Dagur - 14.02.1989, Side 6
6 - DAGUR - 14. febrúar 1989
Vita- og hafnamálastofnun:
Ólafsíjarðarhöfn
byggð í risalíkani
- tilraunir gerðar á næstu mánuðum
Þessa dagana eru starfsmenn
Vita- og hafnamálastofnunar
að byggja stærsta líkan sem
stofnunin hefur gert. Þetta er
líkan af Ólafsfjarðarhöfn en á
næstu mánuðum verða gerðar
líkantilraunir á höfninni með
það fyrir augum að bæta hafn-
armannvirkin og kanna hvort
mögulegt er að draga úr þeim
mikla sandburði sem er inn í
höfnina.
Gísli Viggósson, forstöðumað-
ur rannsóknadeildar Vita- og
hafnamálastofnunar segir að til-
raunirnar með Ólafsfjarðarhöfn
verði byggðar á þeim aðferðum
sem eru þekktar og margreyndar
í líkantilraunum Hafnamáia-
stofnunar. Hann segist ekki
reikna með að fundin verði full-
komin lausn á sandburðinum inn
í höfnina í Ólafsfirði þar sem erf-
itt sé að gera nákvæmar tilraunir
með sandinn. Hins vegar vænti
hann þess að hægt verði að nálg-
ast lausnina verulega. En hvað
felst fleira í þessum líkantilraun-
um?
„Þetta verkefni okkar er marg-
þætt. Á Ólafsfirði eru fjórirstórir
togarar sem eiginlega rista dýpra
en höfnin er. Við þurfum að
skapa betri aðstöðu fyrir þessa
fjóra togara og heimabáta með
því fyrst og fremst að fá meiri
kyrrð í höfnina. Og óbeint ætlum
við að reyna að draga úr þessum
sandflutningum inn í höfnina,“
segir Gísli. Sandflutningur inn í
höfnina er gamalt vandamál í
Ólafsfirði og á undanförnum
árum hefur tugþúsundum rúm-
metra af sandi verið dælt úr höfn-
inni.
Glímt við sandburðinn
Gísli segir einnig að unnið verði
að skipulagsmálum í tengslum
við líkantilraunirnar og ein af
þeim hugmyndum í skipulags-
málum sem hátt hefur verið hald-
ið á lofti að undanförnu er að
ósinn verði fluttur til vesturs, þ.e.
frá höfninni.
„Okkar hugmyndir áður en við
byrjum á tilraununum eru þær að
byggja garð til norðurs vestan
við hafnarmynnið og láta sandinn
safnast upp við þennan garð.
Þessi sandur kæmi til með að
stífla ósinn en þar sem hugmynd-
in er að flytja ósinn til vesturs þá
fellur það vel saman við okkar
hugmyndir. Pegar náðst hefur að
stoppa sandburðinn með þessum
garði þá er það okkar óskhyggja
að austan við þennan garð dýpki
og sandurinn fari inn í höfnina
sem er eðli náttúrunnar á þessum
stað. Þennan sand má Síðan fjar-
lægja úr höfninni en við gerum
okkur vonir um að þessi garður
geti heft þessa sandflutninga. Ég
sagði áðan að markmið okkar
væri að skapa kyrrð í höfninni og
okkar hugmynd er sú að það
megi gera með grjótgarði sem
komi til norðvesturs frá enda
hafnargarðsins í austurhöfninni.
En þetta eru aðeins þær hug-
myndir sem við höfum núna við
upphaf tilraunanna en geta átt
eftir að taka miklum breytingum
þegar á líður,“ tekur Gísli jafn-
framt fram þegar hann útskýrir
líkanið.
Nákvæm líkön
af heimaskipum
Gísli segir þess dæmi að á mjög
skömmum tíma hafi orðið mikill
sandflutningur inn í höfnina og
nefnir til stuðnings mælingar vor-
mánuðina 1975. Hann segir að
hugsanlega hafi þessi mikli sand-
flutningur stafað af mjög slæmu
veðri sem kom í upphafi árs 1975
en það sanni hve veðurfarslegi
þátturinn geti skyndilega breytt
aðstæðum.
Gísli segir að á næstu vikum
verði lögð lokahönd á byggingu
líkansins en starfsmönnum í lík-
Horft frá austurhorni hafnarinnar til vesturs í átt að nýju höfninni. Búast má
við að öðruvísi verði um að litast þegar tilraunum verður að fullu lokið og
starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunarinnar hafa gert sínar tiUögur.
anhúsi Vita- og hafnamálastofn-
unar til aðstoðar verða hafnar-
verðirnir í Ólafsfirði ásamt fleiri
heimamönnum. Til að gera sem
nákvæmastar mælingar á kyrrð í
höfninni verða smíðuð líkön af
skipum og sem nákvæmust líkön
af heimatogurunum. Með full-
komnum mælitækjum munu
hreyfingar skipanna við bryggj-
una verið mældar og þannig
fundnar þær lausnir sem gefa
bestan árangur.
Áður hefur verið byggt líkan af
höfninni í Ólafsfirði. Það var
þegar vesturhöfnin var hönnuð á
sínum tíma en sú vinna fór fram í
Kaupmannáhöfn. „Þetta er sem
sagt ekki í fyrsta skipti sem líkan
er gert af höfninni og örugglega
ekki það síðasta,“ sagði Gísli að
lokum. JÓH
Skrifstofutækni
Morgunhópur
Markmið með náminu er að mennta fóik til starfa á
nútíma skrifstofum. Megin áhersla lögð á viðskipta-
greinar og notkun tölvu. Námið tekur 256 klst.
Að námi loknu eru nemendur færir um að vinna við
tölvur smærri fyrirtækja og deilda innan stærri fyrir-
tækja.
★ Almenn tölvufræði.
★ Stýrikerfi.
★ Ritvinnsla.
★ Töflureiknar og
áætlanagerð.
★ Gagnasafnsfræði.
★ Tölvufjarskipti.
★ Almenn skrifstofutækni.
★ Bókfærsla.
Tölvubókhald.
Verslunarreikningur.
Toll- og verðútreikningar -
innflutningur.
Stjórnun og mannleg
samskipti.
íslenska.
Viðskiptaenska.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 27899.
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34
Gísli Viggósson, forstöðumaður Rannsóknardeildar Vita- og hafnamálastofnunar, stendur við líkanið af Ólafsfjarð-
arhöfn sem nú er verið að fullgera í líkanhúsi stofnunarinnar. Hér er „horft yfír höfnina og út Ijörð til norðurs.“
Myndir: JÓH
JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR ■ HAPPATÖLUR
BÓNUSTALA
Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. febrúar.
Heildarvinningsupphæð var kr. 5.558.318,-
1. vinningur var kr. 2.559.202,- Einn þátttakandi var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 444.368,-
Skiptist á tvo vinningshafa og fær hvor þeirra kr. 222.184,-
Fjórar tölur réttar, kr. 766.458.- skiþtast á 147 vinningshafa, kr. 5.214,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.788.290.- skiptast á 4330 vinningshafa, kr. 413.- á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
"Hnífur og skæri - .
ekki barna meðfæri"