Dagur - 14.02.1989, Side 4

Dagur - 14.02.1989, Side 4
i! —J-LÍrÍAl' — * ‘l&ÚvJíít Af 4 - DAGUR - 14. februar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (fþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, UÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLÚSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: jóhann karl SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hókus, pókus Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa nú verið kynntar alþjóð. Sjálfstæðismenn láta sér fátt um finnast og fullyrða að fyrirhugaðar aðgerðir dugi engan veginn til að koma fram- leiðsluatvinnuvegunum á rekstrarhæfan grund- völl. Þeir tala, allir sem einn, digurbarkalega úr ræðustólum á Alþingi og telja ríkisstjórnina á villigötum. Allir telja þeir sig vita núna hvernig koma eigi atvinnulífinu til bjargar og stjórna landinu. Þeir vissu það ekki þegar þeir áttu að hafa forystu í síðustu ríkisstjórn en þennan söng ha,fa þeir samt kyrjað allt frá því Þorsteinn Pálsson kom Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn í stjórnarandstöðu í haust sem leið. Og Morgun- blaðið sér um bakraddirnar. Tvískinnungurinn í málflutningi sjálfstæðis- manna er með ólíkindum. Rétt er að rifja það upp að þeir eru sjálfir höfundar að þeirri hávaxtastefnu, sem var á góðri leið með að sliga allan atvinnurekstur í landinu. Þeir eru sjálfir höfundar að skattastefnu sem miðaði beinlínis að því að reka ríkissjóð með halla á einhverju mesta góðæristímabili íslandssögunnar. Þeir virðast enn telja það hreinan óþarfa að afla ríkis- sjóði tekna, þótt flestum sé ljóst að stjórnleysi í ríkisfjármálum er ein veigamesta skýringin á efnahagsvanda þjóðarinnar. Um það verður ekki deilt að úrræðaleysi Þor- steins Pálssonar og annarra sjálfstæðismanna varð ríkisstjórn hans að falli. Hann hlustaði ekki á framsóknarmenn þegar þeir hvöttu til þess á haustdögum 1987 að gengi íslensku krónunnar yrði skráð í þágu útflutningsgreinanna. Versn- andi stöðu fjölmargra fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækja mátti að hans mati fyrst og fremst rekja til offjárfestingar og almenns óhagræðis í greininni. Hann taldi ekki þörf á að breyta gengi íslensku krónunnar nema lítillega. Menn muna væntanlega að í síðustu tillögum Sjálfstæðis- manna var gert ráð fyrir 6% gengisfeÚingu. Það er ótrúlegt að einungis fimm mánuðir eru síðan þær tillögur komu fram, því nú tala Sjálfstæðis- menn um nauðsyn þess að fella gengið um 20- 30%. Slík gengiskollsteypa er töfralausn að þeirra mati nú - töfralausn, sem í einu vetfangi myndi leysa allan efnahagsvanda þjóðarinnar! I þessu sambandi rifjast óneitanlega upp nokkurra mánaða gömul ummæli Þorsteins Pálssonar um hókus-pókus lausnir samstarfs- manna sinna í ríkisstjórninni sálugu. Hann var ekki trúaður á það þá að slíkar lausnir dygðu. Samt sem áður er Þorsteinn nú kominn í gervi töframannsins og mælir „Hókus, pókus," að hætti slíkra manna. En það kemur engin kanína upp úr hattinum. Atriðið er þar af leiðandi mis- lukkað. BB. Valgerður Sverrisdóttir: Mengun hafsins er vanda- mál sem snertir alla Á síöustu misserum hafa umhverfismál verið í brennidepli víða um heim og er ísland þar engin undantekning. Þeir sem mest hafa velt þessum málum fyr- ir sér og bent á hætturnar sem allt mannkyn stendur frammi fyrir, verði ekkert að gert, hafa því eygt þá von, að betri tímar séu framundan og meiri skilnings sé að vænta af hálfu þeirra sem halda um stjórnartaumana. Ég vil því lýsa ánægju með það að til þessarar ráðstefnu hefur verið boðað af hálfu Sovétmanna og leyfi mér að vona að hún muni leiða af sér meiri skilning á vandamálinu og betri samvinnu þjóða á meðal, sem þýðir betri heim fyrir afkomendur okkar að búa í. Umhverfismál á íslandi eru á margan hátt sérstæð. Það gerir staðsetning landsins í Atlantshaf- inu, atvinnuhættir þjóðarinnar, en 75% af útflutningstekjum þjóðarinnar er sala á fiskafurð- um. Raforkuver eru ekki meng- unarvaldandi svo talist geti, stór- iðjuver fá og síðast en ekki síst, þjóðin er fámenn í tiltölulega stóru Iandi. En þrátt fyrir þetta eigum við okkar staðbundnu vandamál auk þeirra sem snerta okkur öll, svo sem gróðurhúsa- áhrifin og eyðingu ósonlagsins. Gróðureyðing á íslandi á þeim 1100 árum sem landið hefur verið í byggð er gífurleg. Nú er aðeins um 'A hluti landsins gróinn og aðeins um 1% klæddur skógi, en um 14 hluti landsins er talinn hafa verið klæddur birkiskógi við landnámið. Á síðustu árum og áratugum hefur verið barist gegn gróður- eyðingu, t.d. hefur verið sáð í þúsundir km af sandbreiðum. Samt sem áður er álitið að við höldum áfram að tapa landi. Víkjum nú að þeim málefnum sem snúa meira að okkur sameig- inlega, norðlægum þjóðum, og þá vil ég fyrir hönd íslensku sendinefndarinnar leggja höfuð- áherslu á mengun hafsins. Eins og ég nefndi í upphafi, þá eru um 3A útflutningsverðmæta íslands sjávarafli. Það þarf því ekki að hafa mörg orð til að skýra hvers virði það er þjóðinni að sjórinn umhverfis landið haldist ómengaður, en í dag er hann tal- inn lítið mengaður. Við álítum að hættan á að fiskimiðin við ísland mengist alvarlega sé fyrst og fremst fólgin í því að mengun berist með hafstraumum eða í andrúmslofti utan frá, t.d. efna- mengun í sjó, geislavirk mengun í andrúmslofti, en ekki frá tak- mörkuðum iðnaði og fámennri byggð í landinu. Við vitum að flutningur á geislavirku efni og kvikasilfri á sér stáð um höfin. Við vitum að fyrirhugaðir eru flutningar á plútóníum frá Japan til Bretlands, við vitum um flutn- inga á eitruðum efnum á milli austurstrandar Bandaríkjanna og Evrópu. Við vitum af umferð kjarnorkuknúinna kafbáta og við vitum að herskip og herbúnaður hvers konar fellur ekki undir alþjóðasamninga sem gilda um mengunarvarnir á sjó. Það er því enginn sem fylgist með ferðum þessara „tóla“ um heiminn. Hver vill hugsa þá hugsun til enda, ef slys yrði á eða í hafi á þeim ferð- um sem hér hafa verið upp tald- ar? Þá viljum við leggja sérstaka áherslu á að öll lönd sem menga samningssvæði Parísarsamnings- Valgerður Sverrisdóttir. Ræða flutt á ráðstefnu þingmanna norðlægra þjóða um mengunar- vandamál, sem haldin var í Moskvu dagana 31. janúar og 1. febrúar. ins gerist aðilar að samningnum. Hér er átt við lönd eins og Rússland, Pólland, Austur- Þýskaland, Sviss og Austurríki. Samningurinn fjallar um mengun sem berst út í hafið úr landi. Þetta er mjög mikilvægt atriði í baráttunni gegn mengun hafsins og alls ekki einangrað vandamál þeirra þjóða, sem nefndar hafa verið. Nú er meira vitað um haf- strauma en fyrr og mengaður sjór berst ótrúlega hratt um heims- höfin. T.d. hefur í gegnum aldirnar borist gífurlegt magn rekatimburs á land á íslandi komið frá Síberíu. Þetta hefur að vísu verið góð búbót fyrir íslenska bændur, en jafnframt ótvíræð sönnun á straumum í hafinu. Mengunarslys hafa átt sér stað og við getum því miður ekki full- yrt að þau eigi ekki eftir að verða fleiri. Þess vegna er mikilvægt að koma á aukinni og nákvæmari til- kynningaskyldu slysa. Annað atriði vil ég nefna sem varðar það ástand sem skapast ef mengun- arslys vérður, en það er flutning- ur á mengunarvarnabúnaði og hjálpartækjum á milli landa við slíkar aðstæður. Þessi búnaður flokkasf oft með hertækjum og því hefur sú staða komið upp að nauðsynleg tæki hafa ekki fengist á slysstað eins hratt og nauðsyn- legt hefði verið. En það sem hlýt- ur að vera allra mikilvægast í þessu sambandi er að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hjá Norræna fjárfestingabankanum hefur þegar verið tekin sú stefna að lána til landa utan Norður- landa til að fjármagna fram- kvæmdir vegna mengunarvarna. Þetta er m.a. hugsað til þess að draga úr þeirri mengun sem berst til Norðurlandanna frá nágranna- löndunum og staðfestir það sem við vitum að er skilyrði þess að árangur náist, þ.e. að samvinna þjóða á sviði umhverfismála geti verið sem best. Ríkisstjórn íslands hefur, ásamt ríkisstjórnum hinna Norðurlandanna, nýlega undir- ritað tvær framkvæmdaáætlanir á sviði umhverfismála. Þá hefur ríkisstjórn íslands samþykkt framkvæmdaáætlun um minnkun notkunar ósoneyðandi efna um 38,8% fyrir árið 1991. Heildarnotkun ósoneyðandi efna á íslandi er talin vera um 200 tonn. Sala úðabrúsa sem innihalda ósoneyðandi efni verð- ur bönnuð frá og með 1. júní 1990. Mestur hluti þeirra óson- eyðandi efna sem notuð eru á ís- landi er notaður í kælikerfi frysti- húsa. Fram til þessa hefur þess- um efnum verið hleypt út í and- rúmsloftið við viðhald og eftirlit, en það verður algjörlega bannað. Þá er í gildi sérstök áætlun um skipulag og uppbyggingu meng- unarbúnaðar hafna. í íslenskum höfnum hefur víðast hvar verið komið fyrir sorpgámum á bryggj- um. Stórátak hefur verið gert af hálfu samtaka útgerðarmanna í þá átt að fá skipverja til að safna sorpi frá skipum og skila þegar komið er í höfn. Fyrir nokkrum árum var öllu hent beint í sjóinn og einn helsti mengunarvaldur í hafinu við ísland eru lífræn efni í formi drauganeta og kaðla úr gerviefnum og dúkar úr plasti. Auk þess má nefna einangrun- arplast sem mulist hefur niður og sjávardýr gleypa sem fæðu. Það er óhætt að fullyrða að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað hvað snertir það að henda rusli í sjó, enda höfum við máls- hátt á íslensku, sem segir „Lengi tekur sjórinn við“ = þ.e. LENGI, ekki endalaust. íslensk stjórnvöld hafa ákveð- ið sérstaka mengunarlögsögu umhverfis ísland. Mengunarlög- sagan nær 200 sjómílur til hafs eins og efnahagslögsagan, en get- ur þó náð 350 sjómílum á vissum svæðum. Þetta hefur verið gert á grundvelli ákvæða hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir mengun í hafi. Ég vil því að síðustu leggja sérstaka áherslu á að þær þjóðir sem standa að hafréttarsáttmál- anum taki sig nú til og staðfesti samninginn hið fyrsta enda er samningurinn þegar kominn í gagnið. í Bruntlandsskýrslunni „Sameiginleg framtíð okkar“ („Our Common Future“), segir orðrétt: „Það mikilvægasta sem þjóðir heims geta gert, til að byrja með, til verndunar lífríkis sjávarins, er að staðfesta Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ (Tilvitn- un iýkur). Þessi orð læt ég verða mín lokaorð og þ.akka áheyrnina. Valgerður Sverrisdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.