Dagur - 09.02.1989, Síða 4

Dagur - 09.02.1989, Síða 4
4 - DAGUR - 9. febrúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SIMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþröttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lækkun raunvaxta Þungamiðjan í efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar er að koma á lægri raunvöxt- um og stuðla jafnframt að betra jafnvægi á lánamarkaði. Sjálfstæðismenn sjá ofsjónum yfir þessum aðgerðum og tala um að enn sé verið að reyna að „stjórna vöxtum með handafli", eins og það er orðað. Þótt orða- lagið sé leiðinlegt, er þetta hárrétt athugað hjá Þorsteini Pálssyni og félögum. Ríkis- stjórnin hyggst lækka raunvexti „með hand- afli“. Það er almennt viðurkennd staðreynd að raunvextir hér á landi eru allt of háir og hafa verið það lengi. Það er brjálæði að greiða 13- 20% raunvexti ofan á verðtryggingu eins og tíðkast hefur og svo mikið er víst að enginn atvinnurekstur stendur undir slíkri greiðslu- byrði til lengdar. Reynslan hefur sýnt að er- lendar hagfræðikenningar virka ekki hér á landi við þau skilyrði sem atvinnulífinu eru búin. Það gengur alls ekki upp að leyfa slíkt frjálsræði í peningamálum, sem hér ríkir. Stjórnvöld eru nauðbeygð til að taka 1 taum- ana. Sjálfstæðismenn halda áfram að tala um að þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur nú boðað, dugi ekki til að leysa vanda útflutn- ingsgreinanna og samkeppnisiðnaðarins. Þeir vilja eftir sem áður stóra gengisfellingu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, hefur bent á að þrátt fyrir að gengið hafi verið fellt um rúmlega 26% á einu ári, sé staða útgerðar og fiskvinnslu mjög slæm. Innan atvinnugreinanna sé staða fyrirtækj- anna einnig afar misjöfn. Til að hjálpa þeim verst stöddu hefði þurft gífurlega gengisfell- ingu og væntanlega hefði hún einungis dug- að í skamman tíma að venju. Forsætisráðherra hefur einnig bent á að gengisfelling bitnar fyrst og fremst á launa- fólki. Því stærri gengisfelling, þeim mun meiri kjaraskerðing. Innan ríkisstjórnarinnar er full samstaða um það að láta fyrst og fremst aðra en launamenn greiða kostnað- inn vegna þeirra aðgerða sem nauðsynlegt er að grípa til svo koma megi undirstöðuat- vinnuvegunum á réttan kjöl. Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt að fjármagnseigend- ur skili hluta af hagnaði sínum — sem að stórum hluta er fenginn frá útgerð og fisk- vinnslu - til baka. Þess vegna var gengisfell- ingarkollsteypu hafnað en ákveðið að ráðast til atlögu við raunvaxtabrjálæðið og stjórn- leysið á peningamarkaðinum. Því ber að fagna. BB. ,y4byrgð þín er mikil...“ - Opið bréf frá Erlingi Sigurðarsyni til ritstióra Dags „Ég varð hissa þegar ég las helg- arviðtal Dags í blaðinu laugar- daginn 4. febrúar s.l. Ekki vegna þess að ég vissi ekki að til væru menn sem hefðu svipaðar skoð- anir á meðferð fíkniefna og við- mælandi blaðsins, sem lofsöng þau hástöfum og úthúðaði „smá- borgaralegum sjónarmiðum“ þeirra, sem vildu reisa rönd við neyslu slíkra efna. Nei, undrun mín spratt af því að dagblað, sem ætlast til að njóta virðingar les- enda sinna, teldi það hlutverk sitt að hampa slíkum skoðunum og útbreiða þær. Hefðbundin svör við þessari gagnrýni minni gætu sem best orðið þau, að hrópa um ritskoð- un andspænis hinu frjálsa talaða orði. Vissulega er hver maður frjáls að skoðun sinni og á fullan rétt á að koma henni á framfæri, t.d. með því að skrifa grein í blað. En grein sem skrifuð er að eigin frumkvæði til að útbreiða fagnaðarerindi er ekki hið sama ‘og viðtal, sem tekið er að frum- Erlingur Sigurðarson. kvæði ritstjórnar blaðs. Það er hægt að beita „ritskoðun" með ýmsu móti, t.d. getur hún komið fram í vali á viðmælendum (og þá hverjir eru ekki valdir) og hvað af því sem upp kemur í spjallinu er eftir mönnum haft og þá í hvaða samhengi. Margt ber einn- ig á góma í samtali blaðamanns og viðmælenda hans, sem ekkert erindi á í blað að dómi annars hvors þeirra eða beggja og hið endanlega mat á hvað æskilegt sé að birta fyrirvaralaust leggur rit- stjóri blaðsins. Abyrgð þín er mikil sem rit- stjóra útbreiddasta blaðs á Norðurlandi og þar með ráðandi í skoðanamyndun. Seta þín í æskulýðsráði Akureyrar er óháð ritstjórn Dags, en óneitanlega er það undarlegur boðskapur sem æskulýðsráðsmaðurinn leyfði rit- stjóranum að koma á framfæri þennan laugardag, á þeim tímum þegar æskulýðsráð var góðu heilli að vekja athygli bæjarbúa á þeim vandamálum sem neysla vímu- efna hefur í för með sér. Mér þætti ekki mikið þó að fleiri en ég íhuguðu hvort rétt væri að eyða aurum sínum í slíkt blað.“ Erlingur Sigurðarson, (260648-2179) Nokkur orð um grundvallar- atriði í blaðamennsku - Svar ritstjóra til Erlings Sigurðarsonar Ég varð óneitanlega hissa þegar ég las bréf þitt, sem birtist hér að ofan. Ekki vegna þess að ég vissi ekki að til væru menn sem hefðu. svipaðar skoðanir á því og þú, Erlingur, að ritstjórar dagblaða ættu að beita ritskoðun þegar þeim sýndist svo. Nei, undrun mín spratt af því að ég veit að þú hefur fengist talsvert við blaða- mennsku á undanförnum árum og þess vegna hefði reynslan átt að kenna þér, að ritskoðun er tímaskekkja í okkar samfélagi. Þeir sem aðhyllast ritskoðun hafa flestir vit á því að hampa ekki þeirri sannfæringu sinni opinber- lega. Fáránleg túlkun Ég er ekki síður undrandi á því að þú virðist alls ekki kunna skil á öðrum grundvallaratriðum frjálsrar fjölmiðlunar. Það er t.d. engan veginn hægt að setja sama- semmerki milli þess sem fram kemur í viðtali í blaði og rit- stjórnarstefnu viðkomandi blaðs, jafnvel þótt viðtalið sé tekið „að frumkvæði ritstjórnar blaðsins,“ eins og þú orðar það. Ég skal útskýra þetta fyrir þér með dæmi. í Degi í gær er viðtal við Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma á Siglufirði. Þetta viðtal var tekið „að frum- kvæði ritstjórnar“. Þar sendir Róbert formanni Útvegsmanna- félags Norðurlands tóninn, vegna samþykktar Útvegsmannafélags- ins um stuðning við hvalveiði- stefnu stjórnvalda. Samkvæmt þinni túlkun, Erlingur, er Dagur þar með mótfallinn stuðningi við hvalveiðistefnu stjórnvalda. Samkvæmt þínum skilningi hefur Dagur þá jafnframt tekið upp breytta stefnu í þessu máli frá því í fyrradag, en þá birtist í blaðinu viðtal við Sverri Leósson, for- mann Útvegsmannafélags Norð- urlands, - tekið að frumkvæði rit- stjórnar - þar sem hann „fær“ að tjá sig um stuðning Útvegs- mannafélagsins við stefnu stjórn- valda í hvalveiðimálinu. Flestir sjá hversu fáránleg þessi túlkun þín er. Helgarviðtal það, sem þú vísar til í bréfi þínu, getur auðvit- að ekki talist „boðskapur" minn, eins og þú vilt vera láta. Ég er að sjálfsögðu algerlega ósammála skoðunum viðmæl- anda Dags í umræddu helgarvið- tali - en það kemur bara ekki málinu við. Þetta eru hans skoðanir, þótt ég voni svo sann- arlega að þær njóti ekki mikillar hylli meðal almennings. Hins vegar er viðtalið innlegg í umræðuna um fíkniefnaneyslu að því leyti að þar kemur fram svart á hvítu að viðmælandinn segist neyta fíkniefna að staðaldri. Margir vilja nefnilega halda því fram að fíkniefnaneysla sé óþekkt fyrirbrigði á Norðurlandi. Ég get upplýst þig um það Erling- ur, að stefna blaðsins er og hefur verið sú, að leyfa viðmælendum blaðsins að koma skoðunum sín- um á framfæri, hvort sem þær koma fram í viðtali ellegar frum- samdri grein. Það stendur ekki til að breyta þeirri stefnu. Nokkur dæmi Einhverra hluta vegna hefur yfir- lýst stefna Dags í vímuefnamál- um farið fram hjá þér, Erlingur. Ég dreg mjög í efa að annað dagblað hafi beitt sé meira gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu á undanförnum árum en Dagur. Ég vil í því sambandi nefna eftir- farandi dæmi, öll frá þessu ári: 1. f opnugrein 6. janúar er viðtal við gamlan mann hér á Akur- eyri sem í mörg ár hefur mátt þola ýmis óþægindi og jafnvel ofbeldi af völdum drykkju- fólks. 2. Daginn eftir er vakin athygli á þessu í forystugrein blaðsins. 3. 10. janúar er umfjöllun í blað- inu um skrifstofu SÁÁ-N á Akureyri. 4. 14. janúar er opnuviðtal við Ingjald Arnþórsson, starfs- mann SÁÁ-N. 5. 19. janúar er vakin athygli á því í frétt að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana á Akur- eyri, eins og annars staðar, og sé ef til vill meira vandamál þar en af hefur verið látið fram til þessa. 6. 20. janúar er fjallað um komu bjórsins í forystugrein Dags og gagnrýnt á hvern hátt fjöl- miðlar almennt hafa tekið á því máli, þ.e. með því að byggja upp endalausa spennu fyrir bjórkomunni, rétt eins og um jólin væri að ræða! 7. 25. janúar er skýrt frá skipun nefndar um átak í áfeng- isvörnum og þeim ástæðum sem lágu að baki nefndar- skipaninni. 8. 31. janúar er skýrt frá bókun Æskulýðsráðs Akureyrar um áfengisneyslu unglinga á Akureyri. 9. Daginn eftir er fjallað urn þessa bókun í forystugrein blaðsins og auk þess er á fréttasíðu skýrt frá umræðum sem urðu um mál þetta í bæjarstjórn. Stopull lestur Ef til vill kann einhverjum að þykja nóg um hversu mjög Dagur hefur beitt sér gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu en ég, sem rit- stjóri blaðsins, tel það af hinu góða. Vona ég að þorri lesenda sé mér sammála. En í bréfi þínu hér að ofan má lesa, að öll þessi umfjöllun hefur farið framhjá þér. Með tilliti til þess hversu stopull lestur þinn á blaðinu er, má segja að þú gætir eins vel var- ið aurunum þínum í annað en að kaupa Dag reglulega. Þá ákvörð- un verður þú auðvitað að taka sjálfur, e.t.v. í samráði við aðra á heimilinu. En að gera mér eða blaði mínu upp skoðanir eða boðskap ættir þú að láta ógert. Að lokum þetta: Mér er kunn- ugt um að þú hefur lengi átt sæti í útgáfustjórn „Norðurlands“, málgagns Álþýðubandalagsins á Norðurlandi. Ég veit ekki hvaða vinnubrögðum þú hefur beitt þar, en ef þau hafa verið í sam- ræmi við skoðanir þínar á vinnu- brögðum blaðamanna, sem fram koma í bréfinu hér að ofan, skal mig ekki undra þótt „Norður- land“ hafi ekki komið út um nokkurra mánaða skeið. Blessaður ævinlega, Erlingur, Bragi V. Bergmann, ritstjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.