Dagur - 14.02.1989, Page 16
J5ilaperurr
6-12 og 24 volta — Flestar tegundir
Samlokur fyrir og án peru
Föst á Öxnadalsheiði í 6 tíma án þess að beðið væri um hjálp:
Horföum á rútuna fara útaf í Bakkaselsbrekkunni
- „ekki fleiri ævintýri í bili takk,“ segja
Veðurfar á landinu síðustu
helgar hefur ekki beint gefið
tilefni til ferðalaga þó margir
hafí lagt land undir fót og gefið
veðurguðum langt nef. Fram
til þessa hafa ferðalögin gengið
stórslysalaust, en litlu mátti
muna um síðustu helgi að illa
færi hjá hópi ungs fólks sem
lenti í hrakningum á Öxna-
dalsheiði. Þar voru á ferð
nemendur úr Menntaskólan-
um við Hamrahlíð og hand-
knattleikslið í keppnisferðalagi
á fjórum Iangferðarbílum sem
lögðu upp frá Akureyri kl.
11.00 á sunnudagsmorguninn.
Strax og komið var á heiðina
festu bOarnir sig og annar bfll
MH-inganna fór útaf veginum
í Bakkaselsbrekkunni, á sama
stað og margir aðrir bílar hafa
lent útaf og m.a. hefur hlotist
af dauðaslys.
„Við horfðum á rútuna fara
útaf þar sem var mjög bratt og
við héldum að hún myndi steyp-
ast niður. Það sem bjargaði var,
að þarna var svo mikill snjór sem
tók af fallið. Sem betur fer
meiddist enginn, en það þurfti að
deila þeim sem voru í bílnum á
hinar rúturnar svo það varð ansi
þröngt og vont loft í bílunum. Þá
erum við bæði reið og hissa því
við vissum ekki annað en að
hjálp væri á leiðinni allan
tímann, en svo fréttir enginn af
þessu fyrr en í kvöldfréttum
klukkan sjö,“ sagði nemandi í
MH og einn af farþegunum sem
bjargað var af heiðinni á sunnu-
dagskvöld, en það þykir sæta
furðu að ekki skyldi kallað á
aðstoð fyrr en 7 tímum eftir að
óhappið gerðist.
MH-ingarnir tóku það rólega á
Akureyri í gær og var ætlunin að
leggja af stað heim í morgun um
leið og heiðin hefur verið rudd.
„Við viljum ekki fleiri ævintýri í
Ungmennin á heiðinni:
„Sérstakt að ekki fór verr“
- segja björgunarsveitarmenn
„Það er eins og fólk geri sér
ekki grein fyrir veðrinu og
hvernig færðin getur verið, þó
hér eigi að vera um vana menn
að ræða,“ sagði Gunnar Gísla-
son hjá Hjálparsveit skáta, en
þetta er í fyrsta skipti í vetur
sem óskað er eftir þeirra hjálp
við slíkar kringumstæður.
Gunnar segir, að það að halda
af stað með hóp af fólki út í
slíka ófærð hljóti að stafa af
hugsunarleysi eða vankunn-
áttu. „Þá fannst mér rúturnar
sem um var að ræða í þetta
skipti ekki of vel búnar til
vetraraksturs, sérstaklega þar
sem búið var að tilkynna að
heiðarnar væru ófærar. Það er
undarlegt að menn kynni sér
ekki ástand vega áður en lagt
er af stað. Mér þykir líka mjög
furðulegt að ekki skuli hafa
verið beðið um aðstoð fyrr en
eftir kvöldmat þegar fólkið var
búið að vera fast á heiðinni síð-
an um hádegi.“
Það voru félagar í Hjálparsveit
skáta og Flugbjörgunarsveitinni á
Akureyri sem beðnir voru að
aðstoða á heiðinni í fyrrakvöld,
en þær voru ekki ræstar út fyrr en
laust fyrir kl. 19.30.
Haukur ívarsson hjá Flug-
björgunarsveitinni var ræstur út
kl. 19.20, en hann hafði verið til-
búinn til að leggja af stað nokkru
áður þar sem hann átti von á
útkalli mun fyrr. „Það kom hjálp-
arbeiðni til lögreglunnar sem síð-
an kom skilaboðum til okkar.
Við fórum sex á tveimur bílum
og höfðum meðferðis kerru með
vélsleðum ef selflytja þyrfti fólk.
Færðin reyndist hins vegar það
góð að við komumst alla leið að
bílunum, en veðurhæðin var
ofsaleg og skyggni lélegt.“ Hauk-
ur segir það aðeins tilviljun að
ekkert alvarlegt slys hafi enn
hlotist af ótímabærum ferðalög-
um fólks í ófærðinni. „Það má
telja sérstakt að ekki færi verr en
aðeins það að bílarnir færu útaf.
Þarna gæti hafa orðið stórslys."
Tveimur bílum var snúið við og
lögðu þeir af stað á undan
félögunum í björgunarsveitinni.
Þegar þeir ná þeim aftur síðar,
móts við Engimýri, hafði fyrri
rútan lent útaf og oltið á hliðina.
„Við báðum aldrei um hjálp
því við þurftum ekki á henni
að halda,“ sagði Hallgrímur
Lárusson bílstjóri hjá hóp-
ferðabílum Snælands Gríms-
sonar í Reykjavík sem fluttu
MH-ingana. „Strax og við
sáum að við kæmumst ekki
upp Bakkaselsbrekkuna og
vorum búnir að missa annan
bflinn útaf, ákváðum við að
halda kyrru fyrir og reyna ekki
einu sinni að snúa við því hálk-
an var svo mikil í brekkunni.
Við komumst fljótt í samband
við tvo 14 manna trukka sem
voru þarna uppfrá og gripum
til þess ráðs að hafa krakkana í
upphituðum bílnum, fá bfl frá
Akureyri á móti okkur og ferja
á milli með trukkunum.“
Sökum veðurhæðar gekk þessi
flutningur hægt, en engin hætta
var á ferðum. Það voru hins veg-
Að lokum tókst þó að koma öll-
um niður af heiðinni heilum, en
þreyttum. VG
ar bílstjórar handknattleikslið-
anna sem óskuðu hjálpar björgun-
arsveita. Fyrstu MH-ingarnir
komu til Akureyrar um kl. 19.00
og þeir síðustu um kl. 23.00.
Hallgrímur mótmælti því að
bifreiðarnar hafi verið illa búnar.
„Við vorum á keðjum í bak og
fyrir, en hálkan var bara svo mik-
il og veðrið slæmt og því fór sem
fór.“ Astæðurnar fyrir því hvers
vegna farið var af stað þegar búið
var að tilkynna ófærð sagði hann
aðallega tvær. „í fyrsta lagi lögðu
krakkarnir hart að okkur að fara
því þau höfðu ekki frí í skólanum
á mánudag. Þá vorum við búin að
ákveða að verða samferða
Norðurleið og nokkrum flutn-
ingabifreiðum sem fóru kl. 10.00
um morguninn. Krakkarnir okk-
ar voru hins vegar svo lengi að
koma sér út í bílana, að við gát-
um ekki lagt af stað fyrr en kl.
11.00 sem var einum tíma of
seint.“ VG
„Við báðum aldrei um hjálp því við þurftum ekki á henni að halda,“ sagði
Hallgrímur Lárusson bflsstjóri. Mynlj: xlv
Bflstjóri MH-inganna:
Þurftum ekki aðstoð
hjálparsveita
nemendur MH
bili,“ sagði viðmælandi okkar.
Þeir vildu koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til starfsfólks
Dynheima sem hafi tekið ein-
staklega vel á móti þeim og gert
allt til að létta undir með þeim.
í gærmorgun lagði rúta með
nemendur úr Kvennaskólanum í
Reykjavík af stað frá Akureyri
og var ferðinni heitið til Reykja-
víkur, þrátt fyrir að margoft hafi
verið tilkynnt, að Öxnadalsheið-
in væri ófær. Rútunni var enda
snúið fljótlega til Akureyrar
aftur. VG
Byggingavörudeild KÞ á Húsavík var með kynningu á heilsuræktar- og þrek-
tækjum sl. föstudag og selur þau á sérstöku kynningarverði þessa viku. Það
var enginn annar en Sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson sem mætt-
ur var í kaupfélagið til að kynna tækin. A myndinni sjáum við Jón Pál
leiðbeina ungum manni við að taka á lóðunum og áhuginn leynir sér ekki. Á
fimmtudaginn fá lesendur Dags að sjá fleiri myndir af Jóni Páli í KÞ og þá
verður einnig birt viðtal við kappann þar sem fram kemur hvað hann er að
fást við um þessar mundir. Mynd: im
Stjórastööin a Akureyri
sannaði gildi sitt
- Krafla og Laxá forðuðu langvinnu
rafmagnsleysi
Rafmagn fór af nærri öllu
landinu klukkan 17.13 á
sunnudag vegna bilunar í
aöveitustöð Landsvirkjunar á
Geithálsi og fleiri stööum á
Vesturlandi. Það varð raforku-
ástandinu á Norðurlandi til
bjargar að hægt var að byggja
kerfið upp að nýju í stjórnstöð
Landsvirkjunar og Rafmagns-
veitna ríkisins á Rangárvöll-
um. Frá því að rafmagnið fór
af til klukkan 18.10 sáu Laxá
og Krafla stórum hluta
Norðurlands fyrir raforku en
áður höfðu verið miklar trufl-
anir á Byggðalínuhringnum.
Að sögn Óskars Árnasonar,
tæknifræðings hjá Landsvirkjun,
sýndi mikilvægi stjórnstöðvarinn-
ar á Rangárvöllum best gildi sitt á
sunnudaginn. Þegar rafmagnið
fór af Norðurlandi brann spóla í
tengivirkinu við Rangárvelli. Ef
það hefði ekki gerst hefði Akur-
eyrarbær aðeins verið rafmagns-
laus í 10 til 15 mínútur, en ekki
tæpa klukkustund.
Fyrsta verk starfsmanna Lands-
á Norðurlandi
virkjunar var að einangra
Norðurland frá öðrum hlutum
Byggðalínunnar. Krafla var í
gangi með 30 megavatta afköst
og Laxá með u.þ.b. 19 megavött.
Þá varð ljóst að ekki þurfti að
ræsa diesel-varastöðvarnar á
Akureyri. Kröfluvirkjun var
tengd inn á kerfið til Ákureyrar
og Laxá kom inn skömmu síðar.
Um klukkan 18.45 var búið að
byggja upp raforkuflutning um
netið frá Kröflu vestur í Geira-
dal. Þá var einnig búið að tengja
þann hluta Byggðalínunar sem
liggur frá Sigöldu, þ.e. Tungna-
ár- og Þjórsársvæðinu, norður
um Austfirði til Kröflu. Rafmagn
komst því á um allt Norðurland,
Austfirði og hluta Vestfjarða
mun fyrr en á Suðurlandi og í
Reykjavík.
Þess má að lokum geta að í
undirbúningi er uppsetning nýrr-
ar stjórnstöðvar í húsi Lands-
virkjunar á Akureyri, en hún er
hluti af nýju heildarstjórnkerfi
Landsvirkjunar fyrir alít landið
og mun koma í gagnið næsta
haust. EHB