Dagur - 31.01.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 31. janúar 1989
íþróttir
t
Úrvalsdeildin í körfu:
Öruggur sigur Tindastóls
- á ÍS 84:65
Tindastóll sigraði ÍS örugglega í
Úrvalsdeildinni í körfuknattleik
þegar liðin mættust á heimavelli
Stúdenta í fyrrakvöld. Lokatöl-
urnar urðu 84:65 eftir að staðan
hafði verið 46:32 í leikhléi.
Það voru Stúdentar sem skoruðu
fyrstu stigin í leiknum og komust í
4:0 og síðan 6:2. Þessu undu norðan-
mennirnir illa og jöfnuðu 7:7 en
Valdim'ar K. Guðlaugsson, besti
maður ÍS í leiknum, svaraði með
tveimur fallegum körfum og breytti
stöðunni í 11:7. Næstu mínúturnar
höfðu Stúdentar góð tök á leiknum
en þegar 11 mínútur voru liðnar jafn-
aði Tindastóll í annað sinn í leiknum
og komst yfir stuttu síðar. Við það
var sem vindurinn væri úr Stúdentum
en Tindastólsmenn hresstust að sama
skapi. Það sem eftir lifði leikhlés
bættu Tindastólsmenn jafnt og þétt
við og höfðu yfir, 46:32, í leikhléi.
Þeir bræður, Eyjólfur og Sverrir,
fóru á kostum í Tindastólsliðinu í
síðari hálfleik. Samvinna þeirra var
oft á tíðum stórskemmtileg og kunnu
Stúdentarnir engin ráð til að stöðva
þá. Samanlagt gerðu þeir bræður 47
stig, þar af gerði Eyjólfur 10 stig úr
vítaskotum.
Eyjólfur átti stórleik gegn ÍS og skoraði
32 stig.
Þegar á síðari hálfleikinn leið fór
að koma berlega í ljós hversu mikill
styrkleikamunurinn var á liðunum.
Eftir því sem á leikinn leið keyrðu
Tindastólsmenn upp hraðann en aft-
ur á móti virtist heldur draga af Stúd-
entum. Svo virtist sem þeir hefðu
ekki fullt úthald í leikinn og réðu því
ekki við hraðann. Körfuskot þeirra
voru mjög óvönduð og oft á tíðum
ótímabær. Þau rötuðu því sjaldnast
rétta leið en Valur Ingimundarson
var að vanda sterkur undir körfunni
og hirti fjölda frákasta.
Eftir fáeinar mínútur af síðari
hálfleik var orðinn yfir 20 stiga mun-
ur á liðunum og hélst sá munur út
leikinn. Lokatölur, 84:65.
Valdimar K. Guðlaugsson var
góður í fyrri hálfleik en í síðari hálf-
leik bar enginn af í liði Stúdenta.
Eyjólfur, Sverrir og Valur voru
sterkastir norðanmanna en einnig
átti Haraldur Leifsson ágætan leik.
JÓH
Stig Tindastóls: Eyjólfuí Sverrisson 32, Valur
Ingimundarson 17, Sverrir Sverrisson 15,
Kári Marísson 8, Haraldur Leifsson 8, Björn
Sigtryggsson 4.
Stig IS: Valdimar K. Guðlaugsson 23, Helgi
Gústafsson 8, Heimir Jónasson 8, Jón
Júlíusson 8, Porsteinn Guðlaugsson 7, Bjarni
Haraldsson 6, Sólmundur Jónsson 4, Gísli
Pálsson 1.
Handknattleikur/2. deild og Bikarkeppni:
Tvö töp Þórsara
Þórsarar riðu ekki feitum hesti frá
viðureignum sínum við Ármenn-
inga um helgina. Ármenningar
sigruðu í fyrri leik liðanna 23:20
og var sá leikur liður í 2. deildinni.
Gestirnir slógu einnig Þór úr
bikarkeppninni með því að sigra
þá 25:20.
Birgir Björnsson þjálfari Þórsara
hafði ekki stór orð uppi eftir leikinn
þrátt fyrir tapið. „Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að þarna
voru að mætast lið sem hefur verið í
botnbaráttunni og svo aftur lið úr
toppbaráttunni og getumunurinn var
hreinlega of mikill.“
Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans er
ekki hægt að horfa fram hjá þeirri
staðreynd að Þórsarar hafa oft leikið
betur en í þessum tveimur leikjum.
Ármannsliðið virkar ekki mjög
sterkt og hefði lítið upp í 1. deildina
að gera. Þeirra besti maður er þjálf-
arinn Hannes Leifsson og er hann
allt í öllu hjá liðinu.
Það var jafnræði með þessum
tveimur liðum framan af leiknum í
fyrri hálfleik og var m.a. jafnt 5:5.
En þá settu Ármenningar í annan gír
og komust yfir 10:8 þegar gengið var
til búningsherbergja.
Þessi munur hélst allan síðari hálf-
leik og munaði aldrei meira en fjór-
um mörkum. En Þórsurum tókst
ekki að draga gestina uppi og leikur-
inn endaði því með þriggja marka
sigri Glímufélagsins 23:20.
Mörk Pórs: Kristinn Hreinsson 5, Sævar
Árnason 5, Páll Gíslason 4, Jóhann Jóhanns-
son 3, Ingólfur Samúelsson 1, Hörður Harð-
arson 1, Atli Rúnarsson 1.
Mörk Ármanns: Hannes Leifsson 8, Haukur
Haraldsson 5, Friðrik Jóhannesson 4, Einar
Eiríksson 3, Björgvin Bárðarson 2, Haukur
Ólafsson 1.
Bikarinn búinn fyrir Þórsara
Ekki gekk Þórsurum betur á sunnu-
deginum. Að vísu byrjuðu þeir betur
og voru yfir 2:1 og áttu möguleika á
þvx að skora þriðja markið. Það mis-
heppnaðist og þess í stað skoruðu
- gegn Ármenningum
Ármenningar sjö mörk í röð og
gerðu þannig út um leikinn.
Eftir þennan hræðilega leikkafla
var það einungis formsatriði að ljúka
leiknum. Mestur var munurinn níu
mörk undir lok leiksins 24:15 en
Þórsarar náðu að klóra í bakkann og
skora fimm mörk á lokakaflanum og
lokatölur voru sem sagt 25:20.
Hjá Þór bar mest á Páli Gíslasyni
og Sævari Árnasyni en þeir hafa oft
leikið betur en núna um helgina. En
það þýðir ekkert fyrir Þórsstrákana
að örvænta þrátt fyrir þessi úrslit.
Ármannsliðið er á toppnum og hinir
ungu leikmenn Þórs verða að halda
haus í hinni hörðu botnbaráttu deild-
arinnar.
Mörk Þórs: Páll Gíslason 5, Rúnar Sigtryggs-
son 5, Sævar Árnason 4, Ingólfur Samúelsson
4, Aðalbjörn Svanlaugsson 1 og Jóhann
Jóhannsson 1.
Mörk Ármanns: Haukur Ólafsson 6, Hannes
Leífsson 5, Jón O.Davíðsson 4, Einar Eiríks-
son 3, Haukur Haraldssson 3, Guðmundur
Jónsson 2, Friðrik Jóhannsson 1.
Ingólfi Samúelssyni og fclögum hans í Þórsliðinu tókst ekki að veita Ármenningum
verðuga keppni um helgina. Mynd: tlv
Eiríkur Sigurðsson stóð fyrir sínu en það dugði ekki Þórsurum til sigurs,
ÍR lagði Þór
nokkuð öragglega
- 92:80 í Höllinni
Þórsarar urðu að sætta sig við
enn eitt tapið á heimavelli sín-
um í Úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Nú voru það ÍR-ing-
ar sem héldu heim á leið með
tvö stig í pokahorninu eftir að
hafa lagt þá rauðklæddu að
velli 92:80 á sunnudagskvöld-
ið.
Það var mikill tröppugangur í
leik Þórsliðsins að þessu sinni.
Þrisvar sinnum náðu ÍR-ingar
öruggu forskoti en tvisvar náðu
heimamenn að jafna leikinn og
um miðjan síðari hálfleikinn
tókst þeim meira að segja að
komast yfir í nokkurn tíma. En
ÍR-ingar bættu í og sigruðu
örugglega 92:80, eins og áður
sagði.
Þórsara skoruðu fyrstu körf-
una en ÍR-ingar svöruðu með 10
stigum í röð. Fram undir miðjan
hálfleikinn skiptust liðin síðan á
að skora en þá tóku Þórsarar góð-
an kipp og jöfnuðu leikinn 35:35.
ÍR hleypti þá nýjum krafti x
spilið og skoruðu leikmenn liðs-
ins aftur 10 stig í röð án þess að
Þórsurum tækist að svara fyrir
sig. Gestirnir höfðu því yfir 52:40
þegar dómararnir flautuðu til
leikhlés.
ÍR-liðið virkaði mun frískara
fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik
og jók forskot sitt um nokkur
stig. En þá var eins og Þórsurum
hefði verið gefin vítamínsprauta í
rassinn og fóru þeir að spila eins
og englar.
Baráttan varð miklu betri í
vörninni og flest skot þeirra röt-
uðu rétta leið ofan í körfu ÍR-
inga. Á stuttum tíma náðu þeir
að jafna leikinn og komasLyfir
66:61.
En þar með var allur dampur
úr leikmönnum Þórs. ÍR-ingar
komust fljótlega yfir aftur og eftir
það var sigur þeirra aldréi í
hættu. Leikmenn Þórs komust í
hin mestu villuvandræði í síðari
hluta hálfleiksins og voru allir
byrjunarleikmennirnir með fjór-
ar villur og það var því ekki að
undra að þeir gætu beitt sér á
fullu.
Eins og oft áður í leikjum gegn
ÍR áttu Þórsararnir í mestu vand-
ræðum með að stöðva bakverði
þeirra, þá Jón Örn Guðmunds-
son og Karl Guðlaugsson, og
fengu þeir að skora næstum því
að lyst.
Hjá Þórsliöinu áttu menn mjög
köflóttan leik. Jóhann Sigurðs-
son var mjög góður í fyrri hálf-
leik og hefur sjaldan leikið betur
í vetur en þá. Hins vegar bar ekki
mikið á honum eftir leikhlé.
Konráð og Guðmundur áttu
góða kafla í leiknum en duttu
niður þess á milli.
Stig Pórs: Konráð Óskarsson 20, Jóhann
Sigurðsson 17, Guðmundur Björnsson
16, Björn Sveinsson 12, Eirlkur Sigurðs-
son 11 og Stefán Friðleifsson 4.
Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 18, Jóhannes
Sveinsson 18, Jón Örn Guðmundsson 17,
Sturla Örlygsson 16, Bragi Reynisson 11,
Björn Steffensen 6, Ragnar Torfason 4
og Gunnar Þorsteinsson 2.