Dagur - 31.01.1989, Side 2

Dagur - 31.01.1989, Side 2
2 - DAGUR - 31. janúar 1989 Óslax hf. Ólafsfirði: Hiutafé aukíð um 5 milljónir króna Ákveðið hefur verið að auka hlutafé Ólafsfjarðarbæjar I laxeldisstöðinni Óslaxi hf. um 400 þúsund krónur eða 50%. Unnið er nú að því að auka hlutafé í fyrirtækinu um 5 milijónir króna, úr 10 milljón- um í 15 milljónir króna sam- kvæmt ákvörðun hlutafjár- fundar frá liðnu hausti. Ákvörðun um að auka hlutafé bæjarins í Óslaxi hf. var frestað á liðnu hausti en málið var tekið upp aftur og ákveðið að leggja fram 400 þúsund í viðbót til fyrir- tækisins. Að sögn Ármanns Þórðarson- ar er seinni gjalddagi á hlutfé í febrúar og segir hann undirtektir hluthafa við aukningu hlutafjár hafa almennt verið góðar. Af stórum hluthöfum í Óslaxi hf., auk Ólafsfjarðarbæjar, má nefna Sambandið, Kaupfélag Eyfirð- inga, Eimskip, Skeljung hf., útgerðarfélagið Sæberg hf. og frystihúsin í Ólafsfirði. óþh Umferðarslys 1988: Slösuðum íjölgar á höfuð- borgarsvæðinu en stór- fækkar á landsbyggðiimi - slösuðum fækkar yfir 50% milli ára á Austurlandi 3. og 4. bekkingar grunnskóla: „Verum viðbúin“ Verkefnabókum í tengslum við sameiginlegt verkefni Bandalags íslenskra skáta og Kiwanisumdæmisins á íslandi, „Verum viðbúin“ hefur nú verið dreift til allra barna í 3. og 4. bekk í grunnskólum landsins. Börnin í 4. bekk í 8. stofu í Barnaskóla Akureyrar fengu sínar bækur á dögunum og hér eru þau ásamt Þorsteini Konráðssyni frá Kiwanis, Helgu Gunnlaugs- dóttur frá Skátahreyfingunni og Pétri Ólafssyni kennara sínum . Mynd: GB Árskógshreppur falast eftir heitu vatni frá Hamri: Þessi viðbót skiptir engu máii fyrir svæðið á Hamri í nýjum gögnum frá Umferð- arráði kemur fram að fjölgun slasaðra í umferðinni er ein- göngu í tveimur kjördæmum landsins, Reykjavík og Reykja- neskjördæmi. í höfuðborginni einni fjölgar slösuðum úr 239 árið 1987 í 318 árið 1988. Hins vegar kemur í Ijós að fækkun slasaðra í umferðinni er mest á Norðaustur- og Austurlandi. Árið 1987 slösuðust 75 manns í umferðinni Norðausturlandi og 44 á Austurlandi. Á síðasta ári voru þeir 38 á Norðaustur- landi og 20 á Austurlandi. Alls slösuðust og létust 939 manns í umferðarslysum hér á landi árið 1988. Látnum í umferðarslysum fjölgaði úr 24 árið 1987 í 29 árið 1988. Slysum fjölgaði í þéttbýli úr 430 1987 í 459 á síðasta ári. í dreifbýli fækkaði slysum hins vegar um 23% milli ára, úr 243 á árinu 1987 í 187 á síðasta ári. Ef litið er á einstök kjördæmi landsins kemur í ljós að á Norðurlandi urðu tvö banaslys á árinu, eitt í Húnavatnssýslum og eitt í Skagafjarðarsýslu. Á Akur- eyri urðu 256 slys árið 1988, eigna- tjón varð í 239 þeirra en í 17 til- Á fundi blaðstjórnar Dags, föstudaginn 20. janúar sl. lét Valur Árnþórsson, fráfarandi kaupfélagsstjóri, af störfum sem formaður blaðstjórnar Dags. Á fundinum var Sigurð- ur Jóhannesson, aðalfulltrúi kaupfélagsstjóra KEA og bæjarfulltrúi á Akureyri, kjör- inn formaður blaðstjórnar frá sama tíma. Valur Arnþórsson hefur verið formaður blaðstjórnar Dags um nær tveggja áratuga skeið. Hann er nú, sem kunnugt er, á förum til Reykjavíkur þar sem hann tekur við starfi bankastjóra Landsbanka íslands. í stjórnar- formannstíð Vals hefur Dagur eflst og dafnað og m.a. breyst úr vikublaði í dagblað. Þá hefur orðið gjörbylting á allri starfs- aðstöðu í fyrirtækinu. Um leið og nýr blaðstjórnarformaður er boð- inn velkominn til starfa eru Vali vikum var um að ræða slys með meiðslum. Dalvík og Ólafsfjörð- ur skera sig nokkuð úr hvað Norðurland varðar þar sem á þessum stöðum urðu engin meiðsl á fólki í umferðarslysum á síðsta ári, aðeins var um eigna- tjón að ræða. JÓH Hugsanlegt er að lögð verði hitaveita á Árskógsströnd inn- an fárra ára. Að sögn Sveins Jónssonar, oddvita Árskógs- hrepps, verður á næstunni unnið að nákvæmri rekstrar- áætlun fyrir hugsanlega hita- veitu og að því búnu má gera Valur Arnþórsson. færðar hugheilar þakkir fyrir sér- lega farsæl störf í þágu blaðsins ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um næstu skref í málinu. Hitaveita fyrir Árskógshrepp snýr einnig að Hitaveitu Dalvík- ur og Dalvíkurbæ því hugmyndin er að vatn fyrir hana verði fengið úr heitavatnsæðum Dalvíkinga við Hamar. Sveitarstjórn Sigurður Jóhannesson. og honum óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Ritstjóri. Árskógshrepps sendi bréf til veitunefndar Dalvíkur þar sem farið er fram á kaup á 85-90 þús- und rúmmetrum af vatni á ári. Þetta mun vera um 10% af vatns- notkun Dalvíkinga á ári hverju. Veitunefnd lagðist ekki gegn þessum hugmyndum, enda yrði verð fyrir vatnið fyrstu tvö árin 25% af smásöluverði en 50% af smásöluverði eftir það. Nokkuð snarpar umræður urðu um þessa bókun veitunefnd- ar á fundi í bæjarstjórn Dalvíkur í liðinni viku. Nokkrir bæjar- stjórnarmenn töldu ástæðu til að fara varlega í sölu á heitu vatni frá Hamri. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, segir að rétt sé að taka fram að bókun veitunefndar sé á engan hátt endanleg ákvörðun í þessu máli. Ekki megi líta svo á að gengið hafi verið frá sölu á heitu vatni til hugsanlegrar hitaveitu Árskógshrepps. Hins vegar standi ekkert í vegi fyrir því að sveitarstjórn Árskógshrepps láti vinna nákvæma rekstraráætlun fyrir veituna miðað við það verð á vatninu sem veitunefnd Dalvík- ur hefur sett upp. Kristján Þór segir að ef ákvörðun verður tekin um að ráðast í lagningu hitaveit- unnar muni málið að sjálfsögðu koma aftur til umsagnar hlutað- eigandi aðila á Dalvík. Ólafur G. Flóvenz, hjá Orku- stofnun, segir að samkvæmt rannsóknum jarðvísindamanna á jarðhitasvæðinu við Hamar, sé ekki talin nein hætta því samfara fyrir Hitaveitu Dalvíkur þótt hugsanleg hitaveita fyrir Árskógshrepp fengi umrætt vatnsmagn til afnota. Hann segir að hér sé um að ræða svo lítið magn að ekki sé talin nein hætta á ferðum. „Þetta er það afkasta- mikið svæði að þetta viðbótar- vatn á ekki að skipta neinu máli,“ segir Ólafur. Aðspurður segir hann að líftími jarðhitasvæðisins við Hamar sé ríflega mannsaldur, eða allt að 150 ár. óþh Bændaklúbbsftmd- ur í Hlíðarbæ Fimmtudaginn 2. febrúar n.k. verður haldinn Bændaklúbbs- fundur í Hlíðarbæ. Frummælandi á fundinum verður Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra. Hann mun ræða um ástand og horfur í íslenskum landbúnaði. Fundurinn hefst kl. 21.00. 55 milljómr! í frétt í Degi sl. laugardag um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að styðja við bakið á loðdýra- ræktinni var ranglega farið með eina mikilvæga tölu. Tíl lækkunar á framleiðslukostnaði verður var- ið 55 milljónum króna en ekki 35 milljónum, eins og ranglega er sagt í fréttinni. Blaðstjórn Dags: Valur lætur af formennsku

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.