Dagur - 31.01.1989, Page 7
Skíðavertíðin hafin:
Krístínn og Valdemar fyrstir í svigi
- Einar sigursæll á Siglufirði
Vertíðin hjá íslenskum skíða-
mönnum hófst um helgina með
mótum á Siglufirði og ísafirði.
Keppt var í göngu á Siglu-
fírði og í alpagreinum á Isa-
fírði. Isfírðingar voru sigursæl-
ir í norrænu greinunum en
Akureyringum gekk vel fyrir
vestan.
Á Siglufirði setti veður strik í
reikninginn og komust ekki allir
keppendur til bæjarins í tæka tíð.
Annars urðu úrslitin þessi:
Bikarmót:
Karlar 15 km, hefðbundin aðferð:
1. Einar Ólafsson í. 51,05
2. Sigurgeir Svavarsson Ó. 51,41
3. Baldur Hermannsson S. 53,30
Piltar 17-19 ára 10 km:
1. Daníel Jakobsson f. 34,41
2. Sveinn Traustason Flj. 35,45
3. Sölvi Sölvason S. 36,46
Konur 16 ára og eldri:
1. Hulda Magnúsdóttir S. 21,16
Punktamót SKÍ:
Karlar 10 km, frjáls aðferð:
1. Einar Ólafsson í. 35,52
2. Sigurgeir Svavarsson Ó. 36,44
3. Baldur Hermannsson S. 53,30
Piltar 17-19 ára, 7,5 km:
1. Daníel Jakobsson í. 34,41
2. Bjarni Brynjólfsson í. 28,14
3. Guðmundur Óskarss. Ó. 28,45
Stúlkur 16 ára og eldri, 2,5 km:
1. Hulda Magnúsdóttir S. 11,05
Kristinn og Valdemar
stóðu sig vel á ísafirði
Á Isafirði var haldið fyrsta
punktamót vetrarins í alpagrein-
um. Veðrið var ágætt báða
keppnisdagana, þótt aðeins hafi
farið að hvessa undir lok mótsins.
Kristinn Svanbergsson og Valde-
mar Valdemarsson skiptu verð-
laununum með sér í karlaflokki
en Anna María Malmquist varð
að láta sér annað sæti lynda.
Keppendur voru 16 í karla-
flokki og 8 í kvennaflokki. Illa
gekk hjá strákunum að klára
brautina fyrri daginn og stóðu
einungis 5 alla brekkuna. Stelp-
urnar kláruðu hins vegar allar
með glans. Betur gekk síðari
daginn og stóðust flestir kepp-
endurnir þrautina. En úrslitin
urðu þannig fyrri daginn:
Svig karla:
1. Kristinn Svanbergsson A. 104,24
2. Egill Ingi Jónsson R. 105,62
3. Steingrímur Waltherss. R. 107,17
Svig kvenna:
1. Asta Halldórdóttir í. 108,30
2. Anna María Malmquist A. 110,30
3. Þórdís Hjörleifsdóttir R. 113,15
Svig karla:
Seinni dagur:
1. Valdemar Valdemarss. A. 103,86
2. Kristinn Svanbergsson A. 104,02
3. Arnór Gunnarsson f. 105,14
Svig kvenna.
1. Asta Halldórsdóttir í. 111,05
2. Anna M. Malmquist A. 113,94
3. Pórdís Hjörleifsdóttir R. 114,52
Knattspyrna:
Hörður með Eflingu
- hættir hjá Leiftri
Hörður spilar með Eflingu næsta
sumar.
Hörður Benónýsson hefur ver-
ið ráðinn þjálfari hjá Ung-
mennafélaginu Eflingu. Hörð-
ur lék með Leiftri í 1. deildinni
í fyrra en hefur einnig leikið
með Völsungi, Magna og
HSÞb. Hörður mun einnig
leika með Eflingu í 4. dcildinni
í sumar.
Sverrir Haraldsson formaður
Eflingar segir að þeir séu mjög
ánægðir með að hafa fengið Hörð
til liðs við félagið. Það hafi vant-
að sókndjarfan miðjumann hjá
þeim í liðið og með komu Harðar
sé liðið tilbúið í toppslaginn í
deildinni.
Hörður mun einnig þjálfa
yngri flokka Eflingar en að sögn
Sverris er mikill áhugi hjá félags-
mönnum að gera vel í öllu starfi
knattspyrnudeildarinnar. Lið
Eflingar er að mestu leyti skipað
heimamönnum og verður það
líka næsta sumar.
Kristinn Svanbergsson sigraði í svigi á ísafirði.
Lyftingar:
Freyr s-norskur meistari
- vinakeppni Akureyrar og Stavanger
Freyr Aðalsteinsson.
Freyr Aðalsteinsson, fyrrver-
andi formaður LRA, varð um
sl. helgi s-norskur meistari í
kraftlyftingum.
Freyr hefur verið búsettur í
Stavanger um nokkurra ára skeið
og verið þar virkur keppnismað-
ur. Á meistaramótinu voru hátt í
100 keppendur og þar af 15 í 82
kg flokki en þar keppir Freyr.
' Freyr lyfti 200 kg í hnébeygju,
142,5 í bekkpressu, 242,5 í rétt-
stöðulyftu, 585 í samanlögðu.
Þetta dugði honum til sigurs en
næsti maður lyfti 582,5 kg þannig
að keppnin var mjög jöfn.
Freyr var reyndar óheppinn að
ná ekki 600 kg í samanlögðu, en
það þykir alltaf töluverður við-
burður í Noregi þegar sá múr er
brotinn.
Ákveðið hefur verið að koma á
bæjakeppni í lyftingum milli
Akureyrar og Stavanger. Fyrsta
keppnin fer fram í Stavanger 27.
maí næstkomandi og verður
keppt í 5 manna úrvalssveitum.
Nánar verður sagt frá þessari
bæjakeppni síðar.
Körfuknattleikur:
TindastóD og Þór í kvöld
Það verður norðanslagur í
Úrvalsdeildinni á Sauðárkróki
í kvöld. Þar mætast Tindastóll
og Þór. í fyrri leik þessara liða
unnu Sauðkrækingar nauman
sigur í spennandi leik. Það má
því búast við hörkuviðureign á
Króknum í kvöld og vert að
hvetja fólk til að mæta.
Þórsurum hefur ekki gengið sem
skyldi í vetur og ætla sér sjálfsagt
að sýna nágrönnum sínum á
Sauðárkróki í tvo heimana.
Tindastóll vann öruggan sigur
á ÍS á sunnudaginn og hefur verið
að tapa naumt síðustu heima-
leikjum. Þeir mega ekki við að
tapa fyrir fullu húsi áhorfenda
þannig að búast má við spenn-
andi leik í kvöld á Sauðárkróki.