Dagur - 09.02.1989, Page 3
9. febrúar 1989 - DAGUR - 3
Róbert Guðfmnsson fær eina létta „gusu“ frá Sverri Leóssyni
vegna ummæla í Degi í gær:
Þeir sem líta niður á
toemar á sér rjúka upp
til handa og fóta
- Róbert hreyfði ekki mótmælum á aðalfundi LÍÚ
Akureyringar - nærsveitamenn
Dansleiiair
verður haldinn
kl. 22.00.
Lóni, laugardaginn 11. febrúar
Harmonikufélag Þingeyinga.
„Fleyg eru orðin. Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum
vér. Eitt er víst að undirstaðan
er það sem sjórinn gefur,“ seg-
ir Sverrir Leósson, formaður
Útvegsmannafélags Norður-
lands vegna þeirra ummæla
Róberts Guðfinnssonar, fram-
kvæmdastjóra Þormóðs
ramma á Siglufirði, í Degi í
gær að hann vilji á engan hátt
vita af ályktun Útvegsmanna-
félagsins um stuðning við nú-
gildandi hvalveiðivísindaáætl-
un. „Róbert getur gagnrýnt
mig sem formann Útvegs-
mannafélagsins eins mikið og
hann lystir en mér finnst það
vera högg fyrir neðan beltis-
stað að vera blanda stjórnar-
formennsku minni í ÚA inn í
þetta mál,“ segir Sverrir.
Formaður Útvegsmannafé-
lagsins segir að ályktun þess frá
því á aðalfundi á liðnu hausti
standi óhögguð. Hann bendir á
að ályktunin hafi verið samþykkt
mótatkvæðalaust. „Þá bendi ég á
eftirfarandi ályktun aðalfundar
LÍÚ í nóvember sl: „Aðalfundur
LÍÚ lýsir yfir fullum stuðningi
við þá stefnu stjórnvalda er mót-
uð hefur verið í hvalamálinu.“
Þennan fund sat Róbert Guð-
finnsson, framkvæmdastjóri
Þormóðs Ramma og stjórnar-
maður í Sölusamtökum lagmetís,
og hreyfði engum mótmælum,“
segir Sverrir. „Ég hef ekki heyrt
eitt einasta orð frá þessum manni
um þessi mál fyrr en ég las stórar
yfirlýsingar hans í Degi í dag
(gær innsk.blaðam.). Þeir menn
sem líta bara niður á tærnar á sér
rjúka auðvitað upp til handa og
fóta þegar eitthvað bjátar á.
Sjálfsagt væri einfaldast að gefast
bara upp í hvalveiðimálinu og
setja punkt. Það er a.m.k. ekki
minn stíll. Þetta mál er miklu
stærra en svo að það snúist bara
um dráp á 76 hvölum í vísinda-
skyni. Það er ekki hægt að af-
greiða málið svona einn, tveir og
þrír,“ segir Sverrir.
Sverrir segist vel skilja áhyggjur
Sölusamtaka lagmetis, „en ef við
viðurkennum ósigur nú, þó á
móti blási, mun þessi þjóð er
lengra líður gjalda þess á fleiri
sviðum, er mun rýra lífsafkomu
þegnanna," segir Sverrir Leós-
son. óþh
Verkstjórnar-
fræðslan auglýsir
Námskeið í töflureikninum MULTIPLAN veröur
haldið dagana 16. og 17. febrúar í samvinnu viö
Tölvufræðsluna Akureyri hf.
Efni námskeiðsins:
★ Uppbygging töflureikna.
★ Helstu skipanir og valmyndir ( MP.
★ Stærðfræðiföll í MP.
★ Notkun tilbúinna líkana.
Leiðbeinandi: Jóhann G. Sigurðsson.
Lengd námskeiðs: 16 klst.
Verkstjórnarfræðslan og
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34, sími 27899.
Hljómsveit Ingimars Eydal:
Skemmtir í erlendum
borgum næstu helgar
- gátu ekki sinnt öllum beiðnum
Hljómsveit Ingimars Eydal
mun svo sannarlega ieggja
„Iönd“ undir fót í mánuðinum
því næstu þrjár helgar er ætl-
unin ad skemmta Islendingum
búsettum í Danmörku, Þýska-
landi og Noregi. „Við vorum
beðnir um að vera á mun fleiri
stöðum í vetur, en gátum að-
eins sinnt þessum þremur,“
sagði Ingimar en hljómsveitin
hefur oft á undanförnum árum
heimsótt íslendingafélög er-
lendis.
Tilefni ferðanna eru þorrablót
íslendingafélaga á viðkomandi
stöðum. Það fyrsta verður í
Kaupmannahöfn á laugardaginn
kemur, laugardaginn 18. febrúar
verður hljómsveitin hjá íslend-
ingafélaginu í Stuttgart og laug-
ardaginn 25. verða þeir í Bergen,
en Islendingafélagið þar er að
halda upp á 30 ára afmæli jafn-
framt að blóta þorra. Ekki verður
um hreina útilegu að ræða hjá
hljómsveitarmeðlimum, því
komið verður heim milli helga.
Einhverjir ætla sér að vísu að
stoppa nokkra daga í Stuttgart
ásamt mökum, en að sögn Ingi-
mars er ákaflega góður andi meðal
aðstandenda hljómsveitarinnar
og meðlima sjálfra „og reglusem-
in er eins og í meðal stúku."
Aðspurður um hvort ekki væri
mikið fyrirtæki að flytja hljóðfær-
in á milli sí og æ sagði Ingimar að
Hafnarstjórn Sauðárkróks:
Umtalsverður tekjuafgangur
- á ljárhagsáætlun 1989
Á fundi hafnarstjórnar Sauð-
árkróks fyrir skömmu voru
iögð fram drög að fjárhags-
áætlun Hafnarsjóðs fyrir árið
1989. Samkvæmt áætluninni er
gert ráð fyrir að tekjur af höfn-
inni verði rúmar 10 milljónir
króna og gjöld tæpar 8,3 millj-
ónir. Þarna er því um umtals-
verðan tekjuafgang að ræða og
hefur svo verið nokkur undan-
farin ár með Sauðárkrókshöfn.
Samkvæmt ofangreindum töl-
um gerir áætlunin ráð fyrir að
tæp 1,8 milljón fari til eigna-
breytinga frá rekstri. Útborgan-
ir eru áætlaðar samtals kr.
7.289.000. Á bæjarstjórnarfundi
sl. þriðjudag lýstu bæjarfulltrúar
yfir ánægju sinni með góða
afkomu hafnarinnar, en bæjar-
stjóri minnti menn á að þó að
höfnin skili miklum tekjuafgangi
þá væri nóg af skuldum til að
borga.
Á fyrrgreindum fundi hafnar-
stjórnar mætti Ágúst Guðmunds-
son framkvæmdastjóri Útgerðar-
félags Skagfirðinga og gerði grein
fyrir vandkvæðum ÚS hvað höfn-
inni viðkæmi. Taldi hann þau
vandkvæði vera tvenns konar,
annars vegar hreyfing á skipun-
um við höfnina í norðanátt og
hinsvegar hætta á að skipin
fengju í skrúfuna, ef þau kæntu
hlaðin inn. Fór Ágúst fram á að
höfnin yrði hreinsuð oftar en gert
er. Hafnarstjórn gerði Ágústi
grein fyrir helstu framkvæmda-
áformum og hugmyndum um úr-
bætur. -bjb
ætlunin væri að geyma þau á
Keflavíkurflugvelli milli helga.
VG
Golfklubbur Akureyrar
Ágætu félagar!
Almennur félagsfundur verður haldinn að Jaðri,
fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá:
Málefni klúbbsins.
Félagar fjölmennið og fylgist með því sem er að
gerast!
Með golfkveðju, Stjórnin.
Hvalveiðar, markaðir,
vistfræði, sjálfstæði
Opinn fundur
Samband ungra sjálfstæðismanna efnir til opins
fundar um hvalveiðar íslendinga laugardaginn 11.
febrúar kl. 14.00-17.00 í Kaupangi við Mýrarveg.
Árni Sigfússon formaður S.U.S. flytur árvarp.
Erindi flytja:
Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur: Um hvalarannsóknir Hafrann-'
sóknarstofnunar.
Tómas Ingi Olrich, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins: Um hvalveiðarog
hafréttarsáttmálann.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Um hvalveiðar og sjálfstæði
íslands.
Theodór Halldórsson, framkvæmdastjóri: Um áhrif hvalveiða á erlenda
markaði.
Umræður veröa að erinduni loknuni.
Fundarstjóri verður Davíð Stefánsson.
★ Allir velkomnir.
Stjórn S.U.S.