Dagur - 06.01.1989, Side 14
14 - DAGUR - 6. janúar 1989
Léttis-
jj félagar
Jólatrésdansleikur verður í Skeifunni, félags-
heimili Léttis, laugard. 7. janúar kl. 14.00, fyrir
börn Léttisfélaga.
Jólasveinar koma í heimsókn.
Kvennadeildin.
Oska eftir aðstoð
á tannlæknastofu mína
Vinnutími frá kl. 13.00 til 18.00.
Umsóknum skal skilað inn á afgreiðslu Dags fyrir 12.
jan. merkt „Klinik“.
Halldór G. Halldórsson, tannlæknir,
Kaupangi v/Mýrarveg.
Kennsla á hljómborð
og rafinagnsorgel
Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið.
Innritun í síma 24769 eftir kl. 17.00.
Orgelskóli Gígju.
Vélstjórafélag Islands
Vélstjórar - Aðalfundur
Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður hald-
inn laugardaginn 14. janúar n.k. í Alþýðuhúsinu
á Akureyri og hefst kl. 13.00.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Að loknum fundi mílli kl. 17.00 og 19.00 verða fund-
armönnum og mökum þeirra boðnar léttar veitingar í
tilefni af 80 ára afmæli fyrstu samtaka vélstjóra hér á
landi.
Stjórnin.
Skrifstofutækni
Markmið með náminu er að mennta fólk til starfa á
nútíma skrifstofum. Megin áhersla lögð á viðskipta-
greinar og notkun tölvu. Námið tekur 256 klst. Að
námi loknu eru nemendur færir um að vinna við tölv-
ur smærri fyrirtækja og deilda innan stærri fyrirtækja.
★ Almenn tölvufræði.
★ Stýrikerfi.
★ Ritvinnsla.
★ Töflureiknar og áætlana
gerð.
★ Gagnasafnsfræði.
★ Tölvufjarskipti.
★ Almenn skrifstofutækni.
★ Bókfærsla.
★ Tölvubókhald.
★ Verslunarreikningur.
★ Toll- og verðútreikningar -
innflutningur.
★ Stjórnun og mannleg sam-
skipti.
★ íslenska.
★ Viðskiptaenska.
Námskeiðið hefst 9. janúar.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 27899.
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34.
Minning:
Ý Jón Krístjánsson
Fæddur 21. maí 1891 - Dáinn 27. desember 1988
í dag er afi minn, Jón Kristjáns-
son, lagður til hinstu hvílu. Hann
var fæddur í Landamótsseli í
Köldukinn, S.-Þingeyjarsýslu
þann 21. maí árið 1891, og hefði
því orðið 98 ára í vor.
Afi var merkur maður fyrir
margra hluta sakir. Hann var
mikill elju- og atorkumaður og
það nánast ekki til sem afi hafði
ekki áhuga á. Þrátt fyrir háan
aldur var hann vel ern, skýr í
hugsun og stálminnugur. Mikil
reisn var yfir afa. Hann var hár
vexti og grannur, beinn í baki og
bar höfuðið hátt. Hann var all
heilsuhraustur í ellinni en var
orðinn lélegur síðasta árið.
Seinni hluta nóvember sl. gekkst
afi undir stóra aðgerð sem hann
náði sér aldrei fyllilega eftir,
enda saddur lífdaga.
Fyrir rúmum sjötíu árum ætl-
aði afi vestur um haf á eftir föður
sínum og systrum og gerast land-
nemi. Örlögin höguðu því hins
vegar svo, að afi fór aldrei lengra
en hingað til Akureyrar. Hann
varð strandaglópur því skipið fór
fyrr en ætlað var og svo hitti hann
ömmu mína, Laufeyju Jónsdótt-
ur frá Grjótnesi á Sléttu, sem
hann kvæntist síðan og átti með 8
börn. Þau eru Jóninna, Guðrún,
Herbert, Lilly, Baldur, Þorbjörg,
Kristján og Magnea Sigurlaug.
Öll eru þau á lífi nema Jóninna
sem lést fyrir tæpum 2 árum.
Amma lést árið 1963 og var
söknuður afa mikill. Systkini afa
fóru hins vegar öll vestur um haf
nema hálfsystir hans Kristlaug
Kristjánsdóttir sem búsett er í
Ólafsfirði. Afi skrifaðist alltaf á
við fólkið sitt í Vesturheimi og
fylgdist grannt með lífi þess og
störfum.
Við afkomendur afa og ömmu
erum orðin yfir níutíu talsins og
fylgdist afi með okkur öllum.
Hann lét sig ekkert óviðkomandi
varða og vildi veg okkar sem
mestan.
Afi hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum, myndaði sér fljótt
skoðanir og vildi hafa áhrif á
gang flestra mála. Hann var
framtakssamur maður og vann
ötullega að sínum áhugamálum
sem voru m.a. starfsemi NLFÍ,
skógrækt og umhverfismál. Hann
var formaður Fegrunarfélags
Akureyrar í tvo áratugi og var
sæmdur Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir þau störf
sín árið 1977. Veit ég að afa þótti
mjög vænt um þá viðurkenningu.
Afi dvaldi á Dvalarheimilinu
Hlíð síðustu 15 æviár sín. Þar
sinnti hann sínum áhugamálum
s.s. ýmiss konar félagsmálum og
bókbandi eftir því sem honum
entist heilsa og þrek til. Afi átti
mikið safn bóka, blaða og tíma-
rita og undi sér löngum við
lestur.
Afa leið mjög vel á dvalar-
heimilinu, þar sem mjög vel var
um hann hugsað af öllu starfs-
fólki og hafi það þökk fyrir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Herdís Herbertsdóttir.
Minning:
^tJ3 Baldvin Gunnar Ringsted
Fæddur 23. október 1914 - Dáinn 27. desember 1988
Það er stríð í þagnar rann
þulinn sjóður af vilja
að missa þann
sem mikið er við að skilja.
(Þjóðvísa)
Tengdafaðir minn Baldvin Ring-
sted tannlæknir, frá Sigtúnum á
Kljáströnd, var til moldar borinn
í gær 74 ára að aldri.
Að leiðarlokum langar mig,
fyrir hönd barna hans og tengda-
barna, að kveðja þennan heið-
ursmann og öðling með örfáum
orðum.
Er fundum okkar bar fyrst
saman hafði Baldvin mestan
hluta lífsstarfs síns að baki og bjó
yfir þvílíkri lífsreynslu og þekk-
ingu að hann var mér æ síðan
viskubrunnur sem ég naut góðs af
hverju sinni sem við hittumst.
Ekki fór á milli mála að þar
sem Baldvin fór var maður sem
hafði lært það á breytilegu lífs-
hlaupi sínu að flestu er dýrmæt-
ara að vera samkvæmur sjálfum
sér. I daglegri umgengni var
Baldvin hlý persóna og glettin,
sem þó hvorki bar tilfinningar
sínar á torg né flíkaði skoðunum
sínum á mönnum og málefnum.
En því betur sem maður kynntist
honum komst maður að raun um
að Baldvin var treystandi í hví-
vetna, lét sér annt um sitt fólk og
bar hag þess framar öllu fyrir
brjósti. Enda tókst honum með
þrautseigju og fyrirhyggju sinnar
kynslóðar að sigla fleyi sínu heilu
í höfn.
Kærustu minningar hans voru
tengdar samverustundum með
fjölskyldu sinni úti í náttúrunni
og þá sérstaklega á æskustöðvum
hans, Kljáströnd. í slíkum ferð-
um dró Baldvin upp myndir af lífi
og starfi fólks fyrr á tíð og lagði
sig í líma við það að afkomendur
sínir bæru skynbragð á það
vorkvöld út á Kljáströnd. Þar
vöktum við nóttina við veiðar og
samræður um allt minni himins
og jarðar og nutum fegurðar nátt-
úrunnar. Af sjálfu sér leiðir að
ekki voru samræður óslitnar,
þagnir komu inn á milli, en ekki
naut ég þeirra síður. í þögninni
leið okkur vel því við fundum
hvor á öðrum hve mjög við nut-
um þessara stunda og frekari
umræða þar að lútandi var þarf-
laus.
Ég veit að Baldvin gekk
óhræddur til móts við skapadæg-
ur sitt og ég veit að í ógerðum
athöfnum mínum sem á einhvern
hátt tengjast kynnum mínum af
þessum manni þá mun hann þar
lifa áfram.
Fyrir hönd barna hans og
tengdabarna þakka ég honum
samfylgdina og votta honum að
lokum mína dýpstu virðingu.
Ágústu og hans nánustu ættingj-
um sendi ég samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Kristján Þór Júlíusson.
Birting afmælis- og
miimingargreina
Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds-
laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31,
Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Blönduósi, Húsavík,
Reykjavík og Sauðárkróki.
Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að
berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði.
Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni
höfundar.
umhverfi sem þeir væru sprottnir
úr. Fjölskyldan var hans horn-
steinn í lífinu.
Mér er sérstaklega minnisstætt
er við Baldvin ókum eitt fallegt