Dagur - 31.01.1989, Side 9
31. janúar 1989 - DAGUR - 9
Sutton Utd. steínlá gegn Norwich
- Forest og Man.Utd. áfram - Brentford sigraði Man. City
Um helgina var leikin 4. umferð
í FA-bikarnum á Englandi og
fengu leikmenn því frí frá bar-
áttunni um stig í deildakeppn-
inni. Það var hart barist í flest-
um leikjum, en utandeildaliðin
tvö sem eftir voru í keppninni
urðu að játa sig sigruð og eru
úr leik. Óvænt úrslit sáu þó
dagsins Ijós og ýmsum viður-
eignum er ólokið vegna jafn-
teflisleikja sem verða endur-
teknir í vikunni. Lítum þá nán-
ar á leikina 15 sem fram fóru á
laugardag.
• Sutton Utd. sem kom svo
mjög á óvart er liðið sló Coventry
úr bikarnum í 3. umferð átti ekki
nokkra möguleika á útivelli gegn
Norwich. Leiknum var sjónvarp-
að hér heima og menn sáu leik-
Kevin Sheedy hélt Everton áfram í
bikarnum er hann jafnaði gegn
Plymouth úr vítaspyrnu.
Úrslit
FA-bikarinn 4. umferð.
Aston Villa-Wibledon 0:1
Blackburn-Sheffield Wed. 2:1
Bradford-Hull City 1:2
Brentford-Manchester City 3:1
Charlton-Kettering 2:1
Grimsby-Reading 1:1
Hartlpool-Bournemouth 1:1
Manchester Utd.-Oxford 4:0
Millwall-Liverpool 0:2
Norwich-Sutton Utd. 8:0
Nottingham For.-Leeds Utd. 2:0
Plymouth-Everton 1:1
Sheffield Utd.-Colchester 3:3
Stoke City-Barnsley 3:3
Swindon-West Ham 0:0
Watford-Derby 2:1
Úrslit frá fyrri viku.
FA-bikarinn 3. umferð.
Manchester Utd.-Q.P.R. 3:0
Þetta var þriðji leikur liðanna,
en tveimur fyrri leikjum lauk
með jafntefli og Man.Utd.
vann sér rétt til að leika heima
gegn Oxford í 4. umferð.
Deildarbikarinn 5. umferð.
Southamton-Luton 1:2
Endurtekinn jafnteflisleikur
liðanna og Deildarbikarmeist-
arar Luton mæta West Ham í
undanúrslitum í tveimur leikj-
um, en hin viðureignin í
undanúrslitunum er milli
Nottingham For. og Bristol
City.
menn Norwich yfirspila áhuga-
mennina með nettum og hröðum
fótbolta. Það var aðeins tíma-
spursmál hvenær Norwich tæki
forystu. Það gerðist snemma í
leiknum eftir hornspyrnu, Trevor
Putney skoraði með föstu skoti.
Malcolm Allen og Robert Fleck
bættu tveim mörkum við fyrir
hlé. í síðari hálfleiknum bætti
Allen við þrem mörkum og skor-
aði því fjögur í leiknum og Fleck
skoraði tvö í síðari hálfleik þann-
ig að hann var með þrennu j
leiknum. 8:0 sigur Norwich var
ekki of stór, mörkin hefðu hæg-
lega getað orðið fleiri, en áhuga-
mennirnir gáfust þó aldrei upp og
börðust af fremsta megni allt til
leiksloka.
• Hitt utandeildaliðið Kettering
mætti 1. deildarliði Charlton á
útivelli og var óheppið að tapa
leiknum. Þó virtist í hálfleik að
sigur Charlton væri í höfn og
leikmenn liðsins gætu notað síð-
ari hálfleikinn til skotæfinga.
Paul Williams kom Charlton yfir
á 18. mín. og 5 mín. síðar bætti
Robert Lee öðru marki við.
Steve Mackenzie fékk opið færi
til að bæta því þriðja við fyrir hlé,
en datt um boltann. í upphafi
síðari hálfleiks skoraði Robbie
Cooke fyrir Kettering og mikil
barátta upphófst á vellinum sem
var eitt drullusvað eftir miklar
rigningar. Rétt undir lokin átti
Ernie Moss skot rétt framhjá
marki Charlton og þar fór mögu-
leiki Kettering á aukaleik sem
það átti skilið.
• Óvænt úrslit urðu í leik 3.
deildarliðs Brentford og 2. deild-
arliðs Manchester City. Brent-
ford sem Steve Perryman gamli
Tottenhamleikmaðurinn stjórnar
lék mjög vel og 3:1 sigur liðsins
var fyllilega verðskuldaður.
Aðeins góð markvarsla Andy
Dibble í marki City kom í veg
fyrir stærra tap liðsins. Gary Blis-
sett og Richard Cadette miðherj-
ar Brentford voru mjög virkir og
á 10. mín. náði Blissett foryst-
unni eftir sendingu Cadette.
Þrem mín. fyrir hlé skoraði Keith
Jones annað mark Brentford
með skoti frá vítateig. Nigel
Gleghorn sem komið hafði inná
sem varamaður lagaði stöðuna
fyrir Man. City rétt eftir hlé með
Jan Molby átti mjög góðan leik fyrir
Liverpool gegn Millwall.
góðu marki, en lokaorðið átti
Blissett með marki úr þvögu um
miðjan síðari hálfleikinn og
óvæntur sigur liðsins í höfn.
• 2. deildarlið Watford þurfti 4
leiki gegn Newcastle í 3. umferð
til að komast í þá fjórðu, en liðið
afgreiddi 1. deildarlið Derby í
fyrstu tilraun á laugardag. Wat-
ford hafði undirtökin í leiknum,
en Derby fékk þó sín tækifæri.
Watford skoraði fyrsta og síðasta
markið og 3 mín. fyrir leikslok
varði Peter Shilton markvörður
Derby vítaspyrnu frá Neil
Redfearn. Redfearn var þó fyrir-
gefið því það var hann sem skor-
aði sigurmark Watford 11 mín.
fyrir leikslok með marki úr auka-
spyrnu. Richard Holden tók for-
ystu fyrir Watford 7 mín. fyrir
hlé, en varamaðurinn Gary
Micklewhite jafnaði fyrir Derby
á 75 mín. eftir að Rob Hind-
march hafði skotið í þverslá.
Vörn Watford náði að halda
Dean Saunders í skefjum í leikn-
um og réð það mestu um úrslitin.
• FA-bikarmeistarar Wimble-
don ætla ekki að gefa bikarinn
eftir baráttulaust eins og Aston
Villa fékk að kynnast á heima-
velli sínum. Gífurleg barátta og
harka leikmanna Wimbledon
ásamt stórleik Hans Segers í
marki liðsins sem varði m.a. víta-
spyrnu frá Allan Evans, kom
leikmönnum Villa úr jafnvægi.
Villa fékk góð færi, David Platt
tvívegis í fyrri hálfleik og aftur í
þeim síðari en Segers lét ekkert
fram hjá sér fara. Vinny Jones
skoraði sigurmark Wimbledon
eftir klukkutíma leik úr þvögu og
þrátt fyrir að Eric Young væri
rekinn af leikvelli 8 mín. fyrir
leikslok tókst liðinu að halda út.
• Rauði herinn frá Manchester
er nú kominn í gang og lið Utd.
þurfti ekki að hafa mikið fyrir
sigri sínum gegn Oxford. Mark
Hughes skoraði eftir 10 mín. er
Ralph Milne sendi til hans. Vonir
Oxford brustu síðan á þrem mín.
í síðari hálfleik, á 61 mín. bætti
Steve Bruce við öðru marki liðs-
ins með skalla eftir hornspyrnu
Gordon Strachan og síðan stýrði
Jimmy Phillips skoti Mal Donaghy
í eigið mark. Bryan Robson skor-
aði fjórða markið 8 mín. fyrir
leikslok eftir sendingu Milne og
Manchester Utd. stefnir nú á sig-
ur í FA-bikarnum.
• Colchester er neðst í 4. deild
og náði óvænt jöfnu gegn Sheffield
Utd. á útivelli, en Sheffield er í
hópi efstu liða í 3. deild. Liðið
náði raunar tveggja marka for-
ystu með mörkum Stuart Hick og
Colin Hill. Mark Todd lagaði
stöðuna fyrir Sheffield fyrir hlé
og komst síðan yfir með mörkum
Brian Deane og Ian Bryson. En
tveim mín. fyrir leikslok jafnaði
Stephen Hetzke fyrir Colchester.
• Grimsby náði jöfnu heima
gegn Reading, Steve Saunders
skoraði sjálfsmark hjá Grimsby á
48. mín., en Marc North tókst
síðan að koma knettinum í rétt
mark og leikmenn Grimsby skor-
uðu því bæði mörk leiksins.
• 4. deildarlið Hartlepool náði
óvænt jafntefli gegn 2. deildarliði
Bournemouth á heimavelli. Brian
Honour náði reyndar forystu fyr-
ir Hartlepool, en Luther Blissett
jafnaði fyrir Bournemouth úr
vítaspyrnu.
• Stoke City og Barnsley skildu
jöfn í miklum markaleik 3:3 þar
sem Barnsley komst í 2:0 og síð-
an 3:1. David Currie skoraði tvö
fyrir Barnsley og John Mac Don-
ald eitt, mörkin fyrir Stoke City
gerðu Dave Bamber, George
Berry og Peter Beagrie sem jafn-
aði í lokin.
• 1. deildarlið Sheffield Wed.
tapaði úti gegn Blackburn úr 2.
deild. Simon Garner skoraði fyrir
Blackburn á 1. mfn. síðari hálf-
leiks og síðan missti Sheffield
mann út af, Colin West rekinn í
bað fyrir gróft brot. Tony Finnig-
an bætti öðru marki við fyrir
Blackburn, en eina mark Sheff-
ield skoraði David Hirst sem
komið hafði inná sem varamaður
9 mín. fyrir leikslok.
• Sean McCarthy náði forystu
fyrir Plymouth gegn Everton á
65. mín., en Kevin Sheedy jafn-
aði fyrir Everton með marki úr
vítaspyrnu á 80 mín. og liðin
mætast því aftur.
• Nottingham For. sigraði
Leeds Utd. 2:0, Lee Chapman
skoraði fyrra markið á 7 mín. er
varnarmönnum Leeds Utd. mis-
tókst að hreinsa frá eftir auka-
spyrnu. Minnstu munaði að Ian
Baird tækist að jafna stuttu síðar,
en skot hans var vel varið. Gary
Parker komst einn í gegn á 25.
mín., en Mervyn Day varði frá
honum. Parker bætti síðan við
síðara marki Forest undir lokin
og margir telja að nú takist Brian
Clough loks að sigra í bikarnum.
• Bradford sem sló Tottenham
úr keppninni í 3. umferð tapaði á
heimavelli gegn Hull City. Leigh
Palin var rekinn út af í fyrri hálf-
leik hjá Bradford og Hull City
hafði yfir í leikhléi með marki
Billy Whitehurst. Keith Edwards
bætti öðru marki við fyrir Hull
City í síðari hálfleik áður en
Mark Leonard skoraði eina mark
Bradford.
• Og það var aðeins eitt marka-
liverpool lagði Millwall
- Rush og Aldridge skoruðu
Sextándi leikurinn í 4. umferð
FA-bikarsins fór fram á sunnu-
daginn, er Millwall tók á móti
meisturum Liverpool. Og það
var Liverpool sem hafði betur,
sigraði 2:0 og margir spá því að
Liverpool muni leika til úrslita
í keppninni á Wembley í vor,
en liðið getur orðið litið á þann
völl sem sinn annan heimavöll.
Leikurinn var mikill báráttu-
leikur og varnir beggja liða
sterkar. Kenny Dalglish lét Alex
Watson leika í vörninni og Jan
Molby var sweeper, bæði Peter
Beardsley og Ray Houghton
voru á varamannabekknum.
Þessi taktík tókst vel og Molby
átti mjög góðan leik. Bruce
Grobbelaar átti ekki í vandræð-
um með þau skot sem að marki
Liverpool komu. Liverpool náði
forystu á 12. mín. síðari hálf-
leiks, John Aldridge frír eftir
hornspyrnu John Barnes skallaði
í netið. Aðeins sex mín. síðar
bætti liðið síðara markinu við,
samspil Aldridge og Barnes opn-
aði leiðina fyrir Ian Rush sem
skoraði með skoti í stöng og inn.
Millwall lagði allt í sölurnar í lok-
in drifnir áfram af þeim Les Bril-
ey og Terry Hurlock, en marka-
skorararnir Tony Cascarino og
Teddy Sheringham komust ekk-
ert áleiðis gegn sterkri vörn
Liverpool og sigur liðsins ekki í
hættu.
laust jafntefli í leikjunum 15 á
laugardag. Swindon náði að
halda hreinu gegn hinu mikla
bikarliði West Ham sem nú fær
annað tækifæri á heimavelli
sínum. Þ.L.A.
Vinny Jones skoraði mark bikar-
meistara Wimbledon gegn Aston
Villa.
Bikarkeppni:
Létt hjá
stórliðunum
Dregið hefur verið í 16-Iiða
úrslitum ensku bikarkeppn-
innar. Stórliðin fengu flest
létta leiki, nema e.t.v. Nott-
ingham Forest sem þarf að
heimsækja Watford. Liver-
pool fer til hafnarborgarinn-
ar Hull og ætti að komast
áfram. En lítum þá á
dráttinn:
Hull-Liverpool
Stoke/Barnsley-Plymouth/Everton
Norwich-Sheffield Utd./Colchester
Charlton-Swindon/West Ham
Wimbledon-Grimsby/Reading
Hartlepool/Bournemouth-Man Utd.
Blackburn-Brentford
Watford-Nott.For.
Staðan
1. deild
Arsenal 21 13- 5- 3 46:22 44
Norwich 22 11- 8- 3 33:24 41
Liverpool 22 9- 8- 5 28:18 35
Coventry 21 10- 5- 6 30:21 35
Nott.Forest. 22 8-10- 4 31:24 34
Man.Utd. 22 8- 9- 5 31:19 33
Millwall 21 9- 6- 6 32:27 33
Derby 21 9- 5- 7 23:16 32
Everton 21 8- 6- 7 26:23 30
Middlesbro 22 8- 5- 9 29:34 29
Wimbledon 21 8- 4- 9 25:29 28
Aston Villa 21 6- 9- 6 31:34 27
Luton 22 6- 8- 8 24:26 26
Tottenham 21 6- 7- 8 32:33 25
QPR 22 6- 6- 9 23:22 24
Southampton 22 5- 9- 8 32:42 24
Charlton 22 5- 8- 9 24:32 23
Sheff.Wed. 21 5- 8- 8 18:29 23
West Ham 22 4- 5-13 19:39 17
Newcastle 22 4- 5-13 17:40 17