Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 11
7, janúar 1989 -.p/VGUR - ,11 af erlendum vetfvangi i- Nú er ætlunin að temja villtu bufflana í Afríku - Þá verða hættulegustu villidýrin húsdýr Tilraunir til að temja afríska villi- buffalinn, kafferbuffalinn, hafa sýnt betri árangur, en nokkur þorði að vona. Margir telja kaff- erbuffalinn hættulegastan af hin- um stærri villidýrum í Afríku, því að karldýrið getur verið mjög árásargjarnt. Öfugt við vatnabuffalinn í Austurlöndum fjær, sem hefur verið taminn í þúsundir ára, hef- ur hingað til verið talið, að úti- lokað væri að temja afríska buff- alinn. En nýlega var gerð tilraun með þetta í Zimbabwe. Villtir buffla- kálfar voru handsamaðir, bönd sett á horn þeirra og þeir vandir við að vera teymdir um. Þegar þeir voru orðnir 14 mánaða voru þeir vandir við að bera klafa og draga létta hluti, og fjögurra ára gamla var hægt að nota þá til að draga bæði plóga og kerrur. Meðan á tamningu dýranna stóð kom í ljós, að þau eru vel greind, fljót að læra og miklu sterkari en önnur tamin dýr. Fullvaxinn kafferbuffall nær allt að tveggja metra hæð á herðakambinn. Meðal þess, sem gerir það hag- kvæmt að nota buffla sem vinnu- dýr, er að þeir þola marga þá sjúkdóma, sent hrjá dýrin í Afríku. En enda þótt þeir veikist ekki sjálfir af gin- og klaufaveiki. þá geta þeir verið hýslar fyrir þrjár tegundir sóttkveikja, sem valda þessum hræðilega sjúkdómi, og geta því smitað önnur húsdýr. Kálfar villibuffla fá mótefni í móðurmjólkinni, og þegar þeir eru handsamaðir á ungum aldri. er hægt að ná dýrum, sem ekki eru orðin smitberar og stofna því ekki öðrum dýrum í hættu. Annað hagræði af því að temja bufflana til dráttar er, að þeir geta kornið í stað dráttarvéla. En dráttarvélar eru oft alltof dýrar fyrir fátæka bændur í Afríku, og gildir það bæði um kaupverð þeirra og svo eldsneyti og viðháld. (III.Vid. 2/8S. - Þ.J.) Kafl'erbufTallinn er talinn hættulegastur allra stóru villidýranna í Afríku. Kínveijar hyggjast rækta matjurtir í geimskipum Pegar þeir í Kína skutu eldflaug- inni Lang March 2 út í himin- blámann í fyrrahaust, flutti hún með sér hylki, sem í voru mæli- tæki og þangjurtir. Eftir að liylk- ið hafði ferðast umhverfis jörðina í fimm sólarhringa lenti það aftur á jörðu. Kínverjarnir voru ekkert að flýta sér með að gera heyrum kunnugt, hvaða tilgangi það ætti að þjóna að senda sjávarjurtir í himnaferð, en nokkrum mánuð- um síðar svöluðu þeir þó forvitni manna: Þeir hafa í huga að koma sér upp matjurtagörðum í geim- skipum. Þang er fljótvaxin jurt og hent- ar vel til matar, þar að auki tekur hún til sín mikið magn af koltví- sýringi. Lítill gróðurreitur með þangi gæti því átt sinn þátt í að leysa tvö mikil vandamál í sam- bandi við þær langferðir um him- ingeiminn, sem menn hugsa til í framtíðinni. Þangið gæti bæði eytt koltvísýringnum, sem menn anda frá sér, og nýst til matar. Allt frá því að Bandaríkja- menn fóru í fyrstu heimsóknina til tunglsins hafa geimvísinda- menn unnið að undirbúningi ferða lengra út í himingeiminn og til annarra reikistjarna í sólkerf- inu. Þau ferðalög koma til með að taka nokkur ár. Talið er líklegt, að farið verði til Mars einhvern tíma á árunum 2030 til 2050, og sú ferð til dæmis muni taka í það minnsta þrjú ár Á hverju eiga geimfararnir að lifa allan þann tíma? Svo einföld og húsmóðurleg spurning getur sett ýmsa í vanda, jafnvel þá, sem hafa yfir fullkomnustu tækni í heiminum að ráða. Því að eigi geimfararnir að flytja með sér matarforða til margra ára, verður að útbúa feiknastórar birgðageymslur, og ekki nóg með það, heldur þarf þá aukabirgðir af eldsneyti, og allt eykur þetta á stærð og þunga far- artækisins . . . Vera má, að með frumlegri hugmynd sinni um þangræktun, hafi Kínverjarnir hitt á nothæfa lausn þessa vandamáls. Víða í Austurlöndum er algengt að nota þang til matar. Kínverskir mat- reiðslumeistarar hika ekki við að fullyrða, að vel matreidd þang- stappa með viðeigandi kryddi sé hið mesta sælgæti. (III. Vidcnskab 2/8H. - Þ.J.) Almennt lifa koala-birnir eingöngu á laufí af blágúmnútrjáni. En nú hefur tekist að framleiða sérstaka tegund af smákökum, sem falla að smekk þess- ara matvöndu dýra. Koala-bimir borða smákökur Koala-birnir eru mikið vandamál fyrir verði þeirra í þeim dýra- görðum, sem hafa verið svo heppnir að fá sýnishorn af þess- um klifrandi pokadýrum til varð- veislu. Það vill svo til, að þessi litlu snoppufríðu dýr eru með afbrigðum matvönd. Koala-birnirnir éta eingöngu ferskt lauf af blágúmmítré (euka- lyptus). Ekkert annað. Fái þeir ekki þetta trjálauf, kjósa þeir fremur að deyja úr hungri cn leggja sér annað til munns. Dýrafræðingar hafa talið, aö það væri ekki til neins að reyna að fá koala-birnina til að éta eitthvað annað. Þeir hafa haldið fram þeirri kenningu, að það sama gilti um koala-birnina og risapönd- urnar, sem einungis éta bambus- greinar, að þessi dýr væru þannig gerð frá skaparans hendi, að þau neyttu aðeins einnar tegundar af fæðu. En nú er aö því komiö, að Ástralir geti boöið dýragörðum um allan heim ódýrari og geymsluþolnari mat handa koala- björnunum. Rannsóknir, sem líffræðingur að nafni Ian Hume hefur stundað um langan tíma við háskólann í Sydney, hafa leitt til þess, að honum hefur tekist að baka eins konar smákökur, sem eru næringarríkar og koala-birn- irnir fást til að leggja sér til munns. Háskólinn hefur að undanförnu verið með sex tilraunadýr, sem hafa gert sér að góðu hálfan skammt af gúmmítrjálaufi og bætt sér það upp með því að éta heimabökuðu smákökurnar frá dr. Humes. (III. Vid. 2/88. - l’.J.) Vísmdamerai hafa fimdið tijátegund sem getur stöðvað sandstormmn frá Sahara Vísindamenn á vegum Samein- uðu þjóðanna beina nú augum sínum að trjátegund, sem til þessa hefur verið veitt næsta lítil athygli, en gæti, ef rétt væri að staðið, séð þjökuðum íbúum í Súdan og í öðrum löndum á Sahelsvæðinu suður af Sahara, fyrir fæðu, eldsneyti og afurðum til útflutnings. Og þar að auki gæti þessi trjátegund stöðvað frekari útbreiðslu eyðimerkur- innar. Tré þetta nefnist eyðimerkur- skratti og hefur afar langar rætur. Þær ná svo djúpt niður að tréð“ kemur að miklu gagni til að halda jarðveginum í skorðum og varna því að eyðimerkusandurinn nái að berast til frjósamra akra í ná- grenninu. Eins og er nota ýmsir þjóðflokkar á Nílarbökkum eyði- inerkurskrattann til eldiviðar. En í stað þess að fella trén til að afla eldsneytis vilja vísinda- mennirnir, að aldinskeljarnar verði notaðar til framleiðslu viðarkola. Um það bil þriðji hluti af þunga ávaxtanna eru tré- kenndar skeljar. Það er líka hægt að nýta ávextina sjálfa, en af Eyðinierkurskrattanuin, nieð blöð sem stinga, hcfur lítil athygli verið veitt, en hann gæti stöðvað útbreiðslu eyðimerkurinnar og jafnframt lagt til miklar birgðir fæðu og cldsneytis, og loks mætti selja afurðir hans fyrir beinharða peninga. Ávextir trésins eru næringarauðugir og í þcim er að fínna efni, sem nota má í lyfjaiðnaði. hverju tré fást um 125 kg á ári og trén lifa í að minnsta kosti eitt hundrað ár. Aldinkjötið er að 72 hundraðshlutum kolvetni, að mestu sykur. Þar fyrir utan er í ávöxtunum eggjahvítuefni, C- vítamín og ýmis steinefni. Ennfremur er þarna að finna efni, sem lyfjafræöingar hafa sér- stakan áhuga á, en það eru efni, sem breyta má í efni, sem nefnist diosgenin. En diosgenin er notað sem hráefni í kynhormóna meðal annars, í getnaðarvarnalyf og barkstera (nýrnahettubarkar- hormóna). Loks er innsti hluti ávaxtarins, harður möndlulaga kjarni, sem má nýta. Hann er eggjahvítuefni að 30 hundraðshlutum og 51 prósent eru ætar olíur. Hann hef- ur því álíka nrikið næringargildi og sesamfræ eða jarðhnetur. (III. Videnskab. - Þ.J.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.