Dagur - 17.02.1989, Qupperneq 4
*-s
3AQ - Í|^ebruar1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Löglegur þjófiiaður
Skiptar skoðanir eru um það hvort skattbyrði sé of
mikil eða of lítil hér á landi. Um hitt verður ekki deilt
að réttlát dreifing skattbyrðarinnar er það sem mestu
máli skiptir. Þess vegna finnst hinum almenna skatt-
greiðanda erfitt að sætta sig við að fjölmargir skuli
komast upp með að svíkja undan skatti og gjalda
ekki keisaranum það sem keisarans er. Þetta á bæði
við um beina og óbeina skatta, þótt svigrúm skatt-
svikara hafi minnkað nokkuð með tilkomu stað-
greiðslukerfisins. En þeir sem stunda söluskattssvik
lifa enn góðu lífi og þótt stjórnvöld hafi skorið upp
herör gegn skattsvikum, miðar lítt að settu marki.
Það hefur löngum þótt sniðugt að leika á kerfið.
Nokkur hópur manna stundar þá iðju að staðaldri og
hefur nú fundið upp aðferð til að græða meira á
kostnað ríkisins - og þar með hins almenna skatt-
borgara - og á skemmri tíma en nokkurn gat órað fyr-
ir að væri mögulegt. Þessi nýja aðferð felst í því að
græða á gjaldþrotum. Forskriftin er í stuttu máli
eitthvað á þessa leið: Fyrsta skrefið er að stofna
hlutafélag, sem frá upphafi er ætlað það hlutskipti að
„fara á hausinn". Síðan er hafinn einhvers konar
rekstur í nafni hlutafélagsins. Þess er vandlega gætt
að slá lán sem víðast en greiða sem allra minnst af
þeim skuldum sem stofnað er til. Fyrirtækið inn-
heimtir auðvitað söluskatt fyrir ríkið eins og lög
kveða á um: Ein króna af hverjum fjórum skal renna
í ríkiskassann. Galdurinn er svo einfaldlega fólginn í
því að skila ekki þessum krónum í ríkiskassann, held-
ur stinga þeim í eigin vasa. Svo má annaðhvort selja
fyrirtækið eða „láta það fara“ í gjaldþrot og stofna
nýtt fyrirtæki næsta dag!
Þessi forskrift er einföld og „góð“ og virkar full-
komlega. 2-300 fyrirtæki skiptu um nafn með þessum
hætti á síðasta ári og byrjuðu nýjan rekstur - jafnvel
á sama stað og af sömu aðilum - til að losna við að
greiða söluskatt. Aðrir fóru þá leið að sviðsetja gjald-
þrot í sama tilgangi. Talið er að í það minnsta fjórir
milljarðar króna, þ.e. 4000 milljónir, hafi verið sviknir
undan með þessum hætti á síðasta ári. Samkvæmt
orðabók Menningarsjóðs kallast þetta athæfi þjófn-
aður og það meira að segja stórþjófnaður. En eftir
því sem næst verður komist er þjófnaður þessi lög-
legur eða í það minnsta lögverndaður, vegna mein-
gaUaðra laga um hlutafélög.
Þetta heitir ekki að stela undan söluskatti, heldur
að stela söluskattinum sjálfum. Einhverra hluta
vegna er þeir sem þetta stunda, litnir öðrum augum
en „venjulegir" þjófar og hljóta allt aðra meðferð í
kerfinu. Samt hafa þeir í raun og veru gerst sekir um
að stela annarra manna fé. Þessir þjófar koma jafn-
framt óroði á þá sem lenda í vanskilum með söluskatt
af eðlilegum ástæðum eða tapa aleigunni í „venju-
legu" og um leið hörmulegu gjaldþroti.
Stjórnvöld verða að setja undir þennan leka og
koma lögum yfir afbrotamennina. Þetta ástand er
með öllu óþolandi. BB.
Þingkonurnar Auður Eiríksdóttir og Jóhanna Þorsteinsdóttir að störfum í neðri deild Alþingis á dögunum.
Mynd: JÓH
Tvær norðlenskar konur í fyrsta sinn á þing:
„Við lærum eitthvað
á hveijum degi
- segja þær Jóhanna horsteinsdóttir og
Auður Eiríksdóttir
Tvær norðlenskar konur, þær
Jóhanna Þorsteinsdóttir og
Auður Eiríksdóttir, tóku í
fyrsta sinn sæti á Alþingi fyrir
skömmu. Auður situr á þingi í
veikindaforföllum Stefáns
Valgeirssonar, þingmanns
Samtaka jafnréttis og félags-
hyggju, en Jóhanna situr á
þingi í veikindaforföllum Málm-
fríðar Sigurðardóttur, þing-
manns Kvennalistans. Það sitja
því þrjár konur á þingi fyrir
Norðurlandskjördæmi eystra
um þessar mundir, því Val-
gerður Sverrisdóttir, Fram-
sóknarflokki, á þar fast sæti.
Blaðið ynnti varaþingmennina
tvo álits á Alþingi og störfum
þess með hliðsjón af fyrstu
starfsdögum þeirra.
„Ég held að ég treysti mér ekki
til að svara þessari spurningu fyrr
en ég hef setið lengur,“ sagði
Auður. „Að vísu kom mér
umræðan fyrstu tvo dagana
nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar
rætt var um blýantana í Seðla-
bankanum. Mér fannst þetta mál
ekki eiga heima hérna inn á þingi
og slík umræða ætti að fara fram
fyrir utan þingið."
„Ég held að aðalmálið sé að
vera ekki að gefa tilefni til
umræðu sem þessarar á þingi.
Mér finnst að við eigum að nota
tímann í annað. Ég vil sem
minnst segja um hvernig umræð-
an er hér á þingi vegna þess að ég
er búin að starfa hér mjög stutt.
Ég á eftir að heyra mun meira af
umræðunni áður en ég get farið
að meta hvernig hún er. Þetta er
mikið að meðtaka þótt maður
hafi lesið þau gögn sem hér eru
lögð fram og hlustað á ræðurnar
sem hér eru fluttar."
Alþingi er menningarleg
stofnun
Jóhanna segir að sér finnist verð-
ugt verkefni fyrir fréttamenn að
kynna betur fyrir þjóðinni störf
Alþingis samkvæmt jiingsköpum.
„Ég er viss um að margir vita
ekki hvernig deildirnar starfa og
hvernig sameinað Alþingi
starfar. Ég er sannfærð um að
fræðandi fréttaefni í þessum dúr
yrði vel þegið. Fréttaflutningur
sem t.d. ég hefði haft verulegt
gagn af áður en ég kom hingað til
starfa. Þetta er vinsamleg ábend-
ing til t.d. Ingimars Ingimarsson-
ar, þingfréttamanns Sjónvarps-
ins.“
Auður tekur undir þetta sjón-
armið Jóhönnu og bætir við.
„Það sem kemur meira í fjölmiðl-
um héðan af Alþingi er þetta létt-
úðarhjal eins og t.d. blýantaum-
ræðan. Aftur á móti fer minna
fyrir góðum málefnum. Því mið-
ur er þetta svona héðan af
Alþingi sem þó er mjög menning-
arlega stofnun. Og hér er vel
unnið."
„Ég þarf ekkert
í samningamakk“
- Eruð þið strax tilbúnar með
einhver mál sem þið ætlið að
leggja hér fram á löggjafarsam-
komunni á ykkar fyrstu þingdög-
um?
„Hvað mig varðar þá var mjög
stuttur fyrirvari á þessari þing-
setu þannig að maður fékk sára-
lítinn undirbúningstíma. Þess
vegna gafst manni ekki tóm til að
vinna fyrirfram nein mál til að
leggja fram,“ svarar Auður.
„Ég kom ekki inn með neitt
sérstakt mál fyrir mitt kjördæmi
en við Kvennalistakonur vinnum
mikið í sameiningu og núna er ég
að leggja fram tvær fyrirspurnir
og flyt eina þingsályktunartil-
lögu. Svona eru vinnubrögð
okkar, við erum ábyrgar og vinn-
um mikið sarnan," segir Jóhanna.
- En það er heldur öðruvísi
fyrir þig, Auður, að taka hér sæti
þar sem að þú ert jú ein í þing-
flokknum?
„Já enda fara þingflokksfund-
irnir fram með mikilli spekt,“
segir Auður og hlær. „Nei, til
lánsins hef ég mann á skrifstofu
sem er mér mikil stoð og síðan
hef ég mikið samband við Stefán.
En það er rétt að ég þarf ekki að
fara í mikið samningamakk eða
að bera málin undir hina sam-
þingmennina eins og Jóhanna.
En eins og þú veist þá er ég
stuðningsmaður stjórnarinnar og
þarf þar af leiðandi að taka tillit
til ýmissa hluta, þetta eru ekki
bara neinar geðþóttafram-
kvæmdir hjá mér. En þetta er nú
bara fjórði dagurinn minn þannig
að maður getur nú ekki sagt
mikið,“ segir Auður.
Hægt með góðri hjálp
Þær Auður og Jóhanna eru báðar
í föstum störfum í heimahögun-
um. Jóhanna er leiðbeinandi í
Öxarfirði en Auður er bóndi,
oddviti og húsmóðir í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði. Báðar segja
þær að með góðri hjálp hafi verið
hægt að losna til að setjast inn á
þing.
„Já, þetta gekk með góðri
hjálp. Við verðum að taka fram
hvar sem við erum í vinnu að
með stuttum fyrirvara gætum við
þurft að setjast inn á þing þannig
að auðvitað þurfum við varaþing-
mennirnir alltaf að vera viðbún-
ir,“ svarar Jóhanna.
„Ég fer heim um helgar og sit
fundi með fólkinu í Samtökun-
um, eiginlega þingflokksfundi.
Og svo verð ég að stjórna
hreppnum líka þannig að maður
borgar reikninga og gerir það
sem gera þarf um helgar. Þetta
gengur með góðri hjálp, bóndinn
les fyrir mig bréfin í símann þeg-
ar ég er fyrir sunnan og ég segi til
um hvað hann á að gera við hvert
bréf. Þannig er samvinnan milli
okkar,“ segir Auður.
- Hvað með þig, Jóhanna.
Bregður þú þér norður til að
sinna börnunum í skólanum um
helgar?
„Nei, ég held að leiðbeinenda-
starfið sé þannig að það er ekkert
hægt að sinna því með neinu
öðru. Þetta starf er mjög krefj-
andi og ég treysti þeim sem tóku
við af mér fullkomlega fyrir börn-
unum mínum.“
- Verðið þið ekki reynslunni
ríkari ef þið þurfið að setjast inn
á þing næsta vetur?
„Jú, það verðum við. Við erum
að læra eitthvað á hverjum degi
þannig að fyrir okkur sem erum í
pólitíkinni er þetta mikil reynsla.
Þetta er jú það sem flestir fram-
bjóðendur hljóta að stefna að,“
svara þær Jóhanna og Auður.
JÓH