Dagur


Dagur - 31.01.1989, Qupperneq 16

Dagur - 31.01.1989, Qupperneq 16
Bílaperur 6-12 og 24 volta — Flestar tegundir Samlokur fyrír og án peru „Unglingavandamár í uppsiglingu á Akureyri: Þrettán ára gömul böm undir áhrifum áfengis - ölvuðum unglingum vísað frá Dynheimum - Hver tekur við þessu vandamáli? Drykkjuskapur unglinga á Akureyri virðist fara vaxandi og nieira ber á yngri krökkum en áöur, allt niöur í 13 ára, sem eru undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í bókun æskulýðsráðs Akureyrar og þykja þessar staðreyndir slá- andi, ekki síst með tilliti til fremur jákvæðrar útkomu úr könnun, sem gerð var á síðasta ári, á tómstundum og áhuga- málum unglinga í bænum. Dansleikir í Dynheimum tengjast þessu máli óneitanlega. Eftir einn slíkan hafði foreldri samband við blaðið og sagðist vart muna eftir öðrum eins drykkju- látum meðal unglinga í grennd við staðinn og í þessum hópi hefðu verið börn um og innan við fermingaraldur. í bókun æskulýðsráðs getur Steindór Steindórsson forstöðu- maður Dynheima þess, að árgangurinn sem bættist við um áramótin væri stór og aðsókn að Dynheimum með meira móti. Hins vegar virtist áfengisneysla fara vaxandi og umgengni um húsið verri en áður. Fram kemur að um aðra helgi í janúar hefði verið tekið hart á því að enginn færi inn í húsið undir áhrifum áfengis. Varð að vísa um 30 krökkum frá vegna þessa og afleiðingarnar komu berlega fram í miðbæ Akureyrar. Þar var að sögn lögreglunnar ófriðlegra en oft áður um kvöldið og fram á nótt. í þessu sambandi spunnust miklar umræður um það hver tæki við því vandamáli, sem áfengisneysla unglinga væri, þeg- ar því væri úthýst úr Dynheim- um. Helmingi fleiri við vinnu á virkjunarsvæði Blöndu í sumar en síðastliðið sumar: Yfir 500 manns á svæð- inu um mitt næsta ár Samkvæmt áætlunum Lands- virkjunar verða yfir 500 manns starfandi við Blönduvirkjun um mitt næsta ár. Fram- kvæmdir á virkjunarsvæðinu iiggja að mestu niðri um þessar mundir en hefjast með vorinu þegar hafist verður handa við stífluhleöslu og veituvirki. manns við vinnu á virkjunar- svæðinu þegar mest verður en haustið 1991 er gert ráð fyrir að taka virkjunina í notkun. Þá lýk- ur mestu umsvifunum á virkjun- arsvæðinu en áætlanir gera ráð fyrir að nokkrir tugir manna vinni við lokafrágang allt til haustsins 1992. JÓH „Æskulýðsráð skorar á foreldra að halda vöku sinni og veita ungl- ingunum aukið aðhald hvað varðar áfengisneyslu. Jafnframt hvetur ráðið þá fjölmörgu aðila sem hafa með æskulýðs- og ungl- ingamál að gera að ræða þessi mál á opinskáan hátt. Öðruvfsi mun ekki takast að skapa betri og heilbrigðari „skemmtanamenn- ingu“ unglinga hér í bæ,“ segir orðrétt í bókun ráðsins. SS Loðnubræðslan í Krossanesi er að komast undir þak á nýjan leik eftir miklar framkvæmdir. Mynd: gb Félagar í björgunar- sveit Slysavarna- félagsins á Dalvík: Aðstoðuðu öku- mann í Ólafs- íjarðarmúla Félagar í björgunarsveit Slysa- varnafélagsins á Dalvík komu bflstjóra á Lödu Sport til aðstoðar í Ólafsfjarðarmúla sl. föstudagskvöld. Veður var slæmt í Múlanum og skyggni afleitt. Björgunarsveitinni barst beiðni um aðstoð seinni part föstudags og um kl. 19 fóru fjórir menn úr sveitinni út í Ólafsfjarð- armúla á bifreið af gerðinni Unimog-Benz. Þrátt fyrir að bifreið þessi þyki fær í flestan sjó var fyrirstaðan orðin það mikil á Múlaveginum að brugðið var á það ráð að kalla á snjóbíl frá Dalvík til að halda förinni áfram. Snjó- bíllinn hélt af stað um klukkan 19.40 með tvo menn innanborðs. Benz-bifreiðin snéri þá við en tveir fjórmenninganna færðu sig yfir í snjóbílinn. Um klukkan 20.45 náði snjóbíllinn að Löd- unni, sem var staðsett skammt sunnan við skýli Slysavarnafélags íslands. Bílstjóri Lödunnar beið átekta í bílnum í eins góðu yfir- læti og mögulegt var við þessar aðstæður. Hann slóst í för með þeim björgunarsveitarmönnum og til Dalvíkur voru þeir fimm- menningar komnir hressir og kát- ir síðla föstudagskvölds. Þessi leiðangur björgunarsveit- armanna var „létt“ æfing fyrir helgina því þeir, ásamt félögum úr hjálparsveit skáta, voru iðnir við að rétta ökumönnum á Dal- vík og nágrenni hjálparhönd í helgarófærðinni. óþh Akureyri: Dagvistargjöld hækki um 58% á árinu og rekstrarkostnaður lækki um 2,5 miili. - „misræmi sem ég sætti mig ekki við,“ segir Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrui Áætlun Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að um mitt næsta sumar verði um 270 manns starfandi á virkjunarsvæðinu en fækki nokk- uð þegar líður fram á árið. Segja má að lokakaflinn í virkjunar- framkvæmdunum hefjist í apríl á næsta ári en um það leyti hefst jafnframt stíflugerðinni niður- setning á vélum virkjunarinnar. í júlí og ágúst á næsta ári er gert ráð fyrir að um 530 manns starfi við framkvæmdirnar eða nær fimmfalt fleiri en unnu á virkjun- arsvæðinu sfðastliðið sumar. Sumarið 1991 verða um 470 Um helgina komu sjö árekstr- ar til kasta lögreglunnar á Akureyri og einn ökumaöur var tekinn grunaður um meinta ölvun við akstur. Að öðru leyti gekk umferðin bæri- lega en þung færð setti strik í reikninginn hjá mörgum. Fimm einstaklingar gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri um helgina. Meirihluti bæjarráðs á Akur- eyri hefur beint þeim tilmælum til félagsmálaráðs, að það leggi fram tillögur um lækkun rekstr- „Við þurftum að aðstoða öku- menn á föstudaginn sem höfðu fest bíla sína í sköflum hér og þar í bænum en það var þó minna en oft áður. Nú eru margir komnir á kraftmikla fjórhjóladrifsbíla og láta snjóinn ekki aftra sér,“ sagði Matthías Einarsson varðstjóri. Aðspurður kvaðst hann ekki vita til þess að ökumenn hefðu lent í hrakningum úti á þjóðveg- um. Öxnadalsheiðin lokaðist á arkostnaðar á dagvistum og leikvöllum bæjarins um 2,5 miiljónir króna. „Ég tel að fé sem veitt er til dagvistarmála skömmum tíma og létu menn það alveg vera að brjótast í gegnum ófærðina. í Ólafsjarðarmúla lenti öku- maður hins vegar í erfiðleikum á föstudagskvöld. Hann festi bíl sinn og varð að skilja hann eftir og kalla á hjálp til að komast aft- ur til byggða. Múlinn var vitan- lega ófær um helgina líkt og flest- ir fjallvegir norðanlands. SS sé of lítið, en ekki of mikið,“ lét Sigríður Stefándóttir bæjar- ráðsmaður og fulltrúi í félags- málaráði bóka á fundi félags- málaráðs í síðustu viku. Sigríð- ur gat þess einnig að hún hefði ekki staðið að þessum tilmæl- um bæjarráðs til félagsmála- ráðs. Sigríður sagði í samtali við blaðið, að samkvæmt fjárhags- áætlun bæjarins væri einungis gert ráð fyrir að minnka þjónustu á sviði dagvistarmála, vissulega yrði aðhalds gætt á fleiri sviðum, „en þetta er eini málaflokkurinn þar sem beinlínis á að draga úr þjónustunni,“ sagði Sigríður. Dagvistarmál væru ekki í það góðu lagi á Akureyri að við þessu hefði mátt. Sigríður bendir á að ætlunin sé að hækka dagvistargjöld um 58% á árinu, en forsendur fjárhags- áætlunar geri ráð fyrir 14% launa- hækkun. Þá bendir hún einnig á að heimild til álags á fasteigna- skatt sé ekki að fullu nýtt. „Þetta er misræmi sem ég get ekki sætt mig við.“ Félagsmálaráð er sammála um að engin leið sé að lækka rekstrar- kostnað í dagvistarmálum nema skerða þjónustuna og segir í fundargerð ráðsins að verði niðurstaða fjárhagsáætlunar sú, mun ráðið leggja til að Gerða- völlur verði opinn hálfan daginn í sumar og honum lokað 1. sept- ernber. Sumarstarfsfólki verði fækkað um 25% á gæsluvöllum sem þýðir að þrír vellir yrðu ein- ungis opnir hálfan daginn, en ekki allan eins og áætlað var. Þá leggur ráðið til að leikskólunum Árholti, Iðavöllum og Lundarseli verði lokað kl. 17.00 í stað 18.00 frá 1. júní. mþþ Skóflan á lofti um helgina: Ófærð hrelldi ökumenn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.