Dagur - 31.01.1989, Side 4

Dagur - 31.01.1989, Side 4
tannverndarvika 4 - DAGUR - 31. janúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aðgerðir til hjálpar loðdýraræktendum Á sínum tíma var loðdýrarækt sú búgrein sem mestar vonir voru bundnar við í fyrirhuguðum búháttabreytingum í sveitum landsins. Þegar ljóst var að draga þyrfti úr kjöt- og mjólkurframleiðslu voru bændur hvattir til að hefja loðdýrarækt, sem þá þótti álitlegasti kosturinn hvað aukabúgreinar varðaði. Engan óraði þá fyrir þeim miklu erfiðleik- um sem loðdýrabændur standa nú frammi fyrir. Röð atvika hefur í sameiningu gert loðdýrarækt- endum afar erfitt fyrir og nú er svo komið að neyð- arástand ríkir í þessari grein, sem þótti svo lífvæn- leg fyrir fáum árum. Það er fyrst og fremst óhagstæðri gengisþróun og verðfalli á erlendum mörkuðum að kenna að staða loðdýraræktar er svo erfið sem raun ber vitni. Skinnaverð er háð sveiflum á heimsmarkaði og þær sveiflur geta orðið æði stórar. Um nokkurt skeið hefur skinnaverð verið mjög lágt og ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvenær vænta megi breytinga til batnaðar. Þær breytingar munu eiga sér stað en spurningin er hvernig hjálpa eigi loðdýraræktendum að þrauka þangað til. Stjórnvöldum ber tvímælalaust skylda til að hlaupa undir bagga með loðdýrabændum, svo þeir geti staðið af sér slæma tímann í markaðs- málunum. Það voru jú stjórnvöld sem höfðu for- göngu um hinar nauðsynlegu búháttabreytingar í sveitum landsins og hvöttu bændur til að fara út í loðdýrarækt. Hafa ber í huga að þegar hefur verið fjárfest fyrir um tvo milljarða króna í þessari bú- grein sem telur nú um 210 ársverk. Það væri glap- ræði að kasta þeirri fjárfestingu á glæ auk þess sem ný atvinnutækifæri í sveitum landsins eru af mjög skornum skammti. Landbúnaðarráðherra greindi fyrir helgi frá þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir til stuðnings loðdýraræktinni. í fyrsta lagi er áætlað að verja um 55 milljónum króna til að lækka fóðurkostnað loðdýrabúanna. í öðru lagi mun Framleiðnisjóður taka allt að 60 milljóna króna lán, sem notað verður til sérstakrar endurskipu- lagningar á fjárhag og rekstri loðdýrabúa. Loks verður greiðslubyrði af lánum vegna loðdýraræktar breytt í veigamiklum atriðum. Þessar aðgerðir rétta stöðu loðdýraræktarinnar til mikilla muna. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort nóg er að gert. Það er lífsspursmál fyrir íbúa í sveitum landsins að loðdýraræktin haldi velli, því eins og fyrr segir á dreifbýlið ekki margra kosta völ ef hennar nýtur ekki við. Atvinnutækifærin þar eru því miður af skornum skammti. Með sameiginlegu átaki má tví- mælalaust fleyta loðdýraræktinni yfir erfiðan hjalla og skapa henni viðunandi rekstrargrundvöll. Stórt skref hefur nú verið stigið í þá átt. BB. I Hvernig á að koma í veg fyrir að barnatennurnar skemmist? Er ekki alveg vonlaust að koma í veg fyrir það? Er ekki allt í lagi að þær skemmist, það er bara gert við þær eða þær dregnar úr strax og þær skemmast? Þessar spurningar, og aðrar í svipuðum dúr heyrir maður oft, og skal nú fjallað um tannvernd barna og mikil- vægi barnatannanna í von um að lesandinn verði fróðari að lestri loknum. Mikilvægi barnatanna „Deila má um hversu nauðsyn- legar tennur eru mannskepnunni. Að sönnu eru þær henni ekki lífs- nauðsynlegar lengur. Víst verður þó að teljast, að ef við í einhvern tíma höfum þörf fyrir þessi líf- færi, þá er svo á barnsaldri. Þessi fullyrðing er studd svofelldum rökum: 1) Á barnsaldri eru vöxtur og viðgangur hvers einstaklings hvað örastur, svo að fæðutekja og melting þurfa að vera í sem bestu lagi. Tygging fæðunnar og blöndun hennar við munnvatn er upphaf meltingarinnar. Án tanna raskast meltingin þegar í upp- hafi. 2) Við lærum að tala snemma á barnsaldri. Eðlilegum fram- burði vissra hljóða náum við ekki án heilla framtanna. Einkum á þetta við um hljóð er táknast með bókstöfunum: s, z, f, v, þ og ð. 3) Glatist barnatönn að hluta til við niðurbrot tannátu eða í heilu lagi við tannúrdrátt, riðlast tanngarðar og skekkja á fullorð- instönnum vill hljótast af. 4) Vöxtur neðri hluta andlits er að nokkru háður notkun kjálk- anna. Séu kjálkarnir ekki notaðir til tyggingar, t.d. vegna tannfæð- ar, eða vegna þess að í munni barnsins eru svo sárar tennur að barnið forðast mat, sem krefst tyggingar, vaxa kjálkarnir ekki eðlilega, og neðra andlitið verður rýrara en ella. 5) Barn með afbrigðilegar tennur verður oft fyrir miskunnar- lausum athugasemdum félaga sinna. Barnið getur orðið félags- Halldór G. Halldórsson. lega afskipt, innhverft, fengið minnimáttarkend, dregist aftur úr í námi og seint beðið þess bætur. Ætti nú að vera afgreiddur sá misskilningur, er hefst á orðun- um: „Þetta eru nú bara barna- tennur o.s.frv.“ (Úr bók Ólafs Höskuldssonar: Tannvernd barna.) En hvernig má koma í veg fyrir tannskemmdir Skipta má fyrirbyggjandi aðgerð- um í fjóra flokka, þar sem for- eldrar sjá alveg um fyrstu tvo flokkana, foreldrar, tannlæknir og skólahjúkrunarfræðingar sjá um þriðja flokkinn og tannlækn- ar sjá um fjórða flokkinn eftir að foreldrar hafa beðið um að við- komandi tannlæknir kalli inn barnið. 1. Mataræði Rétt mataræði er forsenda þess að koma í veg fyrir tannskemmd- ir. Þar skiptir mestu að barnið borði vel af „mat“ á matartímum en borði ekkert þess á milli. Það er nefnilega tíðni sykuráts sem skiptir máli hvað tannskemmdir varðar, en ekki magnið. Tenn- urnar eru sterkar, og þær þola vel að borðaður sé matur á matar- tímum, jafnvel þó að í honum sé sykur. En sé sífellt verið að maula eitthvað sætt á milli mála endar með að glerungurinn leys- ist upp. Fyrst kemur hvítur blettur, ef ekkert er að gert verður hann brúnn, og á endanum kemur gat í gegnum glerunginn. Þessa þróun er hins vegar hægt að stöðva og jafnvel hægt að snúa henni við ef rétt er brugðist við. Við skulum nú átta okkur á sykurklukkunni á myndinni hér til hliðar. Svörtu reitirnir sýna þann tíma sem sýrurnar sem myndast við sykurátið eru að draga steinefnin úr glerungnum. Hjá barni, þar sem sykurklukka eitt á við, koma steinefnin til baka milli mála. Hjá barni, þar sem sykurklukka tvö á við, leikur sýran um tennurnar mest allan daginn. Tennurnar fá aldrei frið til að endurkalkast og þarna er skemmdin nær óumflýj- anleg. Til að börn vaxi og þroskist eðlilega þurfa þau hojla fæðu sem inniheldur kolvetni, prótein, fitu, steinefni og vítamín í réttum hlutföllum. Sælgæti inniheldur hins vegar nær eingöngu sykur (50%) og fitu (50%). Sé þess neytt í miklu magni daglega dregur það mjög úr matarlyst og barnið fer að vanta ýmis næringarefni sem það þarf nauðsynlega á að halda, sér- staklega prótein. Barnið þroskast ekki eðlilega, verður þróttlaust og sísvangt. Niðurstaðan er því þessi: Passa að börnin borði ekkert sætt á milli mála, og er þá ekki aðeins átt við sælgæti heldur allt sem sykur er í, svo sem kex, djús, gos og kaffibrauð. Leyfa börnun- um að kaupa sér sælgæti á laugar- dögum (hafa nammidag). Drekka vatn við þorsta. 2. Tannhirða. Nauðsynlegt er að þrífa tenn- urnar vel, sérstaklega eftir morg- unmatinn og á kvöldin, það er að sofa með hreinar tennur. Börn eru ekki fær um að sjá sjálf um tannhirðuna fyrr en þau eru orð- in átta til tíu ára og því þarf aðstoð foreldra fram að þeim tíma. Best er að nota lítinn, mjúkan bursta og nota svokall- aða „nuddaðferð? við burstun- ina. Þá er burstinn færður fram og aftur með stuttum, mjúkum hreyfingum og passað að bursta alla fleti tannanna og tannholdið með. Mörg börn vilja ekki að Akureyri: Endurskoðunar- fyrirtæki sameinast Fyrirtækin Endurskoðun Akureyri hf. og Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. hafa sam- einað rekstur sinn í einu endurskoðunarfyrirtæki á Akureyri undir nafninu Endurskoðun Akureyri hf. Samtímis hefur starfsemin ver- ið flutt í ný og glæsileg húsa- kynni að Glerárgötu 24, 3ju hæð, þar sem Rafmagnseftirlit ríkisins var áður til húsa. Endurskoðun Akureyri hf. var stofnað fyrir átta árum og nú starfa þar um 13 starfsmenn, þar af þrír löggiltir endurskoðendur. Að félaginu standa nú, auk Þor- steins Kjartanssonar stofnanda þess, Arnar Árnason og Björg- ólfur Jóhannsson, Endurskoðun hf. og Endurskoðun Sig. Stefáns- son hf., en hjá þessum fyrirtækj- um starfa um 70 manns víðs veg- ar um land. Mikið fjölmenni var viðstatt er nýju húsakynnin að Glerárgötu 24 voru formlega tekin í notkun á föstudaginn. Myndir: bb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.