Dagur - 31.01.1989, Page 11
hér & þar
Brúðhjónin voru hamingjusöm daginn sem giftingarnar fóru fram. Fjölskylduböndin urðu þó meira en lítið flókin.
19 ára brúðgumi varð
stjúpfaðir fimm bama
- og mágur systur sinnar - brúðurin varð mágkona sonar síns
Fjölskyldutengsl geta verið bæði
flókin og einföld eftir ástæðum.
Þau fjölskyldubönd . sem hér
verður sagt frá verða að teljast til
hinna flóknari.
í bæ einum í Bandaríkjunum
voru tvenn brúðhjón gefin saman
í það heilaga sama daginn. 43 ára
gömul kona, Pam Pearce, fimm
barna móðir og amma, giftist 19
ára pilti, Mick að nafni. Brúð-
guminn varð stjúpfaðir barnanna
sem öll voru eldri en hann
sjálfur. Sama dag giftist Tonie,
22 ára sonur brúðarinnar Pam
Pearce, systur brúðgumans. Þá
varð Pam mágkona sonar síns en
Mick varð stjúpfaðir systur sinn-
ar (!).
„Þetta er kannski flókið fyrir
aðra en við erum svo ástfangin að
ekkert annað skiptir máli,“ sagði
frú Pearce, sem er yfir sig ánægð
með hinn 19 ára gamla eigin-
mann sinn. Hún segir að stærsta
óskin sé að eignast eigið hús og
barn með nýja manninum.
Pam segist aldrei gleyma því
þegar Mick kom inn í líf hennar
og batt endahnútinn á 27 ára
hjónaband hennar. Kvöld eitt
kom sonur hennar heim með vin
sinn. Þegar mamman sá þennan
unga mann féll hún þegar í stað
fyrir honum. Hún reyndi að telja
sjálfri sér trú um að hún væri að
verða vitlaus, orðin amma og 43
ára að hugsa slíkar hugsanir en
allt kom fyrir ekki. Mick brosti
aðeins til hennar og talaði við
hana um alla heima og geima.
Skömmu síðar mættust þau af
tilviljun á götu og þá vissi hún að
hún var orðin ástfangin. Mick
kom í heimsóknir til hennar og
dag einn sagðist hann elska hana.
„Ég hélt að ég myndi springa af
hamingju en lét ekki á neinu bera
og bað hann um að hugsa um
eitthvað annað. Mick tók utan
um mig og þá gat ég ekki annað
en viðurkennt að ég elskaði hann
líka,“ sagði Pam.
Daginn eftir bar Mick upp
bónorðið við gifta konuna. Hún
neitaði í fyrstu en þegar Mick gaf
sig ekki og bar bónorðið upp aft-
ur gat hún ekki neitað lengur,
skildi við fimmtugan eiginmann
sinn og flutti inn til kærastans.
Þegar dóttir hennar og bróðir
Micks ákváðu að giftast vildi hún
ekki hika lengur og steypti sér í
það heilaga.
„Við gleðjumst mömmu vegna,“
segja börn hennar. „Foreldrar
mínir hafa náð sér eftir áfallið og
eru jákvæð gagnvart okkur núna.
Við eru heppin að upplifa þessa
miklu ást,“ segir brúðguminn 19
ára.
X /
SAA-N:
XII
Zetor 7045 árg. ’85 til sölu.
Ekinn 1675 tíma.
Tilboð óskast.
Upplýsingar í símum 96-61781 og 96-61771.
Einangrtmarstöð ríksins, Hrísey.
Tilkynning
Iðnfulltrúi Norðurlandsumdæmis eystra verður í
fríi frá 1. febrúar til 20. febrúar 1989.
ATH! frá þeim tíma verður skrifstofa hans fyrst um
sinn að Hvammshlíð 2, 603 Akureyri.
Sími 96-21347.
Viðtalstímar auglýstir síðar.
Marinó Jónsson, iðnfulltrúi.
Sjávarútvegs-
® ráðuneytið
Með tilvísun til 5. gr. laga nr. 3 8. janúar 1988 um
stjórn fiskveiða ber útgerðum að velja milli aflamarks
og sóknarmarks fyrir 1. febrúar.
Hafi skriflegt svar ekki borist fyrir ofangreindan tíma
verður skipi hlutaðeigandi útgerðar úthlutað veiði-
leyfi samkvæmt 1. valkosti: Botnfiskleyfi með afla-
marki.
Sjávarútvegsráðuneytið, 26. janúar 1989.
Ilil framsóknarmenn llll
AKUREYRI
Aðalfundur
Framsóknarfélags Eyjafjarðar
verður haldinn í Hafnarstræti 90, miðvikudaginn
febrúar kl. 20.30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista
Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamálið á Norðurlandi,
SÁÁ-N, efna til fræðslunám-
skeiðs fyrir alkóhólista næstu
vikurnar og hefst það mánu-
daginn 6. febrúar. Áfengis-
meðferð er ekki skilyrði fyrir
þátttöku en viðkomandi verð-
ur helst að hafa a.m.k. þriggja
mánaða edrúmennsku að baki
til að námskeiðið nýtist
honum.
„Þetta námskeið er hugsað
sem viðbótarfræðsla fyrir þá sem
hafa farið í meðferð en þó er
meðferð ekki skilyrði heldur
edrúmennska," sagði Ingjaldur
Arnórsson, starfsmaður SÁÁ-N.
Hér er um kvöldnámskeið að
ræða, einu sinni í viku, 12 skipti
alls. Þátttakendur eru beðnir að
skrá sig hjá skrifstofu SÁÁ-N og
þar geta þeir líka fengið nánari
upplýsingar um námskeiðið.
„Staðreyndin er sú að það er
töluvert af fólki sem er edrú en
líður ekki vel í sinni edrú-
mennsku. Þannig á þetta ekki að
vera. Markmiðið með námskeið-
inu er að fá fólk til að vinna í sín-
um málum. Það að hætta að
drekka er ekki bati heldur for-
senda batans,“ sagði Ingjaldur.
Hann sagði ennfremur að til
væri fólk sem færi í gegnum
áfengismeðferð í frekar slæmu
ástandi og megnið af dagskrá
meðferðarinnar hefði farið fyrir
ofan garð og neðan hjá því. Þetta
námskeið væri ágæt upprifjun og
gæti vonandi kveikt þann neista
sem vantaði hjá sumum. SS
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.
iMvaiíM \m
V/SA
Bmm
Dags.
SVARSEÐILL
Beiðni um miilifærslu
áskriftargjalds
□ Er áskrifandi
□ Nýr áskrifandi
Undirritaöur óskar þess aö
áskriftargjald Dags veröi
framvegis skuldfært mánaðarlega
á greiöslukort mitt.
Kortnr.
Gildir út:
Nafnnr.:
Strandgötu 31 Sími 96-24222
ASKRIFANDI:
HEIMILI:
PÓSTNR.-STAÐUR:
SÍMI:
UNDIRSKRIFT.