Dagur - 07.01.1989, Síða 3

Dagur - 07.01.1989, Síða 3
7. janúar 1989 - DAGUR - 3 íþróttir Þór tapaði 22:14 fyrir Fram í 1. deild kvenna. Hér sést markahæsti Þórsarinn Inga Huld Pálsdóttir skora eitt marka sinna. Mynd: tlv Handknattleikur: Sigurmarkið á seinustu sekúndu - er Þór skellti UMFN 25:24 Þórsarar unnu góðan sigur á Njarðvíkingum í 2. deild karla í handknattleiknum í Iþrótta- höllinni á fímmtudagskvöldið 25:24. Njarðvíkingar voru yfír næstum allan leikinn og náðu m.a. fímm marka forskoti og voru þrjú mörk yfir 24:21 þeg- ar skammt var til leiksloka. En Þórsarar gáfust ekki upp og á lokasekúndunni renndi Krist- inn Hreinsson sér í gegnum vörnina og tryggði heima- mönnum sigur í leiknum. Þórs- stelpurnar mættu hins vegar ofjörlum sínum og urðu að sætta sig við 22:14 tap gegn Frömurum. Hjá Þórsurum bar mest á Páli Gíslasyni í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku Njarðvíkingar hann úr umferð og mátti hann þá sig lítt hræra. Undir lok leiksins tók Atli Rúnarsson mikinn kipp og skoraði fjögur af sex seinustu mörkum Þórs. Kristinn Hreins- son var drjúgur en var óheppinn í skotum og átti m.a. þrjú stangar- skot. Hann skoraði hins vegar markið mikilvæga sem tryggði Þór sigur. Svo má ekki gleyma þætti Bjarna Bjarnasonar mark- varðar, hann kom inn á er nokkr- ar mínútur voru eftir og Njarð- víkingar voru einu marki yfir. Hann varði þá vel úr horninu og síðan úr hraðaupphlaupi og þeg- ar tæp mínúta var eftir af leikn- um var dæmt víti á Þór. Bjarni dansaði þá eitt lítið Skriðjökla- spor léttur á svip fyrir framan Njarðvíkinginn Eggert Isdal og brosti síðan fallega framan í hann. Eggert fór alveg á taugum við þetta og skaut yfir úr vítinu og Þórsarar tryggðu sér sigurinn úr næstu sókn. Bestu menn Njarðvíkinga voru Einar Benediktsson markvörður sem varði 16 skot í leiknum og Arinbjörn Þórhallsson stórskytta og réð vörn Þórs ekkert við hann. Mörk Þórs: Páll Gíslason 6/1, Atli Rún- arsson 5, Sævar Árnason 4. Ingólfur Samúelsson 4. Kristinn Hreinsson 4, Aðalbjörn Svanlaugsson 1 og Jóhann Jóhannsson 1. Mörk UMFN: Arinbjörn Þórhallsson 10, Sigurjón Guðmundsson 5, MagnúsTeits- son 4, Eggert fsdal 3 og Ólafur Thorder- sen 2. Ágæt barátta hjá Þórs- stelpunum þrátt fyrir tapið Mikill getumunur var á liðum Þórs og Fram í 1. deild kvenna. Það má þó segja Þórsstelpunum til hróss að þær gáfust ekki upp. Bestar þeirra voru þær Inga Huld Pálsdóttir sem blómstraði undir lok leiksins og Inga Birna Hákon- ardóttir markvörður sem varði oft vel í leiknum. Einnig átti Inga Vala Birgisdóttir góðan leik í fyrri hálfleik. Hjá Fram var Kolbrún Jóhannsdóttir landsliðsmark- vörður best og lokaði hún mark- inu í síðari hálfleik. Einnig var Guðríður Guðjónsdóttir sterk að vanda. Mörk Þórs: Inga Huld Pálsdóttir 6, María Ingimundardóttir 3/1, Inga Vala Birgisaóttir 2, Steinunn Geirsdótiir 1, Harpa Örvarsdóttir 1 og Margrét Björns- dóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8, Ingunn Bernódusdóttir 4, Arna Steinsen 4/4, Sigrún Blomsterberg 3, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Ósk Víðsdóttir 1. Handbolti unglinga: Stelpumar í Skemmunm - 3. flokkur 1. deild Stelpurnar í 3. flokki Þórs leika í 1. dcildinni núna um helgina í Iþróttskemmunni. Deildin byrjar á laugardags- morguninn og síðan verður leikið allan daginn og líka á sunnudeginu. Dagskráin lítur annars þannig út: Skemman laugardagur 7. janúar. 1. umferð. KR-Selfoss kl. 9.00 Víkingur-Grótta kl. 9.50 UMFN-Þór Ak. kl. 10.40 2. umferð. Selfoss-Víkingur kl. 11.30 UMFN-KR kl. 12.20 Þór Ak.-Grótta kl. 13.10 3. umferð. Víkingur-UMFN kl. 14.00 Grótta-Selfoss kl. 14.50 KR-Þór Ak. kl. 15.40 Höllin sunnudagur 8. janúar. 4. umferð. UMFN-Grótta kl. 9.00 KR-Víkingur kl. 9.50 Þór Ak.-Selfoss kl. 10.40 5. umferð. Grótta-KR kl. 11.30 Selfoss-UMFN kl. 12.20 Víkingur-Þór Ak. kl. 13.10 NYJUSTU FRETTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, þaö kemur mörgum á óvart að óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grurmvexti, ávöxtunin er reglulega borín saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeir sem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu, og 24ra mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49% raunávöxtun á sama tíma. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.