Dagur - 07.01.1989, Page 1

Dagur - 07.01.1989, Page 1
TEKJUBRÉF KJARABRÉF fjArmAl þfn SÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFEIAGIÐ, Ráðhústorgi 3, Akureyri Hver á hvaða spotta? Slökkviliðsstjórinn á Akureyri dregur upp dökka mynd: Iiðið er fámennt og ijársvelt, bfla- floti aldraður og enginn körfubfll - bæjaryfirvöld sýna slökkviliðinu litla ræktarsemi Slökkvilið Akureyrar er fámennt, bílaflotinn aldraður, æfinga- og kennsluaðstöðu skortir, liðið er í fjármagns- svelti og svigrúm til tækja- kaupa því afar lítið. Eldvörn- um bygginga á Akureyri er mjög víða ábótavant og eld- varnir eru í flestum tilfellum það atriði sem síðast er á dagskrá þegar ný hús rísa. Draumur slökkviliðsins um körfubíl snýst upp í martröð er liðsmenn horfa til síaukinna bygginga háhýsa í bænum. Bæjaryflrvöld hafa á undan- förnum árum ekki sýnt liðinu þá ræktarsemi sem nauðsynleg er. Þetta er sú mynd er slökkvi- liðsstjóri Akureyrarbæjar, Tóm- as Búi Böðvarsson dregur upp af ástandi mála á þessum vettvangi. Tómas segir húsbyggjendur í langflestum tilfellum láta eld- varnir sitja á hakanum þegar gengið er frá byggingum og einnig séu tilslakanir frá reglu- gerðum of algengar. Um tækjabúnað Slökkviliðsins segir hann liðið ekki ofalið. Er keyptur var nýr slökkvilbíll árið 1984 var fjármagn til liðsins skor- ið niður og svigrúm til tækja- kaupa því einkar lítið. Liðið hef- ur yfir að ráða fimm bílum í allt, þar af er einn í eigu Brunavarna Eyjafjarðar og einn bílanna er módel 42 og nánast ekki annað en antík. Fyrsti bíll í útkalli er örfáum árum yngri, eða árgerð 53. Gömlu bílana segir Tómas tæknilega úrelta og erfitt sé að fá í þá varahluti komi til bilana. Umræður um kaup á körfubíl hafa staðið á þriðja ár og eru enn ekki annað en umræður. Á hverri vakt eru þrír menn og er til sjúkraflutninga kemur situr einungis einn maður á slökkvi- stöðinni. Slökkviliðið allt sem og varalið þess telur þó um 40 menn og komi til stórbruna er gert ráð fyrir að almannavarnakerfið verði nýtt og inni í það dæmi koma björgunarsveitarmenn. Aldrei hefur reynt á samstarf allra þessara aðila. Slökkviliðið hefur ekki yfir að ráða kennslu- og æfingaaðstöðu og segir Tómas það slæmt, þar sem nýta mætti þann tíma er menn eru á stöðinni til slíkra hluta. Nú sinni menn þessum þætti í aukavinnu úti í bæ. Tryggingarfélög, segir Tómas að mættu gjarnan sýna eldvörn- um meiri áhuga þannig að fleiri legðust á eitt um að koma þess- um málum í gott horf. Á síðustu árum hafa brunatryggingar- iðgjöld lækkað verulega, en þó ekki í samræmi við það sem slökkviliðsmenn hefðu kosið, en meiri lækkun til handa þeim sem góðar eldvarnir hefðu í húsum sínum hefði verið raunhæfari grundvöllur til lækkunar, að sögn Tómasar. mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.