Dagur - 14.02.1989, Side 2

Dagur - 14.02.1989, Side 2
2 - ÐAGUR —'14. febrúar 1989 Þórshöfn: Heilsugæslustöðin vígð Síðastliðinn laugardag var Heilsugæslustöðin á Þórshöfn vígð. Húsið er 450 fermetrar að brúttóflatarmáli en lóðin er alls 4.860 fermetrar. Heildar- kostnaður við bygginguna á núvirði er 36.729.436 kr. sem er í fullu samræmi við kostnað- aráætlun. Verktaki við báða áfanga byggingarinnar var Kaupfélag Langnesinga, en umsjón með framkvæmdum hafði Fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins. Foreldrafélag Glerárskóla: Fundur um skólamál - í kvöld kl. 20.30 í kvöld mun Foreldrafélag Glerárskóla á Akureyri gang- ast fyrir fundi um forgangs- verkefni í íslenskum skólamál- um á grunnskóla- og framhalds- skólastigi. Fundurinn fer fram í stofu 16 í Glerárskóla og hefst kl. 20.30. Menntamálaráðuneytið hefur í vinnu sinni um stefnumótun um skólamál tekið upp það nýmæli að leita til ýmissa aðila bæði inn- an og utan skólakerfisins og fá fram þeirra hugmyndir um verk- efni á sviði skólamála sem þeir telja að leggja þurfi áherslu á næstu 10 árin. Á meðal þeirra eru foreldra- og kennarafélög. Könnun ráðuneytisins fer fram í tveimur hlutum og í fyrri hlutanum er þess farið á leit við þessa aðila að þeir geri lista yfir 4-10 mikilvægustu verkefni á sviði skólamála á næstu 10 árum. Stjórn Foreldrafélags Glerár- skóia telur mjög æskilegt að for- eldrar láti álit sitt í ljós á þessum málum og hvetur því alla til að mæta á fundinn í kvöld. Síðari hlutinn fer fram í maí og þá verður sömu aðilum sendur listi yfir þau mál sem oftast verða nefnd í fyrstu lotu og þeir beðnir að raða þeim í forgangsröð. Úrvinnsla fer síðan fram í júní. -KK Daníel Árnason sveitarstjóri og Kristján Baldursson umdæmis- tæknifræðingur á Akureyri röktu gang byggingaframkvæmda við vígsluathöfnina en síðan opnaði Ólafur H. Oddsson héraðslæknir Norðurlandshéraðs eystra stöðina formlega. Ólafur kom til Þórshafnar í nafni Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra sem komst ekki vegna samgönguerfiðleika fremur en aðrir fulltrúar heil- brigðisráðuneytisins. Heilsu- gæslustöðin var opin á laugardag- inn og að sögn Daníels Árnason- ar lét fólk vel af byggingunni. Nánar verður sagt frá Heilsu- gæslustöðinni á Þórshöfn og for- sögu hennar í Degi á morgun. SS Hin nýja heilsugæslustöð Þórshafnarbúa var vígð sl. laugardag. Norðurleiðarrúta frá Reykjavík til Akureyrar: Lagði af stað á suimudagsmorgun og kom til Akmeyrar 29 tunum síðar! _4 1- ' L__4 £*_ZCL _ . C' 1 I T-_ r. .n* r - , t t-. xx „Heim kemst þó hægt fari“. Þetta spakmæli á svo sannar- lega við um ferð Norðurleiðar- rútunnar frá Reykjavík til Akureyrar, sem lagði af stað kl. 10 á sunnudagsmorgun og rútan ók í hlað á Akureyri um tvö leytið í gær, mánudag! Að vísu var rútan ekki á ferðinni allan þennan tíma, því hún áði í Varmahlíð aðfararnótt mánu- dags og hélt áfram för sinni í gærmorgun. „Þetta var hábölvað veður, þarna á sunnudag, sérstaklega í Norðurárdalnum og upp á Holta- vörðuheiði. Síðan var ágætt eftir það til Varmahlíðar. Núna er alveg vitlaust veður, mikill skaf- renningur og maður fer bara fet fyrir fet,“ sagði Eggert Karlsson rútubílstjóri hjá Norðurleið í samtali við Dag í gær, er hann var staddur í Bakkaselsbrekk- unni um hádegisbilið. Eggert kom til Varmahlíðar um mið- nætti, aðfararnótt mánudags og lagði síðan snemma af stað í gærmorgun til Akureyrar. Eggert sagðist vera orðinn þreyttur á þessu tíðarfari. „Mað- ur er vanur að fá svona dag og dag, en ekki svona langa kafla og stöðug slagveður," sagði Eggert. Engar ferðir voru farnar í gær frá Akureyri og Reykjavík á veg- um Norðurleiðar og var rútan hans Eggerts eitt af síðustu farar- tækjunum sem braust yfir Öxna- dalsheiðina í gær. -bjb Sjónvarpsleysið á sunnudagskvöld: Myndbandaæði greip um sig á Akureyri Myndbandaæði greip um sig á Akureyri á sunnudagskvöld, enda duttu sjónvarpsútsend- ingar út í rafmagnsleysinu. Má ætla að hátt á annað þúsund spólur hafi horfið úr hillum myndbandaleiganna fimm í bænum og augsýnilegt hvað Akureyringar hafa aðhafst það kvöldið. Ekki kváðust forráða- menn myndbandaleiga harma þessi viðbrögð. „Það mættu koma fleiri svona kvöld,“ sagði starfsmaður í Myndbandahöllinni við Skipa- Bridds: Anton og Pétur Akureyrar- meistarar í tvímenningi - Alþýðubankamót laugardaginn 18. febrúar Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson báru sigur úr být- um í Akureyrarmóti Bridge- félags Akureyrar í tvímenn- ingi, sem lauk s.I. þriðjudag. Sigur þeirra var glæsilegur, því þegar upp var staðið höfðu þeir rúmlega 60 stiga forskot á næsta par. 26 pör tóku þátt í mótinu og voru spilaðar fimm umferðir á kvöldi, fimm spil milli para, eftir Barometer-fyrirkomulagi. Áður en síðasta keppniskvöldið hófst var Ijóst að einungis þrjú pör ættu raunhæfa möguleika á sigri í mótinu. Anton og Pétur náðu sér í 32 stig í síðustu fimm umferð- unum á meðan keppinautarnir töpuðu stigum og því varð sigur- inn eins og fyrr segir afar örugg- ur. Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Anton Haraldsson - Stig Pétur Guöjónsson: 205 2. Ólafur Ágústsson - Sveinbjörn Jónsson: 141 3. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 114 4. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 108 5. Ármann Helgason - Alfreð Pálsson: 91 6. Magnús Aðalbjörnsson - Pétur Jósepsson: 89 7. Kristján Guðjónsson - Stefán Ragnarsson: 87 8. Grettir Frímannsson - Frímann Frímannsson: 71 9. Gunnlaugur Guðmundss. - Kristinn Kristinsson: 54 10. Páll Pálsson - Þórarinn B. Jónsson: 40 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson en tölvuútreikning ann- aðist Margrét Þórðardóttir. í kvöld hefst hin árlega Firma- og Einmenningskeppni Bridge- félags Akureyrar. Spilafólk á Akureyri og nágrenni er hvatt til að fjölmenna. Spilað verður í Félagsborg að venju og hefst spilamennskan kl. 19.30. Skrán- ing fer fram á staðnum. Firma- og Einmenningskeppninni lýkur þriðjudaginn 21. febrúar. Laugardaginn 18. febrúar verður hið árlega Alþýðubanka- mót Bridgefélags Akureyrar og Alþýðubankans haldið í Álþýðu- húsinu á Akureyri. Um er að ræða tvímenningsmót með Mitc- hell-fyrirkomulagi og verður spil- að um silfurstig. Mótið hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur um kl. 18.00. Tekið er á móti þátt- tökutilkynningum í Alþýðubank- anum á afgreiðslutíma svo og í símum 26668 (Bragi) og 26256 (Kristín) á kvöldin. Þátttöku- gjald er krónur 1300 á par og er innifalið kaffi meðan á spila- mennsku stendur. götu. fJann vildi ekki gefa upp hve margar spólur fóru út umrætt kvöld en örtröðin var mikil. „Það stútfylltist allt hér enda eru allar hillur hálftómar. Það Seifur enn á kafi við bryggjuna á Bakkafirði: Selur Skipa- flakið? „Við höfum ekkert getað aðhafst. Hér hefur verið vit- laus vestan strekkingur en svo virðist sem eitthvað sé að lægja, að minnsta kosti í bili,“ segir Birgir Ingvarsson, skip- stjóri og eigandi Seifs á Bakka- fírði, sem sökk við bryggjuna þar um kl. 4 aðfaranótt sl. föstudags. Báturinn er ennþá á kafi við bryggjuna og sér einungis í möst- ur hans. Búist hafði verið við að talsmenn tryggingarfélags bátsins, Skipatryggingar Aust- fjarða á Höfn, kæmu til Bakka- fjarðar og skoðuðu aðstæður. Ekki var vitað í gær hvort þeirra væri von. Dagur reyndi árang- urslaust í gær að ná tali af Ásgrími Halldórssyni hjá Skipa- tryggingu Austfjarða. Birgir segist reikna með að kafarar verði fengnir til að kafa niður að bátsflakinu til að meta skemmdir. Að öllu óbreyttu mun tryggingarfélagið selja flakið og kaupanda verður gert að fjar- lægja það frá bryggjunni á Bakkafirði. Aðspurður um hvort ætlunin sé að kaupa nýjan bát í stað Seifs sagðist Birgir fastlega gera ráð fyrir því, að því tilskildu að bát- urinn fáist að fullu bættur úr tryggingum. óþh fóru töluvert ^ þriðja hundrað myndir," sagði Marta Jörunds- dóttir í Videolandi við Strand- götu. Hún sagði að viðskiptin hefðu verið mun blómlegri en venjulega um helgar og mætti helst líkja ástandinu við það sem gerðist fyrir stórhátíðir. „Geðveikt," var svarið sem starfsstúlka í Videoveri í Kaup- angi gaf. Hún sagði að ásóknin í myndbönd stjórnaðist greinilega af sjónvarpsdagskránni. Þegar dagskrá stöðvanna væri léleg kæmi fleira fólk á leigurnar, hvað þá þegar dagskráin væri hrein- lega engin, eins og lengi vel á sunnudagskvöldið. Rafmagnsleysið hefur þannig haft margvísleg áhrif, bæði góð og slæm, en viðmælendur okkar bjuggust við mikilli örtröð í gær- kvöld þegar spólurnar færu að streyma inn á nýjan leik. SS Vindhviður á Dalvík: Þakpappi fauk á tvær bifreiðar Um klukkan 20.00 sl. laugar- dagskvöld náði ein hraustleg vindhviða að svipta drjúgri ræmu af þakpappa af Heima- vist Dalvíkurskóla og lenti hún ofan á tveimur kyrrstæðum bílum, sem stóðu við bygging- una. Að sögn lögreglu á Dalvík dælduðust bílarnir nokkuð en engin slys urðu á fólki. Lögregla hafði ekki spurnir af frekari skemmdum á mannvirkjum á Dalvík og Svarfaðardal af völd- um helgarveðursins. Aðfaranótt laugardags var bíl á Dalvík stolið. Hann fannst síð- an mannlaus í bænum síðla nætur. Ekki hefur tekist að upp- lýsa hver eða hverjir voru þarna að verki. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.