið að ræktunar-
málunum undanfarin misseri en
þeim mun meiri áhersla verið
lögð á störf að æskulýðs- og
íþróttamálum. í Laugaborg hefur
verið starfrækt opið hús á vetrum
í Laugaborg fyrir æskulýðsstarf-
semi og tómstundaiðkun.
Félagar í Framtíðinni eru um
120, flestir á aldrinum frá 7 til 25
ára. Starfið hefur verið blómlegt
undanfarin tvö ár, að sögn for-
mannsins. Félagið hefur þekkt
bæði góða og erfiða tíma og jafn-
vel hefur komið til tals að leggja
það niður þegar illa gekk og
áhugi var lítill. Framtíðin lifði þó
alltaf af, sem betur fer, og er í
dag virkt og kappsamt ung-
mennafélag. í stjórn félagsins
eru, auk Ármanns, María Páls-
dóttir, ritari, og Sigurður Eiríks-
son, gjaldkeri.
Hvað er að gerast
íþrótta-
maður
KA1988
Þrettándagleði
Þórsara í kvöld
Þórsarar bjóða í kvöld upp á hina
árlegu þrettándagleði með til-
heyrandi brennu, álfadansi, glensi
og gríni. Gleðin fer fram á
íþróttasvæði Þórs við Glerár-
skóla og hefst kl. 20.00.
Skemmtikraftar verða ekki af
lakari endanum að þessu sinni.
Hinn eldfjörugi Hemmi Gunn
ætlar að sjá um kynningu og
Bjartmar Guðlaugsson fjölmiðla-
skáld mun taka lagið. Þá ætlar
Páll Jóhannesson tenórsöngvari
að syngja nokkur áramótalög og
að sjálfsögðu munu álfar, tröll og
aðrir púkar ásamt veislugestum
taka undir. Hátíðinni lýkur svo
að venju með veglegri flugelda-
sýningu sem Þórsarar sjá sjálfir
um að þessu sinni.
Annað kvöld, verður íþrótta-
maður KA 1988 heiðraður í hófi í
KA-heimilinu við Dalbraut. Er
þetta í fyrsta skipti sem slíkt er
gert, en ætlunin er að þetta verði
árviss viðburður.
Klukkan 21.30 um kvöldið
verður húsið opnað fyrir almenn-
ing og þá eru félagsmenn og aðrir
velunnarar hvattir til að koma og
fylgjast með þegar tilkynnt verð-
ur hver hlítur þennan titil. Pað
var KA-klúbburinn í Reykjavík
sem gaf íþróttamanni KA vegleg-
an farandbikar í tilefni af 60 ára
afmæli félagsins á síðasta ári. Það
er von manna, að útnefning þessi
verði íþróttamönnum félagsins
enn frekari hvatning til afreka í
hinum ýmsu íþróttagreinum sem
stundaðar eru innan félagsins.
Þrettándagleði Karlakórs-
ins Heimis í Miðgarði
Hin árlega þrettándagleði Karla-
kórsins Heimis í Skagafirði verð-
ur haldin í Miðgarði nk. laugar-
dagskvöld og hefst kl. 21.00. Má
segja að það sé komin margra
áratuga hefð fyrir þrettándagleði
Heimis og hún orðin fastur hlutur
í tilverunni. Auk söngdagskrár hjá
kómum mun Hilmir Jóhannesson
flytja gamanmál, eins og honum
einum er lagið. Síðan mun
hljómsveit Geirmundar leika fyr-
ir dansi fram eftir nóttu.
Með kórnum munu syngja tví-
söng bræðurnir Pétur og Sigfús
Péturssynir og einnig mun Sveinn
Árnason syngja einsöng. Undir-
leikari verður Kathrine L.
Seedell og stjórnandi Stefán
Gíslason.
Þrettándagleðin er ein aðal
fjáröflunarskemmtun kórsins.
Kórfélagar eru nú um 60 talsins
og hafa æft stíft frá því í haust.
Stefnt er á tónleika síðar í vetur.
-bjb
Leikfélag Akureyrar:
Emil í Kattholti
Mjög góð aðsókn hefur verið að
barna- og fjölskylduleikritinu
Emil í Kattholti hjá Leikfélagi
Akureyrar. Það hefur að undan-
förnu verið sýnt á fimmtudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Næstu sýningar eru laugardaginn
7. janúar kl. 15, sunnudaginn 8.
janúar kl. 15 og fimmtudaginn
12. janúar kl. 18.
Leikstjóri er Sunna Borg en
með aðalhlutverk fara Ingvar
Már Gíslason (Emil), Júlía Egils-
dóttir (ída), Þráinn Karlsson
(Anton), Nanna I. Jónsdóttir
(Alma), Margrét Pétursdóttir
(Lína) og Pétur Eggerz (Alfreð).