Dagur


Dagur - 09.02.1989, Qupperneq 12

Dagur - 09.02.1989, Qupperneq 12
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Franz Árnason hitaveitustjóri Hitaveitu Akureyrar: Hitaveitan þarf 11 til 12 prósent gjaldskrárhækkun - greiddi 190 milljónir króna í vexti í fyrra Tekjur Hitaveitu Akureyrar voru 265,3 milljónir króna í fyrra. Vegna verðstöðvunar voru tekjur veitunnar 17 til 18 milljónum króna undir áætlun og eru skuldir fyrirtækisins nú 2665 milljónir kr. eftir síðustu gengisfellingu. Vaxtagreiðslur námu 190 milljónum kr. í fyrra og annar rekstrarkostnaður var rúmar 60 milljónir. Franz Arnason, hitaveitustjóri, telur að hækka þurfí taxta hitaveit- unnar um 11 til 12 prósent til að ná jöfnuði í rekstrinum. Franz sagði að H.A. skuldaði gamalt lán og væru greiddar tvær afborganir árlega af því. Árin 1987 og ’88 greiddi Hitaveitan aðra afborgunina sjálf en tók skammtímalán fyrir hinni. Til þess að geta tekið eitt stórt lán til greiðslu skammtímalánanna voru þau stíluð á 31. janúar í ár, en þann dag var einnig síðasti gjald- dagi upprunalega lánsins. „Við fundum út að við gætum greitt síðustu afborgun eldra lánsins, hvað við og gerðum, en áætluðum í júlí í fyrra að þurfa Súlan EA-300 á loðnumiðunum „sunnan við Vatnajökul“: Erum að eltast við stóra forustusauði - segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri „Við höfum verið að eltast hér við stóra forustusauði. Annars er ekki nógu mikið fjör í veiði- skapnum eins og er,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, þegar Dagur hafði samband við hann í gær, en þá var skipið að veiðum út af Skaftárós. „Jú, bíddu við það er hérna sunnan við Vatnajök- ul,“ sagði Bjarni, þegar hann var beðinn um nánari staðar- ákvörðun. Súlan kom á loðnumiðin suður af landinu í fyrrinótt og um hádegisbil í gær höfðu 300 tonn af stórri loðnu, „stórum forustu- sauðum,“ eins og Bjarni orðaði það, náðst um borð. Bjarni sagði veiðarnar hafa gengið heldur brösugt að undanförnu. „Pað hefur verið grábölvuð veðrátta og því lítið gengið með veiðarn- ar. Við lönduðum síðast á Seyð- isfirði og á landstíminu var alveg foráttuveður, hrein illska. Við höfum ekki oft lent í slíku veðri á landstími með farm,“ sagði Bjarni. Hann sagði veður nú gott suður af landinu en samkvæmt veðurspá mætti líta á það sem lognið á undan storminum. Ef veður leyfir mun Súlan landa afla úr þessum túr í Krossa- nesi. Bjarni sagði um 30 tíma stím af miðunum í Krossanes og ekki ljóst hvort lagt yrði í slíkt ef ganga myndi aftur „í snarvitlaust veður." óþh að fá 144 milljónir króna að láni til að greiða skammtímalánin. Um það var send inn umsókn og beiðni H.A. var sett inn á láns- fjárlög. Alþingi hefur þó ekki ennþá samþykkt nein lánsfjárlög og við gátum ekki tekið lang- tímalán og urðum að fá Lands- bankann til að framlengja skammtímalánin tvö. Við slupp- um þokkalega fyrir horn með þetta því Landsbankinn fram- lengdi skuldabréfin og sleppti okkur við að greiða stimpil- og lántökugjöld, sem hefði verið stórfé. Það olli okkur þó óþæg- indum að hafa ekki nein lánsfjár- lög að styðjast við, auk þess sem ríkið færist undan að veita ríkis- ábyrgðir í lengstu lög. Þetta gerir okkur erfiðara að fá innlenda banka til að útvega erlend lán,“ sagði Franz. Hitaveita Akureyrar greiddi á annan tug milljóna kr. í afborg- anir af lánum í fyrra. Hitaveitu- stjóri sagði að skuldir veitunnar í erlendri mynt myndu aukast ef komið verði í veg fyrir eðlilegar gjaldskrárhækkanir. EHB Hmm . . .? Snjór hengdur til þerris, eða hvað? Mynd: TLV Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Umtalsverð hækkun hefur orðið á ýmsum matvörum - hækkun á kornflögum allt að 40% í verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis nýlega kemur í Ijós, að á verðstöðvun- artímabilinu frá því í liaust, hefur ekki ríkt alger verð- Verðlagsstofnun undirbýr umþóttunartímabil í verðlagsmálum: Töluverðra verðbreytínga er að vænta að lokinni verðstöðvun stöðvun eins og neytendur hafa eflaust orðið varir við. í könnuninni var tekið verð á sömu vöru og gert var í könn- un á vegum ASI í september sl. Yerð nú var borið saman við verð í fyrri könnun og stefnt er að því að framkvæma enn eina könnun á ný eftir tvo mánuði, ef verðstöðvun verður aflétt í lok þessa mánaðar. Sem dæmi um hækkanir er tek- ið verð á kornflögum í þremur verslunum á Akureyri. í Hag- kaupum hafa þær hækkað um 14%, KEA Hrísalundi 'um 8% og Matvörumarkaðnum um 40%. Sykur er á misjöfnu verði í verslunum. Verð á honum er lægst hjá KEA Hrísalundi og er þar á sama verði og í september 1988, en hefur hækkað um 10 krónur í Hagkaupum. Sykur er hins vegar mun dýrari í verslun- unum Síðu og Brynju og vekur sérstaka eftirtekt hvað þar munar miklu á ódýrasta sykrinum og þeim dýrasta, eða 43,40 krónum á tveimur kílóum. VG - útlit fyrir að leigusalar fái frjálsar hendur eftir 1. mars Fljót: 70 sm jaMalliim snjór - féll á aðeins 8 tímum Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, segir Ijóst að töluverðar verðbreytingar verði eftir 1. mars þrátt fyrir að aðhald í verðlagsmálum taki við af verðstöðvuninni sem lýkur 28. febrúar. Hann segir of snemmt að segja til um hversu margar hækkunarbeiðnir þurfl að taka fyrir en ljóst sé að búvöruverð verði tekið til endurskoðunar svo og verðlagning ýmissa orkufyrirtækja. Einnig segir hann fyrirtæki innan sam- göngugeirans hafa beðið með hækkanir fram yfir verðstöðv- unartímabilið. Á fundi verðlagsráðs sem hald- inn verður í dag verður fjallað um þá stefnumörkun sem stjórnvöld hafa ákveðið um aðhald í verð- lagsmálum. Gera þarf lagabreyt- ingar um verðlagningu á orku- verði svo og herða viðurlög við vanrækslu á tilkynningaskyldu til Verðlagsstofnunar. Georg segir ljóst að mun nánara samstarf verði milli verðlagsyfirvalda í landinu annars vegar og verka- lýðs- og neytendafélaga hins veg- ar um aðhald í verðlagsmálum og þegar sé byrjað að undirbúa framkvæmd verðlagseftirlits á þessu sex mánaða tímabili. Um húsaleigu segir í bráða- birgðalögum að óheimilt sé að hækka hana á verðstöðvunar- tímabilinu. Viðskiptaráðuneytið hefur séð um að framfylgja þessu ákvæði laganna og verði þetta ákvæði ekki framlengt lítur út fyrir að húsaleiga verði gefin frjáls á ný. Kjartan Gunnarsson í viðskiptaráðuneytinu segir að ekkert hafi verið fjallað um húsa- leigu í tenglsum við ákvörðun um aðhaldstímabil í verðlagsmálum. „Ég vek athygli á að húsaleiga hefur ekki verið háð verðlags- ákvæðum hingað til nema í þess- um bráðabirgðalögum. Ég veit ekki hvað stjórnvöld ætla sér varðandi þetta atriði en mér þyk- ir líklegt að setja þurfi sérstakar reglur um húsaleiguna eigi að vera hægt að beita hækkanir á henni aðhaldi. Þetta mál hefur ekki komið á mitt borð,“ segir Kjartan. J ÓH Gífurlega snjókomu gerði í Fljótum sl. mánudag og á mjög stuttum tíma var kominn 60-70 sm jafnfallinn snjór. Að sögn vegagcrðarmanna var sums staðar um 80-100 sm jafnfallið snjólag. Snjónum kyngdi nið- ur frá kl.10 um morguninn fram undir kvöldmat. „Er ég fór í vinnuna um morg- uninn var alveg fólksbílafæri, ekki skaf á veginum, en ég komst ekki heim á stórum jeppa um kvöldið. Snjórinn var alveg upp á miðja hurð á bílnum, hann ruddi snjónum á undan sér alveg upp á húdd. Þetta er ekkert einsdæmi, nema hvað fannfergið var geysi- legt á þetta skömmum tíma. Annars þarf miklu meira en þetta til að okkur Fljótamönnum blöskri,“ sagði Símon Gestsson frá Barði, útibússtjóri KS í Fljótum, í samtali við Dag í gær. Vegir í Fljótum voru ruddir sl. þriðjudag og í gær voru þeir orðnir þungfærir, lokuðust sumir vegna skafrennings. -bjb

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.