Dagur - 07.01.1989, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTQFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASOLUVERÐ 70 KR
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÚHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON.
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÚRSDÚTTIR. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON. VILBORG GUNNARSDÚTTIR.
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON.
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Átakanleg frásögn
Dagur skýrði frá því í gær að öldruð hjón á Akureyri
hafi um langt árabil mátt þola miklar raunir sem rekja má
til ágangs drykkjusjúks fólks á heimili þeirra. í blaðinu
rekur gamli maðurinn söguna af því hvernig þetta utan-
garðsfólk hefur með ofstopa lagt líf hans og konu hans í
rúst hvað eftir annað um rúmlega 12 ára skeið. Gömlu
hjónin hafa oft ekki haft frið vegna áfloga og ónæðis, sem
fylgir drykkju fólksins, sem ryðst inn í húsið án leyfis hús-
ráðenda. Svo langt hefur þetta gengið að hjónin hafa
þurft að yfirgefa heimili sitt oftar en einu sinni vegna
ágangs þessa ógæfufólks. Jafnvel á sjálfum jólunum hafa
gömlu hjónin mátt þola yfirgang vegna þessa. 75 ára
gamall maðurinn hefur hvað eftir annað verið þvingaður
til að afhenda drykkjufólkinu bæði mat og peninga, með
hótunum af ýmsu tagi. Þá hefur hann einnig verið beittur
líkamlegu ofbeldi á sínu eigin heimili.
Frásögn gamla mannsins er í senn óhugnanleg,
átakanleg og ótrúleg. Menn spyrja sig ósjálfrátt þeirrar
spurningar hvernig svona hörmungar geti átt sér stað í
velferðarþjóðfélagi nútímans og hvers vegna það sé liðið
af yfirvöldum að friðhelgi heimilis og einkalífs sé rofin
hvað eftir annað af utanaðkomandi fólki. Staðreyndin er
sú að yfirvöld standa ráðþrota gagnvart atburðum sem
þessum, sem því miður eru ekkert einsdæmi. Fjölmargir
einstaklingar og fjölskyldur um land allt gætu sagt hlið-
stæða sögu um viðskipti sín við ofdrykkjufólk og utan-
garðsmenn á liðnum árum.
Gömlu hjónin eru ráðþrota. Þau eru þrotin að kröftum
vegna þess álags sem á þeim hefur hvílt. Þau hafa reynt
allar hugsanlegar leiðir til að freista þess að óáran þess-
ari linni. Opinberar stofnanir og yfirvöld hafa gert sitt tii
að hjálpa þeim hjónum en af ýmsum ástæðum virðist ekki
vera hægt að finna varanlega lausn á þeim mannlega
harmleik sem hér um ræðir. Erlingur Pálmason, yfirlög-
regluþjónn á Akureyri, staðfesti það í viðtali við blaðið.
Hann sagði að lögreglan gæti ekki gert annað en að fjar-
lægja einstaklinga sem kvartað væri yfir vegna ölvunar í
heimahúsum. Viðkomandi væru settir í fangageymslur
lögreglunnar og látið renna af þeim þar. En engin varan-
leg lausn væri til á slíkum vanda. „Gömlu hjónin hafa
mátt reyta af sér sinn síðasta eyri til að losna við þennan
mann, þetta er mikið vandamál og jafn hörmulegt fyrir
lögregluna að horfa upp á þetta eins og aðra. Þetta mál er
ekkert einsdæmi hér í bænum", sagði yfirlögregluþjónn-
inn ennfremur.
Frásögn gamla mannsins í Degi er þrautalending, síð-
asta hálmstrá þeirra hjóna. Gamli maðurinn hefur kosið
að segja sögu sína frammi fyrir alþjóð og koma fram undir
fullu nafni í þeim tilgangi að sýna hversu varnarlaust fólk
í hans aðstöðu er gagnvart kringumstæðunum. Svo sann-
arlega er hér á ferðinni mál sem vekja ætti alla til alvar-
legrar umhugsunar. Óskandi er að opinská umræða skap-
ist um þau hörmulegu vandamál sem fylgja ofneyslu
áfengis og annarra vímuefna.
Samtök áhugafólks um áfengisvarnir á Norðurlandi
opnuðu i gær skrifstofu á Akureyri. Það er ætlun samtak-
anna að leggja sérstaka áherslu á málefni fjölskyldunn-
ar. Ljóst er að samtökin munu þurfa að leita til einstakl-
inga og fyrirtækja um fjárstuðning til að standa straum af
kostnaði við starfsemina. Vonandi verður þeim vel tekið.
Það er greinilega full þörf fyrir starfsemi af þessu tagi á
Norðurlandi. Frásögn gamla mannsins er eftirminnileg
staðfesting þess. BB.
úr hugskotinu
Ár umbrevtinga
Þá er búið að kveðja gamla árið
með öllu því amstri seni slíku
tilheyrir, flugeldum, ýlu-
sprengjum. brennivíni og öllu
þvi' tilheyrandi. svo sem glóðar-
augum. heimiliserjum, að
ógleymdum ölvunarakstrinum
sem löggan var mikið að bölsót-
ast útí í sjónvarpsfréttum
nýársdagskvölds, en virtist þó
fyrst og fremst eilítið súr yfir
því að ekkert alvarlegt slys skuli
af hafa hlotist svo víti yrði til
varnaðar. Já gamlárskvöld er
afstaðið og árið þrotið langt út á
ómælishaf það sem vér nefnum
eilífð. orðið að viðfangsefni
sagnfræðinganna.
Dramatískt ár
En þrátt fyrir þá staðreynd. að
nýkvatt ár sé nú orðið sagn-
fræðilegt viðfangsefni, þá er
það nú síður en svo eitthvert
einangrað og samhengislaust
fvrirbrigði því eins og öll önnur
ár. þá á það sitt upphaf og sinn
endi í þeim árum sem næst því
standa. árum sem til samans
mynda aldirnar sem aftur
mynda svo söguna.
Það ár sem nú hefur lagt á ei-
lífðarbrautina var um margt ár
umbreytinga, en vel að merkja
umbreytinga sem margar hverj-
ar verða þó fvrst áþreifanlegar á
því ári sem nú er að hefja göngu
sína. Og þessar umbreytingar
gerðu það að verkum, að árið
varð á ýmsan hátt afar drama-
tískt svo ekki sé meira sagt. þó
svo að oft á tíðum hafi nú sjón-
arspilið meira verið í ætt við
farsa en drama. til að mynda öll
bjórendileysan sem skemmti
landslýð allt frá áramótum og
langt fram eftir útmánuðum. og
hámarki náði dramað svo einn
góðan haustdag þegar ríkis-
stjórn sprakk í beinni sjón-
varpsútsendingu, sem ýmislegt
bendir til að ekki hafi átt sér
nema um það bil hálfrar stundar
aðdraganda, þó svo að vissulega
hafi feigðarboðarnir verið
margir, til að mynda persónu-
legur metingur. úrræðaleysi í
efnahagsmálum eftir að góðær-
ið fræga var rokið út í veður og
vind, og sennilega einnig hrein-
lega hugmyndafræðileg gjá sem
ekki var hægt að brúa.
Þannig hefur Jón Baldvin til
að mynda líklega gert sér það
Ijóst aö Viðreisn var ekki lengur
pólitískur möguleiki. Viðreisn-
in hefur eflaust á sínum tíma
verið söguleg nauðsyn. Það
varð að gera byltingu til að
hrcinsa burt spillingu og sið-
leysi haftaáranna. Hins vegar
gekk viðreisnin einfaldlega ekki
upp þegar til lengri tíma er litið,
einfaldlega vegna þess að hún
var aldrei framkvæmd til fulln-
ustu, og hefði aldrei verið fram-
kvæmd með Sjálfstæðisflokkinn
við stjórnvölinn, vegna þess að
ráöandi öfl innan hans eru aö
miklu leyti fjölskyldur sem
náðu að auðgast í skjóli haft-
anna, og sem fundu sér nýjan
starfsvettvang að höftunum af-
numdum, fyrir svo utan það að
enn eru ýmis höft í gildi þar sem
þessar fjölskyldur hafa sterk
ítök, svo sem í olíuverslun og
samgöngum. Raunar fór með
Viðreisnina eins og svo margar
aðrar byltingar. Ef þær eru ekki
Reynir
Antonsson
skrifar
stöðugar. þá éta þær börnin sín.
En hver veit nema reyna eigi
einhverja nýja útgáfu af Við-
reisn með „lifrarbandalaginu",
þó svo að ýmislegt mæli því að
vísu í mót, til dæmis þær fyrir-
ætlanir sem uppi eru, að gefa
Flugleiðum drjúgan skilding af
skattfé almennings svo þær geti
kevpt upp keppinautinn, og
finnst sjálfsagt ýmsum dálítið
skondið að Ólafur Ragnar skuli
allt í einu vera orðinn einn besti
vinur fína fólksins með orðurn-
ar.
En þó að ríkisstjórnin geri
þannig sitthvað sem tæpast get-
ur flokkast undir jafnrétti og
félagshyggju, þá er ýmislegt af
því sem hún er að reyna allrar
athygli vert, eins og til dæmis
þessi tímabundna frysting alls
ástands í þjóðfélaginu, sem ef
vel ætti að vera þyrfti að vara í
það minnsta fram á næsta haust,
tíma sem nota ætti til atvinnu-
legrar endurskipulagningar, og
það alversta sem fyrir gæti kom-
ið væri ef hún yrði hrakin út í
gengisfellingu sem allir, jafnvel
þeir sem hæst gala um ranga
gengið. sjá að er vonlaus,- enda
þrýstingurinn á gengið fyrst og
fremst koniinn frá stjórnarand-
stöðu sem veit vel að hopi
stjórnin í gengismálunum er
stefna hennar hrunin eins og
spilaborg. Því má með nokkr-
uni rétti líta á þennan þrýsting á
gengið sem eins konar „ís-
lenskt" valdarán. Verður manni
í þessu sambandi hugsað til
einkar athyglisverðrar breskætt-
aðrar sjónvarpsmyndar sem var
sýnd á Stöð 2 á vitanlega von-
lausum tíma að kvöldi nýárs-
dags, þar sem fjallað er um það
hvernig kerfið í Bretlandi fer að
því með dyggri aðstoð útlend-
inga, að reyna að losa sig við
róttækan forsætisráðherra sem
þó er réttkjörinn af þjóðinni.
Þessa mynd ætti að endursýna,
og efna til umræðna á eftir á
besta tíma, því ef til vill á hún
meira erindi við okkur en margt
af því efni sem miðill þessi
dembir yfir landslýð.
Tilfærslur
Þær umbreytingar í stjórnmál-
urn og þjóðlífinu svona yfirleitt,
og sem eiga fyrst og fremst eftir
að hafa áhrif á því ári sem nú er
að hefja göngu sína, og þeim
sem á eftir fylgja, hafa einnig
orðið staðbundnar hér á Akur-
eyri, en þó er ef til vill réttara
að tala hér um ár tilfærslna
fremur en umbreytinga, þar
sem árið einkenndist hér fyrst
og fremst af tilfærslum og
mannabreytingum hjá nokkrum
af stærstu fyrirtækjum þessa
bæjar, tilfærslum sem allar
munu koma til framkvæmda nú
á fyrra helmingi þessa árs, og
eiga vafalítið eftir að marka
ýmis spor í bæjarlífinu á kom-
andi tímum.
Tökum fyrst sjálfa goðsögn-
ina, það er að segja KEA, þar
sem búið er að skáka hæfum og
almennt vel metnum stjóra suð-
ur í Landsbanka. Að sönnu þá
skilur maður það ekki, að
bankastjórastöðu í þessum
banka allra landsmanna þurfi
endilega að fylgja búferlaflutn-
ingar til Reykjavíkur, þar sem
við erum jú líka landsmenn, og
löngu er orðið tímabært að
maður með völd bankastjóra
sitji á svo stórum stað sem
Akureyri, þannig að Lands-
bankinn á Akureyri verði ein-
faldlega bara Landsbankinn á
Akureyri, en ekki útibú Lands-
bankans í Reykjavík. Jón heit-
inn Sólnes mun hafa eitthvað
reynt með góðum árangri að
koma á þessari skipan, en hlotið
fyrir litlar þakkir að sunnan, en
sannaði þó að þörfin er fyllilega
fyrir hendi.
Ráðning Vals Arnþórssonar í
bankastjórastólinn var vita-
skuld hápólitísk, en um hana
var þó almennur friður, enda
engum blöðum um það að fletta
að um hæfan og duglegan mann
er að ræða, en ekki er hægt að
segja að sami friður hafi ríkt í
sambandi við tilfærslurnar milli
hinna tveggja stórfyrirtækjanna
í bænum Útgerðarfélagsins og
Slippstöðvarinnar, en hrókun
sú sem þar átti sér stað var líka
af rammpólitískum toga. Er
þetta miður þar sem sér í lagi
Útgerðarfélagið er fyrirtæki
sem stendur tilfinningalífi
bæjarbúa nærri, og sem illt verk
er að gera að pólitísku bitbeini.
Þangað hefði átt að ráða annan
með sem besta menntun og
þekkingu á sjávarútvegi, mann
sem cinnig hefði getað sinnt
einhverri kennslu við þá sjávar-
útvegsdeild sem stofna verður
þegar á þessu ári við Háskólann
á Akureyri, þó svo að ekki sé
mikið í kassanum. Ef allt uni
þrýtur þá verður bara að taka
þann hagnað sem verður á sölu
happaþrenna á Norðurlandi í
þctta. Við höfum nefnilega ekki
efni á að vera án þessarar
kennslu, og það er víst nóg fjár-
magn scm öll happdrættin flytja
suður yfir heiðar, þó að þetta
yrði eftir.
Vitaskuld verður erfitt aö
gera sér grein fyrir því hvaða
áhrif þessara mannabreytingar
hafa á bæjarlífið, þó vitað sé að
þau verði mikil, sem svo aftur
leiöir að því hugann hversu
bæjarfélagiö cr í raun háð, cf til
vill allt of háö örfáum stórum
fyrirtækjum, þannig að aðeins
tilfærslur og mannaskipti hjá
þrem aöilum geta haft í för mcð
sér byltingakenndar breytingar
með ófyrirsjáanlegum afleiöing-
um fyrir fjórtán þúsund manna
byggö, og í reynd fyrir miklu
stærra svæöi, jafnvel landið allt,
cnn citt tákn þeirra sanninda,
aö cnginn maður er eyland,
engin ákvöröun einstök cða
samhengislaus við aðrar. Þess-
um sannindum eiga bæöi bær,
þjóð og alheimur eftir að kynn-
ast á því ári sem nú cr aö slfta
barnsskónum, kynnast á því ári
sem skotið var og drukkiö inn í
eilíföina um daginn og öll þau
sem á eftir munu fylgja allt til
endimarka tíma og rúms.